Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 Fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis Quest for Value fjár- festa eingöngu í skráð- um hlutabréfum - segir fjármálaráðgjafi hjá Oppenheimer GUÐMUNDUR Franklín Jónsson, fjármálaráðgjafi hjá verðbréfa- fyrirtækinu Oppenheimer International í New York, sem rekur hlutdeildarsjóðinn Quest for Value, sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera óánægður með athugasemd Sverris Sverrissonar, hagfræðings hjá Kaupþingi, sem birtist í Morgunblaðinu á þriðju- dag. Sverrir kvaðst þar aðspurður telja að fjárfesting í slíkum sjóði sem Quest for Value er, fæli í sér meiri áhættu en kaup bréfa í hlutdeildarsjóðum sem eingöngu fjárfestu í traustum verðbréfa- fyrirtækjum skráðum í kauphöllum. „Quest for Value íjárfestir aðeins væri að ræða. í traustum hlutabréfum sem skráð eru á verðbréfamarkaði í New York. Ég get til dæmis gefíð upp að fímm stærstu fyrirtækin sem við fjárfest- um í eru Exel Ltd., Federal Home Loan Mortage, Becton Dickinson, Sandoz Ltd. og Progressive Corp., Ohio. Þessi fyrirtæki eru öll skráð á verðbréfamarkaði í New York og þykja mjög traust," sagði Guð- mundur Franklín og vísaði því á bug að um ótrygga fjárfestingu Að sögn Guðmundar er hlutdeild- arsjóðurinn mikið notaður af lífeyr- issjóðum í Bandaríkjunum og Evr- ópu. „Stjómendur þessara lífeyris- sjóða eru að leita eftir ömggri fjár- festingu. Meðal viðskiptavina okkar í Bandaríkjunum má t.d. nefna Líf- eyrissjóð Time Wamer Inc., Lífeyr- issjóð bandaríska læknafélagsins og Lífeyrissjóð starfsmanna New York borgar.“ Islenski dansflokkurinn Islensk verk frum- flutt í Ráðhúsinu Morgunblaðið/Kristinn Ungir skákmenn SKÁKSVEIT íslands í Einstaklingskeppni í norrænni skólaskák ásamt fararstjórum. Keppnin er haldin til skiptis á Norðurlöndunum og að þessu sinni fer hún fram í Asker í Noregi. Norðurlandamót í skólaskák EINSTAKLINGSKEPPNI í norrænni skólskák fer fram þessa dagana í Asker í Noregi. Keppni þessi, sem fer fram árlega, er ein af fjórum árlegum Norðurlandamótum í skólaskák en þau eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Hin þijú mótin eru Norðurlanda- mót fyrir framhaldsskóla-, grunn- skóla- og bamaskólasveitir. í ein- staklingskeppninni er teflt í fimm aldursflokkum og á hvert Norður- landanna rétt á að senda tvo kepp- endur í hvem flokk. Tefldar eru sex umferðir eftir Monrad-kerfi í öllum flokkum. Keppninni lýkur 14. febr- úar. Velgengni Á undanförnum árum hafa íslend- ingar átt vaxandi velgengni að fagna í hinum norrænu skólaskákmótum. Vannst sigur í einstaklingskeppni árin 1991 og 1992 í þremur yngstu flokkunum og sigmðu íslenskir keppendur einnig sömu ár á Norður- landamótum fyrir framhaldsskóla- og barnaskólasveitir. Eftirtaldir skákmenn tefla fyrir íslands hönd: A-flokkur (f. 1973-75) Kristján Eðvarðsson T.R. og Sigur- björn Björnsson S.H., B-flokkur (f. 1976-77) Magnús Örn Úlfarsson T.R. og Hlíðar Þór Hreinsson T.K., C-flokkur (f. 1978-79) Matthías Kjeld T.R. og Arnar E. Gunnarsson T.R., D-flokkur (f. 1980-81) Bragi Þorfinnsson T.R. og Jón Viktor Gunnarsson T.R., E-flokkur (f. 1982 og síðar) Davíð Kjartansson T.R. og Sigurður Páll Steindórsson T.R. Fararstjórar em Ólafur H. Ólafs- son og Ríkharður Sveinsson. Frumvarp um neytendalán til meðferðar á Alþingi Þriðja og síðasta sýning íslenska dansflokksins i Ráðhúsinu verður í kvöld. Sýningin hefst klukkan 20.30 og alls verða flutt fjögur verk. Tvö þeirra, eftir íslenska danshöfunda, verða frum- flutt, hin tvö eru ný. Gæti leitt til lækkun- Fyrsta verkið á dagskránni er „Pas De Six,“ í uppsetningu balltt- meistara íslenska dansflokksins, Alans Howard. Verkið er fyrir sex dansara, auk þess sem nemendur úr Listdansskóla íslands taka þátt í flutningnum, og er samið við tónlist eftir Gazounov. „Milli manna,“ er nafnið á næsta verki sem sýnt