Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
Ásgerður Skjald-
berg - Minning
Fædd 31. maí 1894
Dáin 19. janúar 1993
Það að eiga góða ömmu er dýr-
mæt gjöf. Amma mín, sem hér er
kvödd, var svo sannarlega dýrmæt
gjöf og fýrir það verð ég ævinlega
þakklát. Það að geta litið um öxl
og kallað fram minningar sem að-
eins eru manni til gleði er það sem
getur hjálpað hveijum manni til að
líta björtum augum fram á veg.
Amma mín var fædd á Leikskál-
um í Dalasýslu 31. maí 1894 og
var því 98 ára er hún lést. Þetta
er hár aldur og amma var orðin
þreytt. En í minningunni á ég mynd
af mildri og góðri ömmu. Ömmu
sem hafði lifað tímana tvenna, með
öllum þeim breytingum í búskapar-
háttum sem tæknivæðingin hafði í
för með sér, ömmu sem stjórnaði
stóru heimili hávaðalaust. Tilhlökk-
unin gat ekki verið meiri en þegar
ég, sem bam, mátti fara í heimsókn
til ömmu og afa, sem þá bjuggu í
Hveragerði. Þar var tekið á móti
með opinn faðm. Dagamir liðu bara
alltof fljótt, en eftir sitja bemsku-
minningar baðaðar sólskini. Amma
og afí fluttust til Reykjavíkur og
bjuggu þar við Laugaveginn. Það
var gott að eiga ömmu að á ungl-
ingsámnum, gott að getað verið
umvafín mildi og skilningi. Hún var
vinur sem hægt var að treysta og
sem treysti manni. Þegar haldið var
af hennar fundi var lundin létt. Ef
eitthvað hafði angrað mann var það
horfíð, amma kunni ráð við því. Já,
hún amma hafði alltaf tíma og það
fannst mér á unglingsárunum alveg
sjálfsagt, en með ámnum hef ég
séð það betur og betur að þetta var
ekkert sjálfsagt, heldur var ég bara
svona einstaklega heppin.
Og fyrir þetta allt, sólskinið,
mildina og skilninginn þakka ég af
alhug.
Með ömmu er gengin góð kona
og bið ég Guð að vera með henni.
Ó, hve heitt ég unni þér -
AÍIt hið besta í hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
aftur glóði sói og vor,
og traust þitt var það athvarf,
sem mér aldrei brást.
(Tómas Guðmundsson)
Hallfríður Konráðsdóttir.
Amma mín elskuleg sofnaði vært
inn í eilífðina þriðjudaginn 19. jan-
úar. Hún hefði orðið 99 ára í maí.
Söknuðurinn er ekki síður sár þótt
aldurinn sé hár. Samt veit ég að
hvíldin var henni kærkomin. Um
npkkurt skeið var það einungis
sterkt hjarta sem sló taktfast í
gömlum, lúnum líkama.
Amma mín var síðasti tengiliður
minn við aldamótakynslóðina, líf
hennar og kjör. Við fráfall hennar
fínnst mér verða kaflaskipti í tilver-
unni. Hún verður aldrei söm. Amma
mín er í mínum huga holdgerving
„ömmunnar" sem böm nútimans
koma aldrei til með að kynnast.
Fallegt, þykkt, grátt hárið sem hún
fléttaði í tvær fléttur og vafði í
kórónu um höfuðið. Upphluturinn
sem hún klæddist við hátíðleg tæki-
færi. Hún lagði alla tíð mikið upp
úr því að vera fín, puntuð og vel
til höfð. Pijónarnir sem léku ótt,
títt o g viðstöðulaust í höndum henn-
ar. Hvílík fimi! Þeir em ótaldir sokk-
amir og vettlingarnir sem héldu
hita á höndum og fótum afkomenda
hennar.
