Morgunblaðið - 28.01.1993, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
p|is»r0iiwlíIal»iaS»
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Kostnaðarsöm
yfirbygging’
Tilbúnar tillögur um stofnun heildarsamtaka iðnaðarins
Rekstrarkostnaður
félaganna lækki um
30% við sameiningn
TILLÖGUR liggja nú fyrir um sameiningu samtaka atvinnu-
rekenda í iðnaði í ein heildarsamtök sem kæmu í stað núver-
andi félaga og samtaka. Verða þær kynntar í félögunum á
næstu vikum. Er stefnt að því að tillögumar verði síðan lagð-
ar fyrir aðalfundi félaganna tíl afgreiðslu í mars til maí og
að stofnfundur nýrra heildarsamtaka iðnaðarins verði haldinn
í september þannig að þau geti hafið starfsemi um næstu
áramót. Markmið sameiningarinnar er að búa til einn mál-
svara fyrir iðnaðinn í landinu, efla þjónustu við félagsmenn
og að draga úr kostnaði. Tillögumar gera ráð fyrir að félags-
gjöld verði 0,15% af veltu og er það markmið sett með sam-
einingunni að rekstrarkostnaður aðildarfélaga lækki um 30%,
skv. upplýsingum Sveins Hannessonar, framkvæmdasljóra
Félags íslenskra iðnrekenda.
Er yfirbyggingin hjá at-
vinnuvegunum, hjá
verkalýðshreyfingunni og hjá
því opinbera of stór og of
kostnaðarsöm miðað við veika
undirstöðu að ýmsu leyti og
breyttar aðstæður í þjóðarbú-
skapnum? Það er eðlilegt að
spyija þessarar spurningar —
og leita svara við henni — á
þrengingatímum, þegar nauð-
synlegt þykir að flytja veru-
lega skattbyrði af atvinnuveg-
unum yfir á almenning.
Forstjórar tveggja sjávarút-
vegsfyrirtækja í Vestmanna-
eyjum hafa viðrað hér í blaðinu
skoðanir sem kalla á svör við
framangreindri spumingu.
I fyrsta lagi hafa þeir ritað
hagsmunaaðilum í sjávarút-
vegi bréf, þar sem þess er far-
ið á leit, að skylduaðild sjávar-
útvegsfyrirtækja að Útflutn-
ingsráði íslands verði afnumin,
„enda fari sama sölu- og kynn-
ingarstarf á íslenzkum sjávar-
afurðum fram á vegum sölu-
samtaka sjávarútvegsins“.
Fram kemur í erindinu að þessi
tvö fyrirtæki greiði um tvær
milljónir króna á ári til Út-
flutningsráðs — og að sjávar-
útvegurinn í Vestmannaeyjum
í heild greiði 3 til 4 milljónir
til ráðsins á ári.
í annan stað mælast þeir til
þess að fram fari könnun á
félagsgjöldum fyrirtækja til
Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna og annarra sam-
taka í sjávarútvegi. Þeir stað-
hæfa að fyrirtækin tvö, sem
þeir eru í forsvari fyrir, greiði
á annan tug milljóna á ári í
félagsgjöld — og að sjávarút-
vegurinn í Eyjum greiði um
20 m.kr. á ári í félagsgjöld.
Forstjórarnir segja nauð-
synlegt að leita hagræðingar
og sparnaðar í þessum út-
gjaldaþætti, sem öðrum, og
ekki sé eðlilegt, að þeirra dómi,
að LÍÚ safni „digrum sjóði
með háum félagsgjöldum, þeg-
ar ekki árar betur en nú,“ eins
og haft er eftir þeim í frétt hér
í blaðinu. „Við erum líka að
fylgja eftir þeirri samþykkt
síðasta aðalfundar LÍÚ,“ segja
forstjórarnir, „að sameina
undir einn hatt hagsmunasam-
tök eins og LÍÚ, Samtök fisk-
vinnslustöðva og Félag ís-
lenzkra fískimjölsframleið-
enda.“
í þessu sambandi er rétt að
minna á umræður sem verið
hafa í gangi um sameiningu
Félags íslenzkra iðnrekenda,
Landssambands iðnaðar-
manna, Verktakasambands ís-
lands og Félags íslenzka prent-
iðnaðarins í ein heildarsamtök.
