Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 25
MV 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 25 f)t0rgissiMfiH& Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Gagiikvæmur hagur af sölu umframorku Landsvirkjun og rafveiturnar hafa frá áramótum boðið stórum raforkukaupendum af- sláttarkjör á umframorku, þ.e. raforku, sem er fyrir hendi í raf- orkukerfínu í takmarkaðan tíma, á meðan virkjanir landsins eru ekki fullnýttar. Afsláttarkjörin verða í gildi næstu fimm árin og standa aðeins til boða þeim fyrir- tækjum, sem kaupa meira raf- magn en áður. Umframorkan í raforkukerfmu er 600-700 gígavattstundir, eða sem nemur meira en allri raf- magnsframleiðslu Blönduvirkj- unar. Þessi aukageta er til orðin vegna þess að almenn raforku- notkun hefur aukizt minna en áætlað var þegar hafízt var handa um virkjun Blöndu og nýr orkufrekur stóriðnaður er ekki í sjónmáli. Af þessum sökum „vill Lands- virkjun hvetja til aukinnar nýt- ingar á því rafmagni sem fyrir er í kerfínu og gera þá jafnframt sitt til að örva atvinnulífíð", eins og segir í upplýsingabæklingi Landsvirkjunar um umframraf- magn. Þegar hafa verið gerðir nokkr- ir samningar um sölu umfram- orku til fyrirtækja. ísaga í Reykjavík hyggst auka fram- leiðslu sína á köfnunarefni og súrefni og Kaupfélag Skagfírð- inga kaupir viðbótarrafmagn til kjöt- og mjólkurframleiðslu. Þá nota garðyrkjubændur í Hvera- gerði og víðar umframrafmagn til að lýsa upp gróðurhús sín. Þannig geta þeir ræktað græn- meti og blóm allan ársins hring og standa betur að vígi í sam- keppni við innflutning. Allt eru þetta dæmi um að með ódýrara rafmagni sjá menn sér fært að framleiða meira og innlent atvinnulíf styrkist. Um leið fá Landsvirkjun og rafveit- urnar tekjur fyrir rafmagn, sem ella hefði verið ónotað og engum til gagns. Hins vegar hefur enn sem komið er ekki verið samið um sölu á nema litlum hluta umframorkunnar. Nú í vikunni á að heija störf nefnd á vegum iðn- aðarráðuneytisins, sem kanna á möguleika á að nota rafmagn sem orkugjafa loðnubræðslna í stað svartolíu. Þar liggja gífur- legir möguleikar. Loðnubræðsl- urnar nota árlega orku, sem sam- svarar 600 gígavattstundum, eða allri orku Blönduvirkjunar. í með- alári er olíunotkun loðnubræðsin- anna 10% af allri olíunotkun í landinu og gjaldeyriskostnaður þjóðarbúsins af olíubrennslunni er um 250 milljónir króna. Ef notað væri rafmagn til bræðsl- unnar myndu auðlindir landsins nýtast mun betur en nú er. Ýms- ar hindranir eru hins vegar á vegi þess að loðnubræðslumar geti notað rafmagn til framle iðslu sinnar. Bæði getur þurft að gera breytingar á raforkudreifí- kerfínu og kostnaðarsamt er að breyta verksmiðjunum. Þá hefur olíuverð verið lágt undanfarið og hagkvæmara að brenna olíu en kaupa rafmagn á venjulegu verði. Allra leiða hlýtur að verða leit- að til þess að nota megi raforku frá fallvötnum íslands í sem allra mestum mæli til innlendrar fram- leiðslu. íslenzk atvinnufyrirtæki hagnast og eins hlýtur það að vera kappsmál Landsvirkjunar að láta ekki hundruð gígavatt- stunda, sem koma frá virkjunum í eigu þjóðarinnar allrar, renna ónotuð um raforkukerfið. Minni hags- munir o g meiri í EES Evrópubandalagið hefur tekið upp kröfur Spánveija og annarra Suður-Evrópuþjóða í við- ræðunum við EFTA-ríkin um aðlögun samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið að brott- falli Sviss úr hópi samningsríkj- anna. EB fer nú fram á að EFTA- ríkin sex, sem samþykkt hafa samninginn, skipti á milli sín 11,4 milljarða króna framlagi Svisslendinga í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki Evrópubandalags- ins. Taki EFTA-ríkin þessa