Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. FEBRUAR 1993
Morðingja
CIA-manna
er leitað í
Pakistan
Washington, Islamabad. Reuter.
PAKISTANI sem grunaður er um
morð á tveimur starfsmönnum
bandarisku leyniþjónustunnar
(CIA) er álitinn hafa komist úr
landi. Er hann talinn dveljast í
heimalandinu þar sem hans er
nú leitað.
Talsmenn bandarísku alríkislög-
reglunnar (FBI) sögðu að 28 ára
Pakistani, Mir Aimal Kansi, væri
grunaður um ódæðið við aðalstöðvar
CIA í Virginíu-ríki 25. janúar sl.
Auk þess að myrða tvo menn særði
hann þrjá. Morðvopnið fannst í íbúð
hans í Reston í Virginíuríki en það
reyndist vera hríðskotariffíll sem lík-
ist rússneskum AK-47 Kalashníkov-
riffli. Staðfest hefur verið að skotun-
um sem leiddu CIA-mennina til ólíf-
is, var skotið úr rifflinum. Tvær
skammbyssur fundust í íbúðinni,
550 skothylki og skothelt vesti.
Talsmaður pakistönsku lögregl-
unnar staðfesti að Kansi væri nú
leitað í Pakistan. Vitað væri að hann
hefði komið í lok janúar til heima-
borgar sinnar, Quetta, en farið það-
an sl. sunnudag. Hann hefði tjáð
foreldrum sínum að hann ætlaði að
dveljast nokkra daga í Islamabad
áður en hann sneri aftur til Banda-
ríkjanna.
Kansi komst með ólögmætum
hætti til Bandaríkjanna í mars 1991
og er morðin áttu sér stað var um-
sókn hans um pólitískt hæli til með-
ferðar hjá yfírvöldum.
------» ♦ ♦
Keuter
Byltingarafmæli í Teheran
ÞESS var minnst í gær að fjórtán ár eru frá byltingunni í íran sem
kom klerkastjóm Ayatollahs Khomeinis til valda. A myndinni sjást
þátttakendur í einni af mörgum göngum í Teheran halda á myndum
af Khomeini heitnum.
Maastricht er blæðandi
njórú, ísi.'im sár breskra stjómmála
ÞÝ0s,KAKeuSórverksmiðjan Beck -segir Tebbit lávarður, fyrrverandi flokksformaður, og vill þjóðaratkvæði
fer inn á nýjar brautir er hún
lætur kanna áhrif geislunar og
þyngdarleysis á geijunarhumal
úti í geimnum.
Það eru kvenaldin humalsins sem
ráða úrslitum um bragð bjórs. Tveir
þýskir vísindamenn verða í áhöfn
bandarískrar geimfeiju sem skotið
verður á loft 25. febrúar en þeir
munu vinna að ýmsum rannsóknum
um borð í tilraunastöðinni Spacelab
sem er á braut um jörðu.
London. The Daily Telegraph, Reuter.
STJÓRN Johns Majors í Bretlandi jók í gær enn á spennuna vegna
væntanlegrar lokaatkvæðagreiðslu um Maastricht-samninginn í
breska þinginu sem líklega verður eftir þijár til fjórar vikur. Nokkr-
ir íhaldsþingmenn i neðri deildinni og ýmsir frammámenn, meðal
þeirra Tebbit lávarður, fyrrverandi flokksformaður, hóta að greiða
atkvæði með breytingartillögu stjórnarandstöðunnar sem Ihalds-
flokkurinn er andvígur. Douglas Hurd utanríkisráðherra sagði í við-
tali við breska útvarpið, BBC, í gær að ekki kæmi til greina að stjórnin
myndi sætta sig við breytingar á þeirri málamiðlun sem Major
náði fram í Maastricht, fremur myndi síjórnin láta Breta standa
utan við samninginn.
Slappaðu af
og láttu þreytuna líða ur þér í nýja hvíldarstólnum
frá Action. Stóllinn er með stillanlegu baki,
innbyggðum skemli og fæst ruggandi eða fastur.
Marco
Langholtsvegi 111, sími 91-680 690.
Verð m/tauáklæði
aðeins kr. 29.610 stgr.
Verð m/leðuráklæði á slitflötum
aðeins kr. 49.820 stgr.
