Morgunblaðið - 28.01.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.01.1993, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 45 I I I I I ) ) ) > > I I > IÞROTTIR UNGLINGA / KARATE Æfaaf krafti UNGLINGAR sem stunda kar- ate æfa þessa dagana af krafti fyrir Unglingameistaramótið í karate en það fer fram í byrjun næsta mánaðar. Sex hópar stunda karate hjá Kar- atefélagi Reykjavíkur þar af þrír bama og unglingahópar. Áhugi unglinga fyrir sjálf- svarnaríþróttum hef- Eiðsson ur au^*st a síðustu skrifar árum og sex félög bjóða upp á karate- kennslu á stór-Reyjavíkursvæðinu. Margir krakkar mæta á karateæf- ingar en stór hluti þeirra er fljótur að gefast upp að sögn Jóns Ivars Einarssonar þjálfara. „Margir byija að stunda íþróttina með röngu hugarfari og halda að þeir geti lært hringspörk á fyrstu mánuðunum. Menn þurfa að vera þolinmóðir, menn læra ekki allt í einu. Sumir koma hingað gagngert til að slást og læra fantabrögð en reynslan hefur sýnt okkur að þeir heltast fljótlega úr lestinni. Segja má að um helmingur þeirra sem að mæta á æfingar gefíst upp eftir þijá mánuði enda eru fyrstu mánuðimir erfíðir,“ segir Jón Ivar. Flest karatefélög leggja mikið upp úr upphitun og teygjum og því er furðu lítið um meiðsli miðað við öll átökin. Glóðaraugu eru þó líklega algengari í karate en í flestum öðmm greinum. Unglingar sem æfa með Karatefélagi Reykjavíkur en þau æfa stift fyrir Unglingameistaramótið. Frá vinstri: Ek Shetan, Vilhjálmur Svan Vilhjálms- son, Ævar Sigþórsson, Bjarki Bjömsson og Ester Jónsdóttir. Á minni myndinni á Ester í höggi við þjálfara sinn, Jón ívar Einarsson. Meiri agi er í þessari íþróttagrein en í flestum öðram. Þó að íslensk karatefélög séu ekki rígbundin við þá siði og venjur sem tíðkast í iþrótt- inni á austurlöndum þá halda íslend- ingar nokkuð i margar hefðir, svo sem að hneigja sig fyrir hvort öðra. Erfiðar æfingar „Karate byggist á krafti og styrk og eitt af því sem mér finnst gott við íþróttina er að hún gefur manni aukið sjálfstraust," sagði Ævar Sig- þórsson. „Æfingamar fara svolítið eftir þjálfuranum. Bestu þjálfararnir keyra mann alveg út á æfingum. Stundum er aðaláherslan lögð á fæt- urnar og þá hefur það komið fyrir að maður hefur varla haft kraft til að staulast inn í búningsherbergi eftir æfíngar. „Kvenmenn era í minnihluta í karate. Ester Jónsdóttir fékk áhuga fyrir karate fyrir sex áram þegar hún fylgdist með bróður sínum. Hún mætti þá á sína fyrstu æfíngu og er enn að. „Mér fínnst kata skemmti- legast þó að ég kunni líka ágætlega við kumite. Ég hef ekki fundið fyrir því að strákamir skammist sín fyrir að tapa fyrir mér en það getur stund- um verið erfítt að fást við þá.“ JÚDÓ Michel Vachun hefur þjálfað hér á landi síðustu ár. Snævar Jónsson er einn efnilegasti júdómaður yngri kynslóðarinnar. Sumir ætla sér að verða bestir strax í fyrsta tímanum - segir Michel Vachun júdóþjálfari „SUMIR sem koma hingað ætla sér að verða bestir strax í fyrsta tímanum en verða fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá að það er ekki möguleiki og hætta. Það er ekki erf itt að taka fram- förum íjúdó en þaðtekurtíma að ná góðum tökum á tækn- inni,“ segir Michel Vachun, landsliðsþjálfari sem einnig þjálfar unglingahóp hjá Júdófé- lagi Reykjavíkur tvisvar í viku. BSorgunblaðið leit inn á æfíngu _ hjá hópnum í fyrradag en júdófélagið er með aðstöðu til bráðabirgða undir búningsherbergj- um Laugardalslaugarinnar. Aðstað- an er langt frá því að vera fullkom- inn og til að mynda setja steypusúl- ur mark sitt á æfingasalinn. Helsti kosturinn er hins vegar sá að júdó- mennirnir geta brugðið sér í sund og heitan pott eftir æfingarnar. Vantar undirstöðu „Strákarnir sem hingað koma eru frekar klaufalegir og stirðir í byijun og mér finnst vanta nokkuð upp á undirstöðuna eins og til dæmis að geta farið kollhnís svo eitthvað sé nefnt. Þá skortir flesta kraft og snerpu en það er hins vegar fljótt að koma og flestir hafa náð tökum á þessum atriðum eftir að hafa mætt á nokkrar æfíngar “ sagði Vachun. Það eru undirstöðuatriðin eins og að læra að detta sem aðallega er kennt í fyrstu tímunum. Þá læra menn brögð á gólfi en fá ekki að tuskast á að neinu ráði fyrr en þeir hafa náð góðum tökum á undirstöð- unni. „Ég er ánægður með strákana og þeir leggja sig fram og sýna mikinn áhuga. Ég hefði ekkert á móti því að sjá fleiri börn mæta á júdóæfingar, en íslendingar eru handboltaþjóð og júdó kemur ekki til með að keppa við handboltann um vinsældir, að minnsta kosti ekki hér á landi.“ Snævar ósigraður ívetur „ÉG vildi æfa oftar og þess vegna byrjaði ég að æfa með þessum hópi,“ sagði Snævar Jónsson, tíu ára júdókappi úr Ármanni sem einnig mætir á æfingar hjá JR. Snævar er sá eini í hópnum sem náð hefur bláa beltinu en hann hefur ekki tapað í vetur. Hann var aðeins fimm ára þegar hann byijaði að æfa. „Vinur hans pabba sagði mér að ég ætti að fara í þetta. Ég gerði það og sé ekki eftir því. Tæknin skiptir mestu máli og ég stefni að því að ná langt,“ sagði Snævar sem hefur verið ósigraður í vetur. Daníel Helgason hefur æft júdó í tvö ár en hann er einn af mörgum úr Laugarnesskólanum. „Tveir bekkjarfélagar mínir voru í júdó og það var til þess að mér datt í hug að byija að æfa,“ sagði Daníel. Kristinn Guðjónsson sagði helsta vopn sitt vera kraftinn; „Ég reyni frekar að nota kraftinn því ég er ekki með mikla tækni.“ Flestir drengirnir í þessum hópi eru tíu ára. Teygt á vöðvum eftir æfinguna. Mikil áhersla er lögð á teygjuæfingar í sjálfsvarnaríþróttum og það kemur í veg fyrir meiðsli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.