Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 31 Minning Geir S. Bjömsson fv. prentsmiðjustjóri Fæddur 6. desember 1924 Dáinn 21. janúar 1993 í dag er til moldar borinn skóla- bróðir okkar, Geir S. Bjömsson, en hann lést eftir erfiðan sjúkdóm á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 21. janúar sl. Geir var fæddur á Akureyri, son- ur hins mæta manns Sigurðar 0. Björnssonar prentsmiðjustjóra og fyrri konu hans, Maríu Kristjáns- dóttur. Geir missti móður sína að- eins 7 ára gamall, og var það mik- ið áfall svo ungum dreng. Síðar ólst hann upp hjá föður sínum og seinni konu hans, Kristínu Bjarna- dóttur, og tókust kærleikar með honum og Kristínu er árin liðu. Geir eignaðist 6 hálfsystkini sem eru Bjarni prentari, Akureyri, Sól- veig sem er látin, Ingibjörg skóla- stýra, búsett í Lúxemborg, Ragnar augnlæknir Akureyri, Oddur jarð- fræðingur, Reykjavík og Þór prent- ari á Akureyri. Ungur að árum fór Geir í sveit á sumrum og var m.a. á Hofí í Vatnsdal og voru hjónin þar, þau Ingunn og Ágúst og dætur þeirra, honum mjög kær. Að barnaskólanámi loknu hóf Geir nám í Menntaskólanum á Ak- ureyri, og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1944. Jafnframt námi í MA hóf Geir nám í prentiðn í POB. Eftir stúdentspróf var Geir eitt ár við enskunám i Háskóla íslands. Árið 1946 lá leiðin til Ameríku til framhaldsnáms í prentiðn við Roc- hester Institute of Technology. Hann fékk meistararéttindi í prent- iðn þaðan 1949. Þá hóf hann störf við hlið föður síns í POB og starf- aði þar allt til ársins 1988, er hann varð að hætta vegna veikinda. Auk annasamra starfa við prentverkið sá hann um bókaútgáfu Forlags POB og ábyrgðarmaður tímaritsins Heima er best frá 1975. Hann lét félagsstörf mikið til sín taka og sat í stjórnum margra fé- laga. Eftir að Geir hætti störfum í prentverkinu settist hann ekki í helgan stein. Hann hóf þá vinnu við nafnaskráningu úr Heima er best frá því ritið hóf göngu sína um 1950. í nafnaskránni eru komin vel yfir 30 þúsund nöfn. Þar er getið um fæðingardag, búsetu og dánardægur þeirra sem látnir eru. Geir leitaði víða heimilda og var umhugað um að allar upplýsingar væru réttar, og vitum við að með eljusemi og vandvirkni sinni fann hann ýmsar skekkjur, t.d. í opinber- um gögnum, sem hann kom réttum inn í nafnaskrána. Draga má í efa að fullkomnari nafnaskrá finnist hér á landi og er leitt til þess að vita að honum skyldi ekki endast aldur til að ljúka þessu einstæða verki, sem hann naut að vinna við. í Rochester kynntist Geir eftirlif- andi konu sinni Ánitu Floru, f. Saur, hinni ágætustu konu og gengu þau í hjónaband 26. apríl 1951. Anita hefur tekið ástfóstri við ísland og vill ekki annars staðar vera. Þau eignuðust þrjú börn, sem eru Bar- bara María hjúkrunarfræðingur, Akureyri, gift Magnúsi Garðarssyni tæknifræðingi, Gunnhildur fóstra, búsett í Lundi í Svíþjóð og Sigurður Oddur, Akureyri, sambýliskona Kristbjörg Eiðsdóttir. Geir var skólabróðir okkar frá barnæsku og samstúdent. Betri og tryggari vin höfum við ekki átt. Undanfarin ár höfum við farið í daglegar gönguferðir okkur til mik- illar ánægju og hressingar. í þess- um gönguferðum bar margt á góma. Auk þess að kunna skil á mönnum og málefnum hafði Geir mikinn áhuga á náttúrunni og þekkti flestar plöntur og fugla hér- lendis. í sumar kom í ljós að hann gekk með krabbamein, sem ekki var hægt að meðhöndla vegna erfiðs hjartasjúkdóms. Þá sýndi Geir hví- líkt karlmenni hann var. Hann lét aldrei deigan síga. Hann var jafnan með gamanyrði á vör, þegar hann sá áhyggjur og depurð hjá okkur. Undir það síðasta hafði hann á orði að gaman væri að koma með okkur á göngutúr, en líkast til vekti það helst til mikla athygli að þurfa að draga súrefniskútinn á eftir sér. Við ásamt konum okkar, Ólöfu og Guðrúnu, þökkum