Morgunblaðið - 28.01.1993, Síða 42
mnmn
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
©1989 UniverMl Press Syndicate
þetta, er andirfa tnct5ur konu niinnar. ‘
Síðan mun ég benda á ýmis
ör-yggisatriði, sem vantar
aigjörlega...
... afmælisgjöf
TM Rm. U.S Pat Off.—all rights reserved
• 1903 Los Angetes Times Syndicate
Ekkert kjaftæði drengur.
Kysstu mömmu þína góða
nótt...
HÖGNI HKEKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
„Vér mótmælum ölP‘
Frá Valdimar Þórhallssyni:
MÉR ER nærtækast að spyrja for-
sætisráðherra á hvaða plánetu hann
sé eftir að hafa rýnt örlítið í ára-
mótagrein hans. Þegar hann svo í
niðurlagi greinarinnar segir „við
höfum gengið í gegnum það erfið-
asta og menn hafa enga ástæður
til að gefast upp eða springa á loka-
sprettinum.“ Hvaða lokasprett er
Davíð að tala um og hvað er þetta
erfiðasta sem hann er að tala um
þegar nú eiga sér stað stórfelldar
skerðingar á lífskjörum almennings
og þá helst bamafjölskyldum, öldr-
uðum og öryrkjum. Nærtækast
væri að hugsa sér manninn tala í
eigin barm. Kannski hefur hann
ferðast það mikið og risnan lyft upp
hans launum sem hann getur búið
skattfrjálst í haginn fyrir sig og sína
með hlutabréfakaupum eða öðrum
skattsparnaðarreikningum. Hitt í
þessari setningu vekur mér spurn-
ingu hvaða lokasprett er hann að
tala um. Ekki hef ég séð neina fasta
stefnu hjá þessari stjóm nema svo-
kallaða hentistefnu. Ekki höfum við
fengið að sját.d. hversu langan tíma
lækkun skattleysismarka eigi að
vera eða hækkun skattsprósentunn-
ar á laun né hvort niðurfelling að-
stöðugjalda fyrirtækja sé varanleg
eða til einhvers ákveðins tíma sem
ætti þá að veita þeim aðhald til
endurskipulagningar reksturs og
sóknar ef vit ætti að vera í.
Þessi stjórn er algjörlega byggð
á brauðfótum líðandi stundar sem
er verri en hundurinn sem eltir þó
bara rófuna því hún gerir ekkert
nema að auka á glundroða og óham-
ingju almennings með auknum álög-
um, auknu atvinnuleysi, auknum
skuldum fjölskyldnanna, aukinni
sundrungu innan íjölskyldnanna
sem kemur verst niður á þeim sem
við ættum allt til að gera að hlúa
að, þ.e. börnunum, því auðvitað
finna þau til aukins vonleysis uppa-
lenda sinna þegar útlitið dökknar
stöðugt. Aukin sundrung meðal
þeirra tekjuháu og tekjulágu og
svona mætti lengi halda áfram.
Ég spyr, af hveiju markar þessi
stjórn ekki einhveija atvinnustefnu
til lengri tíma fyrir utan sitt álver
og EES? Þurfum við ekki að lyfta
Grettistaki í íslenskum iðnaði með
skipulögðu átaki til að hann geti
vaxið og dafnað og lyft upp ís-
lenskri velmegun? Það hljóta allir
heilvita menn að sjá að ef við höfum
ekki okkar undirstöður í lagi er
ekkert að byggja á.
Hér hefur alveg skort vilja og
áræðni íslenskri stjórnvalda og iðn-
aðurinn kominn veg allrar veraldar.
Því er það áleitin spurning hvað við
höfum með EES að gera er við
getum lítið annað boðið en útflutn-
ing fiskafurða. Kannski eru flestir
búnir að gleyma neyðarúrræðum
íslenskra stjórnvalda þegar að full
EFTA aðild kom til í lok áttunda
áratugarins og sælgætis- og hús-
gagnaiðnaðurinn hrundi svo grípa
þurfti til tímabundinna verndartolla
á innflutning til að reyna að klóra
í bakkann.
Góðir landsmenn, á þessu nýja
ári verðum við að spoma við og
breyta vöm í sókn. Þessi stjórn er
komin langt á villu veg með öllum
sínum skammtímalausnum og úr-
28. desember sl. barst mér í hendur
bréf, póststimplað í Kiel 15. desem-
ber, en bréfið er ranglega borið út,
enda varla von á öðru því utaná-
skriftin er:
Nanna Gunnarsson,
Garðabæ,
Reykjavík,
Island.
Síðan hefur heimilisfangi mínu
verið bætt við í utanáskriftina og
strikað yfir Garðabæ. í bréfínu er
að finna andláts- og útfarartilkynn-
ingu manns að nafni Joachim Röer,
sem lést þann 11. desember. Fjöldi
fólks skrifar undir bréfið, þar á
meðal ekkjan: Wenka Röer, fædd
Bombor.
Ég geng út frá því sem vísum
hlut að póstþjónustan hafi síðan flett
upp í símaskrá eða þjóðskrá og
ræðaleysi sem gerir bar vont verra
um leið og hún breikkar bil fólks
svo um munar og enginn veit hvar
endar. Mín ósk væri sú að hér á
landi mætti koma öflugur stjórn-
málaflokkur sem setti iðnaðinn í
öndvegi og gerði stjórnmálamennina
ábyrga svo þeir kæmust út úr fíla-
beinstumi sínum og stæðu ábyrgir
gerða sinna (hver markaði og átti
að standa ábyrgur fyrir íjárhagsá-
ætlun Perlunnar og Ráðhússins og
hvaðan komu þeir peningar annars
staðar en úr vasa Reykvíkinga
sjálfra, ég krefst svara sem einn
þeirra) og stæðu og féllu með þeim
líkt og stjórnendur fyrirtækja verða
að gera.
