Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 - Próflausir bílþjófar gómaðir LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í fyrrinótt þrjá 15 og 16 ára gamla pilta, sem stolið höfðu bif- reið skömmu áður. Um eittleytið í fyrrinótt var til- kynnt að Saab-bifreið, sem skilin hafði verið eftir utan við hús á Flyðrugranda, hefði verið stolið á meðan eigandinn brá sér inn. Innan klukkustundar tilkynnti lögreglan í Hafnarfirði að bíllinn hefði sést á Vífilsstaðavegi á leið að Flótta- mannaleið svokallaðri. Lögreglubíl- ar, sem voru við eftirlit í austurhverf- um Reykjavíkur, komu til móts við Hafnfirðingana og hjálpuðu þeim að stöðva bíiinn. Tveir þjófanna voru fimmtán ára og sá þriðji sextán. Þeir eru vel þekktir hjá lögreglunni og er for- sprakkinn kunnur fyrir dálæti sitt á Saab-bifreiðum, sem hann hefur oft stolið. í fórum þjófanna voru sterk lyf, þar á meðal morfín, sem þeir sögðust hafa stolið úr geymslu í Vesturbænum. Morgunblaðið/Sverrir ÞRA UTAKONGAR Bankaeftirlitið Svör berast frá lífeyris- sjóðunum 1 Bankaeftirlitinu hafa borist } svör frá mörgum lífeyrissjóðum við fyrirspurnum eftirlitsins um halla sjóðanna. Ragnar Hafliða- ) son, aðstoðarforstöðumaður bankaeftirlitsins, segir að eftir sé að meta svörin en verið sé að vinna að því að rétta af stöðu margra sjóða, t.d. með því að skerða réttindi. Ragnar sagði að verið væri að fara yfir ársreikninga og fjárhags- stöðu sjóðanna samkvæmt trygg- ingafræðilegri útttekt og búið væri að senda mörgum þeirra bréf. Sem dæmi um skerðingu réttinda nefndi Ragnar að þegar sameining lífeyrissjóða á Norðurlandi gengi í gegn yrðu eignir lagðar á móti rétt- indum og því þyrfti væntanlega í sumum tilvikum að rýra réttindi fólks. Sama sagði hann að myndi gilda við formlega stofnun Samein- aða lífeyrissjóðsins. VEÐURHORFUR í DAG, 12. FEBRÚAR YFIRLIT: Skammt NA af Hvarfi er vföáttumikil 955 mb lægö sem hreyfist Ift- iö. Um 1.000 km suður af Hvarfi er vaxandi 996 mb lægö sem hreýfist all- hratt NA og síöan N. Þessi Iægö verður skammt fyrir vestan land siðdegis á morgun. SPÁ: Snemma morguns verður S- og SV átt, kaldi eða stinningskaldi með slydduéljum S og V lands en lóttskýjaö um noröanvert landið. Seint um morg- uninn gengur í vaxandi SA ótt, og um eða uppúr hádegi fer að rigna SV lands með SA stormi eða roki. Síðdegis verður SA hvassviðri eða stormur vfðast hvar á landinu með rigningu S- og V lands en NA- til verður skýjað. Um morg- uninn veröur fremur svalt, en síðan hlýnar, og síðdegis verður hiti á bilinu 3-7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Nokkuð hvöss suðvestanátt með- éljum sunnan- og vestanlands en úrkomulaust eða úrkomulftiö norðaustan- og austanl8nds. Frost 4-6 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðan- og norövestanátt, sumstaðar nokkuð hvöss norðanlands en víðast annars staðar mun hægari. Él um norðanvert landið en annars staðar úrkomulaust. Frost 5-6 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 19.30,22.30. Svarsím! Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. m m Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r f r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * ♦ * * * * Snjókoma V Skúrir Slydduél $ V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 10° Hitastig v Súld = Þoka vindstig.. FÆRÐ A VEGUM: <ki. 17.30? gæo Flestir vegir sem á annað borð eru færir á þessum árstíma eru nú greiðfærir en talsverð hálka er á heiðum og fjallvegum einkum á Vestfjörðum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftiriiti í sima 91-631500 og i grænni línu 99-6315. Vegagerðin. rn / VEÐUR VÍÐA UM HEÍM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 5 hálfakýjað Reykjavik 7 rigning Björgvln 2 súld Helsinki 0 snjókoma Kaupmannahöfn 1 þoka Narssarssuaq +8 snjókoma Nuuk +10 snjóél Ósló 0 súld Stokkhólmur Þórahöfn 7 vantar rigning Algarve 16 skýjað Amsterdam 1 þokumóða Barcelona 14 mistur Bertfn 0 þokumóða Chicago 0 alakýjafi Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 