Morgunblaðið - 28.01.1993, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
30
Tramfarasinnuð fótamennt
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó: Forboðin spor —
^Strictly Ballroom“.
Leikstjóri Baz Luhrman. Aðal-
leikendur Paul Mercurio, Tara
Morice, Bill Hunter, Pat Tomson,
Gia Carides. Ástralía 1992.
Það má segja að þetta nýja og
að mörgu leyti athyglisverða ástr-
alska dansdrama sá soðið upp úr
Sögu úr Vesturbænum og Rocky
formúlunni. Paul Mercurio fer með
aðalhlutverkið, skærusta stjarna
dansskóla í Suður-Ástralíu, aukin-
heldur einkasonur yfirkennarans og
prímusmótors skólans. Er nú komið
að hápunkti starfsins, Kyrrahafs-
meistarakeppni í samkvæmisdöns-
um. Bendir flest til að Mercurio og
dama hans fari með sigur af hólmi
en fótafjörið er afar mikið og slepp-
ir hann sér út af hinum klassísku
skrefum í nútímalegri tilburði sem
fara svo fyrir brjóstið á afturhalds-
samri dómnefndinni að hann verður
af sigrinum.
En ekki er ein báran stök því
dansmærin hans kann öðru sætinu
illa og flýgur í faðm aðalkeppinaut-
arins. Og mamman verður öldungis
æf og beitir nú allri sinni ráðsnilld
til að fá frægan dansara sem félaga
Mercurio. En hann velur sér hins
vegar — eftir talsvert japl og jaml
— Ijóta andarungann í skólanum,
hana Giu, sem lengstum hefur orð-
ið að dansa við sjálfa sig og skrúbba
dansgólfið. Upphefst nú mikill eftir-
leikur og lengst af má ekki á milli
sjá hveijar lyktir verða í kvenna-
málunum uns að keppninni kemur.
Myndin skiptist í tvennt, hrífandi
dansatriði þar sem staðið er vel að
flestum hlutum. Dansararnir eru
afbragðsgóðir svo unun er á að
horfa og það skiptir ekki megin-
máli hvort maður kann eitthvað
fyrir sér í fótamenntinni eður ei til
að hafa ánægju af þessum meistur-
um dansgólfsins, svo heillandi sem
þeir eru í glæstum samkvæmisdöns-
unum. Kóreógrafían er á þessari
línu og synd að myndin skuli ekki
gérast að meira leyti á gólfínu. Því
á meðan það er í bakgrunni er
Forboðin spor einstaklega heillandi
skemmtun sem hrífur áhorfandann
með sér. Það gerir hún reyndar
einnig í skemmtilegum kafla þar
sem hinir latnesku ættingjar Giu
taka piltunginn Mercurio í væna
kennslustund í paso doble. Að öðru
leyti er atburðarásin utan gólfs
ósköp klisjukennd. Hér er notað
gamla gleraugnatrixið þegar ljóta
andarunganum er breytt í svaninn
fríða og stígandin er afar fyrirsjá-
anleg — í anda Rockys og hundraða
annarra slíkra. Allt heldur löðurs-
legt. Leikhópurinn er hins vegar
athyglisverður. Minnst hefur verið
á getu Mercurios sem dansara, hins
vegar er hann ekki mikill bógur að
yfirbragði né í dramatíkinni og
verður því sjálfsagt seint talinn
Travolta tíunda áratugarins. En
aukaleikararnir eru flestir burðar-
miklir, einkum Tara Morice í bragð-
miklu hlutverki móður Mercurios.
Þá er myndin á köflum skemmtilega
háðsk, gert er stólpagrín að fígúru-
hætti og ekki síður þeirri þröngsýni
og stöðnun sem sögð er ríkja í sí-
gildum samkvæmisdansi.
Yfirvélstjóra
vantar strax á vertíðarbát í Vestmannaeyjum.
Upplýsingar í síma 98-11849 og 98-13369.
Barngóð kona
óskast á heimili í Garðarbæ.
Heilsdagsvinna.
Fyrir hendi er húsnæði í kjallara ef óskað er.
Upplýsingar í síma 657563.
Svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra á
Norðurlandi eystra
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norður-
landi eystra óskar að ráða fólk til starfa að
málefnum fatlaðra. Boðin er góð starfsað-
staða og áhugaverð viðfangsefni í fjölbreyti-
legu umhverfi. Störfin bjóða möguleika til
nýsköpunar innan málaflokks, sem krefst
sífelldrar þróunar þar sem bætt þjónusta við
neytendur er megin markmið.
Um eftirtaldar stöður er að ræða:
Forstöðumaður starfshæfingar
og atvinnuleitar
Svæðisskrifstofan hefur keypt plastiðjuna
Bjarg á Akureyri, þar sem áður var rekinn
verndaður vinnustaður. Fyrirhugað er að þar
verði nú boðin starfsþjálfun og starfshæfing
sem hefur þann tilgang, að búa fatlaða und-
ir störf á almennum vinnumarkaði. Atvinnu-
leit verður tengd þessari starfsemi og verður
forstöðumaðurinn jafnframt yfirmaður henn-
ar.