Tilgangurinn er að skapa
sterkan málsvara iðnaðarins,
draga úr kostnaði og efla þjón-
ustu við félagsmenn. í frétt
blaðsins um þetta efni í dag
segir að tillögur um þessa sam-
einingu liggi nú fyrir og verði
kynntar í viðkomandi félögum
á næstu vikum. Tillögumar
gera ráð fyrir að félagsgjöld
verði 0,15% af veltu og það
markmið er sett fram með
sameiningarhugmyndinni að
rekstrarkostnaður viðkomandi
samtaka lækki um allt að 30%.
Spurningin um stærð yfír-
byggingar, miðað við burðar-
þol undirstöðu, spannar ekkert
síður samtök launþega og
gilda sjóði í þeirra höndum en
samtök atvinnuvega. Á tímum
atvinnu- og kaupmáttarsam-
dráttar er eðlilegt að launafólk
leiti svara við þeirri spurningu,
hvort yfírbyggingin á samtök-
unum og sjóðum þeirra sé ekki
of stór og of kostnaðarsöm,
m.a. í ljósi minnkandi greiðslu-
getu undirstöðunnar.
Síðast en ekki sízt er ástæða
til að spyrja þessarar spum-
ingar um stærð yfírbyggingar,
miðað við burðarþol undir-
stöðu, hjá ríki og sveitarfélög-
um og margs konar samtökum
og starfsemi á þeirra vegum.
Hvað um Húsnæðisstofnun
ríkisins? Hvað um Trygginga-
stofnun ríkisins? Hvað um
ráðuneytin og þær stofnanir
sem undir þau heyra? Og hvað
um margs konar yfírbyggingu
og samtök á vegum sveitarfé-
laganna?
Allir þeir aðilar og samtök,
sem hér koma við sögu, Út-
flutningsráð, samtök atvinnu-
greina, samtök launþega og
ýmiss konar opinber starfsemi
og þjónusta sinna mikilvægum
og oft óhjákvæmilegum verk-
efnum. Spurningin er einfald-
lega sú, hvort ekki þurfí að
stokka upp spilin, hvað yfír-
bygginguna varðar, að sníða
endanlegum greiðendum
kostnaðarins stakk eftir vexti
í þessum efnum. Aðhald, hag-
ræðing og sparnaður er ekkert
síður nauðsynlegur í efri lög-
um samfélagsins en hjá undir-
stöðunni. Það á jafnt við um
ríkið, sveitarfélögin, atvinnu-
greinar og verkalýðshreyf-
ingu.
Árlegur rekstrarkostnaður þeirra
samtaka sem hafa átt í undirbún-
ingsviðræðunum nemur um 150
milljónum króna.
Framkvæmdastjórar Félags ís-
lenskra iðnrekenda, Landssam-
bands iðnaðarmanna, Verktaka-
sambands íslands og Félags ís-
lenskra prentiðnaðarins hafa að
undanfömu unnið að gerð tillagn-
Eins og greint var frá í Morgunblað-
inu síðastliðinn sunnudag afhenti full-
trúi Breta í stjórn Mannvirkjasjóðsins
Þorsteini Ingólfssyni, ráðuneytisstjóra
utanríkisráðuneytisins, bréf til utan-
ríkisráðherra á fundi í Lundúnum sl.
föstudag þess efnis að Bretar hefðu
fallið frá andstöðu sinni við fyrirhug-
aðar framkvæmdir á Keflavíkurflug-
velli. Þorsteinn Ingólfsson er formaður
nefndar utanríkisráðuneytisins um
anna. Gert er ráð fyrir að samtökin
verði opin fyrir aðild fyrirtækja og
sjálfstæðra atvinnurekenda í fram-
leiðslu og þjónustu sem tengjast
iðnaði. Verða iðngreina- og meist-
arafélög væntanlega aðilar að sam-
tökunum ef þau kjósa það fremur
en einstakir rekstraraðilar og fara
félögin þá með atkvæðisréttinn inn-
an samtakanna fyrir hönd félags-
varnar- og öryggismál.
Sverrir Haukur sagði í samtali við
Morgunblaðið að það að Bretar setja
sig ekki upp á móti framkvæmdum
vegna byggingar tveggja flugskýla
og frágangi eldsneytislagnakerfis
væri gott út af fyrir sig. „En málið
kemst ekki á neina hreyfingu fyrr en
lausn fæst á framlagi Bandaríkja-
manna til Mannvirkjasjóðsins, eða að
önnur ráð finnist til þess að hreyfa
manna sinna. Er gert ráð fyrir að
samtökin verði aðili að VSÍ.
