Morgunblaðið - 28.01.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
Tónlistarskólinn
Útlit fyrir
aukasýning-
ar á Astar-
drykknum
ÓPERAN Ástardrykkurinn
eftir Donizetti sem nemend-
ur, kennarar og gestir söng-
deildar Tónlistarskólans á
Akureyri frumsýndu í síð-
ustu viku hefur hlotið góðar
viðtökur áhorfenda, en upp-
selt hefur verið á sýningarn-
ar fram til þessa.
Tvær sýningar hafa verið á
Ástardrykknum og sú þriðja er í
kvöld, miðvikudagskvöld. Hvert
sæti í Laugarborg, þar sem óperan
er sýnd, hefur verið skipað á þeim
sýningum sem búnar eru og einn-
ig er uppselt á sýninguna í kvöld.
Vegna veðurs og ófærðar varð að
fella niður fýrirhugaða sýningu
síðastliðið sunnudagskvöld, en
ætlunin er að bæta úr því næst-
komandi sunnudagskvöld, 31. jan-
úar.
Þingeyingar vilja sjá óperuna
Áætlað var að sýna óperuna
fjórum sinnum, en Guðmundur Óli
Gunnarsson, skólastjóri Tónlistar-
skólans á Akureyri, sagði að þar
á bæ væru menn að búa sig undir
að fjölga sýningum vegna mikillar
aðsóknar. Fyrirspurnir hafa komið
frá Þingeyingum um hvort mögu-
legt sé að flytja sýninguna austur
yfir Vaðlaheiði og sýna í sýslunni,
en Guðmundur sagði að ekki væri
búið að ákveða neitt í þeim efnum.
Sennilegast yrði fólk lengra að að
efna til sætaferða á staðinn.
Helstu flytjendur í óperunni eru
Hómfríður Benediktsdóttir, Öm
Viðar Birgisson, Baldvin Baldvins-
son, Michael J. Clarke og Dagný
Pétursdóttir. Leikstjóri er Már
Magnússon, Guðmundur óli
Gunnarsson stjómar tónlistinni og
Helga Bryndís Magnúsdóttir leik-
ur á píanó.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Á stórri slöngu
STÖLLURNAR Lilja, Díana, Brynja og Hulda
renndu sér á slöngu niður Jólasveinabrekkuna, en
þær voru að passa þá Almar og Birgi Bjöm sem
sitja á sleðanum sínum við slöngu stúlknanna.
Á fljúgandi
ferð í frostinu
ÞEIR LÉTU napurt frostið ekki á sig fá, krakk-
amir sem voru að renna sér á sleðum og slöng-
um í brekku sem þau kölluðu jólasveinabrekku
og er skammt sunnan við Eikarlund. Litlar upp-
lýsingar fengust um uppruna nafnsins enda
skiptir það sjálfsagt minnstu máli þegar maður
þýtur á fljúgandi ferð niður þessa ágætu brekku.
Krakkamir voru flestir úr Lundarskóla, en frí
var í skólanum í gær vegna námsmats og gripu
þau það fegins hendi og notuðu til útiveru.
Bestu sleðarnir
ÞEIR Helgi og Fannar fullyrtu að þeir ættu
bestu sleðana í bænum og hafa þeir óspart
verið notaðir í snjónum að undanfömu.
Landsbankinn keypti eignir
þrotabús Árvers á uppboði
Bankínn greiddi 38 milljónir fyrrir fasteign og tæki til rækjuvinnslu
Landsbanki íslands keypti eignir þrotabús rækjuverksmiðj-
unnar Árvers hf. á Árskógsströnd á framhaldsuppboði sem
haldið var í gær. Bankinn greiddi 38 milljónir króna fyrir
fasteign þrotabúsins og tæki til rækjuvinnslu.
Eitt tilboð
Á fyrra uppboði sem haldið var
fyrr í þessum mánuði bauð
Byggðastofnun 20 milljónir króna
í fasteign og tæki þrotabúsins, en
UTIUFSFOLK
Munið stóru vélsleðasýninguna
á Akureyri um næstu helgi,
30. og 31. janúar.
Landssamband
vélsledamanna
LÍ
fVi
því tilboði var ekki tekið. Aðeins
eitt tilboð barst á framhaldsupp-
boðinu sem haldið var í gær, frá
Landsbankanum sem bauð 38
milljónir króna, og sagði Arnar
Sigfússon skiptaráðandi að það
væri nú í höndum bankans að ráð-
stafa eignunum.
Amar sagði að skiptum í búinu
væri ekki að fullu lokið, ýmsa
enda ætti eftir að hnýta þar til
yfir lyki. Búið átti töluvert af af-
urðum sem búið er að koma í verð
og nú hefur fasteign verið seld og
tæki, en ýmir lausamunir eru enn
eftir, m.a. flskikassar og kör,
bretti gámar og lyftari auk hús-
búnaðar og skrifstofumuna, sem
Arnar bjóst við að reynt yrði að
selja á næstunni.
