Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 9 Viðtatstími borgartulltrúa Siálfstæðisflokksins í Reykjavík Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Laugardaginn 13. febrúar 1993 kl. 10-12 verða til viðtals í safnaðarheimili Bústaðakirkju: Árni Sigfússon, í borgarráði, formaður stjórn- ar sjúkrastofnana, í atvinnumálanefnd, for- maður fræðsluráðs - skólamálaráðs, og Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar. Tekið er á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Öllum borgarbúum er boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Rannsóknatengt háskólanám Sveinbjörn Björnsson háskólarektor vék að rannsóknatengdu háskólanámi, tengslum háskólans við einstakar at- vinnugreinar, einkum sjávarútveginn, og nýsköpun í atvinnulífinu er hann braut- skráði kandídata 6. febrúar sl. Stakstein- ar staldra við þetta efni í dag. Meistaranámí sjávarútvegs- fræðum Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor sagði m.a.: „Enginn vafi er á því að rannsóknatengt fram- haldsnám við Háskóla íslands mun auka ný- sköpunarvirkni í þjóðfé- laginu, og jafnframt hvetja verðandi vísinda- menn til að takast á við þau viðfangsefni, sem brýnt er að leysa hér- lendis. Síðast en ekki sízt er uppbygging á rann- sóknatengdu framhalds- námi líkleg til að stuðla að virkara samstarfi Há- skólans og Rannsóknar- stofnana atvinnuveganna og þar með atvinnulífs í landinu. Nýleg úttekt OECD, sem til var vitnað, mælti eindregið með uppbyggingu rannsókna- tengds framhaldsnáms hér, og menntamálaráð- herra hefur heitið þess- um áformum stuðningi sinum. Háskólinn hefur um langa hríð haft áhuga á að auka kennslu og rann- sóknir sinar á sviði sjáv- arútvegs. Margvíslegt efni er nú í boði á þessu sviði innan verkfræði- deildar, raunvisinda- deildar, viðskipta- og hagfræðideildar og laga- deildar. Einnig hefur Háskólinn stofnsett Sjáv- arútvegsstofnun með fulltrúum þessara deilda, sem stuðlar að samvinnu þeirra og á frumkvæði að ýmsum rannsókna- og þrómiarverkefnum á sviði sjávarútvegs. Há- skólinn hefur ekki viljað taka upp formlegt gnmnnám í þessum greinum eftir stúdents- próf, þar sem það mundi skarast við það nám, sem nú er í uppbyggingu við Háskólann á Akureyri. Hins vegar hefur há- skólaráð nýlega falið nefnd að undirbúa meist- aranám í sjávarútvegs- fræðum, sem væntanlega yrði ramisóknatengt framhaldsnám á vegum þeirra deilda, sem hér voru nefndar. Prófessor í fískifræði „Einnig er að því stefnt á vegum Endur- menntunarstofnunar Há- skólans að hefja á kom- andi hausti þriggja miss- era nám í sjávarútvegs- fræðum, sem stjórnend- ur í fiskvinnslu og útgerð ættu að geta stundað með starfi sínu. Háskólanum er það mikið fagnaðarefni að á fjárlögum þessa árs er heimild til að stofna pró- fessorsembætti í fiski- fræði. Þess er vænst að með þessu embætti teng- ist Háskólinn Hafrann- sóknastofnun nánar en verið hefur og auk þess helztu verstöðvum lands- ins. Til umræðu hefur komið að efna til sam- starfs við Vestmanna- eyjabæ um aðstöðu fyrir prófessorinn og stúdenta hans til samvinnu um rannsóknir og þróunar- verkefni þar við hið ein- stæða fískasafn, sem þar er rekið, útibú Hafrann- sóknastofnunar og Rann- sóknastofnun fiskiðnað- arins, og fyrirtæki í sjáv- arútvegi, enda eru Vest- mannaeyjar stærsta ver- stöð landsins." * Arangursrík- ustu vopnin í lífsbaráttunni Aðild að EES og fjöl- þjóðlegu rannsóknasam- starfí opnar nýjar leiðir og nýja möguleika til framfara hér. í þeirri hörðu samkeppi um verð og vörugæði, sem fram- undan er á mikilvægustu mörkuðum heimsins, skila menntun, rannsókn- ir og þekking mestum árangri. Það er engin til- vi^jun að þær þjóðir sem mesta áherzlu hafa lagt á almenna og sérhæfða menntun og rannsóknir búa við bezt lífskjör og mest öryggi á líðandi stundu. Aukin tengsl há- skólans við atvinnulífíð í landinu eru þvi fagnaðar- efni. Kvennamessa í Kópavogskirkju Yið vorum 3 ódýrastir í fyrra og erum það enn Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína? Berðu saman verð á hinum ýmsu myndastofum Pantaðu fermingarmyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofurnar: Barna- og fjölskylduljósmyndir, sími 677 644 Ljósmyndastofan Mynd, sími 65 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 4 30 20 FYRSTA messa í Kvennakirkj- unni verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. febrúar kl. 20.30. Stofnendur Kvennakirkjunnar eru kvennaguðfræðihópur séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur og nokkrir aðrir biblíuleshópar í Reykjavík. Kvennakirkjunni er ætlað að vera vettvangur kvenna til að halda messur og iðka kvennaguðfræði og er fyrirhugað að halda kvennamessu einu sinni í mánuði í ýmsum kirkjun. í messunni í Kópavogskirkju mun séra Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir skýra út hugmyndir að Kvenna- kirkjunni og séra Agnes M. Sig- urðardóttir predika. Messan er öll- • um opin. (Fréttatilkynning) W SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FlAR STORMJARN í DAG Á KOSTNAÐARVERÐI byggtÖbÖiö I KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.