Amma mín var sveitakona. Hún
átti mörg böm, sá um stórt heim-
ili, sinnti uppeldi og skepnum, gekk
til allra starfa sem þurfti jafnt utan-
húss sem innan. Hún var fyrst upp
á morgnana og síðust í rúmið á
kvöldin. Vinnudagurinn var langur
og strangur. Þægindum var ekki
fyrir að fara. í eyram velferðar-
bamsins létu sögurnar af lífínu í
sveitinni, sem hún var ósínk á, eins
og óblíð veður sem leita yrði skjóls
undan. Það átti amma bágt með
að skilja. Að vísu hafði stundum
verið dálítið erfítt, en ekkert til að
tala um. Svona var lífíð í þá daga.
Amma mín fluttist ásamt afa
Bergþóri á mölina, til Reykjavíkur.
Þaðan man ég fyrst eftir henni. Þær
voru ófáar heimsóknirnar á Lauga-
veginn í heitt súkkulaði, pönnsur
og kleinur hjá ömmu og afa.
Skemmtilegast þótti mér þegar
amma tók upp harmónikkuna,
þandi hana og kreisti og söng und-
ir. Svo hló hún kæfðum hlátri og
andlitið afskræmdist allt í stórri
hlátursgrettu. Hún var hláturmild
og með gott skopskyn.
Amma mín dvaldist síðustu
æviárin á Hrafnistu og undi dvöl-
inni hið besta. Hún var afar félags-
lynd og tók þátt í öllu sem í boði
var á Hrafnistu. Hún var svo upp-
tekin að oft þurfti maður frá að
hverfa og koma aftur síðar þegar
frí var frá spilamennsku, söngæf-
ingu, föndri eða einhveiju öðra.
Hún naut lífsins veralega þessi
fyrstu ár á dvalarheimilinu. En árin
fuku fram og smám saman tók lík-
aminn að gefa sig. Fætumir, heym-
in, sjónin, fíngumir sviku og gerðu
henni að lokum ókleift að vera virk-
ur þátttakandi í lífínu. Það hefur
öragglega verið henni mikil þraut.
Undir það síðasta sat hún næsta
hreyfíngarlaus og aðgerðalítil í
hjólastólnum sínum. Andlitið svo
slétt og fallegt. Hárið stuttklippt
og fagurgrátt, ávallt vel greitt.
Hendurnar fíngerðar og beinaberar
lágu aðgerðalausar í kjöltu hennar.
Hún var orðin þreytt, uppgefin. Hún
bara sat og beið. En hjartað sló,
sterkt og taktfast. Nú er sá sláttur
hljóðnaður. Að eilífu. Næstum ald-
arlangri ævi er lokið.
Við syrgjum hana öll, kjamakon-
una hana ömmu, og þökkum henni
fyrir allt það sem hún hefur gefið
okkur.
Megi amma mín elskuleg hvfla í
friði.
Jórunn Tómasdóttir.
Hinn 19. janúar sl. andaðist Ás-
gerður Skjaldberg Þorvarðardóttir
í Dvalarheimili aldraðra Hrafnistu
í Reylq'avík í hárri elli. Útför henn-
ar hefur farið fram í kyrrþey að
eindreginni ósk hinnar látnu.
Ásgerður Skaldberg var fædd að
Leikskálum í Haukadal í Dölum
hinn 31. maí 1894, dóttir hjónanna
Þorvarðar Bergþórssonar, bónda og
hreppstjóra, sem lengi bjó við mikla
rausn að Leikskálum, og síðari konu
hans, Höllu Jóhannesdóttur.
Ásgerður ólst upp í skjóli for-
eldra sinna í stóram systkinahópi,
og vandist hún eins og að líkum
lætur allt frá æsku sveitastörfunum
við búskaparhætti eins og þeir gerð-
ust um og eftir aldamótin síðustu
í sveitum þessa lands. Búskapurinn
var þrotlaus vinna og strax og börn-
in gátu farið að létta undir við störf,
tóku þau virkan þátt í því marghátt-
aða starfi, sem búskapnum fylgdi,
bæði við útiverk og innanhússtörf.
En margs þurfti búið við, ekki síst
á svo mannmörgum heimilum og
ávallt var að Leikskálum á æskuá-
ram Ásgerðar.