ómetanlega vináttu og vottum Anitu og börnun- um einlæga samúð. Baldur Jónsson, Gunnar Steindórsson. Atvikin höfuðu því svo, að leiðir okkar Geirs Sigurðssonar Björnsson lágu saman nær starfslokum hans. Tók ég að mér að ritstýra tímarit- inu Heima er bezt um nokkurt skeið, en það kom út á vegum Prentverks Odds Bjömssonar frá árinu 1956, lengst af undir farsælli ritstjóm Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Frá árinu 1975 var Geir ábyrgðarmaður ritsins og því var samstarf hans og ritstjóranna náið. Með þakklæti minnist ég kynna af góðum dreng, sem gæddur var hógværam virðuleik og rótgróinni drenglund. Honum var síst af öllu hugleikin hástig orða, hvort heldur beitt var til lofs eða lasts, en næma tilfinningu hafði hann fyrir snjöllum texta og glöggt auga fyrir góðri mynd. Við öll viðfangsefni lagði hann alúð og á hljóðlátan hátt beitti hann áhrifum sínum til menningar og betra mannlífs. Er ekki ofsagt að margir hafi notið góðs af þeli hans. Mér er full ljóst, að Geir hefði ekki kunnað mér þakkir fyrir gá- lauslega mælgi, þegar leiðir skilur. Þó er ekki of sterkt að orði komist, er ég fullyrði, að Norðurland sé snauðara og margur hnípinn í Hóla- stifti, þegar Geir S. Björnsson er allur og fyrirtæki ættar hans, Prentverk og bókaútgáfa Odds Bjömssonar, horfið. Þaðan komu flest rit, sem út hafa verið gefin hér fyrir norðan á þessari öld. Það er vert að íhuga nú, að merki þess menningarþáttar þarf að endurreisa og væri í anda þess góða drengs, sem hér er kvaddur. Guð gefi ástvinum Geirs Sigurðs- sonar Björnsson styrk og huggun i sorginni. Honum séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir drottin vorn og frelsara, Jesúm Krist. Bolli Gústavsson, Hólum. Andlát Geirs S. Björnssonar kom síður en svo á óvart. Þó vonaði ég alltaf innst inni að þessi glaðværi og hugrakki maður myndi rífa sig upp úr meininu. En raunveruleikinn í lífs-gangverkinu varð auðvitað óskhyggjunni yfirsterkari. Ég hef þekkt Geir frá því við vorum strákar í Barnaskóla Akur- eyrar, enda jafnaldrar. En mest og best urðu kynnin þegar ég gerðist starfsmaður POB á öndverðu ári 1966, en þar var Geir prentsmiðjustjórinn. Á þessum POB-árum mínum varð ég trúnað- armaður norðlenskra prentara gagnvart Hinu ísl. prentarafélagi og hafði því töluverð samskipti við prentsmiðjustjórann út af ýmsum þeim félagslegu vandamálum sem alltaf kom upp þar sem margt fólk vinnur. Mér er ljúft að votta að öll sam- skipti mín við Geir, og aðra ráða- menn prentsmiðjunnar, einkennd- ust af fyllsta drengskap þeirra. Alltaf var reynt að leysa vandamál- in áður en þau fóru í harðan hnút. Enginn sem þekkir til fagmál- efna í prentiðnaðinum dró í efa hæfni og þekkingu Geirs á því sviði. Honum nægði ekki að vera útskrif- aður prentari frá hinni þekktu prentsmiðju föður síns og afa, held- ur hélt hann til Bandaríkjanna til frekara náms í fræðunum eftir stúdentspróf frá MA og háskóla- próf hér heima. Rochester Institute of Technologi hét háskólinn sem hann nam prentfræðin við og út- skrifaðist þaðan 1949 eftir nokk- urra ára nám. En ekki lét hann sér nægja að koma heim aftur bara með hina hefðbundnu og raunar alþjóðlegu prenttækni í farteskinu, heldur fór hann aftur til náms í Bandaríkjun- um 1954 til Fairchild í New York þar sem hann lærði prentmynda- gerð á Scan-A-Grave elektróníska prentmyndagerðarvél og kom heim með fyrstu vél þeirrar tegundar til Akureyrar. Þessi myndamótavél var í rauninni alger bylting í prent- iðnaðinum og leysti eiginlega alla myndþörf bóka og tímarita, auk ýmislegs annars sem POB prentaði um áratugi, eða allt þangað til hin nýja offset-prenttækni leysti hana af hólmi. Árið 1959 sótti Geir alþjóðlegt námskeið fyrir bókaútgefendur í London á vegum British Council. Það er því alveg óhætt að full- yrða að