Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 Báknið burt! eftir Gunnar Birgisson Fyrir um það bil 20 árum settu ungri sjálfstæðismenn í HÍ undir forystu Friðriks Sophussonar fram kosningastefnu, sem bar heitið „báknið burt“. Stefnan fólst í því að leitast skyldi við að minnka ríkisbáknið, sem mörgum finnst ekki vanþörf á enn í dag. A þeim árum, sem liðin eru síð- an þessi orð voru töluð, hefur báknið vaxið gríðarlega. Er það nú orðið allt að því tvöfalt við það, sem það var á tímum þeirra ungu manna, sem meitluðu þetta slagorð. Það virðist í sögunni ekki hafa skipt meginmáli, hvaða ríkis- stjórnir hafa setið við völd frá þessum tíma. Báknið hefur vaxið jafnt og þétt og virðist enginn geta stöðvað útþensluna. Ef ekki á að fara illa í ríkisíjármálunum er fyrirsjáanlegt að þessa þróun verður að stöðva og snúa henni við. Margir höfunda fyrmefndrar stefnuskrár eru nú í forystusveit íslenzkra stjómmála. Það er því ef til vill við hæfí að dusta rykið af þessu þarfa kjörorði því orðin „báknið burt“ virðast ekki eiga minna brýnt erindi við okkur nú en þá. Meira bákn — meiri skuldasöfnun Tvennt virðist fylgjast að í sögu íslenzkrar efnahagssögu. Annars vegar útþensla „báknsins" og hins vegar skuldasöfnun ríkissjóðs. Það skiptir engu máli hvort í landinu er góðæri eða hallæri, þessi þróun heldur áfram, nema ef vera skyldi að hún sé heldur örari á þensjutím- um. Séu hins vegar ekki greiddar niður skuldir í góðæmm, era frek- ar litlar líkur á að það takist í verri áram. Þessi stjómunarstíll virðist vera mjög ráðandi á valdatímum Fram- sóknarflokksins, frá Ólafí Jóhann- essyni 1971 til Steingríms Her- mannssonar 1991. En þessir ára- tugir hafa verið við þann flokk kenndir, þó ekki hafí hann einn ráðið ferðinni allan tímann. Allir aðrir flokkar bera hér ábyrgð. í stjórnartíð Jóns Þorlákssonar vora skuldir ríkisins lækkaðar um helming með spamaði í rekstri og útgjöldum. Þá virtust menn hafa pólitískan kjark og ábyrgðartil- fínningu til þess að spara. Nú virðist þorri íslenzkra stjóm- málamann neita að viðurkenna, að stöðug skuldasöfnun leiðir fyrr eða síðar til gjaldþrots, hvort sem fyrirtæki, bæjarfélög eða þjóðfé- lög eiga hlut að máli. Um þetta era nýleg dæmi, sem ekki þarf að rekja. En hvað er til ráða? Spamaður í rekstri ríkisbákns- ins er eina svarið. Ríkið hefur sýnt sig að því, að geta ekki sparað fyrir sjálft sig. Það era svo marg- ar ríkisstjómir búnar að spreyta sig á þessu sama dæmi, að full- reynt er. Ríkið er einfaldlega of stór eining til þess að geta náð þeirri yfírsýn sem til þarf. Eina færa leiðin virðist því vera aukin valddreifíng. Það verður að færa stjórnun fjármunanna nær fólkinu sem greiðir þá. Einn þáttur framsóknar- mennskunnar var stofnun ríkisfyr- irtækja, þar sem réttum mönnum er troðið í feit embætti til frambúð- ar. Það tekur ávallt mun lengri tíma að vinda ofan af svona ráðs- mennsku en það tekur að koma henni á, sbr. viðureign núverandi ríkisstjórnar við Byggðastofnun og sjóðakerfíð. Valddreifing — fleiri verkefni til sveitarfélaganna Leiðin til þess að nýta fé skatt- borgaranna betur er að færa verk- efni frá ríkinu til sveitarfélaganna. Benedikt Sveinsson, oddviti sjálfstæðismanna í Garðabæ, skrifar í síðsta tölublað Garða um samanburð samneyslu hér á landi og á Norðurlöndunum og skipting- una á milli ríkis og sveitarfélaga. í grein hans kemur glögglega í ljós hversu algera sérstöðu ísland hefur í því að ríkið sé yfírgnæf- andi í samneyslunni. Það er nauðsynlegt að breyta þessu. Það hefur