Engin vinnsla
Rækjuverksmiðjan Árver á Ár-
skógsströnd varð gjaldþrota í des-
ember árið 1991 og námu lýstar
kröfur í búið um 170 milljónum
króna. Rekstur verksmiðjunnar
var í fyrrasumar og fram til loka
nóvember síðastliðins leigður Sölt-
unarfélagi Dalvíkur og störfuðu
allmargir hjá verksmiðjunni á þeim
tíma. Frá því samningurinn við
Söltunarfélagið rann út hefur
vinnsla legið niðri í rækjuverk-
smiðjunni og óvíst hvenær eða
hvort hún hefst á ný.
Hluti þess starfsfólks sem áður
vann við rækjuvinnsluna í Árveri
starfar nú hjá Söltunarfélagi Dal-
víkur og þá hafa einhveijir fengið
atvinnu á frystihúsinu á Dalvík
og loks má nefna að fiskverkanir
á Hauganesi og Árskógssandi eru
að fara í gang um þessar mundir
og hefur eitthvað af fólkinu fengið
þar atvinnu.
Erindi um
framvirka
samninga
DR. SVERRIR Sverrisson flyt-
ur erindi um framvirka samn-
inga og möguleika íslenskra
fyrirtækja á að tryggja sig
gagnvart sveiflum á erlendum
gjaldeyrismörkuðum á Hótel
KEA á morgun, fimmtudaginn
28. janúar, kl. 15.30.
Erindið fjallar um hinar ýmsu
tegundur framvirkra samninga á
erlendum fjármagnsmörkuðum.
Sýnt verður hvemig hægt verður
að nota slíka samninga til þess að
tryggja verðgildi greiðslusamninga
í erlendri mynt og einnig hvernig
hægt er að lágmarka sveiflur í
greiðslubyrði erlendra lána sem
stafa af breytingum á gengi þeirra
gjaldmiðla sem skuldað er í. Leidd
verða rök að því að hægt sé að
minnka fj ármagnskostn að fyrir-
tækja sem em með lán í erlendri
mynd með virkri lánastýringu sem
byggist m.a. á notkun framtíðar-
samninga svo og skiptasamninga.
Dr. Sverrir starfar sem hagfræð-
ingur hjá ráðgjöf Kaupþings, en
hann varði doktorsritgerð í alþjóða-
hagfræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla árið 1991. Félag viðskipta- og
hagfræðinga á Norðurlandi, Rann-
sóknastofun Háskólans á Akureyri
og Kaupþing Norðurlands efna til
fundarins. .
(Frettatilkynnmg)
--»---
Fyrirlestur
Dr. Páls
Skúlasonar
Dr. Páll Skúlason flytur fyr-
irlestur í Háskólanum á Ak-
ureyri, við Þingvallastræti á
laugardag, 30. janúar og
hefst hann kl. 14. Fyrirlest-
ur Páls nefnist „Hver er
hinn sanni heimur?“
í fyrirlestrinum mun Páll ljalla
um og gagnrýna hinn ævafoma
greinarmun á milli hverfuls reynslu-
heims og fullkomins handanheims.
í staðinn mun Páll reifa hugmyndir
sínar um tengsl náttúruheims,
mannheims og hugarheims.
Páll Skúlason er prófessor í heim-
speki við Háskóla Islands og hefur
verið mikilvirkur á sviði heimspek-
innar bæði í rituðu og mæltu máli.
Hann hefur gefið út nokkrar bækur
um heimspeki.
Fyrirlesturinn er haldinn á vegum
Félags áhugafólks um heimspeki á
Akureyri. Starfsemi félagsins hefur
verið blómleg að undanförnu, en
félagið gekkst fyrir námskeiði fyrri
hluta vetrar sem um þijátíu manns
SÓttU. (flr fréttatilkynningu)
------» » ♦------
Nýársleikur
í Radionausti
Verslunin Radionaust á Akur-
eyri stendur fyrir svokölluðum
nýársleik, sem stendur í sjö
vikur og er í því fólgin að boð-
ið er upp á tvo tilboðshluti
hveija viku, en hún stendur frá
fimmtudagi til fimmtudags.
Þeir sem kaupa þessar tilboðsvör-
ur lenda í lukkupotti sem safnað
verður í sjö vikur, en að því búnu,
föstudaginn 5. mars kl. 17, verður
sá heppni dreginn út, en hann fær
vöru þá er hann keypti að fullu end-
urgreidda. Mörg þekkt merki verða
á boðstólum í nýársleiknum, en
leiknum hefur verið vel tekið og
potturinn orðin nokkuð stór nú þeg-
ar. (Fréttatilkynning)