hinn ungi prentsmiðjustjóri var vel menntaður í hinum faglegu þáttum prentunar og bókaútgáfu. Þessi ágæta og praktíska mennt- un fann sér líka farveg í miklum faglegum metnaði. Öll prentun, hönnun og frágangur prentgripa frá POB var landskunn. Og nafn Geirs varð eins konar vörumerki fyrir fyrsta flokks frágang á bókum og öðrum prentgripum. Ég held ég geti fullyrt að hann hafi aldrei lát- ið neitt fara frá prentverkinu sem ekki stóðst kröfur hans. Eitt með öðru, sem má nefna í sambandi við bókaútgáfuna, var að Bókaforlag Odds Björnssonar gaf aldrei svo út fræðibók að henni fylgdi ekki ýtarleg nafnaskrá. Þetta tel ég til einstakrar fyrir- myndar og eykur stórlega verð- mæti bókarinnar. Mér er kunnugt um það að þetta framtak var fyrst og fremst Geirs. Þegar samvinna okkar Geirs hófst við tímaritið Heima er best á sínum tíma fann ég hversu mikill smekkmaður hann var á mál og stíl og ég hef haldið því fram að hann hafi erft bókmennta-genið úr föðurættinni. Aldrei skrifaði hann þó neitt eða samdi bókmenntakyns svo mér sé kunnugt. Þó mætti geta þess að fyrir nokkrum árum tók hann upp á þvi fyrir sjálfan sig að búa til registur yfir öll mannanöfn sem nefnd voru i hinum fjölbreyttu greinum Heima er best. Hann var kominn býsna langt með þetta ein- stæða verk sitt sem mér er til efs að finnist nokkurs staðar í veröld- inni enda sennilega hvergi hægt að gera nema á íslandi. Geir S. Bjömsson var fæddur 6. desember 1924 á Akureyri og því 68 ára gamall. Hann var sonur Sigurðar 0. Björnssonar prent- smiðjustjóra og fyrri konu hans Maríu Kristjánsdóttur. Geir kvæntist bandarískri konu, Anitu, fæddri Saur, og eignuðust þau þrjú börn, tvær dætur og son, og eru þau öll uppkomin. Ég votta Anitu, börnunum og öðrum venslamönnum mína dýpstu hluttekningu. Ég ætlaði ekki að hafa þetta löng eftirmæli en fann hvöt hjá mér til að kveðja þennan hæfileika- ríka samferðamann og jafnaldra hinstu kveðju með þakklæti fyrir kynnin. Ég sakna hans sárlega. Eiríkur Eiríksson. Minning mín um Geir S. Björns- son prentsmiðjustjóra á Akureyri er um traustan, metnaðarfullan stjórnanda í gömlu og góðu fyrir- tæki, Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Við prentsmiðju- stjórn tók Geir af föður sínum Sig- urði 0. Björnsson, en hann var sonur Odds Björnssonar, stofnanda prentsmiðjunnar. Undir hand- leiðslu þessara manna hefur Prent- verk Odds Bjömssonar tekið marga unga menn til iðnnáms og lagt í það óvanalegan metnað, að þeir geti borið fyrirtækinu gott vitni. Metnaður sá sem ætíð hefur verið lagður í gott handverk hefur vissulega skilað árangri hjá þeim sveinum sem í POB lærðu. Enn- fremur sú áhersla sem ætíð var lögð á snyrtilega umgengni, sem leiddi til þess að vandvirkni varð aðalsmerki þeirra sem í Prentverki Odds Björnssonar störfuðu. Ég minnist þess að hafa maldað í móinn sem lærlingur, yfir því að þurfa að sópa gólf og pússa fleyga úr blýsetningarvélunum oftar en ég taldi nauðsynlegt í þá daga, en núna er ég þakklátur fyrir að hafa fengið svo gott verklegt uppeldi, sem Geir og Bjarni bróðir hans stýrðu. Ég veit að svo er einnig farið með aðra þá lærlinga sem hlutu starfsmenntun sína í POB. Geir S. Björnsson naut mikillar virðingar og trausts meðal starfs- manna sinna. Hann stjómaði fyrir- tæki sínu með lagni og alla þá daga sem ég vann undir hans stjórn byijaði hann daginn með því að ganga um prentsmiðjuna að morgni og ræða við starfsfólk og verkstjóra. Hann kunni að hlusta á menn, sem er sjaldgæfur kostur. Ég votta Anitu eiginkonu Geirs innilega samúð mína, sem og böm- um þeirra og fjölskyldum þeirra. Megi hinn hæsti höfuðsmiður him- ins og jarðar blessa þau og styrkja. Guðbrandur Magnússon. í dag er til moldar borinn norð- ur á Akureyri vinur minn og sam- stúdent, Geir S. Björnsson, prent- smiðjustjóri, eftir