greiðslu á sig þurfa íslendingar að greiða um 100 milljónir króna, eða 20 milljónir á ári næstu fímm árin, til viðbótar fyrra framlagi. Segja má að það sé ekki stór- mannlegt af Evrópubandalaginu að selja EFTA-ríkjunum þannig aðgang að markaði sínum, eftir að samningur lá fyrir. Það getur tæplega talizt sanngjamt að önn- ur EFTA-ríki beri ábyrgð á ákvörðun Svisslendinga að taka ekki þátt í Evrópska efnahags- svæðinu. Hins vegar bendir flest til þess að EFTA-ríkin gangi að þessari kröfu. Eins og Bjorn Tore Godal, viðskiptaráðherra Noregs, lét um mælt, þá er ekki hægt að stefna EES-samningnum í hættu fyrir smápeninga. Tuttugu milljónir króna eru ekki há upphæð þegar litið ér á ríkisútgjöld íslendinga í heild. Og þær eru smápeningar þegar litið er til þeirra gífurlegu tæki- færa, sem EES-samningurinn hefur upp á að bjóða. Við getum ekki beðið öllu lengur eftir þess- um samningi, vegna þess að hann er sú leið, sem við eygjum nú helzt til meiri hagvaxtar og aukn- ingar útflutningstekna, sem get- ur skipt hundruðum eða þúsund- um milljóna króna. Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Bolungarvíkurdrungi ÞAÐ er af skiljanlegum ástæðum sem ákveðinn drungi er yfir Bolungarvik þessa dagana. Bolvíkingar bíða nú í mikilli óvissu þess að héraðsdómari Vestfjarða ákveði hvort hann framlengi greiðslustöðvun Einars Guð- finnssonar hf. eða ákveði að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Hver sem niðurstaða hans verður liggur fyrir að óvissan um framtiðina og drunginn sem henni fylgir mun enn um hríð hijá Bolvíkinga. Gjaldþrot EG blasir við FORSVARSMENN Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungar- vík hafa undanfarnar vikur gert hvað þeir geta til þess að tryggja framtíðarrekstur fyrirtækisins, með það að markmiði að ná viðunandi nauðasamningum við lánar- drottna sína. Skuldir EG eru nú nálægt því að vera hálf- ur annar milljarður króna, en á haustdögum voru þær um 1,3 milljarðar króna. Síðan hafa dráttarvextir á gjald- föllnum skuldum enn hækkað, áhrif gengisfellingarinnar í haust sagt til sín, svo og hækkun Bandaríkjadollars. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Greiðslustöövun fyrir- tækisins rennur út í dag. Fyrirtækið leitar eftir nauðasamningum. Greiðslustöðvun EG rennur út í dag. Héraðsdómari Vest- fjarða, Jónas Jóhannsson, mun fá í hendur öll gögn frá tilsjónar- manni EG, Sigmundi Hannessyni, bæjarstjórn Bolungarvíkur og Byggðastofnun fyrir dómþingið í dag. Þess er vænst að héraðsdómarinn muni taka sér einhvem tíma til þess að yfírfara gögnin áður en hann kveð- ur upp úr með það hvort hann fram- lengi greiðslustöðvun fyrirtækisins. Taki h'ann ákvörðun um framleng- ingu er það í hans valdi að ákveða hvort fyrirtækið fær þriggja mánaða greiðslustöðvun í viðbót eða hvort hann veitir greiðslustöðvun til skemmri tíma, viku eða hálfs mánað- ar í senn, sem hann myndi svo fram- iengja hvetju sinni, ef honum sýndist svo. Vilja minnka skuldir um 550 til 600 milljónir Markmið fyrirtækisins eru sögð vera þau að með því að leita nauða- samninga við lánardrottna náist að bæta lausafjárstöðu fyrirtækisins, auka hagræðingu og afla nýs áhættufjár, hlutafjár. í frumvarpi að nauðasamningum, sem forsvarsmenn EG kynntu helstu lánardrottnum sín- um á fundi í Bolungarvík á mánudag- inn var, kemur fram að fyrirtækið býðst til þess að greiða 25% þeirra skulda sem hvort eð er myndu tapast við gjaldþrot, ýmist vegna þess að veðrétturinn er einskis virði eða vegna þess að engin veð eru að baki lánunum. Stjóm EG miðar við það í áformum sínum, að með nauðasamn- ingum falli lánardrottnar fyrirtækis- ins frá 75% krafna, sem