Morgunblaðið - 28.01.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 28.01.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 Það er snjallræði eftir Orm Guðjón Ormsson Ég skrifaði grein í Morgunblaðið 28/10 sl. um „Snjallræði“, sem er hugmyndasamkeppni sem Iðn- tæknistofnun íslands (ITÍ) stendur fyrir til að efla nýsköpun og frum- kvæði í íslensku atvinnulífi. Sú grein var tilefni til svargreinar frá for- stjóra ITÍ, Hallgrími Jónassyni, sem birtist í Morgunblaðinu 20/11 sl. Ég hafði áður, reyndar sama dag og grein mín kom út, náð á spólu viðtali við Björgvin Njál Ingólfsson sem stjómar þessari keppni þar sem hann svarar spumingum frétta- manns frá Aðalstöðinni. Forstjórinn og Björgvin tala báðir um rangfærslur í grein minni og mér sýnist þeirra gagnrýni nokkuð samhljóma. Björgvin segir reyndar að ég hefði ekki þurft að skrifa grein mína ef ég hefði kynnt mér þau gögn er „Snjallræði" byggist á, t.d. með því að ræða við hann og fá betri upplýsingar þannig. Ég talaði um í grein minni að ég hefði lesið í blaði að til þessa verk- efnis ætti að veija 40 milljónum króna og ef satt væri þætti mér það mikið fé. Báðir segja þetta rangt, það hafí aðeins fengist í þetta ná- Iægt 15 millj. kr. Ég hef þetta blað undir höndum og þar segir höfund- urinn um „Snjallræði": „í þessum fasa frá hugmynd til fmmgerðar hefur alltaf vantað fjár- magn. En í þetta verkefni á að leggja 40 milljónir kr. ef vel geng- ur.“ Og framar í sömu grein segir: „I fyrri umferð verða valdar átta hugmyndir og þær verðlaunaðar með íjárframlagi, 600 þús. kr., sem á að nýtast til að gera nýnæmis- könnun, ásamt 200 þús. kr. fram- lagi frá hugvitsmanninum sjálfum eða fyrirtæki.“ Þessar tilvitnanir em úr grein sem birtist í tímariti Tæknifræð- ingafélags og Verkfræðingafélags Islands. Höfundur þessara skrifa er enginn annar en Björgvin Njáll Ing- ólfsson og telji hann grein mína rangfærslur getur hann engum öðr- um en sjálfum sér um kennt. Nú vill svo til að þetta er ekki í fyrsta sinni að ITÍ hefur staðið fyr- ir og stjómað hugmyndasamkeppni og hvatt íslenska hugvitsmenn til að taka þátt í þeim. Vil ég þar nefna „Hugvit 86“. Það era m.a. þátttak- endur úr þeirri keppni sem ég nefni í minni grein og telja sig hafa þang- að raunasögu að rekja. Ég hef eng- an heyrt tala um að áþreifanlegur árangur hafí orðið af þeirri keppni. Það má kannski leiða líkur að því að fjármögnunaraðilar þessa verk- efnis, „Snjallræðis", hafí farið yfír fyrri tilbúin verkefni ITÍ og séð að út úr þeim hefur harla lítið að gagni komið. Þar af leiðandi hafi þeir að- eins veitt 15 millj. kr. til verkefnis- ins en ekki 40 millj. kr. eins og Björgvin hélt fram í fyrrnefndri grein. Ég gagnrýndi í grein minni það sem ITÍ kallar verðlaun, þar sem þeir ætla að veita vinningshöfum 600 þús. kr. í tilbúnum reikningum gegn 200 þús. kr. frá hugvitsmann- inum sjálfum. Fréttamaður útvarpsins spyr Björgvin hvemig þeir ættu að fara að sem ekki ættu þessar 200 þús. kr. Svar hans var að þeir gætu unnið þetta af sér með sérfræðing- um ITÍ og eins gætu þeir, sem væm skyldaðir til að leggja fram 1,5 milljónir kr., unnið það af sér. Þetta er nýtt sjónarmið sem kemur hvergi fram í kynningu eða bækling- um um „Snjallræði“ fyrir keppnina. Það er einungis talað um beinharða peninga. Ég hef lesið öll gögn sem ég hef komist yfír í sambandi við þessa keppni, líka smáa letrið, það var meðal annars hvatinn að grein minni. Það virðist fleira hafa breyst en það að menn fái að vinna af sér framlagið því Hallgrímur Jónasson forstjóri ITÍ segir í sinni grein: „í báðum tilfellum er gert ráð fýrir að peningar séu greiddir út frá stofnuninni, nema tekin sé ákvörðun um, m.a. af viðkomandi styrkþega, að sérfræðingar stofnunarinnar vinni fyrir hlut af framlaginu. Því er ályktun Orms um að styrkféð eigi að ganga til stofnunarinnar röng.“ I leikreglum „Snjallræðis" segir: „Verðlaun í fyrsta áfanga geta numið 600 þús. kr. fyrir hverja hug- mynd. Verðlaunin em í formi hag- kvæmnisathugunar á hugmyndinni og má heildarkostnaður við athug- unina ekki nema meira en 800 þús. kr.