Morgunblaðið - 28.01.1993, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
Minning
Sveinn Olafsson
bóndi, Snælandi
Elskulegur tengdafaðir minn í 30
ár, Sveinn Ólafsson, hefur kvatt
þennan heim, saddur lífdaga. Hugur
minn hverfur til baka, til þess tíma
er ég bæjarstúlkan, kom fyrst inná
heimili tengdaforeldra minna, sem
var mjög frábrugðið því sem ég átti
að venjast, en á þeim tíma var gott
bú á Snælandi, svín, kindur, hænsni,
kýr, o.fl. Var ég hálfsmeyk við ailar
skepnurnar.
A Snælandsjörðinni bjó öll fjöl-
skyldan saman og komum við dag-
lega í eldhúsið hjá tengdamömmu
til skrafs og ráðagerða. í þessu góða
skjóli urðu bömin okkar þeirrar
gæfu aðnjótandi að alast upp í ná-
býli við dýrin og elsku afa og ömmu.
Sveinn var sívinnandi en hafði þó
alltaf tíma fyrir okkur öll með sína
léttu lund, gamanvísur og spaug,
hjá honum þekktist ekki kynslóða-
bil. Aldrei styggðaryrði þó að hama-
gangurinn og hávaðinn keyrði
stundum úr hófi. Ég tel það mína
mestu lífsgæfu að hafa átt Guðnýju
og Svein sem voru mér sem móðir
og faðir og félagar.
Mjög gestkvæmt var á Snælandi
og veitt af mikilli rausn og oftar en
jekki dvaldi frændfólk frá Borgarfirði
Eystri langdvölum hjá þeim hjónum.
Alltaf gaf Sveinn sér tíma fyrir það,
vann þá bara fram eftir nóttu við
þau störf sem þurfti að sinna. Fyrir
20 áram þegar Vestmannaeyjagosið
varð, seldu þau Guðný og Sveinn
jörðina, m.a. fyrir viðlagasjóðshús.
Síðar flytjast þau svo frá Snælandi
og í íbúðir fyrir aldraða í Vogatungu
og voru það þung spor, sem þau
bára með reisn.
Elsku Guðný, Guð gefi þér styrk.
Ég kveð tengdaföður minn með
virðingu og þökk.
Sigríður Vilborg
Guðmundsdóttir.
Sveinn Ólafsson, bóndi að Snæ-
landi, lést að hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 21. þessa mánaðar, á 93.
aldursári. Ég kynntist Sveini og fjöl-
skyldu hans haustið 1958, þá ný-
kominn ásamt konu minni og tveim-
ur börnum frá námi og starfi erlend-
is. Það reyndist erfiðara en mig
hafð órað fyrir að fá húsnæði. Óger-
legt var að finna leiguíbúð fyrir hjón
með tvö böm. Því virtist ekki koma
annað til greina en að reyna með
einhverju móti að kaupa íbúð. Á
'þessum árum var húsnæði allnokkru
ódýrara í Kópavogi en í höfuðborg-
inni og þar var meira um hús sem
áttu sér að baki óhefðbundna bygg-
ingarsögu. Fjárhagsstaðan réð
mestu um valið. Við hjónin keyptu
eystri enda tvíbýlishúss að Snælandi
í Kópavogi. Húsið var að mestu
byggt úr efni sem féll til þegar
nokkrir hermannabraggar voru rifn-
ir í stríðslok í Kópavogi og það var
byggt á svæði sem frekar minnti á
sveit en bæ. Það var með blöndnum
tilfinningum sem við fluttum á Snæ-
landstorfuna. En þarna stigum við
hið mesta gæfuspor. Húsið var
traust og allt umhverfið bauð upp á
ijölbreytilegt líf, fullorðnum jafnt
sem börnum.
Þanm hafði Snælandsbóndinn,
Sveinn Ólafsson, og Guðný Péturs-
dóttir kona hans, sest að með fjöl-
skyldu sína árið 1943 þegar þau
fluttu suður frá Borgarfirði eystra
og þar höfðu síðan tveir mágar hans
og tvö börn Sveins og Guðnýjar reist
sér hús. Nú flutti ókunn ijölskylda
inn í þetta ættarsamfélag sem átti
svo sterkar rætur í heimabyggð sinni
eystra. En frá fyrsta degi hlutum
við órskoraðan þegnrétt í þessu sam-
félagi. Sveinn Ólafsson ríkti þarna
af einstakri mildi og hjartahlýju,
ekki síst gagnvart börnunum, en
góðlegur svipur, yfirbragð hans og
fas laðaði fullorðna jafnt sem börn
að honum.
