Morgunblaðið - 28.01.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
Afmæliskveðja
Arnfinnur Arnfinns-
son frkvstj., Akureyri
17
Morgunblaðið/Arnór
Reykjavíkurmeistarar 1993
Sveit S. Ármanns Magnússonar varð Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni
í brids um sl. helgi þegar sveitin sigraði sveit Glitnis í 64 spila úrslita-
leik. Myndin var tekin af sigursveitinni í mótslok, talið frá vinstri: Ólafur
Lárusson, Jakob Kristinsson, Sigmar Jónsson sveitarformaður, Hjördís
Eyþórsdóttir, Ásmundur Pálsson og Hermann Lárusson. Á myndina vant-
ar Norðlendinginn Pétur Guðjónsson.
Glaðlegur og hressandi í viðmóti,
ákveðinn og einarður í skoðunum,
hreinskilinn og hreinskiptinn, hver
sem hlut á að máli. Þannig kom
vinur minn, Amfinnur Arnfinnsson,
mér fyrir sjónir við fyrstu kynni og
slíkan hefí ég reynt hann til þessa
dags.
Hann ber aldurinn ekki með sér.
Fæstir myndu renna grun í, að
hann væri orðinn sjötugur, þó að
sú sé nú raunin á.
Arnfinnur fæddist í Vallarborg á
ísafirði 28. janúar 1923. Foreldrar
hans vom Arnfinnur Jónsson frá
Gröf í Þorskafirði og Jakobína Jak-
obsdóttir, fædd ísfirðingur en ættuð
úr Húnaþingi. Hann var yngstur
fjögurra albræðra og er hann sá
eini þeirra, sem enn er á lífi. Tveir
af þremur hálfbræðrum hans em
einnig á lífi. Átján mánaða gamall
var Amfinnur tekinn í fóstur af
hjónunum Helga Eirikssyni og Guð-
rúnu Ólafsdóttur í Miðdal í Bolung-
arvík og ólst þar upp sem þeirra
eiginn sonur. Hjá þeim dvaldi hann
svo til 1948 og vann þar við land-
búnaðarstörf eftir að hann hafði
lokið skólanámi. Svo var það í maí-
mánuði árið 1948 að hann kvaddi
Vestfirðina fyrir fullt og allt og
fluttist til Akureyrar. Þar fór hann
að starfa hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga. Á þeim árum tók hann einnig
virkan þátt í verkalýðsbaráttunni,
og var um skeið ritari og varafor-
maður Iðju, félags verksmiðjufólks
á Akureyri. Hjá KEA starfaði Arn-
finnur í 17 ár. Þá gerðist hann
starfsmaður Góðtemplarareglunnar
á Akureyri og hafði með höndum
hótelstjórn á Hótel Varðborg, sem
þá var í eigu Reglunnar. Árið 1970
gerðist hann framkvæmdastjóri
fyrirtækja Reglunnar á Akureyri
og í dag er hann framkvæmdastjóri
Borgarbíós þar í bæ.
Hótelinu stjórnaði hann frá 1965
til 1989, en þá seldi Reglan það.
Arnfinnur gerðist félagi í stúkunni
Ísafold-Fjallkonan nr. 1 árið 1963
og hefir starfað í henni til þessa
dags. Hann hefír löngum verið í
forystusveit norðlenskra góðtempl-
ara og oft látið mjög til sín taka.
í stúku sinni hefir hann skipað öll
æðstu embættin með miklum sóma,
og glöggskyggn er hann á hið mikla
gildi siðakerfís Reglunnar.
Barnastúkustarfi sinnti Arnfinn-
ur einnig um langt skeið í ná-
grannabyggðum Akureyrar, bæði á
Dalvík og í Hrísey.
í framkvæmdanefnd Stórstúku
íslands hefur Arnfínnur átt sæti
hátt á annan áratug og löngum
gegnt þar gjaldkeraembætti. Þar
sem annars staðar hefír hann skip-
að sæti sitt á þann veg að vart
verður á betra kosið. Þar hefír
glöggskyggni hans og gjörhygli
notið sín næsta vel. Og gott hefir
verið að hafa hann sér við hlið til
halds og trausts í erfiðum málum.
Hann er bæði ráðsnjall og ráðhollur
og jafnframt því segir hann sína
meiningu afdráttar- og umbúða-
laust. Slíka menn er gott að hafa
hið næsta sér, bæði í vináttu og
samstarfi. Arnfinni er margt til lista
lagt. Hann er söngmaður góður og
hafa kirkjukórar á Akureyri fengið
í ríkum mæli að njóta þess. Hann
er líka mikill bókamaður, víðlesinn
og margfróður, mikill húmoristi,
bráðskemmtilegur og mjög vel máli
farinn. Hann er nokkuð ör í lund
og stundum óþægilega orðhvatur,
að því er sumum fínnst, en alltaf
hreinn og beinn, hugsjónaríkur eld-
hugi og drengskaparmaður.
