Morgunblaðið - 28.01.1993, Side 29
1:U|
IJ>S
,11
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF fimmtudagúr 28. janúar 1993
29
Mikligarður eini
stórmarkaðurinn sem veitir
staðgreiðsluafslátt af öllum matvömm
MIKLIGARÐUR er eina stórverslunin á Reykjavíkursvæðinu sem
veitir staðgreiðsluafslátt á öllum matvörum og er hann á bilinu 3
til 5%. „Það kemur okkur dálítið á óvart að Mikligarður geti veitt
staðgreiðsluafslátt á matvöru, sagði Magnús Elías Finnsson hjá Kaup-
mannasamtökum íslands. Við höfum metið stöðuna svo að matvöru-
verslanir verði að sætta sig við lágmarksálagningu. Samkeppnin um
verð er mjög hörð og hefur ekki verið svigrúm til þess að veita
afslátt vegna kortanna. Hins vegar eru dæmi um það að ýmsar sér-
verslanir veiti staðgreiðsluafslátt.“Haft var samband við nokkrar
stórverslanir og spurst fyrir um staðgreiðsluafslátt.
í Miklagarði við Sund er alltaf
veittur 3% staðgreiðsluafsláttur en
5% staðgreiðsluafsláttur fyrstu
helgi hvers mánaðar í Kaupstaðar-
búðum og 11- 11 búðum, að sögn
Björns Ingimarssonar verslunar-
stjóra.
í Bónus eru margar vörur á til-
boði og afsláttur á ýmsum vörum
við kassann þegar greitt er.„Við
tökum ekki greiðslukort og því er
afsláttur á öllu sem við seljum. Það
er ekki annað en staðgreiðsla hjá
okkur og m.a. þannig tekst okkur
að halda vöruverði niðri,“ sagði
Jóhannes Jónsson í Bónus.
„Við veitum ekki staðgreiðsluaf-
slátt. Sú stefna er hjá okkur að
eitt verð skuli gilda hvort sem við-
skiptavinur greiðir með korti, ávís-
un eða peningum," sagði Jón Ás-
bergsson verslunarstjóri.
Sveinn Sigurbergsson verslunar-
stjóri í Fjarðarkaupum sagði að
Brjóstamjólk
ekki í örbylgjuofn
ÞAÐ hefur engin áhrif á næringar-
gildi og gæði brjóstamjólkur að
frysta hana, en hins vegar skiptir
máli hvernig hún er þídd og hituð
upp aftur.
Bijóstamjólk ætti ekki að þíða og
hita upp í örbylgjuofni, því sam-
kvæmt niðurstöðum nýlegrar rann-
sóknar við Stanford-háskóla dvína
þá náttúrulegir hæfileikar mjólkur til
að vinna á gerlum. Þeir fjölga sér ört
í mjólk sem hituð hefur verið í ör-
byjgjuofni.
I neyðartilfellum á þess vegna að
láta bijóstamjólk þiðna við stofuhita.
Bandarísku rannsóknirnar leiddu
nefnilega í ljós að gerlamagn bijósta-
mjólkur sem þídd var í örbylgjuofni
var 18 sinnum meira en í mjólk sem
þídd hafði verið við stofuhita. ■
Ef brjóstamjólk er sett í
örbylgjuofn dvína nóttúru-
legir hæfileikar mjólkur til
aö vinna ó gerlum.
nokkuð væri um að fólk spyrðist
fyrir um staðgreiðsluafslátt. Versl-
unin hefði ekki treyst sér til að
veita hann heldur væri lögð áhersla
á verðtilboð á ýmsum vörum.
Ari Elíasson deildarstjóri í mat-
vörudeild Samkaupa í Keflavík
sagði þar ekki veittan staðgreiðslu-
afslátt og sjaldan eftir honum spurt.
