Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ i TO3TUDAGUR 1-2. FEBRÚAK Í1993 (87 önnur plön en eilífa ást: ég var búinn að setja kúrsinn á munklífi og popstjörnuferil í útlöndum og Guðrún Sigríður var að endur- byggja gamalst hús á Grímsstaða- holtinu og byggja upp feril sinn sem leikmynda- og búningahönnuður hér heima. Við endurbyggingu hússins naut hún dyggilegrar að- stoðar föður síns og bræðra og það leið ekki á löngu þar til að ættingj- um hennar var orðið tíðrætt um dularfullar mannaferðir þarna seint á kvöldin og snemma á morgnana. Kvöld eitt sat dóttirin í foreldra- húsum meðan ég brá mér í útvarps- viðtal og þegar leið á kvöldið kveikti hún á Rás 2 og fór að hlusta. Þessi skyndilegi áhugi dótturinnar á dæg- urtónlist fór ekki framhjá foreldrum hennar og að lokum varð hún að viðurkenna að röddina í útvarpinu ætti huldumaðurinn af Grímsstaða- holtinu. En þegar allir heimilismeðlimir fóru að leggja við hlustir gerðist það að þáttarstýran hóf að spyija mig af stakri fúlkvennsku út í þann svarta blett á ferli mínum sem lýtur að dægurlagatextagerð. I stað þess að svara heiðarlega og sannleikan- um samkvæmt að afurðir mínar á þessu sviði hefðu verið ómerkilegt rusl því ég væri vita hæfileikalaus þegar ljóðagerð væri annars vegar og að allir mínir tilburðir hefðu verið aðför að íslenskri dægur- menningu svo ekki sé minnst á hámenningu, þá sagðist ég ungur hafa lent í sömu hremmingu og Hallgrímur Pétursson sálmaskáld: Drottinn hefði svipt mig skáldagáf- unni sakir níðskældni, en textarnir hefðu komið á því tímabili meðan ég hefði enn verið að þrjóskast við. — Síðan hefði ég séð að mér og biði núna eftir einhveijum sem segði við mig „upp, upp“, eða eitthvað álíka innblásandi og bryti þannig ísinn. Þegar ég hitti Guðrúnu Sig- ríði síðar um kvöldið sagði hún mér að faðir sinn hefði dæst og fnæst á víxl undir þessari tölu og það hefði mátt heyra að honum litist ekki hætishót á þennan galgopa sem svona glaðbeittur líkti sér við sálmaskáldið. Næstu helgi hittumst við Harald- ur síðan fyrsta sinni. Guðrún Sigríð- ur þurfti að sinna verkefni út í bæ, en ég bauð mig fram í málningar- vinnu móti föður hennar og hugðist þar sanna notagildi mitt og mann- kosti. Ég hafði fram að þessu talið mig liðtækan með pensil og rúllu, en ekkert hefði getað búið mig undir hina akróbatísku hamhleypu, Harald Siguijónsson, sem flaug þarna um svæðið eins og fjölleika- húsmaður með mig másandi í eftir- dragi. Mér var mikið í mun að koma vel fyrir á þessum fyrsta fundi, en vafalaust hefur væntanlegur tengdafaðir minn glott út í annað eftir að hann kvaddi mig síðar um daginn, hvíthærðan og klesstan eft- ir ömurlegustu frammistöðu mál- araferils míns. Nú veit ég ekki hvaða æðri eða óæðri máttarvöld það voru sem tóku sig til og fylktu liði gegn þeirri hugmynd sem ég hafði haft um sjálfan mig sem hagleiksmann sem gæti á örlagastundu orðið liðtækur smiður og væri með verksvit vel yfir meðallagi. — Málningarslett- urnar voru aðeins forsmekkur að því sem koma skyldi: ég gat ekki haldið á glerrúðu án þess að hún spryngi í höndunum á mér, hlaðar af bárujárni hrundu ofan á fíngur og tær og á tímabili var Haraldur reyndar farinn að efast um að ég kæmist í gegnum húsaframkvæmd- irnar í heilu lagi og þóttist helst öruggur um mig þegar ég var send- ur í eldhúsverkin. Og svona gekk þetta lengi. — Því áfjáðari sem ég var í að sanna mig fyrir hinu vestfirska verktrölli, þeim mun sneypulegri varð árang- urinn. Það var oft erfitt að vera innan um Harald og böm hans, því bræðurnir og Guðrún Sigríður höfðu fengið framkvæmda- og verklagnisgenin í arf og það varð fljótt að þegjandi samkomulagi að ég væri best geymdur við að raða bókum upp í hillu eða eitthvað álíka hættulaust. Minnugur viðbragð- anna við frásögninni um hina glöt- uðu skáldagáfu hélt ég aftur af mér við að benda á að áður fyrr hefðu handverk mín vakið athygli