Mín tillaga væri að nafn þess
flokks ætti að heita „Iðnaðarflokkur
íslands". Oft var þörf en nú er nauð-
syn. Ég hvet alla heiðvirða og
ábyrga íslendinga (þá meina ég
einnig alþingismenn) að tjá sig, því
oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
„Þessi stjóm verður að fara frá
og nýtt afl að koma til.“
Þetta talar fyrrverandi fylgjandi
„Viðeyjarundursins" sem telur að
undrið sé að breytast í martröð.
VALDIMAR ÞÓRHALLSSON,
Jakaseli 27,
Reykjavík.
ákveðið að taka áhættuna á því að
senda bréfíð til Nönnu Gunnarsdótt-
ur, en því miður var þar veðjað á
rangan hest. Hvernig sem ég grufla
get ég ekki komist að þeirri nið-
urstöuð að ég kannist við neitt nafn-
anna í bréfinu, hvorki nafn hins
látna, ekkjunnar, né heldur barna
eða tengdabarna. Mér þykir hins
vegar ólíklegt að bréfið hafí verið
sent algera erindisleysu alla leið til
íslands og því vil ég reyna mitt
besta til að koma því til skila til
réttra viðtakenda. Siminn hjá mér
er 16591 ef einhver skyldi kannast
við fyrrnefnda ijölskyldu og vilja fá
bréfíð sent.
Nanna Gunnarsdóttir,
Fálkagötu 4,
107 Reykjavík.
Sími 16591.
Lýst er eftir eiganda bréfs
Víkveiji skrifar
Sparnaður er lykilorðið í þeim
efnahagslegu þrengingum
sem þjóðin býr við þessa stundina.
Almenningur reynir að skera niður
eigin útgjöld, fyrirtæki reyna að
draga úr kostnaði og ráðherrar tala
mikið um sparnað í rikisrekstri enda
á ríkið auðvitað að fara fremst með
gott fordæmi.
En sparnaðurinn tekur stundum
á sig sérkennilega mynd. Víkveiji
heyrði til dæmis af heilbrigðisstofn-
un þar sem fjárfestingar em ekki
vel séðar eins og stendur. Svo hátt-
ar þar til, að hluti starfsfólksins
þarf að standa bakvaktir og ber þá
á sér símboða svo hægt sé að kalla
það í vinnu. Hins vegar er aðeins
til einn símboði fyrir hvem vakthóp
og þeir sem eiga bakvakt í hvert
sinn hitta ekki þá sem þeir taka
við af. En þeir þurfa að koma sím-
boðanum á milli sín og þá er þrauta-
ráðið að senda hann með leigubíl-
um. Lesendur geta sjálfir reiknað
í huganum hvað leigubílakostnaður-
inn er fljótur að slaga upp í kostn-
að þessara tækja, sem munu kosta
15-20 þúsund krónur.
xxx
Kunningi Víkverja, sem fór í
kvikmyndahús á dögunum,
kvartaði sáran yfir því, að geta
ekki fengið minna magn af Coke
en 0,4 lítra, 0,5 lítra eða 1,0 lítra,
sem honum fannst vera of mikið
magn.
Gamla góða Kókflaskan innihélt
19 sl og var það að margra mati
hæfilegt magn af þessum fræga
drykk, svona rétt til þess að slökkva
þorstann. Því ekki að selja þetta
sama magn á stöðum eins og kvik-
myndahúsum, a.m.k. gefa fólki kost
á vali, vilji það ekki nema sem nem-
ur einni lítilli Kók.
xxx
Víkveiji gerir sér fulla grein fyr-
ir því að hann getur ekki tal-
ist tilheyra þeim stóra og ágæta
hópi manna og kvenna, sem hafa
ávallt góðan undirbúning og fyrir-
vara á öllu því sem þeir taka sér
fyrir hendur. Af þeim sökum lentu
Víkveiji og börn hans í heldur
óskemmtilegri uppákomu í síðustu
viku, sem að vísu varð að hinu
skemmtilegasta ævintýri, þegar
upp var staðið. Að vinnudegi
afloknum, hugðist Víkveiji skella
sér á skíði í Bláfjöllum. Um hádegis-
bil var haft samband við símsvarann
í Bláfjöllum og græna ljósið fengið
á veður og færð. Undir kvöld var
svo brunað í Bláljöll og rótast í
gegnum nokkra skafla, þar til bíll-
inn sat kirfilega fastur. Kominn var
mikill skafrenningur og veður öll
válynd og á allt aðra lund en hér
í höfuðborginni hálfri stundu áður.
x x x
Enginn kom bíllinn, svo Víkveiji
og börn hömuðust við að
moka snjó frá bílnum, troða og ýta.
Svona gekk það til í tvær klukku-
stundir, og þá loksins uppskáru þau
árangur af erfiði sínu og hægt
reyndist að bakka bílnum niður
brekkuna og snúa við og renna sér
aftur inn á Suðurlandsveg. Við
heimkomu var það fyrsta verk Vík-
veija að hringja í Bláfjallasímsvar-
ann, sem að sjálfsögðu átti að vera
hans síðasta verk, áður en haldið
var til fjalls. Og mikið rétt. Svarinn
greindi frá því að lokað væri í Blá-
fjöllum, vegna ófærðar og skaf-
rennings. Víkveiji er staðráðinn í
að láta sér eigin afglöp að kenningu
verða og halda aldrei til fjalla öðru-
vísi en verða sér fyrst úti um upplýs-
ingar um veður og færð, því það
er með ólíkindum hversu skjótt veð-
ur geta skipast þegar til fjalla er
komið.