Forstöðumaður skal hafa menntun og
reynslu á sviði endurhæfingar, s.s. menntun
iðjuþjálfa og aðra hliðstæða menntun.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi mun starfa á ráðgjafar- og
greiningardeild Svæðisskrifstofu í samvinnu
við sálfræðinga og aðra sérfræðinga er þar
vinna. Deildin hefur það hlutverk að veita
fötluðum, svo og aðstandendum þeirra og
fjölskyldum, ýmiss konar ráðgjöf og leiðbein-
ingar. Vinna með íbúum og starfsmönnum
sambýla er einnig viðamikill þáttur í starf-
semi deildarinnar svo og þjónusta við aðrar
stofnanir er Svæðisskrifstofan rekur.
Sjúkraþjálfari
Sjúkraþjálfari hefur aðsetur á vistheimilinu
Sólborg, en þar er aðstaða til sjúkraþjálfunar
og sundlaug. Sjúkraþjálfun á Sólborg sækja
fyrst og fremst íbúar staðarins og fólk, er
þar nýtur dagþjónustu.
Þroskaþjálfar
Þroskaþjálfar óskast til starfa á sambýlum,
en alls eru 18 sambýliseiningar reknar á
vegum Svæðisskrifstofu. Þroskaþjálfar ósk-
ast einnig til starfa á vistheimilinu Sólborg.
Umsóknarfrestur er til 10. feb. nk.
Skriflegar umsóknir skal senda Svæðisskrif-
stofu fatlaðra á Norðurlandi eystra,
pósthólf 557, 602 Akureyri.
Framkvæmdastjóri.
tjtÆKOAUGL YSINGAR
Til sölu/leigu
Hótel Leifur Eiríksson
Þrotabú Selavíkur hf. (áður Leifur Eiríksson
hf.) auglýsir hér með eftir tilboðum varðandi
fasteign þrotabúsins Skólavörðustíg 45,
Reykjavík, en þar er rekið 29 herbergja hótel:
a) Þrotabúið auglýsir eftir tilboðum í leigu á
hótelinu frá 1. febrúar nk. og fram til 15. sept-
ember nk. eða eftir nánara samkomulagi.
b) Þrotabúið auglýsir eftir kauptilboðum í
fasteign þrotabúsins, Skólavörðustíg 45,
sem er 705 fm að stærð.
Nánari uppl. veitir undirritaður næstu daga.
Andri Árnason hdl.,
skiptastjóri,
Garðastræti 17,
sími 29911/fax 29191.
Félagar í Sölusambandi
ísl. fiskframleiðenda!
Stjórn SÍF boðar til félagsfundar á Hótel
Sögu, Súlnasal, mánudaginn 1. febrúar 1993,
kl. 13.30.
Dagskrá:
Endanleg staðfesting á samþykkt félags-
fundar Sölusambands ísl. fiskframleiðenda,
haldinn 26. janúar 1993, um að leggja niður
félagið skv. 37. grein laga SÍF.
Stjórn SÍF.
¥Möguleikar
frísvæðis
í Reykjavík
Hagræðingqrnefnd Félags íslenskra stór-
kaupmanna boðar til kynningarfundar um
íslenska frísvæðið í Reykjavík. Fundurinn
verður haldinn í dag, fimmtudaginn 28. jan-
úar, kl. 12.00 í Skálanum, Hótel Sögu.
Dagskrá:
1. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri:
Fríhöfn í Reykjavík.
2. Helgi K. Hjálmsson, forstjóri Tollvöru-
geymslunnar hf.:
Kynning á möguleikum fyrirtækja á notk-
un íslenska frísvæðisins í Reykjavík.
3. Umræður.
Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku
í síma 678910.
Fundurinn er öllum opinn.
KENNSLA
Sundhöll Reykjavíkur
Sundnámskeið hefjast 1. febúar
kl. 18.20. Innritun og upplýs-
ingar í afgreiðslu í síma 14059.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
St.St. 5993012819 VIII
I.O.O.F. 11 S 17401287A =
K.K. Þb.
I.O.O.F. 5 = 17401288’/2 =
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Vætta- og þorrablótsferð
6.-7.febrúar
Frábær gisting í nýju gistihúsi
að Leirubakka í Landsveit,
Nánari upplýsingar á skrifstof-
unni, Mörkinni 6. Einstök og
þjóðleg ferð sem enginn ætti að
láta framhjá sér fara. Brottför
laugard. kl. 8.00. Fararstjórar:
Ólafur Sigurgeirsson og Kristján
M. Baldursson.
Sunnudagsferðir
31. janúar kl. 11:
1. Skíðaganga. 2. Verferð Staf-
nesi og Hvalnesi.
Myndakvöld miðvikudags-
kvöldlð 3. febrúar í Sóknarsaln-
um, Skipholti 50a (kl. 20.30).
Ari Trausti og Hreinn Magnús-
son með myndasýningu af vetr-
arferðum og jöklaferðum. Eftir
hlé verður sýnt frá gönguferðinni
síðastliðið sumar um svæðið
milli Skálfanda og Eyjafjarðar.
Fáið ykkur nýja, fjölbreytta
ferðaáætlun Ferðafélagsins
1993.
Ferðafélag (slands.
fíimhjólp
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum. Fjölbreyttur
söngur. Orð hafa Stefán Bald-
vinsson, Jón Jóhannsson og
Ragnheiður Pálsdóttir. Kaffi að
lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnirl
------7 /
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30 i
umsjá Ástráðs Sigursteindórs-
sonar. Takið Biblíuna með.
Allir karlar velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
í kvöld kl. 20.30: Kvöldvaka í
umsjá starfsmanna og foringja
á Bjargi. Happdrætti og veiting-
ar. Vertu velkomin(n).