Þegar hann flutti í Kópavog var
strjálbýlt á þessum útskika hins
forna Seltjarnarneshrepps þar sem
vart var gert ráð fyrir að fólk færi
að setjast að. Skólaskyld börn urðu
að ganga yfir Kópavogsdalinn og
niður á Sogaveg til að ná þar í skóla-
bílinn, sem flutti j)au síðan inn í
Laugarnesskóla. Á Seltjarnarnesi
tóku íbúarnir að ókyrrast nokkuð
þegar frambyggjar Kópavogs fóru
að hafa orð á því að þar J>yrfti að
reisa skóla fyrir börnin. I hrepps-
kosningum 1946 var annar tveggja
kjörstaða hreppsins í eldhúsinu á
Snælandi og kjósendur fengu þar
kaffi og meðlæti hjá Guðnýju eftir
að hafa kosið. Frumbýlingarnir í
Kópavogi náðu meirihluta í hrepps-
nefnd og var þetta upphafið að því
að Kópavogur varð að sjálfstæðu
svejtarfélagi nokkrum áram síðar.
Á þessum áram bauð umhverfi
Snælands upp á fjölmarga kosti
sveitarinnar sem börn jafnt sem full-
orðnir nutu. Við heyrðum í lömb-
unum á vorin, í kúnum þegar verið
var að reka þær heim, í hænsnunum,
gæsunum og svínunum Og hátíð
ársins var þegar kúnum var hleypt
út á vorin. Þá varð allt Snælands-
hverfið einn stór leikvöllur. Börnin
í næsta umhverfi hópuðust að býlinu
og frændfólk kom enn lengra að.
Börnunum var komið fyrir á nærri
flötu þaki, en hænsni og endur urðu
þá að láta sér lynda fótaspark barn-
anna, köll þeirra og hlátur. Snæ-
landshjónin keyptu til hátíðarinnar
kassa af gosi og vart mátti sjá hvort
kátínan væri meiri hjá börnunum
eða kúnum, þegar þær stukku út í
birtuna og vorblíðuna.
Börnin voru með í margvíslegum
störfum á Snælandi hjá Sveini bónda
börnum hans og barnabörnum eins
og þegar þeim var staflað á heyvagn-
FUSABONUS
Veggflísar
Gólfflísar
Gólfflísar
Flísalím
20x25 kr. 1.495,
20x20 kr. 1.395,
30x30 kr. 1.495,
25 kg. kr. 2.490,
Baúskápar meú 20-35% aíslætti.
Elúhúsinnráttingar 20% afsláttur trá gáúu verúi.
Fataskápar meú 15-30% atslætti.
Sófasett meú 20% afslætti.
Nýborg c§d
Skútuvogi 4 - Sími 812470
,. , ff f'l'Tf'l fT i f j 'í ,
'mn þbgar ekið var með ilmandi íöð-
una í hlöðu. Iðulega skilaði eldri
sonur okkar sér í seinna lagi heim
á kvöldin. Veikur ilmurinn sem
fylgdi honum og sælusvipurinn á
andliti hans sagði okkur þá að hann
hafði verið með Sveini bónda, í bú-
verkunum. Af frásögnum drengsins
mátti heyra að Sveinn hafði frætt
hann um sitthvað sem snerti búskap.
Þegar fyrsti byggingarleikvöllur
landsins var stofnaður í Kópavogi
stóð ekki á samþykki Sveins að völl-
urinn fengi skika úr landi hans en
þar fékk fjölmennur hópur barna og
unglinga í Kópavogi útrás fyrir
framkvæmdaþörf sína og smíða-
gleði.
Sveinn og Guðný stunduðu bú-
skap á Snælandi fram til ársins
1973. Þá var brýn þörf fyrir lóðir
undir viðlagasjóðshús sem reist vora
yfir fólk sem varð að flytja frá Vest-
mannaeyjum vegna gossins og þá
tók það hverfi, sem nú er þekkt sem
Snælandshverfið, að rísa. En Sveinn
og Guðný bjuggu áfram í húsi sínu
allt fram til ársins 1988 og stunduðu
þar garðrækt.
Ég og fjölskylda mín eigum hon-
um, Guðnýju, börnum og barnabörn-
um þeirra mikið að þakka fyrir
ógleymanlegan áratug sem við
bjuggum á Snælandi. Við sendum
Guðnýju Pétursdóttur og fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðjur við
fráfall Sveins.