Fleiri samtök skoða aðild
í gær komu forystumenn Meist-
ara- og verktakasambands bygg-
ingarmanna og Sambands málm-
og skipasmiðja á fund undirbún-
ingsaðilanna til að skoða hugsan-
lega aðild þeira að samtökunum.
Gerð hefur verið rekstraráætlun
fyrir samtökin og samin drög að
lögum fyrir þau auk áætlunar um
aðdraganda og stofnun samtak-
anna.
Gert er ráð fyrir að stjóm sam-
takanna verði skipuð sjö mönnum.
Formaður verði kosinn árlega en
aðrir stjórnarmenn til tveggja ára
í senn
Tillögumar verða kynntar fyrir
stjómum samtakanna á næstunni
en Landssamband iðnaðarmanna
hefur þegar hafið kynningu á þeim
meðal sinna félagsmanna.
þessum framkvæmdum," sagði Sverr-
ir Haukur. Hann segir að það sé und-
ir nýjum ráðamönnum í Washington
komið hvort ákveðið verður að sælga
um aukafjárveitingu til Bandaríkja-
þings, til Mannvirkjasjóðs NATO.
Vissulega áfangi
„Þessi viðhorfsbreyting Bretanna í
stjóm Mannvirkjasjóðsins er vissulega
áfangi, því áður en þeir skiptu um
skoðun var möguleiki á að sú staða
kæmi upp að Bandaríkjamenn gæfu
vilyrði sitt en Bretar segðu nei. Enn
er óvíst hver verður niðurstaða Banda-
ríkjaþings hvað varðar aukafjárveit-
ingu, en framhaldið úr þessu ræðst
alfarið af því hver verður niðurstaða
þingsins," sagði Stefán Friðfinnsson,
forstjóri íslenskra aðalverktaka í sam-
tali við Morgunblaðið.
MorgunDiaoio/h.nstinn
Unnið að stofnun heildarsamtaka iðnaðarins
FORYSTUMENN félaga og samtaka í iðnaði hittust í gær til að leggja lokahönd á þau drög sem nú liggja fyrir
um stofnun heildarsamtaka iðnaðarins sem kæmu í stað núverandi félaga. Verða tillögur hópsins kynntar stjórn-
um og félagsmönnum á næstu vikum og er stefnt að því að þær verði samþykktar á aðalfundum í mars til maí.
Breytt afstaða Breta til mannvirkjagerðar á Keflavíkurflugvelli
Vamarliðsframkvæmdirnar
ráðast nú á Bandaríkj aþingi
SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra íslands hjá NATO í Bruss-
el, segir að vissulega hafi sú ákvörðun Breta í sljórn Mannvirkjasjóðs
NATO að falla frá andstöðu sinni við nýframkvæmdir á Keflavíkurflug-
velli rutt ákveðinni hindrun úr veginum, en eftir sem áður sé það
undir Bandaríkjaþingi komið og nýjum valdaherrum í Washington
hvort ákveðin verði aukafjárveiting til Mannvirkjasjóðs NATO. Sverr-
ir Haukur segir útilokað að segja til um það hvenær niðurstaða fáist
á Bandaríkjaþingi í þeim efnum. Stefán Friðfinnsson, forstjóri fs-
lenskra aðalverktaka, tekur í sama streng og Sverrir Haukur.
rv &ö. JAJN UAiv iyyö mu
Hvað kostar að fara til sérfræðings?