En unga fólkið gerði sér í þá
daga, eins og nú, ýmislegt til
skemmtunar, þótt tómstundir væru
færri, og eins og að líkum lætur
hefur oft verið glatt á hjalla í stór-
um barnahópnum á æskuheimili
Ásgerðar, enda Leikskálar þá nán-
ast eins og miðstöð sveitarinnar.
Það var spilað og sungið og dansað
og langt fram á fullorðinsár hafði
Ásgerður mikið yndi af söng og
hverskyns tónlist. Á fögram sumar-
dögum, þegar annir leyfðu, var far-
ið í útreiðartúra um sveitina og
nágrenni, en í Haukadalnum er ein-
staklega sumarfagurt og veðurblítt,
áin og vatnið setja unaðsríkan svip
á sveitina á lognkyrram sumar-
kvöldum.
Oft minntist Ásgerður slíkra un-
aðastunda frá æskuáram sínum, og
rifjaði upp atburði frá æskuheimili
sínu og fram á efstu ár fylgdist hún
með fólki því sem þá bjó á Leikskál-
um og lét sér annt um velferð þess.
Svo lengi sem nokkur möguleiki var
fyrir hana átti hún reiðhesta, sem
hún hafði mikið dálæti á, valdi þá
af betri endanum, fór vel með þá
og brá sér eins oft í reiðtúr og hún
framast gat. En þegar hún yfírgaf
sveitina og hætti búskap, þá varð
hún að sjá á bak þessu tómstunda-
gamni sínu, henni fannst að hestar
ættu ekki heima á malbikinu, enda
var hestamönnum í þá tíð ekki búin
sú aðstaða sem þeir njóta nú til
dags í þéttbýlinu.
Á æskuáram Ásgerðar var hvers-
kyns nám og skólaganga eigi svo
auðsótt, sem nú er, sérstaklega
ekki fyrir stúlkur, enda þótt hugur
stæði til. Um tvítugsaldur tók Ás-
gerður sig þó upp, hélt til Reykja-
víkur og stundaði þar nám í sauma-
skap og matreiðslu, jafnframt því
sem hún vann fyrir sér. Auðvitað
varð þetta henni góður skóli, hald-
gott veganesti út í lífíð og veitti
henni víðari sýn.
Hinn 19. apríl 1923 giftist Ás-
gerður Bergþóri Bergþórssyni,
bóndasyni frá Ölvaldsstöðum í
Borgarhreppi. Að honum stóðu
merkar bændaættir af Mýranum,
frá Hjörsey og Staumfirði. Það varð
úr að þau settust að á föðurleifð
Bergþórs og hófu búskap að Öl-
valdsstöðum. Þar bjuggu þau bestu
starfsár sín. Um nokkurt skeið ráku
þau hjón þó hótel í Borgamesi. Um
nokkurt árabil bjuggu þau svo að
Þórastöðum í Ölfusi. Eftir að þau
hjón hættu öllum búskap settust
þau að í Hveragerði, reistu sér þar
hús og bjuggu þar í nokkur ár, en
fluttust loks til Reykjavíkur um
1950 og áttu þar heima síðan.
Ég kynntist þeim hjónum ekki
meðan þau bjuggu í sveit, en það
þykist ég vita af kynnum við þau
síðar, að gestrisni og hverskonar
rausn hefur einkennt heimili þeirra,
og þá ekki endilega í samræmi við
efnahag á hveijum tíma. En Ás-
gerður var einstaklega myndarleg
húsmóðir, og það var með ólflrindum
hvað hún gat töfrað fram af veiting-
um, þegar gesti bar að garði, og
hún hafði einstakt lag á að láta
tekjumar endast án þess að spara
í kosti. Sérstaklega var oft gest-
kvæmt hjá þeim hjónum eftir að
þau fluttust til Reykjavíkur, en þar
bjuggu þau við Laugaveginn miðj-
an, og aldrei var Ásgerður ánægð-
ari og skemmtilegri en þegar sem
flestir komu í kaffí til hennar.
Þau hjónin tóku mér einstaklega
vel sem verðandi tengdasyni, og á
þá vináttu, sem við bundumst, bar
aldrei skugga til hinsta dag þeirra.
Fyrir það stend ég í þakkarskuld.