ótryggar eru eða hafa engin veð að baki, og þann- ig lækki skuldir fyrirtækisins um 550 til 600 milljónir króna alls. í áætlun- um fyrirtækisins er ráðgert að ef nauðasamningar takast greiði fyrir- tækið lánardrottnum 25% af hinum ótryggu skuldum á næstu átta mán- uðum. Samkvæmt frumvarpi að nauðasamningum myndu 12,5% slíkra skulda greiðast tveimur mán- uðum eftir staðfestingu nauðasamn- ingsins og átta mánuðum eftir stað- festinguna greiddust önnur 12,5%. Þeir sem féllust á að fá ekki greiddar skuldir sínar, heldur væru reiðubúnir að breyta þeim í hlutafé, fengju hluta- bréf fyrir. jem svarar 40% skuldanna. Hlutafé verði aukið Stjórn Byggðastofnunar kom sam- an til fundar sl. þriðjudag, þar sem afstaða var tekin til erindis EG eins og greint var frá hér í blaðinu á mið- vikudag. Guðmundur Malmquist for- stjóri Byggðastofnunar sagði að lokn- um fundinum á þriðjudag að stofnun- in fyrir sitt leyti samþykkti að taka þátt í nauðasamningi við Einar Guð- finnsson hf. í Bolungarvík, á þann veg að veðlán tryggð í skipum verði fyrir utan nauðasamning, enda séu þau að fullu tryggð, en kröfur vegna veðlána í frystihúsi verði flokkaðar sem almennar kröfur og lækki í sama hlutfalli og þær kröfur, en rætt er um að almennar kröfur verði færðar niður um 75%. Guðmundur sagði jafn- framt að afstaða Byggðastofnunar væri háð því að aðrir kröfuhafar tækju þátt í nauðasamningum með sambærilegum hætti og að hlutafé yrði aukið í fyrirtækinu. Þetta þýðir í raun að Byggðastofnun er reiðubúin að flokka lán sem hvíldu á frystihúsi EG að uppgreiðsluvirði um 145 millj- ónir króna sem almennar kröfur og miðað við að fallið yrði frá 75% þeirra krafna, þá jafngilti það því að eftir stæðu sem áhvílandi lán á frystihúsi EG frá Byggðastofnun og Atvinnu- tryggingadeild um 36 milljónir króna. Það kemur svo til kasta þeirra Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra og Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra að fíalla um tillögur stjórnar Byggðastofnunar og taka afstöðu til þeirra og er líklegt að þeir muni fall- ast á tillögur stjórnar Byggðastofn- unar, svo fremi sem aðrir lánardrottn- ar EG fallast á nauðasamning. Erfið staða lánardrottna Raunar er talið að lánardrottnar EG, þar sem Landsbankinn er einn hinna stærri, séu í erfiðri stöðu þegar kemur að afgreiðslu á beiðni EG um nauðasamninga. Ástæðan mun fyrst og fremst vera sú að engum lánar- drottnanna, hvort sem þeir heita Landsbanki íslands, Byggðastofnun, Fiskveiðasjóður eða Bolungarvíkur- bær, er kærkomin tilhugsun að taka af skarið og segja einfaldleg nei við erindinu þótt þeir hinir sömu telji endurreisn fyrirtækisins vonlitla, því þar með væru þeir búnir að taka ákvörðun um gjaldþrotaskipti EG eða með öðrum orðum að taka að sér hlutverk refsivandarins, sem ekki mun svo ýkja eftirsóknarvert í þess- um efnum. Landsbankinn telur að ef EG verði gjaldþrota, þá geti bankinn tapað ein- hvers staðar á milli 70 og 100 milljón- um króna, en hann telur sig eiga örugg veð fyrir liðlega 300 milljónum króna. Landsbankinn mun því ekki eiga svo mikið í húfi, hvað varðar viðskipti hans við EG þvi hann á góð veð í skipum félagsins og er þar á undan Byggðastofnun og Atvinnu- tryggingadeild. Auk þess eru afurða- lán EG í Landsbankanum öll með öruggum veðum, en þau mun losa 100 milljónir króna nú. Bankinn hefur samkvæmt mínum upplýsingum þegar skrifað Sigmundi Hannessyni tilsjónarmanni með búi EG bréf, þar sem afstöðu bankans er lýst. Samkvæmt þeim upplýsingum er það mat bankans að ekkert hafí komið fram í áætlunum félagsins, sem gefi til kynna, að eftir nauða- samninga í þá veru sem fyrirtækið sækist