Morgunblaðið - 28.01.1993, Side 48

Morgunblaðið - 28.01.1993, Side 48
M tarðmitlafeffe EIMSKIP //mm VIÐ GREIÐUM ÞÉRLEIÐ MORGUNBLAÐIfí, AfíALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Heilsuleir beint í ör- bylgjuofn •^v^Sdfossi TILRAUNIR ly'á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags ís- lands í Hveragerði með leir- bakstra úr íslenskum jarðefn- um hafa gefist mjög vel og nú er í undirbúningi að hefja framleiðslu á leirbökstrum i hentugum umbúðum til sölu fyrir almenning. I undirbún- ingi er stofnun lítils fyrirtækis um framleiðslu leirbakstra og heilsufæðis. Tilraunir með leirbakstrana hafa staðið jrfir í heilt ár undir forystu og fyrir tilstuðlan þýsks nuddara sem vinnur hjá Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, Wolfgangs Rolings. Búið er að prófa blönduna og finna út rétta blöndu í bakstrana sem gefast mjög vel. Vísindaleg rann- sókn verður unnin í samstarfi við Ulrike Morits, prófessor í Lundi í Svíþjóð, til þess að finna út eigin- leika íslensku jarðefnanna sem notuð eru í leirblöndunni en það eru að uppistöðu vikur og leir. Aldagömul aðferð Leirbakstrarnir eru unnir eftir erlendri fyrirmynd en hitameðferð -ífíeð leirbökstrum við gigt, vöðva- bólgu og fleiri kvillum er aldagömul og löngu viðurkennd erlendis. Sala á leirbökstrunum byggist á því að fólk geti keypt sér bakstrana, hitað þá upp, til dæmis í örbylgju- ofni, og lagt þá við húðina. Gert er ráð fyrir að nota megi hvern bakstur nokkrum sinnum. Auk leirbakstranna er í undirbún- ingi framleiðsla á heilsufæði, ýmsum samsetningum á morgunmat og te- drykkjum úr íslenskum jurtablönd- um. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Setið yfir í prófi Áhöfnin á Daníel Sigmundssyni f.v. Björgvin Björgvinsson, Einar Már Gunnarsson skipstjóri, Sófus Magnússon og Sævar Óli Hjörvarsson. Háskólapróf tekið á Homi ísafirði. BJÖRGUNARBÁTURINN Daníel Sigmundsson fór sína fyrstu ferð í Hombjargsvita eftir að Vita- og hafnarmálaskrifstofan samdi við sveitina að þjóna þrem vitum á norðanverðum Vestfjörðum sem Landhelgisgæslan hefur séð um. Farið var með varahluti og vistir og setið yfir vitaverðinum á meðan hann tók próf í sagnfræði við Háskólann. Farið var frá ísafirði og tók ferð- in réttar níu klukkustundir. Eftir að búið var að koma öllu í hús settust menn í eldhúsið og drógu upp umslag frá Háskóla íslands með prófverkefni fyrir vitavörðinn, Ólaf Þ. Jónsson. Yfirsetumenn fengu vindla „Við sátum við eldhúsborðið og reyktum Havana-vindla á meðan nemandinn lá yfir prófínu,“ sagði Einar Már Gunnarsson, skipstjóri og fulltrúi Háskólans á staðnum. „Ölafur hafði tvo klukkutíma til að leysa verkefnið en þar sem far- ið var að rökkva lét hann sér nægja einn, og hálfan. „Ég er að reyna að læra dálítið í sagnfræði. Þetta gekk allt ágæt- lega held ég, en ég á langt í land ennþá. Þetta var fyrsta prófið mitt en jafnframt lokapróf í þessari grein, rithandarfræði," sagði Ólaf- ur. Hann sagði að gott næði væri þarna í vitanum til að læra undir próf. „Ég tók nú stúdentspróf héma í vitanum að mestu !eyti“. - Úlfar. Bankar og sparísjóðir mæta útlánatapi Níu milljarðar á afskriftarreikn- ing á þrem árum ÍSLENSKIR bankar og sparisjóðir hafa lagt um níu millj- arða króna á afskriftarreikning útlána á síðustu þremur árum. Þessi fjárhæð samsvarar um 45% af eigin fé alls íslenska bankakerfisins um síðustu áramót, en það var þá röskir 19,5 milljarðar. Mest hjá Landsbanka Landsbankinn hefur lagt mest allra lánastofnana á afskriftarreikn- ing á síðustu þremur árum, eða sam- tals 3.619 milljónir króna, enda stærsti bankinn. Islandsbanki lagði á sama tíma alls 2.779 milljónir fyrir í þessu skyni og sparisjóðimir 1.262 milljónir. Ékki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hversu mikið Búnað- arbankinn hefur lagt á afskriftar- reikning á þessu ári en áætla má að á síðustu þremur árum hafi bankinn lagt fyrir svipaða fjárhæð og spari- sjóðirnir til að mæta útlánatapi, eða um 1.200 milljónir króna. Útlánaafskriftir íslenskra banka og sparisjóða hafa að meðaltali verið rétt innan við 1% á ári frá árinu 1985 og samkvæmt fyrirliggjandi tölum verið mestar árið 1990, eða 1,4%, og 1,3% árið 1991. Áþekkir Svíum í samanburði við bankakerfi hinna Norðurlandanna era afskriftir sem hlutfall af útlánum og ábyrgðum síð- ustu sjö árin áþekkar því sem gerist i sænska bankakerfinu, eða rétt inn- an við 1% að meðaltali. Sænska bankakerfið hefur hins vegar lent í miklum hremmingum síðustu miss- eri, enda fór afskriftarhlutfallið í 3,8% árið 1991 á sama tíma og af- Móðir telpna sem bandarískir menn rændu af hóteli í Reykjavík „Ég vaknaði og þau voru farin með dætur mínar“ „Ég fékk verkjatöflu hjá henni og það síðasta sem ég man var að ég var að spjalla við hana og einn mannanna. Þegar ég vakn- aði voru þau farin af hótel- inu og höfðu tekið dætur mínar með sér.