Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 38
m.
MUjtG 1/NBlyy)IÐ FQSTUpAfilJK 12. F^BRÚAR 199,3
KRÝSU VÍKURS AMTÖKIN
Vistmenn vinna að
að uppbyggingu skólans
ÍSAL gaf Krýsuvíkursamtökunum nýlega 400 þúsund krónur. Starf-
andi rafvirkjar hjá ÍSAL hafa frá upphafi gefið alla vinnu í sambandi
við raflagnir og aðra rafmagnsvinnu. Segir Snorri Welding fram-
kvæmdastjóri samtakanna að þau standi í mikilli þakkarskuld fyrir
ómælda vinnu sem hafi verið unnin í kyrrþey á undanförnum árum.
Vistmenn Krýsuvíkurskólans unnu sl. haust að lagningu hitaveitu og
fengu til þess aðstoð starfsmanna Hitaveitu Suðurnesja og fleiri aðila.
eins og áður er getið. Allt byggist
þetta þó á því að vistmönnum sé
gerð grein fyrir að ábyrgðin sé þeirra
og engra annarra.
Snorri segir að markmiðið sé að
6 af hverjum 10 séu án vímuefna
fimm árum eftir að meðferð Ijúki,
en dvalartíminn í Krýsuvík er allt
frá sex mánuðum upp í átján mán-
uði.
Þau skemmtu sér vel, f.v. Auður Vigfúsdóttir, Ásta Lárusdóttir, Aðal-
heiður Hjartardóttir, séra Valgeir Ástráðsson og séra Jakob Hjálmars-
son.
COSPER
PIB
COSPER
Ekki taka af þér bindið. Hann gæti vaknað!
Einn þeirra óveðursdaga sem
gengið hafa yfir Suðurland að
undanförnu brutust Soroptimista-
konur á jeppum hlöðnum fjallalambi
og öðru góðgæti til Krýsuvíkur. Til-
gangur ferðarinnar var að bjóða
veiunnurum Krýsuvíkursamtak-
anna, vistmönnum og starfsmönnum
Krýsuvíkurskólans til veislu, en kon-
ur þessar hafa frá upphafi verið
dyggir stuðningsmenn samtakanna.
„Þetta er eiginlega fyrsta hátíð okk-
ar hér í skólanum," sagði Snorri
Welding framkvæmdastjóri samtak-
anna í samtali við Morgunblaðið.
„Hún heppnaðist mjög vel og mikið
var sungið. Við notuðum tækifærið
- og tókum í gagnið stóran sal, sem
nýlokið hefur verið við.“
Aðspurður um hvort þar með
væri búið að taka allt húsnæðið í
notkun svaraði Snorri, að ólokið
væri sjúkradeild og verkmennta-
stofu. Samtökin taka við vímuefna-
neytendum sem hafa ekki í önnur
hús að venda og hafa jafnvel farið
í allt að tíu meðferðir annars stað-
ar. „Hluti meðferðarinnar snýst um
að vistmenn vinni að uppbyggingu
skólans. Þannig höfum við sjálf séð
um alla málningavinnu, flísalagnir
og þess konar störf. Síðastliðið haust
lögðum við einnig hitaveitu með
dyggri aðstoð Hitaveitu Suðurnesja
og fleiri aðila, en við sjáum okkur
alfarið fyrir rafmagni og hita.“
Lífrænt ræktað grænmeti
Snorri segir að ylrækt sé í undir-
búningi. Ætlunin sé að breyta göml-
um refahúsum í gróðurhús og hefja
lífræna ræktun á grænmeti. Fyrst
um sinn verði framleiðslan sennilega
bara fyrir heimilisfólkið, en síðar
standi til að selja grænmetið í versl-
unum. Næsta sumar verða einnig
stunduð landgræðslustörf í sam-
vinnu við Líf og land og Lionsklúbb-
inn Eir.
/
Að bera ábyrgð
Varðandi meðferð vistmanna í
Krýsuvíkurskóla segir Snorri að mið-
að sé við að bæta hugsun, tilfínningu
og hegðun í þeirri röð sem hér er
nefnt. Hann segir að meðferðin
byggist á stuðningi við vistmenn,
þannig að þeir nái tökum á lífinu. I
öðru lagi séu vistmenn námsgreindir
og þeir fái kennslu í lestri, skrift og
reikningi, en flestir eru á aldrinum
20-30 ára og bættu ungir í skóla. í
þriðja lagi sé skylda vistmanna að
vinna að uppbyggingu heimilisins
Kripalujóga
Viitu iæra að þekkja sjálfan
þig betur?
Framhaldsnámskeið fyrir
þá, sem hafa stundað jóga.
Kennari Helga Mogensen.
Jógostöðin Hehnsljós,
Skeifurmi 19, 2. hæó,s. 679181 («. 17-19)
ZANCASTER HYGEA
HÚÐGREINING ( DAG KL. 12-17 Austurstræti 16
Soroptimistakonur í Hafnarfirði hafa verið dyggir stuðningsmenn og
hér má sjá formanninn Ellu Kolbrúnu Kristinsdóttir til vinstri. Mynd-
in sem glittir I bak við hana er eftir myndlistamanninn Gunnar S.
Magnússon en hann hefur gefið samtökunum 27 myndir.
SNYRTIVÖRUR
Hvað veldur svo
mikilli söluaukningu?
Starfsfólk apóteksins á Blöndu-
ósi, þau Sigurlaug Þorsteins-
dóttir, Þór Oddsson apótekari og
Jakobína Kristín Arnlaugsdóttir
unnu til verðlauna fyrir mestu sölu-
aukningu árið 1992 á No7 snyrti-
vörum. Nú er bara spurningin,
hvort Blönduósbúar geri sér ferð í
apótekið til að eiga viðskipti við
blómarósirnar og herramanninn eða
hvort þörfín fyrir að snyrta sig sé
að aukast?
PONIK
leika fyrir dansi
Miðaverð kr. 800
Snyrtilegur
klæðnaður
Matargestir
Mongólían Barbecue:
Matur og miði =
kr. 1.580