eftir, verði fyrirtækið rekstrar- hæf eining, sem geti staðið undir sér. Sigmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert í bréfínu gæfi tilefni til þess að álykta að Landsbankinn væri andvígur fram- lengingu greiðslustöðvunar. Ekki sé þar með sagt að Landsbankinn lýsi yfir samþykki sínu um að ganga að nauðasamningum. Hvert er fordæmisgildið? Tvennt er það sem gerir það að verkum, að miklar efasemdir eru uppi um að Landsbankinn muni sam- þykkja nauðasamninga í þá veru sem fyrirtækið undirbýr nú. I fyrsta lagi hlýtur bankinn, sem er með um 70% sjávarútvegsfyrirtækja í landinu í við- skiptum, að hugleiða af fullri alvöru hvers konar fordæmi væri verið að gefa öðrum viðskiptavinum bankans í sjávarútvegsgeiranum, sem eiga í greiðsluörðugleikum. Bankinn hlýtur að íhuga hvort aðrir viðskiptavinir kæmu ekki í kjölfar slíkrar samþykkt- ar og færu fram á greiðslustöðvun og í framhaldi hennar, nauðasamn- inga í þessa veru. í öðru lagi hlýtur bankinn sem aðalviðskiptabanki EG að reyna að leggja á það blákalt mat, hvort EG verður það, sem heitir rekstrarhæf eining, eftir slíka nauða- samninga. Samkvæmt upplýsingum innan úr Landsbanka eru menn þar á bæ þeirrar skoðunar að svo verði ekki, og vanti raunar talsvert á. Raunar mun það ekki vefjast fyrir Landsbankanum, ekki fremur en Byggðastofnun, að. vera reiðubúinn til þess að afskrifa 75% af þeim skuld- um, sem hvort eð er væru tapaðar, ef til gjaldþrots kæmi. Það er einfald- lega ekki spurning um þá fjármuni, sem mun vefjast fyrir Landsbanka- mönnum, heldur þær tvær spumingar sem hér voru reifaðar að framan: Hvaða fordæmisgildi hefði slík ráð- stöfun og væri EG fært um að standa undir eigin rekstri eftir slíka nauða- samninga. Þótt Landsbankinn sé með jafn- stóran hluta sjávarútvegsfyrirtækja í viðskiptum og raun ber vitni, þá nema þau viðskipti þó ekki nema 18%-20% af heildarviðskiptum Landsbankans. Sjávarútvegsviðskiptin í Landsbank- ajnum eru til dæmis mun minni en einstaklingsviðskipti Landsbankans. Engu að síður hlýtur bankinn að hugsa sinn gang vandlega áður en hann tekur einhveija þá ákvörðun í samskiptum við einstök sjávarútvegs- fyrirtæki, sem kynni að hafa þær afleiðingar í for með sér, að þorri fyrirtækja úr greininni færi fram á samskonar afgreiðslu bankans sér til handa. Ekki sannfærðir um að nauðasamningar dugi til Forsvarsmenn EG munu ekki endi- lega vera sannfærðir um að með nauðasamningum sem þessum verði fyrirtækið rekstrarhæf eining. Miklu fremur munu þeir telja, að takist fyr- irtækinu að minnka skuldahalann um 550 til 600 milljónir króna og koma skuldunum niður fyrir einn milljarð króna, þá sé fyrirtækið komið í svip- aða skuldastöðu og svo fjölmörg önn- ur fyrirtæki í greininni. Eða með öðrum orðum, þannig verði hægt að líta svo á að skuldir fyrirtækisins og eignir standist nokkum veginn á. Nái fyrirtækið þessu markmiði kann að vera að forsvarsmenn þess telji að skapast hafí grundvöllur til þess að ræða samstarf og/eða sameiningu við önnur útgerðarfyrirtæki í nágranna- byggðarlögum Bolungarvíkur. Það er kannski erfítt að leggja raunhæft mat á verðmæti eigna EG, en líklega má áætla að nálægt 850 milljónir króna standi að baki skipum félagsins og um 3.500 þorskígildis- tonna kvótaeign. Þar eru hin raun- verulegu verðmæti í búi EG. Fisk- veiðasjóður á fyrsta veðrétt í frysti- húsi félagsins og rækjuverksmiðju, en hvort hægt sé að tala um raun- verulegar eignir þar er svo annað mál, því eignimar verða með öllu verðlausar ef skip og kvóti hverfa úr byggðarlaginu. Ákvörðunin í höndum héraðsdómarans Gögn þau sem tilsjónarmanni bús- ins hafa borist í málinu frá Byggða- stofnun og