“ Þetta seg- ir 32 ára íslensk kona, móðir 5 og 10 ára hálf- systra, sem í gærmorgun var rænt af hóteli í Reykja- vík. Konan sem móðir telpnanna þáði verkjatöfluna hjá hafði í u.þ.b. mánuð reynt að vinna trún- að hennar og hafði meðal annars boðið henni og annarri telpunni í fimm daga ferð til Sviss en reynd- ist tilheyra hópi barnsræningja á vegum bandarískra feðra telpn- anna. Faðir annarrar telpunnar og aðstoðarmaður hans, sem sam- kvæmt upplýsingum Morgun- Sérfræðingur í málum af þessu tagi handtekinn á Keflavíkurflugvelli blaðsins er sérfræðingur í ránum af þessu tagi, voru handteknir á Keflavíkurflugvelli, áður en þeir komust með barnið úr landi. Handtekin í Lúxemborg Hinn faðirinn og fyrrnefnd kona komust úr landi með eldri telpuna en voru handtekin í Lúxemborg. Telpan kom til landsins með flugvél í gær en yfirvöld í Lúxemborg slepptu fólkinu úr haldi áður en handtökuskipun barst héðan. Móðir telpnanna flutti með dætur sínar til íslands í fyrra eft- ir að hafa verið búsett í Bandaríkj- unum í rúman áratug. í Banda- ríkjunum hafði hún verið tvíkvænt og átti eina dóttur í hvoru hjóna- bandi. Eftir að konan var flutt með börnin til íslands voru kveðn- ir upp að henni fjarstaddri í Bandaríkjunum dómsúrskurðir þar sem feðrunum var dæmt for- ræði telpnanna. Eftir það mun, samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins, hafa verið leitað samninga í málinu. Mennirnir sem handteknir voru á Keflavíkurflugvelli era í Síðu- múlafangelsi og nú fyrir hádegi verður gerð krafa um gæsluvarð- hald yfir þeim fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eldri telpan, sem flogið var með til Lúxemborgar, var send aftur til Islands í gær að kröfu íslenskra yfirvalda. Faðir hennar og aðstoð- arfólk, þar á meðal konan sem fyrr var getið, voru látin laus áður en handtökuskipun frá Héraðsdómi Reykjavíkur barst til Lúxemborgar. Þóttust vera kvikmyndagerðarmenn Til að ná til barnanna settu ræningjarnir sig í upphafi í samband við móðurömmu þeirra. Þeir tjáðu henni að verið væri að leita að stöðum hér á landi til að taka upp kvikmynd þar sem Sylvester Stallone ætti að leika aðalhlutverkið. Frásögn af þessari fýrirætluðu kvikmyndagerð birtist m.a. í dagblaðinu Tímanum. Rannsóknarlögregla ríkisins annast rannsókn málsins. Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglu- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að skoðað yrði til hvaða aðgerða væri unnt að grípa gegn fólkinu sem komst úr landi. Sjá viðtal við móðurina, „Þáði verkjatöflu og missti skömmu síðar meðvitund," á bls. 20 skriftarhlutfall íslenska bankakerfis- ins var um 1,3%. í Danmörku er afskriftarhlutfallið sem meðaltal síð- ustu sjö árin nokkra hærra, eða 1,3%, en það fór í 2,3% árið 1991. Erfiðara er með samanburð við Noreg og Finnland þar sem afskriftarhlutfallið þar tekur ekki til ábyrgða og hvað Noreg varðar nær það eingöngu til viðskiptabanka en ekki sparisjóða. Sjá töflu í Viðskiptablaði C1 Ættleiðingar Erfiðara er að fá erlend börn hingað ALLS voru ættleidd 30 börn á árinu 1991 og 32 börn árið 1990. Að meðaltali voru ætt- leidd 49 börn á hverju ári á árunum 1986 til 1990 og 73 börn árlega frá 1981 til 1985. Fátítt er að nýfædd íslensk böm séu ættleidd í seinni tíð en ýmist er um að ræða ættleiðingu stjúpbarna eða erlendra bama. Árið 1991 vora þannig ættleidd 18 stjúpbörn, níu erlend börn og þijú nýfædd íslensk böm. Ástæða fækkunarinnar er að mjög hefur dregið úr ættleiðingu barna erlendis frá þar sem erfið- ara hefur reynst að fá börn ætt- leidd. Þannig hafa aðeins verið ættleidd tvö erlend böm sl. ár. Ný flensa í vændum FLENSA herjar enn um allt land en er í rénun. Skúli Johnsen borgarlæknir segir þó að ekki sé ólíklegt að annar flensufaraldur muni hrella lands- menn síðar í vetur. Flensufaraldur- inn nú er af B-stofni. Berist A- stofninn til landsins síðar í vetur megi búast við öðram faraldri. Sjá miðopnu. ------» ♦ ♦------ Skattframtalið Aðstoð kostar 4-23 þúsund VERÐ á aðstoð við gerð skattfram- tals er mjög mismunandi, sam- kvæmt könnun Morgunbíaðsins. Það getur kostað allt frá 4.000 krónum og upp í 23.000 að láta telja fram fyrir sig og fer það bæði eftir umfangi verksins og þess sér- fræðings, sem leitað er til. Sjá verðkönnun bls. 28.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.