Morgunblaðið - 28.01.1993, Page 13
S1
13
Fjárfestum í menntun
eftir Heimi Pálsson
Mánudaginn 18. janúar 1993 var
haldinn í Helsingfors formanna-
fundur norrænu háskólamannasam-
takanna og sat sá er þetta ritar
fundinn fyrir hönd Bandalags há-
skólamanna. Á fundinum urðu mikl-
ar umræður um framtíð háskóla-
menntunar á Norðurlöndum og við-
brögð við kreppunni sem nú gengur
yfir. Fram komu upplýsingar sem
virðist brýnt fyrir íslendinga að at-
huga og hafa til hliðsjónar þegar
skipulagt er til framtíðar.
Atvinnuleysi háskólamanna
í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi
hefur undanfarin ár gætt talsverðs
atvinnuleysis meðal háskólamennt-
aðra manna. Enn er það sáralítið í
Noregi og hérlendis en þróunin virð-
ist engu að síður stefna í sömu átt.
Hér gegnir þó ekki einu máli alls
staðar né fyrir allar háskólagreinar.
í Danmörku hefur atvinnuleysið
heijað lengst og þar er mikinn fróð-
leik að finna um þróun og aðgerðir.
í fyrsta lagi er ljóst að atvinnuleys-
ið leggst með mjög misjöfnum
þunga á greinar. Viðkvæmastar eru
raungreinar og tæknigreinar. Það
er í sjálfu sér auðskiljanlegt: Mennt-
un í þessum greinum hefur beinst
mjög eindregið að tilteknum störf-
um og verkefnum og samdráttur á
vinnumarkaði_ gefur beina svörun í
atvinnuleysi. í hugvísindum er þessu
annan veg farið. Fyrir áratug eða
svo var komið mikið atvinnuleysi
meðal félagsmanna í „Magisterfor-
eningen", en það er félag þeirra sem
hafa langa háskólamenntun, m.a. í
tungumálum og öðrum hugvísind-
um. Áður fyrr leituðu flestallir fé-
lagsmenn eftir störfum við mennta-
skólakennslu og samdráttur í skóla-
kerfinu jók því verulega atvinnu-
leysið. Með smávægilegum aðgerð-
um, einkum með því að bjóða upp
á stutt námskeið í tölvufræðum,
viðskiptagreinum o.þ.h. taókst hins
vegar að snarsnúa þróuninni. At-
vinnuleysi fór hraðminnkandi því
hugvísindamenntunin (ekki síst
tungumálakunnátta) opnaði leiðir til
margvíslegra nýrra starfa. Og þar
ber að leggja áherslu á að það voru
ný störf, ekki störf sem hinir há-
skólamenntuðu tóku frá öðrum. Nú
er svo komið að atvinnuleysi í þess-
um greinum eykst ekkert meðan það
hraðvex á raungreinasviði.
„Yið verðum að skapa
ný færi, búa til nýjar
útflutningsgreinar. Og
þar eigum við reyndar
aðeins eina auðlind til
að sækja í. Það er hug-
vit og menntun.“
í Svíþjóð og Finnlandi (og hér á
íslandi) bendir allt til að þróunin
verði hin sama og í Danmörku. Við
erum farin að merkja samdráttinn
í tæknigreinum og víðar eru blikur
á lofti. Á sumum sviðum ganga
háskólamenntaðir starfsmenn nú í
störf þar sem áður vann fólk með
mun skemmri skólagöngu og þar
með flyst atvinnuleysið einfaldlega
til. En það þarf að hyggja að fleiri
þáttum en atvinnuleysinu einu.
Samdráttur í menntakerfi
er hættulegur
Það kom skýrt fram á formanna-
fundinum að stjórnvöld hafa mikla
hneigð til þess, þegar að kreppir,
að láta sparnaðarhnífinn ganga
jafnt á allt. Fulltrúar fínnsku sam-
takanna, AKAVA, greindu t.d. frá
því að hart væri leitað eftir að
AKAVA tæki þátt í skipulegum tak-
mörkunum á inntöku í þær háskóla-
greinar þar sem atvinnuleysið væri
mest.
