Morgunblaðið - 28.01.1993, Qupperneq 36
ir
rsM.
GARÐABÆR
Signrbjörg íþrótta-
maður ársins
AKRANES
Birgir Leifur íþrótta-
maður Akraness 1992
Val Birgis Leifs kemur engum
á óvart. Þó mörg góð íþróttaafrek
hefði verið unnin af íþróttafólki á
Akranesi 1992 standa afrek Birgis
þar fremst. Hann hlaut 84 stig í
kjörinu, í öðru sæti varð knatt-
spyrnumaðurinn Luka Kostic með
76 stig og sundkonan Ragnheiður
Runólfsdóttir varð þriðja með 60
stig. Aðildarfélög ÍA tilnefndu
hvert sinn mann til kjörsins.
Birgir Leifur varð íslandsmeist-
ari unglinga 16 ára ogyngri 1992
og hann var í sveit Golfklúbbsins
Leynis sem varð íslandsmeistari í
sveitakeppni unglinga 1992. Birg-
ir Leifur átti líka bestan árangur
(lægsta skor) einstaklinga í sveit-
arkeppni GSÍ í 1. deild þar sem
allir bestu kylfíngar landsins voru
þátttakendur. Hann varð klúbb-
meistari Leynis 1992. Birgir lék
landsleiki í Evrópumóti pilta-
landsliða í Wales, Norðurlandamót
unglinga í Svíþjóð, European Juni-
or Master í Þýskalandi og á
Norðurlandsmóti karla sem haldið
var í Reykjavík þar sem hann varð
í níunda sæti. Birgir hefur forgjöf
0 sem er þriðja lægsta forgjöf ís-
lendings í dag og þar sem drengur-
inn er aðeins 16 ára gamall er
forgjöf hans mun lægri en nokkur
annar íslendingur hefur náð á
samsvarandi aldri.
Sigurbjörg Ólafsdóttir fímleika-
stúlka úr Stjömunni var kjör-
in íþróttamaður Garðabæjar
1992. Hún varð m.a. íslandsmeist-
ari í gólfæfingum, varð stigahæst
í úölþraut og í 1. sæti í gólfæfíng-
um og á jafnvægisslá á Senior-
mótinu í apríl. Sigurbjörg var fyrst
valin í landslið Islands 1990 en
Íiað ár varð hún unglingameistari
slands. í fyrra keppti hún fyrir
íslands hönd á Norðurlandamóti í
Danmörku, hún tók þátt í lands-
keppni milli íslands og Skotlands
og á móti sem nefnist Baltic-
Nordic í Tallin í Eistlandi. Þar stóð
hún sig mjög vel og var valin í lið
Norðurlanda.
Aðrar viðurkenningar voru
veittar til íslands- og deildarmeist-
ara, alls 79 einstaklinga. 16 efni-
legir unglingar fengu viðurkenn-
ingu og fyrrverandi formenn hand-
knattleiks- og knattspymudeildar,
þeir Guðjón E. Friðriksson og Páll
Bragason fengu viðurkenningu
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Birgir Leifur hampar glæsilegum verðlaunagrip sem veittur er
Iþróttamanni Akraness. Sigurlaunin eru gefin til minningar um
Friðþjóf Daníelsson og afhenti Helgi Daníelsson bróðir Friðþjófs
Birgir Leif verðlaunagripinn.
Akranesi.
Hinn ungi og efnilegi kylfíngur
Birgir Leifur Hafþórsson
hefur verið kjörinn íþróttamaður
Akraness 1992 og er vel að þeim
heiðri kominn eftir að hafa átt
frábært keppnistímabil og komist
í fremstu röð kylfinga hériendis.
Bandarísku tónlistarverðlaunin
(American Music Awards)
vom afhent fyrr í vikunni við há-
tíðlega athöfn í Los Angeles en
20.000 manns taka þátt í að velja
verðlaunahafa. Þrátt fyrir venju-
bundnar verðlaunaveitingar til
poppara sem víkja ekki frá vin-
sældapoppinu komu stöku verð-
launahafar á óvart. Þau sem ömgg
máttu teljast með verðlaun vom
Mariah Carey fyrir bestu plötuna
og sem vinsælasta poppsöngkon-
an, Michael Bolton sem vinsælasti
popparinn og vinsælasti tónlistar-
maðurinn, nafni hans Jackson,
fyrir bestu rokkplötuna auk sér-
stakra verðlauna sem vinkona
hans Elizabeth Taylor veitti og
sveitasöngvarinn Billy Ray Cyrus,
sem þótti flytja besta sveitasöng-
inn og vera efnilegasti sveita-
söngvarinn. Af þeim sem þóttu
síður líklegir má nefna rokkhljóm-
sveitina Pearl Jam og rapparann
Kris Kross.
Sveitasöngvarinn Billy Ray Cyrus glaður í bragði eftir að hafa hlotið
verðlaun fyrir besta sveitasönginn og sem efnilegasti sveitasöngvarinn.
Sigurbjörg Ólafsdóttir, íþrótta-
maður Garðabæjar 1992.
fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta-
og æskulýsðmála í Garðabæ.
Elizabeth Taylor afhenti góðvini sínum Michael
Jackson sérstök verðlaun.
Mariah Carey hlaut tvenn verðlaun, fyrir bestu
plötuna og sem vinsælasta poppsöngkonan.
félk f
fréttum
Ágúst Pétursson heldur námskeið í lestri stjörnukorta
laugardaginn 30. janúar frá kl. 10.00-18.00.
Allir þátttakendur fá sitt eigið stjörnukort
Við skráningu á námskeiðið þarf að greiða
staðfestingargjald og gefa upp fæðingardag,
stað og tíma.
Námskeiðsgjald kr. 3.200,- Öll gögn innifalin
Við minnum á opið hús í kvöld kl. 20.30
Ásta Halldórsdóttir heldur kynningu á
indverskri stjörnuspeki, en hún hefur
unnið með hana í nokkur ár og útbýr m.a.
indversk stjörnukort fyrir fólk.
Aðgangseyrir kr. 400.
NYALÐARSAMTOKIN
Laugavegi 66, sími 627712.
COSPER
COSPER
—Ég skal gefa þér samband við manninn þinn,
frú, hann er hér í rúminu við hliðina á mér.
VERÐLAUN
Ekkí brugðið út
af vananum
i
- J.G.