Páll Theodórsson.
Nú þegar afi er dáinn leita minn-
ingamar á hugann og þýðing þess
að hafa alist upp í nánu sambýli við
hann og ömmu á Snælandi.
Barnabörn afa og ömmu era sjö
og öll vorum við í miklu og nánu
sambandi við þau, því börn þeirra
og tengdabörn reistu heimili í
túngarðinum á Snælandi.
Það að fá að vera svo ríkur þátt-
takandi í lífi og starfi afa og ömmu,
gleði þeirra og sorgum er eitt mesta
lán okkar í lífinu.
Afi dáði ömmu og hjónaband
þeirra einkenndist af gagnkvæmri
virðingu. Þau greindi oft á, en þau
reyndu aldrei að breyta hvort öðra.
Eftir að aldurinn fór að setja
mark sitt á afa sinnti amma honum
af þeirri virðingu og umhyggju sem
einkenndi þeirra samband.
Snæland var mjög gestkvæmt
heimili og oft kom fyrir að heimsókn-
irnar stóðu í mánuð eða jafnvel ár.
Þeir sem urðu fyrir háði og spotti
annarra sem betri töldu sig, gistu
gjarnan lengi og komu oft. Þeir
fundu sér athvarf á Snælandi.
Þegar gesti bar að garði gleyptu
bamseyran í sig sögur frá Borgar-
firði eystra þar sem afi ólst upp hjá
Þóranni fóstra sinni og bjó með
ömmu þar til þau fluttust suður.
Bamsaugun fylgdust grannt með
þegar karlarnir slógu í borðið í áköf-
um lomberspili.
Barnsmunnurinn gleypti í sig súr-
matinn sem amma bar á borð fyrir
Minning
AuðurHelga
Samúelsdóttir
Fædd 20. desember 1941
Dáin 15. janúar 1993
Nú ert þú leidd mín ljúfa,
lystigarð Drottins í
þar átt þú hvíld að hafa
hðrmunga og rauna frí,
við Guð þá mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir í dýrðar hendi
Drottins, mín sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elski þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú
(Hallgrímur Pétursson)
Með orðum þessa sálms viljum við
kveðja í hinzta sinn Auði frænku
okkar, og þakka af hlýjum hug þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Megi algóður Guð veita ástvinum
hennar styrk og huggun á kveðju-
stundu.
Blessuð sé minning hennar.
Grétar, Dísa og Óli.
í dag, 28. janúar 1993, verður
jarðsungin og borin til grafar frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, kær
vinur og trúsystir, sem flestum er
minnisstæð sitjandi í hjólastólnum
sínum í mormónakirkjunni. Auður
skírðist sem meðlimur Kirkju Jesú
Krists hinna Síðari daga heilögu 26.
ágúst 1987 ásamt manni sínum
Sverri Lúthers.
Það hafði sterk áhrif á mig að sjá
lamaða konu ganga hægt upp þrep-
in og ofan í skírnarlaugina studda
af tveim trúboðum sem stóðu með
henni í vatninu. I þessi sex ár sem
hún hefur verið meðlimur hrakaði
heilsu hennar jafnt og stöðugt, lö-
munin ágerðist, og stigamir urðu
erfiðir yfirferðar í kirkjubygging-
unni á Skólavörðustíg 46 svo að
bera þurfti allan stólinn með henni
í, upp og niður stiga. Hún leit fram
til þess dags er kirkjan fengi nýja
kapellu á jarðhæð og hún gæti keyrt
beint inn í kirkjusalinn. Manni fannst
eins og þegar hjólastóllinn var við-
staddur þá fyrst væri kirkjan vera-
lega fyllt.
Systir Auður átti við erfiða lífs-
baráttu að stríða í ofanálag við löm-
unina sem dró hana til dauða. Hjart-
að gaf sig að lokum. Þó var hún
blíðlynd og kaus að tala um gleði
og fegurð, trú og von. Hún var tón-
hneigð og ljóðelsk og naut þess að
hlusta á fallegan söng og á þeirri
bylgjulengd sameinuðumst við sem
vinir ásamt manni hennar og fjöl-
skyldu. Það er sárt að vita til þess
að lömuð ung kona í hjólastól hafði
haft unun af dansi og lært ballett.
Lífsreynsla hennar hafði einnig
kennt henni að sætta sig við að þrjú
af sjö bömum hennar voru þroska-
heft. Eitt bama hennar dó í æsku.
