Morgunblaðið - 28.01.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR T993
Stórhýsið í Firðinum
Fyrirhugaður verzlunarkjami í miðbæ Hafnarfjarðar teiknaður inn á
ljósmynd.
Miðbær Hafnarfjarðar
Undirskriftasöfniin
gegn nýbygg’ingn
ÞORGILS Óttar Mathiesen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfírði, lagði fram tillögu á fundi bæjarsljórnar á þriðju-
dag, þess efnis að skipulag fyrirhugaðs miðbæjarkjarna við
Fjarðargötu verði endurskoðað, þannig að byggingin verði
lækkuð úr átta hæðum í fjórar. Tillögunni var vísað frá með
atkvæðum meirihluta Alþýðuflokksins. Um næstu helgi hefst
undirskriftasöfnun hins nýendurreista félags Byggðarverndar
gegn miðbæjarkjarnanum í fyrirhugaðri mynd.
Þorgils Óttar Mathiesen sagði í
samtali við Morgunblaðið að á
bæjarstjómarfundinum hefði verið
samþykkt að byggja bílastæða-
kjallara undir stórbyggingunni í
miðbænum, en ekki hefði verið
reiknað með honum áður. Af þessu
leiddi að bílastæðum ofanjarðar
fækkaði og þess vegna yrði hægt
að byggja á fleiri lóðum í miðbæn-
um. „Ein rök Alþýðuflokksins fyrir
því að hafa verzlunarmiðstöðina
svona háa era að það verði að
koma fyrir hóteli í miðbænum og
að það sé hvergi pláss fyrir það
nema í átta hæða tumi ofan á
verzlunarkjamanum," sagði Þor-
gils Óttar. „Með fækkun bílastæða
myndast lóð fyrir hótel.“
Á bæjarstjómarfundinum var
einnig_ vísað frá tillögu Magnúsar
Jóns Ámasonar, bæjarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins um að bæj-
arstjórn beindi þeim tilmælum til
byggingaraðila við Fjarðargötu að
þeir breyttu húsinu.
Undirskriftasöfn-
un Byggðarverndar
Á fundi sem félagið Byggðar-
vernd í Hafnarfirði hélt 19. janúar
sl. var samþykkt að gangast fyrir
undirskriftasöfnun meðal Hafn-
firðinga þar sem skorað verði á
bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því
að „fyrirhuguð stórbygging við
Fjarðargötu falli sem best að um-
hverfi sínu og verði ekki hærri en
þau hús sem eru á miðbæjarsvæð-
inu.“ ífyrirhugað er að undir-
skriftasöfnunin hefjist um næstu
helgi.
Á fundinum var einnig ákveðið
að endurvekja félagið Byggðar-
vemd, sem hefur ekki starfað í
mörg ár, en það lét talsvert til sín
taka á árunum 1978-1982. Var
kosin bráðabirgðastjóm fyrir fé-
lagið og jafnframt ákveðið að halda
reglulegan aðalfund síðar á árinu.
I stefnuskrá Byggðarverndar,
sem samþykkt var 1978 segir að
markmið félagsins sé að standa
vörð um umhverfisverðmæti í
Hafnarfirði, meðal annars með því
að „stuðla að því að ný hús og
viðbyggingar falli sem bezt að
landslagi og eldri byggð í kring
og að útlitsbreytingar séu í sam-
ræmi við upprana.“
Móðir telpnanna tveggja semvar rænt í Reykjavík
Þáði verkjatöflu
og missti skömmu
síðar meðvitund
Var í Sviss í fimm daga með „kvikmyndagerðarfólki“
MÓÐIR telpnanna sem rænt var af Hótel Holti í fyrradag lýsir því
hér í viðtali við Morgunblaðið hvernig kona á vegum feðra barn-
anna kynnti sig fyrir móður hennar sem fulltrúa kvikmyndafyrirtæk-
is sem ætlaði að taka kvikmynd hér á landi og hvernig það atvikað-
ist að móðirin, sem í fyrstu óttaðist að konan væri útsendari feðra
telpnanna, fór að treysta konunni, sem bauð henni og annarri telp-
unni í fimm daga frí til Sviss. Þaðan komu þær á laugardag og
héldu áfram að vinna að undirbúningi fyrir töku „kvikmyndarinn-
ar“ hér á landi. Það var svo í fyrrakvöld að móðirin, sem að kröfu
konunnar hafði flutt dætur sínar með á hótelið, þáði höfuðverkjar-
töflur frá konunni og skömmu síðar missti hún meðvitund.
Móðirin segir að fyrir um það
bil mánuði hafi barið að dyrum
heima hjá móður hennar erlend
kona, sagst vera frá Bretlandi og
vinna fyrir kvikmyndafyrirtæki.
Hún væri að leita að tökustöðum
fyrir kvikmynd með Sylvester Stall-
one sem ætti að taka hér og bað
um leyfi til að fá að taka myndir
af húsinu. „Mamma bauð konunni
inn í kaffi og hún fór að segja frá
sínu starfi og af sjálfri sér, meðal
annars að hún væri fráskilin og
ætti dóttur sem hún saknaði og
væri einmana hér á landi,“ segir
konan.