Meðaltalsgreiðsla sjúklinga fyrir heimsókn til sérfræðings miðað
við meðaltalskostnað fyrstu 10 mánuði ársins 1992 á núvirði
Almennir Var áður Ufeyris-
Sérfræðingar Almennir* með afsl. kort** Alm. m. kort þegar* m. afsl. kort** Lif.þ,
Lífeyris-
þegar
Varáður,
m.kort
Augnlæknar 1.777 592 1.500 0 592 197 500 0
Barnalæknar 1.832 611 1.500 0 611 204 500 0
Bæklunarlæknar 1.822 607 1.500 0 607 202 500 0
Geðlæknar 2.196 732 1.500 0 732 244 500 0
Háls- nef- og eymal. 1.767 589 1.500 0 589 196 500 0
Húðlæknar 1.518 506 1.500 0 506 169 500 0
Kvensjúkdómalæknar 1.782 594 1.500 0 594 198 500 0
Lyflæknar 2.077 692 1.500 0 692 231 500 0
Endurhæfingarlæknar 1.907 636 1.500 0 636 212 500 0
Skurðlæknar*** 2.101 700 1.500 0 700 . 233 500 0
Svæfingarlæknar 3.184 1.061 1.500 0 1.061 354 500 0
Krabbameinslæknar 2.166 722 1.500 0 722 241 500 0
Taugalæknar 2.316 772 1,500 0 772 257 500 0
Öldrunarlæknar 2.141 714 1.500 0 714 238 500 0
Lýtalæknar 2.710 903 1.500 0 903 301 500 0
Samkvæmt reglunum er hámarksgráðsla einstaklings fyrir læknisþjónustu 12.000 kr. á árinu og 3.000 kr. fyrir elli- og örorkijífeyrisþega. Þá er
sameigWegt hámark alira barna yngri en 16 ára i sðmu pskyldu 6.000 kr. Þeir sem ná þessu hámarki fá afsláttarkort gegn kvittunum hjá
Tryggingastofnun. Afsláttarkortin veita ókeypis læknisþjónustu og heilsugæslu til 1. mars á þessu ári en eftir það greiðist lægra gjald fyrir þjónustuna.
*Tók gildi 25. janúar. **1/3 af almennu gjaldi. Tekur gildi 1. mars n.k. ***Fyrir aðgerð hjá skurðlækni kemur greiðsla til
Flensa herjar enn-
þá en er í rénun
FLENSAN heijar nú um allt land og dæmi eru um að skóla-
starf í barnaskólum hafi legið niðri hennar vegna. Víðast
hvar hefur hún náð hámarki og er í rénun. Að sögn Skúla
G. Johnsens borgarlæknis er ekki ólíklegt að annar flensufar-
aldur muni herja á landsmenn í vetur.
„Flensan hefur náð hámarki hér
í Reykjavík og má ætla að hún sé
heldur í rénun,“ sagði Skúli G. John-
sen borgarlæknir í samtali við Morg-
unblaðið. „Þessi flensa er af B-stofni
en sá stofn hefur ekki gert vart við
sig hérlendis í nokkur ár og hefur
fólk því minni vörn en ella.“
Bólusetning reynist vel
Bólusetning hefur komið vel út
og lítið verið um forföll á vinnustöð-
um sem létu bólusetja starfsmenn
en í bóluefninu er vörn gegn báðum
flensustofnunum, A- og B-stofni.
Þessi faraldur kemur hins vegar
Sighvatur Björgvinsson gagnrýnir yfirlýsingu BSRB um velferðarmál
Yfirlýsingar formanns
BSRB eru alveg út í hött
SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir yfirlýs-
ingar sem Ögmundur Jónasson formaður BSRB hefur gefið
um að á krabbameinsdeildum sjúkrahúsanna sé verið að inn-
heimta aðstöðugjöld sem felld hafa verið niður á fyrirtækjum
beri vitni um gapuxahátt sem sé með ólíkindum. Þetta kom
fram í máli ráðherrans á blaðamannafundi sem hann efndi
til í gær í tilefni af þeim breytingum sem gerðar hafa verið
á hlutdeild sjúkratryggðra í lækniskostnaði.
Sighvatur sagðist furða sig á þeim
athugasemdum sem BSRB hefur
sent frá sér um stefnu ríkisstjórnar-
innar í velferðarmálum en frá þeim
var greint í Morgunblaðinu í gær,
og jafnframt undraðist hann um-
mæli formanns samtakanna í því
sambandi. Sighvatur gat þess að
BSRB hefði ekki nálgast upplýs-
ingar, sem að beiðni BSRB hefðu
verið teknar saman í heilbrigðisráðu-
neytinu, um þær breytingar sem
gerðar hefðu verið, m.a. á hlutdeild
sjúkratryggðra í lækniskostnaði.
„Það sem fram kemur í fréttatil-
kynningu BSRB, og svo ekki sé talað
um yfirlýsingar formannsins, er gjör-
samlega út í hött. Formaður BSRB
sagði að nú væru menn að inn-
heimta á krabbameinsdeildum
sjúkrahúsanna aðstöðugjöld fyrir-
tækjanna en ég hélt að hver einasti
Kristinn
Skipt um peru í
skammdeginu
landsmaður vissi að það sem gert
var vegna niðurfellingar aðstöðu-
gjaldsins var það að skattar voru
felldir niður á fyrirtækjum en hækk-
aðir á einstaklingum í staðinn. Á
krabbameinsdeildum sjúkrahúsanna
fer engin innheimta fram fyrir ríkis-
sjóð og sú innheimta sem þar á sér
stað gengur beint til viðkomandi
sjúkrahúss. Þetta er því svo fyrir
neðan allar hellur að maður í hans
stöðu skuli taka svona til orða að
það er með ólíkindum,“ sagði Sig-
hvatur.