snarpa glímu. Við sátum saman í 3. bekk í MA og var hann fyrsti innfæddi Akureyringurinn sem ég kynntist. Síðan höfum við verið vinir, þó að oft liðu langir tímar milli funda, en þegar við hittumst var sem ör- skot væri síðan síðast. Við vorum saman í Háskóla íslands veturinn 1944-45 í forspjallsvísindum og fleira skemmtilegu og nutum þess tíma vel en strax næsta vetur skildi leiðir. Hann fór haustið 1946 vest- ur um haf til Rochester í New York-ríki, þar sem hann fór í fram- haldsnám í list feðra sinna, prent- listinni, enda hafði hann lokið sveinsprófi í prenti mjög jafns- nemma stúdentsprófinu. Á þeim tíma, sem við vorum sinn hvorum megin Atlantsála, iðk- uðum við mjög bréfaskriftir, og þó að ég sé ekki mikill hirðumaður um bréf, geymi ég alltaf „Eitt lítið lettersbréf“, sem hann reit mér á Linotype-setjaravél, prentaði í tveimur eintökum og myndskreytti með gömlum litógrafíum og viðeig- andi myndatextum, eitt kostulegt tilskrif, þar sem hann gerði ótæpi- legt grín að síðasta bréfi mínu. Síðast hittumst við, er hann lá um tíma á Landspítalanum sl. haust, og enn var yfir honum, lögg- iltu gamalmenninu, sama æðru- leysið sem á unglingsárunum. Hann lét mótlætið aldrei buga sig, en hafði í heiðri fyrirmæli eða heil- ræði Hávamála: Glaðr ok reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana. Úr vesturvegi hafði Geir með sér brúði sína Anítu, sem fljótlega varð íslenzkari en margur landinn. Við Katrín sendum henni, börnun- um og barnabömunum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Geirs S. Björnssonar. Guðni Guðmundsson. í dag, 28. janúar, er kvaddur Geir bróðir minn. Þar sem ég kemst ekki til að fylgja honum síðasta spölinn, langar mig að senda smá kveðju. Geir var elstur í okkar systkina- hópi en það er stórt skarðið sem höggvið hefur verið í þann hóp á stuttum tíma, því Sólveig systir okkar féll frá fyrir einu og hálfu ári, aðeins 54 ára gömul. Það eru alltaf þáttaskil i lífi manns þegar ástvinir hverfa og sárt er það. Geir fæddist 6. desember 1924, sonur Sigurðar 0. Björnssonar prentsmiðjustjóra og fyrri konu hans, Maríu Kristjánsdóttur. Móðir hans dó þegar Geir var lítill dreng- ur. Var hann í umsjón ömmu okk- ar Ingibjargar og föðursystur Ragnheiðar 0. Bjömsson þar til foreldrar mínir giftust, þá tók móðir mín við uppeldinu. Hefur það vafalaust verið erfitt fyrst í stað. Geir sagði mér að augu hans hefðu ekki opnast fyrr en hann fór til Reykjavíkur í háskólann, hvað mamma var honum mikilvæg, og ég veit að hann mat hana mikils. Eftir að Geir var búinn með prentnám sitt hjá pabba, fór hann til Bandaríkjanna í framhaldsnám og fannst mér mjög merkilegt að eiga bróður í Ameríku, enda nutum við yngri systkinin góðs af því; allt mögulegt kom svífandi heim sem hann hafði keypt handa okk- ur. Meðal annars voru stórir dúkkuvagnar, sem voru sjaldséðir þá, sem við Dídí systir fengum og voru það stoltar systur sem fóru út í labbitúr með fínu dúkkuvagn- ana sína frá Ameríku. Þegar Geir kom alkominn heim 1950 kom hann með konuefni sitt með sér, hana Anitu. Það var mik- il eftirvænting að hitta hana. Hún var bandarísk, og maður gat ekki einu sinni talað við hana. En það var fljótt að breytast. Það tók Anitu ekki langan tíma að aðlag- ast tungumálinu og íslenskum sið- um. Anita og Geir giftu sig 26. apríl 1951 og fyrsta barnið þeirra, Barbara María, fæddist 23. janúar 1952. Önnur dóttir, Gunnhildur Margrét, kom í heiminn 13. janúar 1954 og seinast sonurinn Sigurður Oddur, 12. september 1957. Ég sendi þeim öllum mínar einlægustu kveðjur. Ég kveð nú bróður minn í hinsta sinn. Hvíli hann í friði. Inga. Erfidnkkjur Glæsileg kaffi- lilaðborð íallegir salirogmjög góð þjómista. Upplýsingai* ísíma 22322 FLUCLEIDIR HÍTÉL LOFTLEIBIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.