Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 Timman lifir í voninni JAN Timman, holienski skákmeist- arinn, vann í gær 11. skák einvígis þeirra Nigels Short frá Englandi um réttinn til að skora á Garríj Kasparov heimsmeistara. Þar með aukast vonir hans á sigri en staðan í einvíginu er nú 6-5 fyrir Short þegar þrjár skákir eru ótefldar. Short gafst upp í 85. leik í gær. Dregur Koi- visto sig í hlé? MAUNO Koivisto gefur ekki kost á sér til endurkjör við forsetakosn- ingamar í Finnlandi á næsta ári en hann hefur verið forseti frá 1982. Þetta kom fram í blaðinu Turun Sanomat í gær og þar sagði að Kalevi Sorsa seðlabankastjóri og fyrrum forsætisráðherra yrði fram- bjóðandi jafnaðarmanna. Honecker komi til baka DÓMSTÓLL sem réttar í máli gegn Erich Honecker fyrrum kommún- listaleiðtoga í Austur-Þýskalandi úrskurðaði í gær að honum bæri að koma til baka til Þýskalands 8. febrúar og vera viðstaddur lok rétt- arhaldanna. 13. janúar var ákæru á hendur honum aflétt en í millitíð- inni var sú ákvörðun úrskurðuð ógild og því hefur Honecker nú verið skipað að snúa til baka frá Chile. Bretar á móti stækkun örygg- isráðsins BRETAR lögðust í gær gegn hug- myndum Bandaríkjamanna um stækkun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og fjölgun fastafulltrúa. Gagnrýndi Douglas Hurd utanríkis- ráðherra Breta hugmyndir Warrens Christophers, bandarísks starfs- bróður síns, og minnti Bandaríkja- menn á að þeim væri nær að huga að fjárframlögum sínum til SÞ og koma greiðslunum í skil. Norðmenn og Svíar aflýsa stríðsvá Kjarnorkukafbáturinn sem sökk undan norðurströnd Noregs Michael Jackson mun í hálfleik skemmta áhorfendum á úrslitaleik í deildarkeppni bandaríska fótboltans, sem fram fer á sunnudag. Yfirmaður NFL-deildarinnar, Neil Austrian, afhenti Jackson í gær sérstakan jakka sem kenndur er við úrslitaleikinn, en hann er í Banda- ríkjunum kallaður „Super Bowl“. NFL og fyrirtækið Frito-Lay hafa gefið barnaverndarstofnun Jacksons 200 þúsund dala styrk. Jackson fær jakka Reuter. Evrópuþingið vill afnema vsk á bækur í EB Afnám bókaskatts hefði engin áhrif innan EES ÞINGMENN Evrópuþingsins í Strassborg hvöttu til þess í síðustu viku að virðisaukaskattur yrði afnumin af bók- um, dagblöðum og tímaritum innan Evrópubandalagsins til að stuðla að auknum lestri. Þingið hefur ekki völd til að taka ákvörðun um afnám virðisaukaskatts en beindi málinu áfram til framkvæmdastjórnar EB sem semur sameiginleg lög og reglur bandalagsins og þjóðþinga aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórninni er í sjálfsvald sett hvort að hún tekur upp þessa tillögu þingsins. Evrópuþingið samþykkti þessa ályktun í kjölfar umræðna um skýrslu sem fjallaði um hvemig örva mætti lestur í bandalagsríkj- unum. í skýrslunni kom m.a. fram að í ríkjum í suðurhluta EB lesa tveir íbúar af fímm ekki bækur og einn íbúi af fimm í ríkjum í norðurhlutanum. Árni Páll Árnason, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, segir að ef svo fari, að virðisaukaskattur verði afnumin á lesefni í ríkjum Evrópu- bandalagsins hafi það engin áhrif hér á landi þrátt fyrir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu þar sem skattamál eru ekki hluti af samningnum. „I tengslum við þessa umræðu hefur hins vegar komið fram að mikill vilji virðist vera til staðar innan EB um að koma upp samstarfi við Austur- Evrópuríkin og önnur samstarfs- ríki varðandi þýðingar og aðgerðir til að stuðla að aukinni bókanotk- un,“ segir Árni Páll. Stækkun EB Dani í forsvari Brussel. Reuter. