Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 11
MÖRGUNBLAEHÐ RIMMT-UDAGUR <28. JANÖAR .1$Ö3 04 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1993 - Noregur Rannsóknarréttur settur Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir ÞEIR menn, sem telja sig hand- hafa hins eina sannleika og rétt- lætis, geta orðið afar hættulegir ef þeim er gefið vald yfir lífi annars fólks. Djöfulóðar nunnur Önnur bókin sem Norðmenn leggja fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs gæti heitið á ís- lensku Sá hreini (Renhetens pris) og er eftir Bergljot Hobæk Haff. Hún hefur skrifað margar merkileg- ar skáldsögur áður, er ákaflega al- þjóðlegur höfundur og sækir efni sitt alls staðar að. í þetta sinn ger- ist sagan á Norður-Spáni og hefst árið 1549. Gamall og háttsettur stór- dómari í rannsóknarréttinum finnur dauðann nálgast og notar síðustu vikurnar til að skrifa um yfirsjónir sínar þegar hann var ungur maður — en hann iðrast ekki. Hann er nýkominn til starfa í spænska Rannsóknarréttinum sem svo mikil ógn stóð af, þegar hann er sendur í ferðalag til nunnuklaust- urs nokkurs langt inni í Baskahéruð- unum til að rannsaka vafasamt kristnihald þar og orðróm um duls- mál í klaustrinu. Það er skemmst frá að segja að ekkert fer eins og þessi ungi, metn- aðargjarni og harði maður hafði hugsað sér. Alþýðan virðist alls ekki hafa sama skilning og hann á hinu illa. Nunnurnar reynast hundheiðn- ar, fjandsamlegar og virðingarlausar og dómarinn ungi, Desiderius, flæk- ist meira og meira inn í leyndarmál sem reynast varða hann á persónu- legasta hátt og leiða hann að lokum til voðaverka. Hreinleikinn Bergljot Hobæk Haff kafar djúpt og flýgur hátt í þessari skáldsögu. Spurningarnar sem hún glímir við eru grundvallarspurningar um trú, Eitt verkanna á sýningunni eftir listamanninn Yashi Fujita. Japönsk list á Mokka Bergljot Hobæk Haff hefur skrif- að skáldsögu sem gerist á tímum spænska Rannsóknarréttarins. siðfræði og mannsskilning Vestur- landabúa. Desiderius aðhyllist hinn algera aðskilnað líkama og sálar og hatar líkama sinn af ofstæki sem jafnvel klausturbræðrunum ofbýður. Hann getur aldrei orðið nógu hreinn, aldrei nógu ósnortinn, aldrei nógu ómennskur. Hann tuktar líkama sinn, ræðst gegn honum af haturs- fullri ástríðu sem hlýtur óhjákvæmi- lega að hverfast yfír í afbrigðilega nautn. Hreinleikinn er þráhyggja þessa manns. Það er stutt leið frá viðbjóði hans á því „óhreina" yfir í viðbjóð á lífinu yfirleitt. Sé lífið ekki nógu hreint fyrir Guð ber að hreinsa það í eldi. Umburðarlyndari trúmenn reyna að segja honum að Guð og Djöfullinn, hið góða og hið illa, geti aldrei verið fastar stærðir en slikar skoðanir geta kostað þá lífið, þær eru villutrú. Desiderius er sérfræð- ingur í kirkjurétti. SkáldsaganSá hreini minnir um margt á Nafn rósarinnar eftir Um- berto Ecco; báðar bækurnar eru hörkuspennandi og grípandi en um leið fullar af menningarsögulegum lærdómi og lífsspeki. Kammer plús Tónlist Jón Ásgeirsson Ungir tónlistarmenn, sem kennimerlga sig með nafninu Kammer plús, héldu tónleika upp á loftinu yfir Café Sólon íslandus, sl. þriðjudag og fluttu eingöngu tónverk eftir Francis Poulenc. Listamennirnir voru Hallfríður Ólafsdóttir, Þórunn Guðmunds- dóttir, Ármann Helgason, Rúnar Vilbergsson og David Knowles. Fyrsta verkið var dúó-sónata (1922) fyrir klarinett og fagott, skemmtilegt verk, sem Ármann og Rúnar léku ágæta vel. Flautu- sónatan fræga (1956) var næst á efnisskránni og þar léku Hallfríð- ur og David. Nokkuð skyggði á að flygillinn er ekki góður og vart nothæfur til tónleikahalds. Margt var fallega gert og sérstaklega leikur Hallfríðar í öðrum þætti verksins, »Cantilenunni“, sem er yndisleg og vandleikin tónsmíð. Þórunn Guðmundsdóttir söng lagaflokk (1940) við ljóð Apollon- aires en þessi fimm lög söng Þór- unn mjög vel og auðheyrt að henni lætur sérlega vel að syngja og túlka nútímasönglög. Lokaverkið var klarinettusónatan (1962) og var leikur Ármanns mjög góður, sérstaklega í mið þættinum, Róm- önsunni. David Knowles lék með í öllum nema fyrsta verkinu og var leikur hans í heild góður, þó hann þyrfti að kljást við ómögu- legt hljóðfæri. Þetta er fyrsta sinn sem undir- ritaður kemur á tónleika á Sólon íslandus-loftinu og þrátt fyrir að salurinn sé bæði fallegur og vel hljómandi, truflar enduróman umferðarinnar mjög mikið og einnig gestaniðurinn frá kaffihús- inu. Líklega verður erfitt að úti- loka enduróman umferðarinnar með öllu en hins vegar mætti minnka gestaniðinn og umfram allt að fá betri flygil og þá mætti hugsanlega halda þarna ágætis kammertónleika. Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og bama þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar gcta gert til að: • aðstoða börn sín við þeirra vandamál. • að leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. • byggja upp jákvæð samskipti innan fjölskyldunnar. Hugo Þórisson Upplýsingar og skráning í síma 621132 og 626632 Stein Mehren yrkir um ástina og ástleysið, þrá og sorg. Ástin Hin bókin sem Norðmenn leggja fram er ljóðabókin Nætursól eftir Stein Mehren (1935). Stein Mehren hefur skrifað yfir fjörutíu bækur innan flestra bókmenntagreina en þekktastur er hann sem ljóðskáld. Hann er „viðurkenndur en ekki vin- sæll“ segir norski bókmenntagagn- rýnandinn Finn Jor. Ljóðin í Náttsól eru löng og orð- mörg, full af söknuði eftir konunni sem hefur yfirgefið ljóðmælandann. Meginþema bókarinnar er ástin eða kannski fremur ástleysið af því að flest ljóð bókarinnar fjalla um ástar- sorgina, ástarþrána, ástarhatrið. Stein Mehren hefur oft verið gagnrýndur fyrir að hrúga mynd- máli upp í ljóðum sínum en hér fer hann spart með myndir, ljóðin eru tregróf þar sem togstreitan á milli varnarleysis og árásargirni byggir upp undarlega spennu. Aðdáendur Mehrens telja þetta bestu bók hans. Á MOKKA við Skólavörðustíg verða til sýnis verk eftir sjö samtimalistamenn frá Japan fram til 7. febrúar. Sýningin er eins konar framhald á sýningu japanskra trérista frá 19. og 20. öld. Listamennirnir sem verk eiga á Mokka eru á aldrinum frá tvítugu til fertugs og vinna með ýmiss konar efni og tækni og hafa allir langt nám og fjölmargar sýningar að baki sér. Með verkunum fylgja greinar, ritdómar og yfirlit yfir helstu sýn- ingar listamannanna ásamt stutt- um hugleiðingum frá þeim sem sérstaklega voru samdar af þessu tilefni áhorfandanum til glöggvun- ar. Umsjónarmaður er Hannes Sig- urðsson listfræðingur en Hilmar Þórðarson tónskáld sá um tilhögun sýningarinnar og allan undirbún- ing. (Úr fréttatilkynningu) HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Skráning stendur yfir Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma _J_ 17800 Skrifstofan er opin mánud. - fimmtud. J frá kl. 14-16. r l Viltu vera í toppformi? Hafir þú ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrirtímann þinn á morgun. Við bjóðum upp á leikflmi, yoga-leikfimi og þrek- leikfimi ásamt venjulegum tímum í tækjasal. ✓ íþróttakennararnir Egill Eiðsson og Baldur Þorsteinsson sjá um leikfimina. ✓ Unnur Pálsdóttir og Auður Vala sjá um þolfimina. ✓ Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sigurlín Guðjónsdóttir sjá um yoga-leikfimina. Mánaðarkort kosta 4.300,- og eru þá ókeypis aukatímar í tækjasal. Einkatímar kosta kr. 500,- Leiðbeiningar um mataræði samkvæmt bókinni í toppformi. Leikfimi: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga milli kl. 9 og 10 fyrir 60 ára og eldri. Skólafólk fær 10% afslátt. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 8.00 - 9.00 7.30 - 8.30 8.00 - 9.00 7.30 - 8.30 8.00 - 9.00 Þrekleikfimi Yoga-leikfimi Þrekleikfimi Yoga-leikfimi Þrekleikfimi karlar 16.00- 17.00 karlar 16.00- 17.00 karlar 9.00- 10.00 Leikfimi 9.00- 10.00 Leikfimi 9.00- 10.00 Leikfimi fyrir 17.00- 18.00 Leikfimi fyrir 17.00- 18.00 Leikfimi fyrir 60 ára og eldri Yoga-leikfimi 60 ára og eldri Yoga-leikfimi 60 ára og eldri 10.15- 1 1.15 18.00- 19.00 18.00- 19.00 10.15- 1 1.15 Frúarleikfimi 12.00-13.00 Skokkhópur með teygjum og æfingum 17.00- 18.00 Þolfimi 18.00- 19.00 Þolfimi Þolfimi • Þolfimi Frúarleikfimi 12.00- 13.00 Skokkhópur með teygjum og æfingum 17.30- 18.30 Þolfimi 10.00-16.00 Frítimar í tækjum fylgja mánaðarkorti Heilsuræktin íþróttamiðstöðinni Seltjarnarnesi (í kjallara undir sundlaug),sími 61 1952.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.