Göngudeildargjald
Hann sagði, varðandi það sem
kom fram í fréttatilkynningu BSRB,
að það væri rangt að gjald væri tek-
ið fyrir geislameðferð á krabba-
meinssjúklingum. Um væri að ræða
göngudeildargjald vegna krabba-
FólksfJutningar til
og frá landinu 1992
Fleiri til
útlanda
en heim
TALSVERT fleiri íslendingar
fluttu frá íslandi á síðasta ári en
til landsins, eða um 3.200 manns á
móti um 2.950 aðfluttum. Þetta er
mikil breyting frá árinu á undan.
Þá fluttu tæplega 4.000 manns til
landsins en 3.000 burt, samkvæmt
upplýsingum Hagstofu íslands.
Hefur þannig verulega dregið úr
flutningum fólks til íslands á nýliðnu
ári og nemur fækkunin um 1.000
manns frá árinu 1991. Á árinu 1990
fluttust hins vegar tæplega 700 fleiri
til útlanda en til íslands eða 3.166
samanborið við 3.847 til útlanda og
1989 fluttust rúmlega eitt þúsund
fleiri til útlanda en heim.
100 * % \ 90 | Myndin sýnir líkur á því að gjald fyrir iæknisverk sé undir
öU 1 7° 60 1 aKveoinm uppnæo Ifjá almennum
greiðanda
30 20 •m
Ó 2000 4000 6000 8000 10000 kr.
meinsmeðferðar og göngudeildar-
gjöld væru tekin af öllum sjúklingum
sem á göngudeild fara.
„Menn geta auðvitað komist að
þeirri niðurstöðu að það sé ekki rétt-
lætanlegt að taka göngudeildargjöld
af krabbameinssjúklingum en það á
þá að vera samræmi í þeirri fram-
kvæmd og það á þá að taka þá
ákvörðun án tillits til þess hjá hvaða
lækni eða á hvaða sjúkrahúsi þeir
ganga til meðferðar. Auðvitað eru
heimsóknir krabbameinssjúklinga á
göngudeild tíðar, en þær eru miklu
tíðari hjá ýmsum öðrum sjúklingum.
Dæmi um það er fólk sem á við
geðræn vandamál að stríða og þarf
að koma reglulega á göngudeild, en
það þarf að greiða þessi gjöld að
fullu,“ sagði hann.
snemma á vetrinum og má því allt
eins búast við öðrum flensufaraldri
ef A-stofninn berst hingað seinna í
vetur, að sögn Skúla.
í Stykkishólmi hefur verið mikið
um veikindaforföll, að sögn Guð-
brands Þorkelssonar, læknis hjá
Heilsugæslustöð Stykkishólms. „Við
sprautuðum mikið við henni fyrir jéír
og það hefur líklega dregið mikið
úr útbreiðslunni hjá þeim fullorðnu.
Annars hefur fólk tekið þessu með
stillingu og legið úr sér pestina í
rólegheitum," sagði Guðbrandur.
Á ísafírði hefur verið mikið að
gera hjá læknum vegna flensunnar,
að sögn Einars Axelssonar, læknis
hjá Heilsugæslustöð ísafjarðar. Skól-
amir hafa verið hálfsetnir und-
anfamar tvær vikur en sennilega
hefur faraldurinn náð hámarki og
væntanlega farið að draga úr honum.
Tvær pestir í gangí
Á Akureyri hafa tvær pestir verið
í gangi, að sögn Friðriks Vagns
Guðjónssonar, læknis á heilsugæslu-
stöðinni á Akureyri. „Eftir jólin gekk
hér niðurgangspest sem nú virðist
vera í rénun en við hefur tekið infú-
ensufaraldur. Það hefur verið mikið
um veikindaforföll hér á Akureyri
og í nágrannabyggðunum en ég geri
ráð fyrir að flensan hafí þegar náð
hámarki og farið sé að draga úr
henni."