og aðdáun, — það var næsta víst að Haraldur hefði grenjað af hlátri við slíkar yfirlýsingar og auk þess hefði það getað rifjað upp hina hrokafullu samlíkingu við sálma- skáldið sem ég hafði ekki enn fund- ið flöt á að afsaka. Á yfirborðinu var ekki hægt að hugsa sér ólíkari menn en okkur tvo. Haraldi féll aldrei verk úr hendi og mætti einatt til okkar eftir vinnu eða um helgar til þess að aðstöða við hveija þá framkvæd sem var í gangi. Undirritaður hafði og hefur helst áhuga á því að eyða tímanum í að stúdera það hvemig aðrir hafa eytt lífi sínu í vitleysu og þegar þessu fylgdi sú líffræðilega brengl- un að heilinn fer helst ekki almenni- lega í gang fyrr en eftir miðnætti og að nóttinni er eytt í lestur miður skynsamlegra bóka var ekki nema von að sitthvað kynni að bera á milli. En það furðulega var að allt- af hélst einhver dularfull gagn- kvæm virðing og við héldum jafn- væginu með mátulegum skammti af sjálfsháði og kurteisum skotum um ótæpilega vinnusemi annars vegar og afbrigðilega bókhneigð hins vegar. Nýr kapítuli í kynnum okkar sem átti eftir að dýpka vináttuna og auka gagnkvæmt traust og virðingu okkar í mijli kom þegar ég, Guðrún Sigríður, tengdaforeldrarnir og móðir mín fórum saman til Túnis þar sem yfirlýst stefna var að slappa af eftir erfiðan og viðburða- ríkan vetur. Þar var kominn nýr Haraldur, — maður sem hafði lagt verkfærin og dagstritið á hilluna, en ekki ákafann og dugnaðinn. Við fórum víða vegu frá Karþagó niður til Sahara og fróðleiksþorsti hans og ferðagleði voru óslökkvandi. Haraldur og Eygló kona hans höfðu um árabil veitt sér þann munað að fara í það minnsta eina langferð á ári og mér varð þarna ljóst að maður sæi ekki Harald í öllu sínu veldi nema á ferðalagi, þegar hann verður launanna varpaði öllum áhyggjum og ábyrgðartilfinningu fyrir borð og leyfði sér að lifa til fulls. Þarna gat ég óvænt komið að nokkru gagni með fróðleiksmolum um þennan heimshluta og sögum af vitleysingum og spekingum svæðisins og mér varð fljótt ljóst að Haraldi þótti skemmtanagildið í beinu hlutfalli við sérvisku þeirra sem um var ljallað. Annað sem sló mig í þessari ferð var hversu mikill- ar virðingar Haraldur naut þegar í stað á meðal þeirra sem við hittum. Nú er það svo að íbúar Norður-Afr- íku hafa aldagamla reynslu í að eiga við evrópska ferðalanga og eru komnir með allt að því yfirnáttúru- legt innsæi á fólk sem gerir mörg- um þeirra kleift að komast að buddu viðkomandi með sem minnstri fyrir- höfn. Það kom aðeins einu sinni fyrir að innfæddur mislæsi Harald. Sveinstauli nokkur, vafalaust byij- andi í greininni, vatt sér að honum með einhveijar vörur og kom með vafasöm viðskiptatilboð. Haraldur horfði á hann með háðskri hluttekn- ingu og sagði síðan blíðlega: „Farðu bara inn í fjós og mokaðu flórinn vinur.“ — Það kann að vera að þessi setning hafi einhvern enduróm sem skilst á arabískum málsvæðum því drengurinn horfði á Harald með óttablandinni virðingu og hvarf síð- an hljóðlega á brott. Hvar sem við komum var eins og fólk sæi í Haraidi bedúínahöfð- ingja og þegar hann dró upp vasa- hnífinn góða og deildi kjötbitum til þakklátra úlfaldahirðanna og þeir ræddu síðan saman um landsins gagn og nauðsynjar á íslensku og arabísku fannst manni líkingin full- komin. Þarna sáum við og upplifðum marga skemmtilega hluti og þegar við vorum á slóðum berba í suður- hluta Túnis og sáum ljóshærð og bláeyg börn að leik varð okkur tíð- rætt um Tyrkja-Guddu og aðra brottnumda Islendinga, en ein- hverra hluta vegna fengu þær sam- ræður ekki eðlilegt niðurlag þannig að Hallgrímur Pétursson lá enn óbættur hjá garði.. . Tíminn leið og vinskapur okkar og umgengni uxu jöfnum höndum. Það var orðið nokkuð ljóst hvaða verk ég gæti unnið skammlaust og það voru ekki gerðar kröfur um annað. Og ef bókastaflarnir á stofu- gólfinu voru orðnir áberandi háir eftir langa næturvöku tiplaði Har- aldur um á tánum og geymdi bor- vélarnar fram yfir hádegi. Það var síðan fyrir nokkrum árum að við Guðrún Sigríður sátum hjá Haraldi og Eygló um jólin og fórum yfir liðið ár. Ég hafði ein- hverra hluta vegna verið í þó nokk- uð mörgum viðtölum og eins og oft áður misst út úr mér nokkrar stór- karlalegar yfirlýsingar. Þetta barst í tal og Haraldur þagði um stund og sagði svo: „Það er alveg merki- legt með hann Hilmar, eins og hann er rólegur dags daglega, að hann getur látið út úr sér einhveija en- demis þvælu þegar hann fer í við- töl.