Hún bað mig að syngja yfir sér,
þegar hún væri öll, einmitt lagið
„Söknuður".
Mér fínnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér, ég vildi glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Eg harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið það líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Auður var fjórða af fimm bömum
foreldra sinna, þeirra Margrétar
Hannesdóttur og Samúels Kristins-
sonar við Langholtsveg í Reykjavík.
Ólst hún upp í foreldahúsum ásamt
systkinum sínum, Hönnu, Jóni Val,
Elsu og Margréti. Auður og Sverrir
Lúthers hófu búskap sinn í Reykja-
vík en fluttust til Hafnarfjarðar og
bjuggu þar á fjórum stöðum, síðast
á Hellisgötu 16.
Hún lætur eftir sig sex böm og
fimm barnabörn, það sjötta er enn
gesti.
Barnsnefið fékk tókbakskorn hjá
afa eins og hinir karlarnir.
Barnshugurinn varð stoltur þegar
hann fékk greitt út lambsverðið sitt
á haustin.
Barnshjartað tók eftirvæntingar-
kipp þegar afi söng ljósið.
Áfi var glaður maður í glöðum
hópi, en honum leið líka vel einum
með sjálfum sér. Hann var ánægður
við gegningarnar í svínahúsinu með
útvarpið hangandi utan á sér og
tóbaksdósirnar í vasanum.
Afí var nýtinn maður en örlátur.
Þegar búið var að raka saman öllu
heyi á túnunum með rakstrarvélinni
og okkur yngra fólkinu þótti vel
hafa tekist til rakaði afi gjarnan
yfir með hrífunni sinni til að ná þeim
dreifum sem eftir lágu. Lífið kenndi
honum að síðasta dreifin gat verið
sú sem máli skipti á hörðu vori.
Afi var mjög sæll af sínu og á
kvöldin þegar hann var skriðinn upp
í talaði hann oft um lán sitt að fá
að hafa afkomendur sína, líf og fjör
í kringum sig. — Víst er það, svar-
aði amma þá gjarnan.
Afkomendurnir feta nú lífsins veg
eins og Halla kerlingin framan eftir
göngunum.
Með breytni sinni kenndi afi okk-
ur vísdóm sem er okkur mikilvægur,
hann kveikti Ijós, langt og mjótt eins
og logi af fífustöngunum.
Afi kenndi okkur mikið af vísum
og ef hann rak í vörðurnar fyllti
amma upp í eyðurnar.
Hann kunni vísur sem hentuðu
við öll tækifæri og þessa hefði hann
kannski farið með í dag:
Þegar ég skilst við þennan heim
þreyttur og elliboginn
ætla’ ég að sigla árum tveim
inná sæluvoginn.
Þökk íyrir allt, afi minn.
Vilmar, Guðný,
Guðrún og Þórunn.
ófætt. Börn hennar era: Garðar,
María, Guðmundur Bragi sem er
kvæntur og býr í Færeyjum, Grétar,
faðir eins barnabarnanna, Reynir og
Sigurður Rúnar.
Það var mér sérstakt gleðiefni að
fá, ásamt eiginmanni hennar, leyfi
til að smyrja höfuð hennar vígðri
olíu og veita henni blessun Drottins,
eins og gert var á dögum Nýja testa-
mentisins (Jakobsbréf 5:14), rétt
áður en hún var flutt inn á sjúkra-
hús þar sem hún dó nokkram stund-
um síðar.
Blessuð sé minning hinnar látnu
systur. Hvíldin er huggun eftir langa
sjúkdómsreynslu en söknuðurinn er
alltaf viðkvæmur. Sjálfur færi ég
vinum mínum á Hellisgötu 16, Sverri
og fjölskyldu, mínar innilegustu
samúðarkveðjur með þessum sálma-
versum:
Ó, þegar ég með öðrum augum sé
aftur þau spor, sem hér á jörðu sté,
skil það, sem ekki skiljanlegt þá var,
skil, að mig trúr og góður hirðir bar.
Ó, þegar fæ ég heyrt hans hlýju raust,
hjá honum dvelja má ég endalaust.
Ó, þegar sjálfur segir Jesús mér,
sorgir hvers vepa oft mig beygðu hér.
Ó, þegar ég við æðri og fegri sól
allt fæ að sjá, er húm og skuggi fól.
Ljóst mér þá verður, leitt að hafði sá,
leiðina vel er þekkti byrjun frá.
(Elínborg Guðmundsdóttir)
Ólafur Ólafsson
öldungasveitarforseti
Kirkju Jesú Krists.