Danski fulltrúinn í hópnum varaði
eindregið við þessu og færði fyrir
rök sem ekki verða í fljótu bragði
hrakin.
í fyrsta lagi, sagði hann, er það
óhrekjanleg reynsla Dana að náms-
maður sem velur sér grein af áhuga
finnur sér vinnu við sitt hæfi. Það
er ekki sjálfsagt að sú vinna sé á
þeim hefðbundna markaði þar sem
fólk með hans menntun hefur starf-
að. En áhuginn er úrslitaatriði og
dugir til nýsköpunar. Sá sem á hinn
bóginn velur sér námsleið vegna
þess að spárnar segja að þar verði
atvinnu að hafa, hann lokast inni á
fastri braut og leitar ekki út fyrir
hana.
í öðru lagi benti Daninn á að
þegar kreppunni fer að linna (og
þjóðhagsspá segir í dag, 20. janúar,
að það kunni að verða eftir þijú ár)
þá verður það menntun sem skilur
milli feigs og ófeigs ef horft er á
Evrópuþjóðirnar. Sú þjóð sem ekki
á yfrið nóg af menntuðu vinnuafli
Júlíus Kemp
myndbandið og í fyrstu þtjú skiptin
voru þau veitt kvikmyndagerðar-
manninum og nú síðast var reglun-
um breytt á þá leið að verðlaunin
komu aðeins í hlut hljómsveitarinn-
ar. Það kom auðvitað í ljós við út-
hlutunina af hveiju reglunum hafði
verið breytt. Öðruvísi var ekki hægt
að verðlauna myndband Sykurmol-
anna.
FORELDRA OG BARNA
Hugo Þórisson Wilhelm NorðJjörð
Nýtt námskeið að hefjast. Upplýsingar og skráning í síma 621132 og 626632
Heimir Pálsson
til þess að nýta tækifæri framtíðar-
innar, hún mun einfaldlega tapa
stríðinu og verða undir í harðnandi
samkeppni.
Þetta kemur öldungis heim og
saman við stórmerka brýningu for-
seta íslands á ríkisráðsfundi 14.
janúar, þegar hún vakti athygli rík-
isstjómar, alþingis og þjóðarinnar
allrar á því að það væri vöxtur og
viðgangur menntunar sem réði full-
veldi og sjálfstæði íslensku þjóðar-
innar á komandi árum.
Fjárfestingar í menntun
borga sig
Allar umræður um efnahagsmál
og framfarir á íslandi hafa að und-
anförnu hnigið í eina átt. Það er
augljóst mál að efnahagsbati er
háður nýsköpun í atvinnulífí. Það
er vonlaus staða að ætla sér að
hjakka í sama farinu, trúa, eins og
Ríkisútvarpið virðist gera, að hér
sé aðeins ein auðlind (sbr. frétta-
þátt með heitinu Auðlind/n) og láta
sig dreyma endalaust drauminn um
risaþorskinn sem leysir allan vanda.
Okkur mun ekki duga að einblína á
fullvinnslu þeirra afurða sem þegar
eru fyrir hendi. Við verðum að skapa
ný færi, búa til nýjar útflutnings-
greinar. Og þar eigum við reyndar
aðeins eina auðlind til að sækja í.
Það er hugvit og menntun.
Með fjárlögum ársins 1992 var
stigið stórhættulegt skref í niður-
skurði íjárveitinga til menntamála,
einkum háskólamenntunar. Örlítil
leiðrétting hefur verið gerð með
nýjum sköttum sem kallaðir eru
skólagjöld, en það eru smámunir
miðað við það sem þurft hefði. Það
er lítil rós í hnappagat menntamála-
yfirvalda að ekki skyldi stigið enn
stærra skref með fjárlögum 1993,
því í raun hefði þurft að snúa und-
anhaldinu í stórsókn. Það verður að
gerast á nýbyijuðu ári. Annars
stefnum við markvisst til glötunar
og það er ekki bara óþarfi, það er
heimska.
Höfundur er formaður Bandalags
háskólamanna, BHM.
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapiö öruggari
vinnu og rekstur með
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eöa í lit,
úti og inni kerfi.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguleikana.