verður. Það er nýtt verk eftir Maríu Gísladótt- ur, listdansstjóra íslenska dans- flokksins. Verkið er skrifað fyrir þrjá dansara, við tónlist eftir Nor- man Dello Joio. „Evridís,“ eftir Nönnu Ólafs- dóttur er þriðja verkið í sýning- unni. Það er fyrir fímm dansara og samið við tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Lokaverkið á sýningunni er „Bach svíturnar" eftir William Soleau, samið fyrir átta dansara og var fyrst flutt á hádegissýningu í Ráðhúsinu í gær. ar lántökukostnaðar FRUMVARP um neytendalán sem viðskipta- og efnahagsnefnd Al- þingis hefur til umfjöllunar, miðar, að sögn Vilhjálms Egilssonar, formanns nefndarinnar, að því að tryggja að neytendur séu nægi- lega vel upplýstir um þau lánskjör sem bjóðast á markaði. Slíkt auðveldaði fólki að gera samanburð á sambærilegum grundvelli milli mismunandi lánstilboða, hefði áhrif á samkeppnina og gæti því jafnvel haft áhrif til lækkunar lántökukostnaðar. Vilhjálmur sagði sérstaka áherslu lagða á að fólk væri upplýst um heildar lántökukostnað með því að reikna út sérstaka hlutfallstölu lán- tökukostnaðar sem sýndi heildar- kostnaðinn í einni prósentutölu. „Þar sem' frumvarpið gerir ráð fyrir að settar verði ákveðnar reglur hvemig árleg hlutfallstala kostnað- ar er reiknuð út og hvernig upplýs- ingar um hana eiga að koma fram hlýtur allur samanburður að verða mun einfaldari," sagði Vilhjálmur. Samkvæmt frumvarpinu nær það til lánssamninga sem gerðir eru við lántakanda af hálfu verslana, fram- leiðenda og þjónustuaðila með viss- um undanþágum. Þær eru t.d. veitt- ar ef lánssamningur gildir til skemmri tíma en þriggja mánaða og ef um er að ræða lægri íjárhæð en 15.000 krónur. Frumvarpið nær til lána vegna kaupa á lausafé og þjónustu, svo og almennra neyslulána. Frumvarp- ið tekur jafnt til lánssamninga sem einstaklingur gerir og lögaðili, enda er talið mikilvægt að hér á landi eigi fyrirtæki rétt á upplýsingum í lánsviðskiptum jafnt og einstakling- ar. Þá er í frumvarpinu ákvæði þess efnis að í auglýsingum um lán og lánafyrirgreiðslu skuli gefa upp vexti, lántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Einnig skal lánveitandi gefa upp staðgreiðslu- verð ef hann er líka seljandi vöru eða þjónustu. Uppfylling' EB-tiIskipana Frumvarpið hefur þann tilgang að fullnægja skilyrðum EB-tilskip- ana vegna aðildar íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu. í tilskipun- inni er gert ráð fyrir að neytandinn hafi ætíð, í tengslum við lánssamn- ing, upplýsingar um árlega hlut- fallstölu í prósentum, þ.e. saman- lagðan kostnað vegna lánsins, lýst sem árlegri prósentu sem reiknuð er út samkvæmt sérstakri stærð- fræðilíkingu eftir reglugerð sem við- skiptaráðherra setur. Tilskipunin leiðir einnig að öðru leyti til sam- ræmingar á kostnaðarliðum sem eiga að koma inn í útreikning á hlutfallstölunni. Að sögn Vilhjálms er vinnu. við frumvarpið að miklu leyti lokið, en eftir er að athuga nánar ýmis út- færsluatriði. Viðtökur umsagnarað- ila hafí verið jákvæðar, enda mikið hagsbótamál að neytendur séu upp- lýstir á þennan hátt. Vilhjálmur sagðist eiga von á því að frumvarp- ið næði fram að ganga á vorþingi. --------»-♦ ♦---------- Nemenda- sýning og liðakeppni í dansi NEMENDASÝNING Nýja dans- skólans verður haldin mánudag- inn 15. febi*úar á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 19. Auk nemenda munu Esther og Haukur sýna og einnig Evrópumeistararnir Martin og Alison Lamb. Liðakeppnin verður á milli nem- enda Nýja dansskólans, Dansskóla Jóns Péturs og Köru, Dansskóla Sig- urðar Hákonarssonar og Dansskóla Auðar Haralds. Forsala aðgöngumiða verður í Nýja dansskólanum, Reykjavíkur- vegi 72 í Hafnarfirði, laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. febrúar nk. kl. 12-17 báða daga. Miðarnir verða númeraðir á borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.