Húsgagnaverslun
Verkamannaflokkurinn vill að
Bretar samþykki svonefndan fé-
lagsmálahluta Maastricht-samn-
ingsins er kveður á um samræm-
ingu réttinda launþega gagnvart
atvinnurekendum. Íhaldsflokkurinn
er á móti þessu ákvæði, segir það
þrengja um of að athafnafrelsi fyr-
irtækja og géta aukið atvinnuleysið.
Major þótti vinna mikinn sigur er
hann fékk því framgengt að Bretar
þyrftu ekki að hlíta ákvæðinu.
Naumur meirihluti
Ftjálslyndir jafnaðarmenn styðja
tillögu Verkamannaflokksins og þar
sem íhaldsflokkurinn hefur aðeins
21 atkvæðis meirihluta í neðri deild-
inni er ljóst að fáeinir uppreisnar-
menn í liði flokksins geta fellt sam-
komulagið, ef marka má orð Hurds.
Og það er einmitt markmið Tebbits
lávarðar og manna hans sem segj-
ast reyndar vilja knýja fram þjóðar-
atkvaéði um málið. Margaret Thatc-
her, fyrrverandi forsætisráðherra,
hefur einnig rekið áróður gegn sam-
komulaginu og vill þjóðaratkvæði.
Uppreisnarliðið kærir sig kollótt
um ásakanir þess efnis að það sé
að ganga erinda stjómarandstöð-
unnar. „Þeir sem berjast fyrir því
að Bretar haldi sjálfsstjóm hafa
rétt til að beita öllum brögðum til
að eyðileggja samninginn,“ sagði
Tebbit. Hvorki hann né aðrir liðs-
menn uppreisnarinnar eru sam-
þykkir félagsmálaákvæðinu; þeir
vilja aðeins nota tækifærið til að
reyna að koma í veg fyrir sam-
þykkt Maastricht á þingi.
Alger viðurstyggð
Tebbit telur samninginn vera
„algera viðurstyggð," hann lýsir
honum sem „blæðandi sári breskra
stjómmála" og „hrynjandi altari
hugarheims hr. [Jacques] Delors
þar sem útlendingahræðslan og of-
sóknarbijálæðið ráða ríkjum“. Del-
ors er forseti framkvæmdastjómar
Evrópubandalagsins en Maastricht
er ætlað að gera samstarf aðildar-
ríkjanna mun nánara. Sumir stuðn-
ingsmenn Tebbits á þingi urðu óró-
legir vegna þessara ummæla, töldu
þau geta valdið því að tilfínningar
færu að ráða of miklu í deilunni.
Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa
gætt þess vandlega að segja ekki
að litið verði á málið sem spumingu
um traustsyfírlýsingu, þ.e. að
stjórnin fari frá ef félagsmálahlut-
inn verði samþykktur. Talið er að
stjómin hyggist reyna að fá lá-
varðadeildina til að fella tillögu
Verkamannaflokksins hljóti hún
samþykki í neðri deildinni.
Embættismenn hjá Evrópu-
bandalaginu eru ekki á einu máli
um afleiðingamar ef tillagan verði
samþykkt. Sumir segja að ekki sé
neitt ákvæði í Maastricht sem heim-
ili Bretum að taka félagsmála-
ákvæðið upp, aðrir að hin banda-
lagsríkin muni einfaldlega sam-
þykkja nauðsynlega viðbót fari
Bretar fram á það. Hvað sem því
líður eru flestir á því máli að stjóm
Majors gæti ekki þolað þá hneisu
að þurfa að gleypa félagsmála-
ákvæðið - og gera þar með afrek
Majors í Maastricht sð engu.
-------♦ ♦ ♦---------
Craxi lætur
af embætti
Róm. Reuter.
BETTINO Craxi, fyrrum forsætis-
ráðherra Ítalíu, sagði í gær af sér
embætti leiðtoga Sósíalistaflokks-
ins vegna gruns um aðild að viða-
miklu spillingarmáli. Claudio
Martelli dómsmálaráðherra sagði
af í fyrradag vegna sama máls.
Guiliano Amato, forsætisráðherra
og flokksbróðir þeirra Craxis og
Martellis, sagði í gær að ríkisstjóm
sín myndi á næstu dögum leggja
fram tillögur um strangari reglur
varðandi störf embættismanna og
nýjar siðareglur fyrir stjómmála-
menn. Amato sagði að ríkisstjómin
myndi ekki segja af sér vegna þessa
máls en lagði til að kosningakerfí
Ítalíu yrði breytt. Næstu kosningar
eiga ekki að fara fram fyrr en 1997.