Magnús Elías Finnson sagði það
hljóta að vera mat kaupmannsins
miðað við gildandi vexti á hveijum
tíma hvort hægt væri að lána við-
skipavini í allt að 45 daga _eða hvort
krefjast yrði staðgreiðslu. í mörgum
tilfellum kostuðu kortaviðskipti
fjárbindingu svo verslunin yrði að
taka bankalán til að geta staðgreitt
vöru hjá heildsala. Kortaviðskipti
yllu því hærra vöruverði vegna
kostnaðar sem af þeim hlytust. ■
Nautakjöt
hækkar í verði
Flestir kaupmenn segja verð-
hækkun á nautakjöti óhjákvæmi-
lega og í sumum verslunum er
þegar búið að hækka verðið.
Samkvæmt verðskrá Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins frá 4.
jan. nemur meðaltalsverðhækkun
nautakjöts 13,7% í heildsöiu. Hækk-
unin er vegna þess að ríkið hefur
minnkað niðurgreiðslur á virðis-
aukaskatti til bænda.
í Hagkaupum hækkaði verð sl.
þriðjudag að jafnaði um 12% á
nautakjöti. í Kaupstaðarbúðunum
nam hækkunin 3 - 4% í síðustu viku
og óvíst hvort um frekari hækkun
verður að ræða. í Nóatúnsbúðunum
og Bónus verður tekin ákvörðun á
næstu dögum. í Fjarðarkaup hækk-
ar verðið ekki á næstunni og óvíst
hvort það hækkar nokkuð. ■
HELGARTILBOÐ
NOATUNSBUÐIRNAR
Þorrabakkica.1 lOOg...................998 kr. I ClWirii#
'ALambaskrokkur 1 kg................ 423 kr.
Lambalifur 1 kg........................280 kr.
ískóla 21..............................98 kr.
FJARÐARKAUP
Niðursagaðir lambaframpartar..........399 kr.
Niðursoðnirtómatar.....................29 kr. —^
Kartöflur2kg...........................55 kr. £ \ | * ^ J
Niðurskorið heilhveitibrauð............89 kr. I 11^ \ Q 1 f \ \
BÓNUS Ulld 1 OtdU
SS pylsur 20 stk, 10 pylsubrauð frí með.
Ef keyptar eru 6 dosir af Diet kók fylgja 6 fiíar með. p,ioi1
Bamse bleyjur 24 stk..................399 kr. blIlJUÍ b Utl blIlJUillKlb
Bónus WC pappír 12 stk...............229 kr.
Ef keypt er gróft og fínt brauð fæst annað frítt. UPPÚR hveiju eigum við að steikja ef hollustan
HAGKAUP á að sitja í fyrirrúmi? Best að steikja uppúr ólifuol-
Pizzaland lagsagne....................299 kr. íu' SOya’ e.ða ^blómaolíu og minnka notkun
Parisienne hvítlauksbrauð fín og gróf.139 kr. ?!52r^í?f smjors, segir r. au ey eingrims
Jonagold epli 1 kg.....................59 kr. dottir W Manneldisraði.
Bolands kremkex 150g2teg...............49 kr. ^ En olían má ekki hitna of mikið því þá getur
MIKILIGARÐUR t hún hreinlega skemmst. Ef á að brúna mat getur
, E verið nauðsynlegt að bæta svolitlu smjörlíki eða
Coop bakaðar baumr 439 g...............38 kr. g smjöri síimLJ o]iu.
Saltineskex453g........................49 kr. Það er mjúk fita í framangreindum olíum en
Weetabix súkkulaðihringir 375 g.......148 kr. JJ* ólífuolían er dýrari og inniheldur ekki eins mikið
■ BB af fjölómettuðum fitusýrum og hinar heldur einó-
_ mettaðar. Til skamms tíma var talið að neysla á
~ ólífuolíu hefði engin áhrif á blóðfitu en fjölómett-
* aðar fitusýrur eins og eru í maís-, soya- og sól-
æg af ® blómaolíu lækkuðu jafnvel kólesteról.
? '■* ' 19'"'V Nú orðið gera menn ekki upp á milli ólífuolíu
* G *'r ív * “J og þeirra sem innihalda fjölómettaðar fítusýrur
Sm I JÉt uj því síðari tíma rannsóknir hafa sýnt að ólífuolían
^^■■■^^^MadiiiÍBÍiÍHaæææiæSææSæaHa SE er ekki síðri.
TTLBOÐ
VIKUNNAR
HAGKAUP
- altt í einni ferd