En eins og nærri má geta var
lífíð ekki ætíð leikur hjá Ásgerði.
Það fólk sem var á besta starfs-
aldri fram á miðja þessa öld, varð
vissulega að leggja hart að sér til
þess að hafa ofan í sig og fjölskyld-
ur sínar. Og á mannmörgu heimili
Jón Oddgeir Jóns
son - Minning
Vegna æskulýðsstarfs á borð við
alþjóðlegu skátahreyfínguna bygg-
ist að veralegu miklu leyti á því að
þeir einstaklingar sem ganga til liðs
við hreyfínguna á unga aldri nái
slíkum þroska í starfínu að þeir fínni
hjá sér þörf til að láta aðra njóta
góðs af vera sinni og reynslu í fé-
lagsskapnum.
Þannig einstaklingur var Jón
Oddgéir Jónsson. Ungur gekk hann
til liðs við skátahreyfinguna og
snemma valdist hann til foringja-
starfa. Síðan tók hvert verkefnið
við af öðra og framkvöðull var hann
á ýmsum sviðum innan hreyfíngar-
innar sem utan. Jón Oddgeir stóð
m.a. að stofnun skátafélags Hafn-
arfjarðar, Blóðgjafarsveitar skáta,
og Hjálparsveitar skáta í Reykjavík,
sem er elsta hjálparsveit skáta á
landinu. Kynni hans og reynsla af
skátastarfínu mörkuðu að mörgu
leyti æviferil hans og starfsvett-
vang þann er hann valdi sér. Slysa-
vama- og björgunarstörf vora hon-
um ávallt hugleikin og má segja
að hann hafí lagt grunninn að þeirri
þjálfun í hjálp í viðlögum sem skáta-
hreyfíngin byggir enn á í dag.
Bandalag íslenskra skáta þakkar
Jóni Oddgeiri hér með framlag hans
til uppgangs skátahreyfingarinnar
og tryggð hans við hana alla tíð.
Enn einn skátinn er farinn heim
og sendir skátahreyfíngin eftirlif-
andi eiginkonu hans, börnum, vin-
um, vandamönnum og skátasystk-
inum innilegar samúðarkveðjur.
Með skátakveðju, f.h. Bandalags
íslenskra skáta.
Gunnar H. Eyjólfsson,
skátahöfðingi.
Fyrir rúmum sex áratugum
starfaði öflugur hópur ungra hug-
sjónamanna innan Skátafélagsins
Væringja í Reykjavík. Þessi hópur
vann merkilegt brautryðjendastarf
á sviði björgunarmála. Leiðtogi
þeirra var Jón Oddgeir Jónsson, sem
nú er farinn heim.
Aðstæður voru þá allt aðrar en
nú, löggæslan fámennari, sam-
göngukerfið ófullkomið, lítið um að
almenningur ætti farartæki og bún-
aður til ferðalaga af skornum
skammti svo eitthvað sé nefnt. Oft
var leitað til þessa skátahóps ef
aðstoðar var þörf, t.d. þegar ein-
hver týndist. Þá var skjótt bragðist
við og allt gert til hjálpar sem
mögulegt var. Skátunum varð fljót-
lega ljóst að full þörf var fyrir hjálp-
arþjónustu af þessu tagi. Það var
síðan eftir Alþingishátíðina á Þing-
völlum árið 1930, þar sem þeir önn-
uðust mikilvægt hjálparstarf, að
þeir ákváðu að koma á fót sér-
stakri sveit skáta sem væri ávallt
viðbúin að bregðast við í neyðartil-
fellum. Þeir hófust þegar handa
með undirbúning og tveimur árum
síðar, árið 1932, varð fyrsta Hjálp-
arsveit skáta til. Sveitin var síðar
kennd við Reykjavík. Hugmyndin
að sveitinni var alíslensk, enda
hvergi annars staðar starfandi sér-
stakar hjálparsveitir skáta. Hjálpar-
sveit skáta átti því 60 ára afmæli
á síðasta ári.