Fór á staðinn með
hnút í maganum
„Strax eftir að hún var farin fór
okkur að gruna að hún væri á veg-
um feðranna að reyna að stela
bömunum mínum og tókum öllu
með fyrirvara sem hún hafði sagt.
Daginn eftir kom stór blómvöndur
þar sem þakkað er fyrir kurteisina
og okkur boðið að hitta hana á
Hótel Sögu. Þetta var allt svo lygi-
legt og ég fór á staðinn með hnút
í maganum, eiginlega viss um að
hún væri að reyna að taka börnin.“
Móðirin segist hafa þaulspurt
konuna þennan dag út í starf henn-
ar og hún hafi haft svör við öllu á
reiðum höndum. „Hún sagðist vera
að leita að stöðum fyrir myndatöku
um allt land. Þetta var almennileg
og geðug kona og ég bauðst til að
hjálpa henni,“ segir móðirin.
Sífellt að fá fax frá
kvikmyndafyrirtækjum
Móðirin segir að næstu daga
hafi hún mikið dvalist hjá konunni
á Hótel Sögu og um þetta leyti
hafi einnig komið þangað maður,
sem sagður var lífvörður Stallone,
að kynna sér aðstæður. „Konan var
sífellt að fá faxsendingar frá kvik-
myndafyrirtækjum í Bandaríkjun-
um og Bretlandi og ég var að þýða
fyrir hana hluti og hjálpa henni
með ýmislegt."
Grunaði bara pabba
yngri stelpunnar
Þar kom að svo góður kunnings-
skapur hafði tekist með konunum
að sú útlenska bauð móðurinni með
sér í 5 daga ferð til Sviss og bauð
henni að taka báðar dæturnar
með. „Ég ákvað að taka bara eldri
dóttur mína, því ég þóttist vita að
ef hún væri svikari þá væri það
pabbi yngri stelpunnar sem stæði
fyrir því,“ segir móðirin. Ég tók
eldri stelpuna með mér og fór út
og var þá meðal annars kynnt fyr-
ir manni, sem var sagt að væri
leikstjóri og ætti að gera myndina,
sem átti ef til vill að gerast víðar
en á fslandi. Meðal annars þóttust
þau vera að leita að tökustöðum í
Þýskalandi og ég fór með þeim
með dóttur mína. Þarna úti fór ég
að trúa þessu öllu, þetta var allt
svo ótrúlega vel gert. Ég sat með
þeim dag eftir dag og þau ræddu
um vinnuna og alls konar vanda-
mál í sambandi við hana.“
Reiddust fréttinni í Tímanum
Eftir nokkra daga í Sviss og
Þýskalandi var ákveðið að fara
aftur til Reykjavíkur og halda
áfram að undirbúa „kvikmynda
gerðina" þar. Auk konunnar og
leikstjórans var lífvörðurinn og
annar maður til í hópnum. Þá hafði
birst frétt um kvikmyndina í Tím-
anum og segir móðirin að sú frétt
hafi haft slæm áhrif á kvikmynda-
fólkið.
Fékk hjá henni
höfuðverkjartöflu
Meðal annars þess vegna var
flutt á Hótel Holt á laugardag og
nú bað konan móðurina um að
flytja þangað með dætur sínar til
að þær gætu verið í sem bestu
sambandi starfsins vegna. „í
[fyrrakvöld] fékk ég svo höfuð-
verkjarpillur hjá henni og það síð-
asta sem ég man var að ég var
að spjalla við hana og einn mann-
anna. Svo þegar ég vaknaði voru
þau öll farin og höfðu tekið dætur
mínar með sér,“ sagði móðirin í
samtali við Morgunblaðið.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR
Hjúkrunarfræðingar taka hugmyndum um gerðardóm og kjarakönnun fálega
Reynt að semja um vopnahlé
SVO virðist sem deila hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra
á Landspítalanum við Ríkisspítala sé í óleysanlegum
hnút. Stjórnendur sjúkrahússins binda vonir við að sam-
komulag náist við þessa hópa um að mæta til starfa 1.
febrúar, gegn því að næstu þrír mánuðir verði notaðir
til að komast að samkomulagi. Hjúkrunarfræðingar taka
slíkum hugmyndum afar fálega og telja sig enga trygg-
ingu hafa fyrir því, að eitthvað verði gert í þeirra mál-
um á næstu þremur mánuðum, fyrst það var ekki gert
á undanförnum þremur mánuðum.