Landsbankanum og yfír- farin voru á fundi í Bolungarvík síð- astliðinn mánudag, auk nýrra gagna frá Landsbankanum í gær, verða svo lögð fyrir Jónas Jóhannsson héraðs- dómara Vestfjarða fyrir dómþingið í dag — gögn sem hann mun síðan leggja til grundvallar, þegar hann ákveður hvort hann framlengir þann greiðslufrest sem fyrirtækið hefur og rennur út í dag, um þijá mánuði, eða ákveður að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Jónas sagði á mið- vikudaginn að hann ætti von á því að þurfa að taka sér nokkurn tíma til þess að yfirfara öll gögn og meta, áður en hann tæki ákvörðun. Hann kvaðst eiga von á þvf að þurfa a.m.k. eina viku til þess að yfírfara málið. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík hefur síðustu daga verið staddur hér í Reykjavík. Hann sagði áður en hann hélt aftur vestur síðdeg- is í gær: „Við höfum átt viðræður við forsvarsmenn EG og heyrt þeirra viðhorf. Við höfum einnig rætt við Landsbankann og létum fulltrúa hans fá ákveðna áætlun bæjarstjórnarinn- ar til þess að líta á áður en bankinn afgreiðir málið endanlega frá sér.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem aflað var síðdegis í gær gengu for- svarsmenn EG og Bolungarvíkurbæj- ar á fund Landsbankamanna í fyrra- dag, þar sem reifaðar voru tillögur þess efnis, að bærinn yfirtaki togara EG og stofni um rekstur þeirra sjálf- stætt útgerðarfélag, en frystihúsið og rækjuverksmiðja EG verði áfram í eigu EG. Forsvarsmenn EG telja að við framkvæmd þessara tillagna hefðu skuldir EG lækkað um 1.200 milljónir króna. Bærinn hefði yfirtek- ið togarana á 800 til 850 milljónir króna og aðrar skuldir hefðu lækkað vegna nauðasamninga, ef aðrir lánar- drottnar hefðu samþykkt það sem Byggðastofnun hefur þegar fyrir sitt leyti samþykkt. Eftir hefði staðið rekstrarhæf eining að mati þeirra EG- manna, því þeir hefðu haft frystihús- ið og rækjuverksmiðjuna áfram í fyr- irtækinu og í áformum þeirra og bæjarins var gert ráð fyrir því að togaramir myndu leggja upp hjá frystihúsi EG. Samkvæmt sömu upp- lýsingum munu þessar nýju tillögur ekki hafa hlotið neinn hljómgrunn í Landsbankanum og var í gær afráðið í bankanum að fallast ekki á þær. Því mun bankinn ekki breyta á nokk- um hátt þeirri afstöðu sem fram kem- ur í ofangreindu bréfí, sem kynnt var í Bolungarvík sl. mánudag. Uggandi um framtíð byggðarlagsins Eins og gefur að skilja em heima- menn í Bolungarvík uggandi um framtíð byggðarlagsins. Bolungarvík- urbær hefur lánað verulegar upphæð- ir til fyrirtækisins, en samkvæmt mínum upplýsingum hefur stöðugt fjarað undan veðum bæjarins í eign- um EG. Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri í Bolungarvík var þeirrar skoð- unar þegar snemma á síðasta ári að Atvinnutryggingadeild yrði annað- hvort að afskrifa lán sín hjá fyrirtæk- inu eða þá að breyta því í víkjandi lán til sveitarfélagsins, sem hefði þannig orðið eignaraðili að fyrirtæk- inu. Þessar hugmyndir um vísi að bæjarútgerð í Bolungarvík fengu ekki hljómgrunn þá, hvorki hjá stjómvöld- um né Byggðastofnun, og er ólíklegt að nokkur hugarfarsbreyting hafí orðið í þeim efnum. Heimamönnum er það auðvitað fyrst og fremst kappsmál að atvinnuöryggi verði áfram tryggt á staðnum, en miðað við stöðu mála nú hjá EG og sam- skipti fyrirtækisins við lánardrottna sína er ljóst að enn um hríð verða Bolvíkingar að bíða í óvissu um fram- tíð sína. EB gerir óbreytt framlag í þróunar- sjóð að skilyrði fyrir gildistöku EES Utanríkisráðherra segir síðustu for- vöð að semja nú JÓN Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra segir að síðustu forvöð að ná samkomulagi um breytingar á EES-samningnum