Jón Oddgeir Jónsson var sjálf-
kjörinn sveitarforingi hjálparsveit-
arinnar í tvo áratugi. Hann var leið-
toginn, hugsuðurinn og hugsjóna-
maðurinn á bak við starfið. Fyrir
það framlag Jóns era margir þakk-
látir. Hjálparsveitin, sem upphaf-
lega áttu engan búnað, er nú ein
öflugasta björgunarsveit landsins.
Hún á fullkomnasta björgunarbún-
að sem völ er á og félagar hennar
fá þjálfun sem hvergi gerist betri.
Grandvöllinn að þessu starfí lagði
Jón Oddgeir ásamt félögum sínum
fyrir rúmum sex áratugum.
Jón Oddgeir Jónsson var áhuga-
maður um margt, en þó sérstaklega
mannúðarmálefni. Fáir gera sér
grein fyrir að trúlega var Jón sá
Islendingur sem með störfum sínum
hefur bjargað hvað flestum manns-
lífum. Hann var ekki aðeins fram-
kvöðull að störfum íslenskra björg-
unarsveita, heldur hafði hann for-
göngu um að fræða almenning um
skyndihjálp, eða hjálp í viðlögum
eins og Jón kaus að kalla fræðsl-
una. Jón var sérfræðingur á þessu
sviði. Hann hóf útgáfu kennslubóka
fyrir almenning og var bókin „Hjálp
við viðlögum" endurútgefín marg-
oft með nauðsynlegum breytingum
og nýjungum. Jón Oddgeir kenndi
hjálp í viðlögum um árabil, bæði í
skólum, stofnunum og á vegum
félagasamtaka. Af mikilli elju hóf
hann að kenna íslendingum lífgun
úr dauðadái með blástursaðferð-
inni. Með sanni má segja ða þetta
framtak hans hafí tekist afar vel,
því fjölmörgum mannslífum hefur
verið bjargað með þessari aðferð.
Síðar hóf hann að kynna hjarta-
hnoð.
Jón Oddgeir Jónsson var einstak-
ur hugsjónamaður. Störf hans að
félagsmálum og skyndihjálpar-
fræðslu verða seint metin að fullu.
Hann starfaði ekki aðeins fyrir
skátahreyfínguna og hjálparsveit-
ina, heldur einnig fyrir ýmis önnur
félagasamtök. Má þar nefna Slysa-
varnafélagið, Krabbameinsfélagið
og Rauða krossinn. Þess má geta
að forseti íslands sæmdi hann
fálkaorðunni fyrir störf í þágu
mannúðarmála.
Félagar Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík minnast nú framheijans
með sérstöku þakklæti. Við sendum
eftirlifandi eiginkonu, syni, tengda-
dóttur og barnabömum innilegar
samúðarkveðjur.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík.
Þá er Væringinn Jón Oddgeir
Jónsson „farinn heim“ eins og
gjarnan er tekið til orða þegar skáti
fellur frá.
Líklega hafa fáir íslendingar lagt
eins mikið til samfélagsins og Jón
Oddgeir Jónsson. Hann gerðist
skáti 1921 og var þá 16 ára. Það
má með sanni segja að „Eitt sinn
skáti ávallt skáti“ hafi átt við Jón
Oddgeir. Hann starfaði ávallt í anda
skátahugsjónarinnar og ævistarf
hans var í raun byggt á þeirri grein
skátalaganna sem segir: Skáti er
hjálpsamur. Fyrir utan ómetanleg
störf fyrir skátahreyfinguna, ferð-
aðist hann um landið þvert og endi-
langt og kenndi mönnum skyndi-
hjálp og fræddi um slysavarnir.
Hann skrifaði fy'ölda bóka og greina
um þessi mál og ef nefna skal ein-
hveija einstaklinga sem mestan
þátt eiga í forvamarstarfi í slysa-
vömum til lands og sjávar, þá hlýt-
ur nafn Jóns Oddgeirs Jónssonar
að vera nefnt. Hann var erindreki
Slysavarnafélagsins og Rauða
krossins, starfsmaður Krabba-
meinsfélagsins og starfaði einnig
hjá Umferðamefnd. Bækur hans
Hjálp í viðlögum voru nær eina