“ Björgvin talar aftur á móti um nýnæmiskönnun. Þama er ekki verið að tala um peninga heldur verðlaun í formi hagkvæmnisathugunar eða nýnæm- iskönnunar. Ég skil þetta ekki á annan hátt en að þarna ætli sér- fræðingar ITÍ að vinna að hag- kvæmnisathugun eða nýnæmis- könnun og skila síðan styrkþegum tilbúnum reikningum frá ITÍ sem á þeirra máli kallast verðlaun. Nú vita þeir sem til þekkja að nýnæmiskönnun kostar 20 þús. kr. og þó að viðkomandi þyrfti að kaupa sér aðstoð við teikningu og annan frágang hugmyndarinnar, þá ættu 200 þús. kr. í öllu falli að duga. Því veltir maður því fyrir sér til hvers ITÍ ætlar að nota í þetta 800 þús. kr. Hallgrímur kemst svo að orði í grein sinni: „Ekki er óeðlilegt að viðkomandi hugvitsmaður tæki þátt í fjármögn- un hugmyndarinnar, þar sem það er fyrst og fremst hann sem nýtur þess ef vel gengur.“ Ætli við séum ekki einmitt komn- ir að kjarna málsins. Það er einmitt þetta sem hingað til hefur ráðið í samskiptum ITI við hugvitsmenn og um leið mati þeirra á íslensku hugviti. Það hefur engum hugvits- manni sem ég þekki til, látið sér detta í hug að hann þyrfti ekki að greiða fyrir þjónustu sem ITI veitir honum og engan veit ég heldur um sem hefur komist hjá því. Hinsvegar veit ég um marga sem hafa orðið að greiða allt of mikið fyrir alltof lítið og skýrist það ef litið er yfír árangur af störfum ITÍ fyrir hug- vitsmenn. Hallgrímur segir í grein sinni í Morgunblaðinu frá 20/11 sl.: „I ár er gert ráð fyrir að stofnun- in afli með sértekjum 60% þess fjár sem stofnunin hefur til ráðstöfun- ar.“ Hugvitsmaðurinn á greiða hluta af þessu með því að taka þátt í „Snjallræði" og forstjórinn segir að ekki sé óeðlilegt að svo sé, þar sem hann fyrst og fremst nýtur þess ef vel gengur. Við skulum taka sem dæmi, draum hugvitsmanns um að hann komi einhverri snjallri hugmynd áfram, hann fái fé í þróunarverk- efni, svo honum takist að gera hana markaðshæfa. Þá semur hann við fyrirtæki um framleiðsluréttinn og um að taka sér að búa hlutinn til. Framleiðslan kemst á stað og varan selst vel svo að viðkomandi fyrir- tæki þarf að bæta við sig fímm mönnum vegna þessa verkefnis. Fimm ársverk í iðnaði myndu þýða tíu ársverk í þjónustu í kring- um verkefnið. Þama væri þá um að ræða fimmtán ársverk sem yrðu beinlínis til fyrir fmmkvæði hug- myndasmiðsins. Það em fleiri sem njóta verka hans ef draumur sem þessi rættist. En það gerist nú ekki oft, en stundum og ekkert síður án aðstoðar ITÍ. Ég sagði í fyrri grein minni og endurtek: Ormur Guðjón Ormsson „í fyrirrúmi öðru meg- in eru fulltrúar at- vinnulífsins, sjóðakerf- isins og þeir pólitíkusar sem hæst tala um nauð- syn nýsköpunar. Hinum megin sitja sprenglærð- ir sérfræðingar Iðn- tæknistofnunar sem vantar verkefni. Hug- vitsmenn sitja aftast í bátnum reiðubúnir að sýna hvað í þeim býr, fái þeir tækifæri til að koma sínum hugmynd- um í höfn.“ „Ég ætla bara að vona að ég hafi rangt fyrir mér þegar ég segi að „Snjallræði" verði ekki til að bæta þar um heldur fjölgi þeim sem sitja uppi með hálfídáraðar hug- myndir hjálparlausir og févana." Þetta kynni þó að breytast, þar sem nýir menn hafa tekið við. Von- andi kynna þeir sér hugarheim ís- lenskra hugvitsmanna og læra að umgangast þá eins og venjulegt fólk, en treysti ekki eingöngu á sér- fræði sinnar menntunar þegar þeir fjalla um málefni þeirra, eins og svo oft hefur viljað bera við í samskipt- um ITÍ við hugvitsmenn. Þjóðin hefur ekki efni á því að umgengni við hugvitsmenn haldi eftirJúlíus Kemp Það er til helberrar skammar að innlend dagskrárgerð Ríkissjón- varpsins hafi sniðgengið íslenska kvikmyndagerð með þeim lúalega hætti sem hún hefur orðið vís að. íslensk kvikmyndagerð sækir nú fram svo eftir er tekið um allan heim og hefur sótt á margan bratt- ann. Áranginn sem náðst hefur má þakka dugnaði og metnaði þeirra sem verkin hafa unnið því oftast em það peningar sem hafa sniðið okkur stakkinn. Ég vil nefna sem dæmi kvikmyndina „Veggfóður — erótísk ástarsaga" sem ég leikstýrði