1 þokumóða Glasgow 6 mistur Hamborg 1 þokumóða London 3 mistur Los Angeles 10 skýjað Lúxemborg 0 þokumóöa Madrid 8 rigning Malaga 13 súld Mallorca 15 léttskýjað Montreal 17 léttskýjað NewYork 3 hálfskýjaö Orlando 13 þoka Paris 3 þoka Madeira 17 léttskýjað Róm 14 þokumóða Vín Washington 1 vantar þokumóða Winnipeg +26 hálfskýjað Viðskipta- og samvinnusamningur á milli Plastos og Reykjalundar Allt hráefni í plast- pokum Plastos innlend framleiðsla PLASTOS og Reykjalundur hafa gert með sér viðskipta- og sam- vinnusamning, sem felur í sér að fyrirtækin munu í framtíðinni vinna nýög náið saman. Til þessa hefur Plastos keypt um 30 til 40% af hráefni sínu af Reykjalundi, og annað erlendis frá, en í kjölfar tækni- legrar endurskipulagningar Reykjalundar nú nýverið mun Plastos kaupa allt hráefni sitt af Reykjalundi og leggst þá af innflutningur á allt að 70% af hráefni til framleiðslunna. Samkvæmt upplýsingum Sigurð- ar Oddssonar framkvæmdastjóra Plastos og Páls Pálssonar sölustjóra er samningur fyrirtækjanna mjög víðtækur og fjallar t.d. um fræðslu- streymi, stöðlun, gæðamál. Reykja- lundur hefur endurnýjað allan véla- kost sínn í plastfilmuframleiðslu og á síðastliðnum fiórum árum hefur Plastos einnig endumýjað allan pokavélakost sinn, þannig að fyrir- tækin eru nú mjög vel samkeppnis- hæf við allan innflutning plastpoka. Stefnt er að því að allt plast Plast- os verði innlend framleiðsla. Að sögn þeirra félaga er um að ræða 6 til 10 ársverk, sem bætast við í þessari framleiðslu fyrirtækjanna. Síðustu misseri hefur aukist mjög notkun lítilla plastpoka í verslunum, sem sumir kalla skijáfpoka en aðr- ir hnútapoka, þar sem gjarnan er hnýtt fyrir, þegar varan er komin í þá. Allir slíkir pokar hafa að sögn þeirra félaga verið innfluttir, en Plastos hefur nú hafið framleiðslu á slíkum pokum. Innflutningurinn hefur þegar sýnt viðbrögð við sam- keppni Plastos, þar sem verð á þess- um innfluttu pokum hefur lækkað til muna, en að auki hafa þeir einn- ig styst. Tvær stærðir voru fluttar inn 45 sm pokar og 50 sm pokar. Áhrif samkepnninnar koma nú fram í því að nú er aðallega ein tegund á markaðinum, 45 sm poki. Hin nýja framleiðsla Plastos hef- ur nú verið til reynslu í Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði og sagði Sig- urður að verslunarstjórinn þar hefði rómað pokana og líkað þeir vel. Sigurður Oddsson sagði að við- skipta- og samvinnusamningur Plastos og Reykjalundar myndi u þróast áfram. Framkvæmdastjóri framleiðsludeildar Reykjalundar er Gunnar Þórðarson, en Björn Ást- mundsson er forstjóri fyrirtækisins. Framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar Fjögnr þúsund undir- skriftir hafa safnast FJÖGUR þúsund Hafnfirðingar, 18 ára og eldri, höfðu í gærkvöldi ritað nöfn sín undir áskorun til bæjarstjómar þess efnis að tillit sé tekið til sjónarmiða þeirra bæjarbúa sem vilja að fyrirhuguð stór- bygging við Fjarðargötu falli sem best að umhverfi sínu og verði ekki hærri en þau hús sem fyrir eru á miðbæjarsvæðinu. Einar Már Guðvarðarson, einn forsvarsmanna undirskriftasöfnun- arinnar, sagði að sá fjöldi sem skrif- að hafi undir í gærkvöldi, 4.000 manns, samsvaraði u.þ.b. helmingi þess fjölda sem neytt hefði kosn- ingaréttar í bænum í síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Undirskriftum hefur verið safnað í vikunni með því að ganga í hús og stórmarkaði, auk þess sem listar hafa legið frammi í bönkum, sparisjóðum og bensínstöðvum. Einar Már sagði að söfnuninni lyki eftir helgi en aðstandendur hennar hefðu sett sér það takmark að safna undirskriftum meirihluta kosningabærra bæjarbúa og kvaðst hann telja Ijóst að það næðist, enda virtust 80-90% þeirra sem leitað væri til skrifa á listann. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði við Morgunblaðið að engar undirskrift- ir hefðu enn borist sér í hendur en þegar til þess kæmi fengi málið efnislega meðferð hjá bæjaryfir- völdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.