„Flensan er fyrst farin að gera
vart við sig hér á Egilsstöðum núna,“
sagði Heimir Pétur Heimisson, lækn-
ir á heilsugæslustöðinni á Egilsstöð-
um. „Ég er hissa á því hvað við erum
langt á eftir öðmm hér en eftir helg-
ina var fyrst farið að bera á henni.
Sjálfsagt verður útbreiðslan hér svip-
uð og annars staðar og langt í það
að toppnum sé náð.“
Á Höfn var flensan í hámarki í
síðustu viku, að sögn Guðmundar
Olgeirssonar, læknis á heilsugæslu-
stöðinni á Höfn í Hornafírði. Um
helmingur nemanda í skólum þar
hefur legið í flensu en nú er hún
greinilega í rénun þar.
LIÚ fær tæpar 40 rnillj -
ónir í félagsgjöld á ári
Utgerðin greiðir 15% aflaverðmætis til Fiskveiðasjóðs,
tryggingariðgjalda, lífeyrisiðgjalda sjómanna og LÍÚ
FÉLAGSGJÖLD til Landssambands íslenskra útvegsmanna
eru reiknuð á þann veg, að greiddar eru 40 krónur fyrir
hveija rúmlest fiskiskipa, þar sem hámarksgjald er miðað
við 600 rúmlestir og getur því orðið 24 þúsund krónur á
skip, en að lágmarki er miðað við 50 rúmlestir, sem þýðir,
að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns LIU, að lágmarks-
félagsgjald á skip er 2.000 krónur. Auk þessa gjalds fær LIU
tekjur af 0,08% aflaverðmætis og á árinu 1991 reyndust þær
vera 33,5 milljónir króna. Bein félagsgjöld, þ.e. rúmlesta-
gjald, til LÍÚ á árinu 1991, voru rúmar 3,6 milljónir króna,
að sögn Kristjáns.
Kristján sagði að þegar útflutn-
ingsgjöidin hafí verið lögð niður árið
1986, þá hafi verið tekin upp greiðsl-
umiðlun innan sjávarútvegsins, þar
sem samtals væru innheimt 15% afla-
verðmætis. 7% aflaverðmætis færu
til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, sem væri
í vörslu Fiskveiðasjóðs og væru nýtt
til þess að greiða afborganir og vexti
af lánum Fiskveiðasjóðs. 6% færu til
LÍÚ til þess að annast greiðslur
tryggingariðgjalda af fískiskipum,
sem LIÚ stæði skil á til tryggingafé-
laganna mánaðarlega. í þriðja lagi
væri um að ræða að tekin væru 2%
aflaverðmætis, sem færu í ákveðna
greiðslumiðlun, þar sem 1,84% færu
til iðgjaldagreiðslna í Lífeyrissjóð sjó-
manna, en sú tala samsvaraði nokk-
urn veginn hluta útgerðarinnar af
iðgjöldum til sjómanna.
„Þá er eftir 0,16% og af því fer
0,08% til LÍÚ en hinn helmingurinn
skiptist á milli samtaka sjómanna:
Sjómannasambands íslands, Far-
manna- og fiskimannasambands ís-
lands, Vélstjórafélags íslands, Al-
þýðusambands Vestfjarða og Alþýðu-
sambands Austfjarða," sagði Krist-
ján.
Kristján sagði að LÍÚ borgaði fé-
lagsgjöld útgerðarmanna vegna út-
gerðarreksturs skipa, til Vinnuveijf-
endasambands íslands og næmi sú
greiðsla um 7 milljónum króna á ári.
„Þetta kom þannig út til dæmis
hjá ísfélaginu í Vestmannaeyjum,
árið 1991, samkvæmt útreikningum
þeirra sjálfra, að þeirra félagsgjald
til LÍÚ var samtals 296 þúsund krón-
ur, af 4,5 milljónum króna sem þeir
greiddu í heild í félagsgjöld það árið,“
sagði Kristján.
Kristján benti á að sú ávöxtun sem
LÍÚ næði á 500 milljóna króna sjóðum
sínum á ári, væri 40 til 50 milljónir
króna, sem hefði haldið niðri félags-
gjöldum LÍÚ. r
„Beinu félagsgjöldin eru innheimt
í gegnum 11 útvegsmannaféiög okkar
um land allt, en innheimtan á afla-
verðmætishlutanum fer í gegnum
bankakerfíð við útflutning og er skil-
að til þeirra aðila sem ég taldi upp
hér áðan með beinum hætti,“ sagði
Kristján Ragnarsson.