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins, EB, hefur skipað Danann Steffen Schmidt í emb- ætti formanns vinnuhóps er sam- ræma skal fyrir hönd EB viðræð- ur við Austurríkismenn, Finna og Svía um aðild að bandalaginu. Síðar munu Norðmenn bætast í hópinn er embættismenn EB verða búnir að samþykkja að umsókn þeirra fullnægi skilyrðum. Heimild- armenn í Brussel álíta að með skip- un Schmidts gefi framkvæmda- stjórnin til kynna að vel verði tekið í aðildarumsóknir Norðurlandaþjóð- anna þriggja. -----» ♦ ♦--- Frakkland Umhverfis- sinnum spáð 19% fylgi París. Reuter. FRANSKIR umhverfissinnar virðast vera í mikilli sókn fyrir þingkosningarnar í mars. í skoð- anakönnun, sem tímaritið Paris- Match birti í gær, er sameigin- legu framboði tveggja umhverf- isvemdarflokka spáð 19% fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í sambærilegri könnun fyrir tveimur vikum. Fylgi umhverfissinna fer því brátt að nálgast fylgi Sósíalista- flokksins, sem var stærsti flokkur- inn í síðustu kosningum og fer nú með stjórn Frakklands. Fylgi sósíal- ista hefur hrunið á undanfömum misserum og heldur sú þróun áfram. Er þeim einungis spáð 19,5% fýlgi í könnuninni. Allt bendir til að hægriflokkarnir tveir, UDF og RPR, muni vinna öruggan sigur í þingkosningunum þó að eitthvað hafi dregið úr stuðn- ingi við þá. Þeim er spáð 39% fylgi í könnun Paris-Match en voru með 41,5% í síðustu könnun. ÞAR SEM ólíklegt þykir að Norð- menn og Svíar heyi stríð sín á milli ógiltu utanríkisráðherrar þjóðanna í gær samning frá 1905 sem kvað á um hlutlaust belti við landamæri þeirra. Samningnum var ætlað að draga úr spennu milli Noregs og Svíþjóðar þegar ríkin bundu enda á 91 árs samband sitt árið 1905. Samningurinn bannaði ferðir her- manna eða byggingu hernaðar- mannvirkja á 15 km breiðu belti beggja vegna landamæranna. Margaretha af Ugglas, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, og norski starfsbróðir hennar, Thorvald Stolt- enberg, ógiltu samninginn formlega við sérstaka athöfn á fundi utanrík- isráðherra Norðurlandanna. Sementsblöndu dælt í bátínn til að stöðva geislamengmn? Ósló. Reuter. NORSKT fyrirtæki bauðst í gær til að stöðva leka geisla- virkra efna úr rússneska kjarnorkukafbátnum Komsomo- lets, sem sökk undan norðurströnd Noregs í apríl 1989, með því að dæla sérstakri sementsblöndu í bátinn. Þessi tækni hefur stundum verið notuð við olíuvinnslu í Norð- ursjó. Rússnesk yfirvöld tilkynntu í vik- ið að hafna tillögum um að reynt unni sem leið að ákveðið hefði ver- yrði að ná kafbátnum af hafsbotnin- SJALFSTÆÐISFLOKKURINN VIÐTALSTÍMAR ALÞINGISMANNA Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða með viðtalstíma á næstu dögum í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fimmtudaginn 28. janúar kl. 17.00-19.00: Eyjólfur K. Jónsson, alþingismaður, og Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður. um. Þau íhuga nú möguleikann á að hylja tvö tundurskeyti og kjarna- kljúf með sérstakri froðu er harðnar í glerkennt efni sem myndi drekka geislavirku efnin í sig. Enginn tæknibúnaður er hins vegar fyrir hendi til að koma froðunni í kafbát- inn. Sonsub, norskt systurfyrirtæki Sonsub International í Bandaríkjun- um, hefur kannað möguleikann á að loka kafbátinn af með því að dæla í hann sementi með sérstöku aukaefni. „Efnið getur stöðvað leka geislavirkra efna í sjóinn,“ sagði Einar Ramstad, sem hefur stjórnað rannsókninni. Hann vildi ekki upp- lýsa hvaða efni þetta væri, sagði það leyndarmál fyrirtækisins. Sonsub áformar að beita tækni sem notuð hefur verið við olíu- vinnslu í Norðursjó til að dæla sem- entsblöndunni í kafbátinn, sem er 1.685 m undir yfirborði sjávar. Skip búið háþrýstidælum og fjar- stýringartækjum myndi þá dæla blöndunni í bátinn í gegnum leiðslur úr hertu stáli. Samkvæmt frumathugunum myndu framkvæmdirnar kosta 40 milljónir norskra króna, 370 millj- ónir ísl., sem er mun minna en gert var ráð fyrir í þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram til þessa. Geislavarnir Noregs fengu skýrslu um rannsóknina í gær en Knut Gussgard, yfirmaður stofnun- arinnar, neitaði að svara spurning- um um hugmynd Sonsub vegna skorts á upplýsingum. Hann gagn- rýndi rússnesk yfirvöld fyrir að hafa ekki veitt Norðmönnum nægi- legar upplýsingar um kafbátinn og vopnin sem voru í honum. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.