við mjög knappan kost. Ég hef einnig unnið heimildar- myndir og tónlistarmyndbönd og hef þá sett mér það sjálfsagða takmark að gera eins vel og ég get miðað við efni og aðstæður. Það takmark hafa allir íslenskir kvikmyndagerð- armenn sem ég þekki til. Ég vil því undirstrika furðu mína á því að einn helsti máttarstólpi íslenskrar kvik- myndagerðar, innlend dagskrárgerð Ríkissjónvarpsins, skuli stíga hátíð- lega á stokk og verðlauna erlendan kvikmyndagerðarmann fyrir gerð besta íslenska myndbandsins árið 1992! áfram eins og verið hefur, þetta vita allir hugsandi menn, jafnvel þeir hjá ITÍ. En þeir hafa alltaf haldið að þeir væru að meðhöndla milljónamær- inga, þegar þeir taka að sér að ann- ast verk fyrir hugvitsmenn og haga verkum sínum eftir því, hvort heldur sé um einstakling eða fyrirtæki að ræða. En þetta er rangt. Því munu að- standendur „Snjallræðis" komast að þegar þeir fara yfír þessar tvöhundr- uð og fímmtíu hugmyndir sem fram vom lagðar. Vissulega er sá fjöldi hugmynda ánægjulegt umhugsun- arefni. En hversu margir skyldu hafa látið sínar hugmyndir aftur ofan í skúffu þegar þeir áttuðu sig á skilmálum þeim sem fylgdu „Snjallræði"? Það er auðvelt að draga ályktun af þessum fjölda og þeim sem á sama tíma lögðu inn hugmyndir sín- ar hjá Rannsóknarráði og Iðnað- arráðuneyti með von um fyrir- greiðslu. Það sýnir okkur að við eig- um margt hugsandi fók á íslandi. Fyrir mér er þessi fjöldi hug- mynda fyrst og fremst ákall til hags- munaaðila, forustumanna í iðnaði, fyrirtækja og síðast en ekki síst stjórnmálamanna að láta nú verða af því að stofna áhættulánasjóð til þessara verka, til að fullþróa nyts- amar hugmyndir. Það mun sannast að það á eftir að skila sér til baka fyrir þjóðarbúið með háum rentum. Eins og ástand þessara mála er í dag, séð frá sjónarhóli hugvits- manna sem um árabil hafa glímt við ýmsar hugmyndir sem hefðu getað aukið við hin fábreytilegu atvinnutækifæri fyrir land og lýð, má líkja því við að við séum stödd á árabát úti á hafí. í fyrirrúmi öðm megin em fulltrúar atvinnulífsins, sjóðakerfísins og þeir pólitíkusar sem hæst tala um nauðsyn nýsköp- unar. Hinum megin sitja spreng- lærðir sérfræðingar Iðntæknistofn- unar sem vantar verkefni. Hugvits- menn sitja aftast í bátnum reiðubún- ir að sýna hvað í þeim býr, fái þeir tækifæri til að koma sínum hug- myndum í höfn. Það er ekkert snjallræði að róa bara við annað borð hring eftir hring. Við ætlum í land og hefja þar nýtt landnám í nýsköpun at- vinnutækifæra. Tökum nú hraustlega til áranna allir sem einn, því hér á svo sannar- lega við: „Sé vel róið í fyrirrúmi mun skut- urinn ekki eftir liggja.“ Höfundur er heiðursfélagi íFélagi íslenskra hugvitsmanna. „Það kom auðvitað í ljós við úthlutunina af hveiju reglunum hafði verið breytt. Öðruvísi var ekki hægt að verð- launa myndband Syk- urmolanna.“ Það er í sjálfu sér ekkert athuga- vert að Sykurmolamir leiti til er- lendra kvikmyndagerðarmanna um gerð myndbanda fyrir hljómsveitina, það er þeirra mál. En mikið þykir mér óréttlátt að þessu myndbandi sem kostaði nokkrar milljónir skuli hampað á kostnað þeirra mynd- banda sem framleidd em hér á landi við lítil efni. Það má nærri geta að þetta myndband Sykurmolanna sem er unnið erlendis af erlendu aðilum fyrir erlent fjármagn hafí kostað tífalt meira en þau íslensku. Varla þætti Ríkissjónvarpinu stætt á að velja Santa Barbara bestu íslensku þættina fyrir það eitt að í hlutverki þýsku au-pair stúlkunnar er íslensk leikkona? Fjómm sinnum hafa verðlaun verið veitt fyrir besta íslenska Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmcelinu. Guð blessi ykkur öll. Þórhildur Þorsteinsdóttir. VEM GÍRMÓTORAR / RAFMÓTORAR Seljum af lager flestar gerðir af þessum þekktu þýsku gírmótorum og rafmótorum. Hagstætt verð Sérpantanir afgreiddar með stuttum fyrirvara. Sala, þjónusta og viðgerðir á sama stað. Mlésúdfq HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-634000 / 91-634040 Osanngimi Rík- issjónvarpsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.