Einar Farestveit & co hf.
Borgartúni 28, sími 91-622900
r
Þá finnst mér skjóta skökku við
að nokkru fyrir jól neitaði Ríkissjón-
varpið mér um að sýna myndband
með hljómsveitinni Jet Black Joe í
þættinum Upptakti á þeirri forsendu
að hljómsveitin söng á ensku en
ekki íslensku. Samt er myndbandið
unnið á íslandi af íslensku kvik-
myndagerðarfólki fyrir íslenska
hljómsveit.
Þegar óréttlæti Ríkissjónvarpsins
er svo hróplegt, framkoma stofnun-
arinnar neyðarleg og ósamkvæm
sjálfri sér að öllu leyti og síðast en
ekki síst fjandsamleg íslenskri kvik-
myndagerð, finnst mér ástæða til
að vekja á því athygli. Þannig að
stofnunin geti gert upp hug sinn,
hvort hún hyggist halda því áfram
að bæta þar úr. Til dæmis með því
að setja einhveijar fastar reglur um
myndbandaannál íslenskra tónlist-
armyndbanda og sýningar á íslensk-
um tónlistarmyndböndum í Ríkis-
sjónvarpinu og þá vonandi reglur
sem styðja íslenska kvikmyndagerð
en vinna ekki gegn henni. Það er
svo margt annað sem við þurfum
að berjast við að ekki bætist við
ósanngirni Ríkissjónvarpsins í garð
okkar.
Höfundur er kvikmyndagerðar-
maður.
Myrkir músikdagar 1993
Skottís - skosk-íslensk listahátíö
28. JANUAR
Fimmtudagur
29. JANÚAR
Föstudagur
30. JANÚAR
Laugardagur
31. JANÚAR
Sunnudagur
3. FEBRÚAR
Miðvikudagur
6. FEBRUAR
Laugardagur
7. FEBRÚAR
Sunnudagur
8. FEBRUAR
Mánudagur
10. FEBRÚAR
Miðvikudagur
11. FEBRUAR
Fimmtudagur
12. FEBRÚAR
Föstudagur
13. FEBRÚAR
Laugardagur
14. FEBRÚAR
Sunnudagur
HASKÓLABÍÓ KL. 20.00
Sinfóníuhljómsveit íslands
CAFÉ SÓLON ÍSLANDUS KL. 21.00
Tommy Smith og Jasskvartett Reykjavíkur
KJARVALSSTAÐIR KL. 17.00*
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
KJARVALSSTAÐIR, KL. 20.30*
Blásarakvintett Reykjavíkur
NORRÆNA HÚSIÐ, KL. 12.30
Háskólatónleikar: Nemendur Tónlistarskólans
í Reykjavík
KJARVALSSTAÐIR KL. 20.30*
Reykjavíkurkvartettinn
HALLGRÍMSKIRKJA KL. 17.00*
lain Quinn, orgel
SAFNAÐARHEIMILI AKUREYRAR KL. 17.00
Kammerhljómsveit Akureyrar
KJARVALSSTAÐIR KL. 20.30*
Kammerhópurinn ÝMIR
LISTASAFN ÍSLANDS KL. 20.30*
James Clapperton, píanó
NORRÆNA HÚSIÐ KL. 12.30
Háskólatónleikar. Nemendur Tónlistarskólans
í Reykjavík
RÁÐHÚSIÐ, TJARNARSALUR, KL. 20.30*
Flytjendur Pétur Jónasson, Kolbeinn Bjarna-
son, Sigurður Flosason o. fl.
LISTASAFN ÍSLANDS KL. 20.30*
Paragon Ensemble of Scotland
HAFNARBORG KL. 20.30*
Frumflutningur 22ja íslenskra sönglaga
RÁÐHÚSIÐ, TJARNARSALUR, KL. 14.00*
Tónsmiðja barnanna
LISTASAFN ÍSLANDS KL. 20.30*
Lokatónleikar Myrkra músikdaga: CAPUT og
PARAGON.
‘Miðaverð kr. 800. Áskriftarkort kr. 3000,-.
J