í gær sendi hjúkrunarstjórn
Borgarspítala frá sér yfírlýsingu,
þar sem fram kemur, að álag á
spítalanum hafí aukist mjög á síð-
asta ári. Því sé ekki mögulegt að
taka við auknu vinnuálagi, sem
myndi fylgja því að bráðavaktir
Landspítala færðust yfir á Borgar-
spítala 1. febrúar. Þessa yfírlýsingu
túlka hjúkrunarfræðingar á Land-
spítala sem stuðning við aðgerðir
sínar, en viðurkenna einnig að hún
sé gefín út af illri nauðsyn, þar sem
yfirfullur Borgarspítalinn ráði
hreinlega ekki við aukið álag. Ljóst
er að þetta setur stjómendur Land-
spítala í nokkurn vanda við skipu-
lagningu neyðarþjónustu.
Kjarabarátta einstaklinga
Það sem helst gerir deilu þessa
frábrugðna öðrum kjaradeilum er
sú staðreynd, að stéttarfélög hjúkr-
unarfræðinga og ljósmæðra koma
hvergi nærri og þar af leiðandi
ekki heldur samninganefnd ríkis-
ins, sem fer með samningsumboð
ríkis gagnvart stéttarfélögum.
Þama deila einstaklingar úr tveim-
ur stéttum við vinnuveitandann,
Ríkisspítala, og hvorugur aðilinn
hefur umboð til að gera kjarasamn-
inga. Talsmenn ríkisvaldsins líta
mjög til þessa atriðis, en hjúkrunar-
fræðingar telja sig ræða við réttan
aðila, þar sem vinnuveitandi þeirra
er, því einstaklingar, en ekki stétt-
arfélög, séu að reyna að fá fram
kjarabætur. Þá sé ekki um nýjan
kjarasamning að ræða, heldur leið-
réttingu til jafns við sambærilega
hópa.
Þá er vert að benda á, að kjara-
samningar þessara stétta eru laus-
ir og halda hjúkrunarfræðingar því
fram að engin tilraun hafi verið
gerð af hálfu ríkisins til að semja
frá því í febrúar í fyrra, þegar síð-
asti samningafundur hafí verið
haldinn. Talsmenn ríkisvaldsins
segja hins vegar að ítrekað hafí
verið rætt við stéttarfélögin, en þau
hafi ekki kært sig um að ganga
til samninga heldur viljað bíða
dóms í máli BHMR gegn ríkinu.
Þetta er ekki í eina skiptið undan-
farna daga sem fullyrðingar þess-
ara aðila hafa stangast á.
Reynt að semja um vopnahlé
Þeir talsmenn ríkisvaldsins, sem
Morgunblaðið ræddi við, horfa nú
mjög til þess að einhvers konar
samkomulag náist við hjúkrunar-
fræðinga og ljósmæður um að
mæta til starfa hinn 1. febrúar,
gegn því að mál þeirra fari fyrir
einhvers konar gerðardóm aðila og
kannað verði hver launamunur
milli sjúkrahúsa og sambærilegra
starfsstétta sé í raun. Þar er horft
til þess álits talsmanna ríkisvalds-
ins, að þessum hópum sé skylt að
hlíta framlengingu á uppsagnar-
fresti. Þá efast talsmenn ríkisvalds-
ins um að launamunur milli sjúkra-
húsa sé jafn mikill og hjúkrunar-
fræðingar hafa látið í veðri vaka.
Fleiri klukkustunda langur
samningafundur stjórnenda Rík-
isspítala og talsmanna starfs-
manna á miðvikudag fór að mestu
í að ræða möguleika á samkomu-
lagi af þessu tagi. Þar mæta stjóm-
endur hins vegar litlum skilningi
hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra,
sem telja nóg komið af svo góðu.
Tækifærin hafi verið mýmörg til
einhvers samkomulags á þeim tfma
sem liðinn sé, frá því að þessir
hópar sögðu upp störfum og engin
ástæða til að ætla að unnið verði
af heilindum á næstu þremur mán-
uðum. Og telja sem fyrr að ákvæði
laga um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna um framleng-
ingu uppsagnarfrests nái ekki til
þeirra.
ítrustu kröfur
Eins og fram kom í samtali við
heilbrigðisráðherra í Morgunblað-
inu í gær gera hjúkrunarfræðingar
á Landspítala kröfur um 3-5 launa-
flokka hækkun og um 30 stundir
í fasta yfírvinnu. Þessu neita tals-
menn hjúkrunarfræðinga ekki. Þó
er Ijóst að þama er um ítrustu
kröfur að ræða, en ekki þá niður-
stöðu, sem hjúkrunarfræðingar
ætlast til að fá fram. Hjúkrunar-
fræðingar segja, að ekki hafi verið
gerð nein tilraun til að komast að
málamiðlun um þessar tillögur
þeirra, heldur einblínt á að þeir
fresti því að leggja niður störf.
Það eru litlar líkur á samkomu-
lagi í bráð, miðað við hljóðið í aðil-
um málsins í gær og þá höfðu eng-
in frekari fundarhöld verið ákveðin.
Neyðaráætlun er farin í gang á
Landspítala, til að leysa brýnustu
vandamálin sem blasa við 1. febr- '
úar, þegar rúmlega 400 hjúkrunar-
fræðingar og ljósmæður hætta
störfum.