I einkalífí sínu er Arnfinnur mik-
ill gæfumaður. Hann giftist árið
1949 Elínu Sumarliðadóttur frá
Bolungarvík, hinni ágætustu konu,
sem verið hefir manni sínum traust-
ur lífsförunautur. Þau eiga 5 börn,
sem öll eru á lífi. Guðrún og Bryn-
dís búa í Reykjavík, María og Sig-
urður eiga heima á Akureyri og
Arna býr á Blönduósi. Barnabörnin
eru 15 talsins og 4 langafabörn
hafa litið dagsins ljós. Allt er þetta
hið efnilegasta fólk, svo hiklaust
má segja, að þau hjónin eigi barna-
láni að fagna.
Það var ósk mín og ætlun að
sækja Arnfínn heim og gleðjast með
honum á þessum heiðursdegi hans.
En starfsannir leyfðu mér það ekki.
Því verð ég að láta nægja að
dvelja með þér, kæri vinur, í anda
og árna þér heilla og blessunar á
þessum tímamótum í lífi þínu. I
nafni Stórstúku íslands þakka ég
þér sérstaklega öll þín miklu og
margþættu störf í hennar þágu og
Góðtemplarareglunnar á íslandi,
bæði í þinni heimabyggð og víðs
vegar annars staðar. Þú ert einn
þeirra, sem velt hefir björgum á
vettvanginum þeim.
Heill og gifta fylgi þér, kæri vin-
ur, bæði í störfum og einkalífí, héð-
an í frá sem hingað til.
Þess skal að lokum getið, að
Arnfinnur og Elín taka á móti gest-
um í Húsi aldraðra við Lundargötu
7 á Akureyri frá kl. 19 í dag.
Björn Jónsson
stórtemeplar.
_____________Brids__________________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Akraness
Nú er bikarkeppni Bridsfélags
Akraness að fara af stað. 8 sveitir
tilkynntu þátttöku og drógust eftir-
taldar sveitir saman í fyrstu umferð:
ÞórðurElíasson Böðvar Bjömsson
ÁsgeirÁsgeirsson Sjpvá-Almennar hf.
ÞorvaldurGutaundss. Ómar Rögnvaldss.
GuðmundurÓlafss. Guðmundur Sigurjónss.
Ákveðið hefur verið að spila fyrstu
umferðina í Grundarskóla fimmtu-
dagskvöldið 25. febrúar nk. kl. 19.30.
Bridshátíð 1993 -
skráningarfrestur í
tvímenning til 29. janúar
Tólfta Bridshátíð Bridssambands
íslands og Flugleiða verður haldin á
Hótel Loftleiðum dagana 12.-15.
febrúar nk. Skráningarfrestur í tví-
menninginn rennur út nk. föstudag
29. janúar og er skráning á skrifstofu
Bridssambands íslands í s. 91-
689360. Keppnisgjald er óbreytt frá
síðasta ári 10.000 á par og bridssam-
bandsstjórn velur þátttakendur í tví-
menninginn. Skráning í sveitakeppni
Bridshátíðar er öllum opin en hús-
næðið rúmar ekki fleiri en 64 sveitir,
og nú þegar hafa rúmlega 30 sveitir
skráð sig til þátttöku.
íslandsmót í parasveitakeppni
íslandsmót í parasveitakeppni verð-
ur haldið í Sigtúni 9 helgina 6.-7.
febrúar nk. Skráningarfrestur er til
miðvikudagsins 3. febrúar á skrifstofu
Bridssambands íslands í síma 91-
689360.
Opið tvímenningsmót
Laugardaginn 30. janúar verður
haldið í Sigtúni 9 opið tvímennings-
mót vegna Evrópumótsins í tvímenn-
ing í Bielefeld í Þýskalandi 19.-21.
mars nk. Þátttaka er öllum opin og
fyrstu verðlaun í mótinu verður þátt-
taka á Evrópumótinu. Verðlaun fyrir
annað og þriðja sætið verður hluti
kostnaðar á mótið. Skráningarfrestur
er til miðvikudagsins 27. janúar á
skrifstofu Bridssambands Islands í
síma 91-689360. Spilaður verður
Barómeter ef þátttaka verður minni
en 32 pör og miðað er við að spila
milli 60 og 70 spil. Spilamennska hefst
kl. 10 og keppnisstjóri verður Kristján
Hauksson.
EINSTAKT TILBOÐ!
ALLTAÐ
AFSLÁTTUR
Seljum næstu
daga skápa og
húsgögná
stórlækkuðu
Lítið
útlitsgallaðir
fataskápar
með miklum
afslætti.
Dæmi um einstök tilboð:
Áöur Nú st.gr.
Bókahilla 80x60 cm. 10.200.- 4.900,-
Rúm m/dýnu 70x190 cm. 27.950.- 17.900,-
Fataskápur 100x180 cm. 14.700.- 13.950.-
Rúm án dýnu 95x205 cm. 20.859,- 13.870,-
Borðskápur 30x68 cm. 4.900.- 2.900,-
Bókahilla 95x100 cm. 13.836.- 9.200,-
Skrifpúlt 95x1 OOcm. 16.571,- 10.990.-
Landsbyggðarþjónusta:
Tökum við símapöntunum og
sendum um land allt
VISA
Opið: 9-18 virka daga
10-16 laugardaga
Visa raðgreiðslur í allt
að 18 mán., engin útborgun.
*
AXIS
AXIS HUSGOGN HF.
SMIÐJUVEGI9. KÓPAVOGI
SÍMI: 43500 FAX 43509.