“ „Maður verður nú að hafa eitt- hvað að segja,“ mótmælti ég mátt- leysislega. „Þú tekur nú stundum fullstórt uppí þig,“ sagði Haraldur. „Eins og með sálmaskáldið?" spurði ég. „Já alveg sérstaklega eins og þetta með Hallgrím Pétursson," svaraði hann glottandi. Þá vissi ég loksins að mér var fyrirgefið. Ég á eftir að sakna allra þessara stunda, kímninnar, manngæskunn- ar og þess að fá ekki lengur að fylgjast með fallegu sambandi hans og sonar okkar Guðrúnar Sigríðar, Óðins Arnar — en þeir afgarnir voru óaðskiljanlegir og það var alla tíð ljóst að Öðni Erni þótti afi sinn mestur allra manna hér í heimi. Hvort sem þarf að reisa hátimbr- aða hörga hinum megin eða fá ein- hvern til að reka smiðshöggið á hina nýju Jerúsalem þá er kominn öflugur liðsauki þar sem Haraldur er. Ég kveð minn ágæta tengdaföður með ást, þakklæti og virðingu. Hilmar Orn. t Elsku faðir minn, sonur okkar og bróðir, ÁRIMI JÓN GUNNARSSON, Túngötu 31, Tálknafirði, verður jarðsunginn frá Stóra-Laugardalskirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Geðverndarfélag íslands. Kristín Heiða Árnadóttir, Gunnar Árnmarsson, Guðbjörg H. Friðriksdóttir, Sigmar Helgi Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Jóna Sigríður Gunnarsdóttir, Maria Björk Gunnarsdóttir. t Ástkær afi og langafi, JÓN GUÐJÓNSSON, elliheimilinu Grund, lést þann 3. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð þann 20. febrúar nk. kl. 14.00 og jarðsett verður í heimagrafreit í Múlakoti í Fljóts- hlíð. Minningarathöfn fer fram í Langholtskirkju þann 19. febrúar nk. kl. 15.00. Halldóra Lilja, Jóna Lilja og Guðlaugur Víðir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, ELÍNBORGAR PÉTURSDÓTTUR, Vestmannabraut 59, Vestmannaeyjum. Jónina Pétursdóttir, Sigri'ður Pétursdóttir. NOTAÐIR BILAR GLOBUS BILAR NOTAÐIR BILAR HER ERU 12 GOÐ DÆMI Peugeot 205 XL hvítur MMC Golont 2000 GLS Chevrolet Monza hvítur Citroén AX 10 blár Ford Bronco XLT svartur Volvo 244 GL Ford Sierra 1600 grænn Ford Orion hvítur SAAB 900i grænn Mazda 626 2000 Toyota Camry GLI brúnn Subaru Sedan 4x4 hvítur '88, 5 gíra, ek. 32 þús. km. markaSsv. kr. 390.000 tilboíS kr. 270.000 '87, sjólfsk., ek. 83 þús. km. marka&sv. kr. 650.000 tilbob kr. 500.000 '88, 5 gíra, ek. 60 þús. km. markaðsv. kr. 490.000 tilbob kr. 320.000 '88, 4 gíra, ek. 50 þús. km. markaðsv. kr. 340.000 tilbob kr. 200.000 '81, sjálfsk., ek. 150 þús. km. markaðsv. kr. 650.000 tilbob kr. 400.000 '81, sjálfsk.,ek. 159 þús. km. markaðsv. kr. 250.000 tilbob kr. 125.000 '87, ek. 100 þús. km. markaðsv, kr. 450.000 tilboð kr. 285.000 '87, ek., 96 þús. km. markaðsv. kr. 470.000 tilbob kr. 320.000 '86, beinsk., ek. 114 þús. km. markaðsv. kr. 660.000 tilboft kr. 515.000 '88, sjálfsk., ek. 102 þús. km. markaðsv. kr. 750.000 tilbob kr. 600.000 '86, ek. 95 þús. km. markaðsv. kr. 630.000 tilbob kr. 400.000 '88, ek. 85 þús. km. markaðsv. kr. 750.000 tilboð kr. 620.000 AÐEINS 20 BÍLAR EFTIR Á ÞESSU FRÁBÆRA TILBOÐI Kaupir þú notaðan bíl í eigu Globus hjá Bílahöllinni í febrúar áttu möguleika á þægilegri helgarferb fyrir tvo á Hótel Örk. Hdgardvöl míÖasl við tvo daga og eina nótt. NOTAÐIR BÍLAR liMII SIMI: 674949 ÞAÐ ER OPK> HJÁ OKKUR: mánudaga ti) (östudaga kl. 9.00 - 18.30 laugardaga kl. 10.30 - 17.00 sunnudaga kl. 13.00 - 16.00 NOTAÐIR BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.