sýnt sig, að sveit- arfélögin hafa yfírleitt mun betri stjóm á fjármálum sínum en ríkið. Það er enda svo í þeim löndum, sem við helst jöfnum okkur til, að þar stjórna sveitarfélög um helm- ing samneyslunnar meðan þau stjórna minna en þriðjungi hennar hérlendis. Vegna hins mikla mis- vægis atkvæða við val okkar á ríkisvaldi, er þetta enn brýnni nauðsyn hér en annars staðar, eigi sem virkast lýðræði að ríkja í ráð- stöfun fjármuna fólksins. Gunnar Birgisson „Leiðin til þess að nýta fé skattborgaranna bet- ur er að færa verkefni frá ríkinu til sveitarfé- laganna.“ Verkefni, sem hugsa mætti sér að flytja frá ríki til sveitarfélaga, eru til dæmis skólamál. Nú sjá sveitarfélögin um byggingu og rekstur skólamannvirkja svo og ákveðnar greiðslur til kennara, sem eru ríkisstafsmenn. Ennfrem- ur má nefna löggæsluna og meiri þátttöku sveitarfélaga í rekstri heilsugæslunnar. Sveitarfélögin verða auðvitað að fá tekjustofna til þess að mæta þessum auknu verkefnum og ríkið verður þar á móti að minnka sína skattheimtu. Við þessar aðgerðir væri hægt að draga úr vexti og rekstri báknsins. Athafna er þörf, ekki bara orða Eftir því sem samneyslan verður meiri og hlutur ríkisins vex í öllum málum, minnka Iíkurnar á bættum hag þegnanna. Verðmætaglötun fylgir ríkisrekstri í öllum myndum. Er skemmst að minnast hvernig ráðstjórnarfyrirkomulagið dugði þegnunum austantjalds. Þar blasa við þjóðargjaldþrot í flestum fyrri löndum kommúnista og almenn- ingur lifir á hungurmörkum með þeirri skálmöld sem slíku fylgir. I Bandaríkjunum beijast menn við látlausan ríkissjóðshalla. Sem dæmi má nefna, að framlög til heilbrigðismála hafa aukist jafnt og þétt um 12% á ári, mörg undan- farin ár. Flestum þar vestra er ljóst, að þetta gengur ekki lengur og nú era gerðar áætlanir um nið- urskurð í heilbrigðiskerfinu. Flest- ir eru þessu sammála, því látlaus skuldasöfnun hlýtur að leiða til gjaldþrots. Þetta er lýðum ljóst þar vestra, hvar í flokki sem menn standa. Hér á landi virðist ekki mega hrófla við neinu því, sem einu sinni er komið á. Þá ætlar allt vitlaust að verða og kröfugerðum og þrýstiaðgerðum rignir yfir. Skuldir ríkisins virðast vera eitt- hvert afstætt hugtak, sem almenn- ingi kemur ekki beint við. En ef við gerum okkur ljóst að ríkissjóð- ur einn sér skuldar yfir 80 millj- arða erlendis og að skuldirnar vaxa ár hvert, munu flestir viður- kenna, að eitthvað verði að gera, en það má bara ekki snerta mig og mína fjölskyldu, hugsum við. Ef við göngum áfram á núver- andi braut mun ekki þýða að prenta peninga til að bjarga fjár- hag ríkisins fremur en það þýddi í austantjaldslöndum nú síðast. Það verður að taka á vandanum fyrr en seinna en ekki bara klóra I ISALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Melkabuxur, verð áður 6.995, - verð nú QE2S9 Barnaúlpur frá 2.995,- Herrakuldajakkar frá 2.995,- Herragallabuxur, verð áður 2.995,- verð núBfiiÉB Dömupeysur frá 989,- Dömublússur frá 1.995,- Dömuúlpur frá 2.595,- Dömugallabuxur, verð áður 3-295,- verð nú SES3B Herrajakkaföt frá 9-995,- Herraskyrtur frá 689,- Dömufrakkar og kápur frá 4.995,- Dömuskór frá 1.295,- Dömukuldaskór frá 1.995,- Barnaskór frá 989,- Flauelsbuxur, verð áður 1.895,-verð nú[gja£W Barnaháskólabolir frá 689,- Barnakuldaskór frá 889,- Barnapeysur frá 689,- Herrakuldaskór frá 1.595,- Dömutöskur frá 689,- Barnagallabuxur, verð áður 1.895,-verð núj^gjj Herraskór frá 1.295,- Barnaskíðagallar frá 3-495,- HAGKAUP gœöi úrval þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.