séu síðla í þessum mánuði eigi samningurinn að geta tekið gildi á miðju ári. Evrópubanda- lagið krefst þess nú að EFTA-ríkin skipti með sér framlagi Svisslendinga í þróunarsjóð fátækra EB-ríkja. Jón Baldvin' segir að menn verði að meta hvort vegi þyngra greiðsla í sjóðinn eða hætta á að samninguriqp, fari forgörðum. „Af íslands hálfu hefur aðalsamn- ingamanni okkar, sem situr við samn- ingaborð á móti Evrópubandalaginu, einfaldlega verið sagt að hann hafí sveigjanleika til að ná samningum," sagði Jón Baldvin. Hann sagði ljóst að ef gera ætti eingöngu tæknilegar breytingar á samningnum, eins og hann stæði, væri það svo að hin sam- eiginlega samningsupphæð, sem EFTA-ríkin ættu að greiða, væri til- greind i samningnum. „Það erum því við, sem þurfum að sækja á um breyt- ingar,“ sagði utanríkisráðherra. Lagt mat á hvort vegur þyngra „Við gerum okkur ljóst að einhvem tímann í lok mánaðarins eru seinustu forvöð, ef takast á að láta þennan samning taka gildi um mitt árið. Menn hafa að sjálfsögðu lagt mat á það, hvort vegur þyngra, meiri peninga- greiðslur í þróunarsjóðinn á þessu fímm ára tímabili eða frestun á gildistöku í eitt ár, að ég tali nú ekki um hættuna á að þessi samningur fari einfaldlega forgörðum," sagði Jón Baldvin. Er hann var spurður hvort hann væri sammála viðskiptaráðherra Nor- egs, Bjom Tore Godal, um að ekki mætti hætta á að missa EES-samn- inginn vegna smávægilegrar peninga- upphæðar sagði Jón Baldvin að hver og einn gæti metið það fyrir sig. „Ef við ættum að greiða fullan hlut okkar af framlagi Svisslendinga þýddi það um 20 milljónir króna á ári til viðbót- ar,“ sagði Jón Baldvin. I norska blaðinu Aftenposten segir að Finnar séu nú eina EFTA-ríkið, sem ekki vilji fallast á að greiða súp* skerf af framlagi Sviss til þróunar- sjóðsins. Aðspurður hvort hann teldi að önnur EFTA-ríki myndu beita Finna þrýstingi sagði Jón Baldvin að það yrði að vera mál formennsku- landsins Svíþjóðar að fá umboð aðild- arríkjanna til að ná samningum. Fimm ára fangelsi fyr ir manndrápstilraun HÆSTBRÉTTUR staðfesti í gær 5 ára fangelsisdóm Guðjóns St. Marteins- sonar héraðsdómara yfir Gunnlaugi Þór Briem, 23 ára manni, sem skaut af markbyssu upp í munninn á öðrum manni og skaut síðan tveimur skotum út um glugga í átt að tveimur sjúkraflutningsmönnum og lækni. Atburðurinn átti sér stað hinn 12. mai síðastliðinn á lieimili Gunnlaugs vð Mávahlíð í Reykjavík. Honum sinnaðist við gest sinn, 25 ára mann, og beindi að honum ein- skota markbyssu til að koma honum út úr húsinu. Hann skaut úr byssunni upp í munninn á manninum, svo kúlan hafnaði í vinstri kinn, en fór síðan út um eyrað og tætti þar eymabijóskið. Skaut á lækni og sjúkraliða Þegar sjúkrabíll kom á vettvang sat hinn slasaði á tröppum hússins. Hann brást illa við afskiptum brunávarð- anna og læknis. Á meðan brunaverð- imir voru að tala um fyrir honum að koma inn í sjúkrabílinn skaut Gunn- laugur tveimur skotum úr markbyss- unni út um glugga á íbúð sinni. Hann gafst síðan upp fyrir lögreglu eftir umsátur víkingasveitarinnar um hús- ið., í niðurstöðum Hæstaréttar er fallist á með Guðjóni St. Marteinssyni hér- aðsdóma að refsa beri manninum fyr- ir tilraun til manndráps og fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu annarra í augljósan háska. Refsing hans þótti hæfílega ákvörðuð í héraðsdómi fimm ára fang- elsi, en til frádráttar kemur gæslu- varðhald frá 14. maí sl. Að auki vqr honum gert að greiða manninum seifo* hann skaut 300 þúsund krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta, og að greiða allan sakarkostnað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Hrafn Bragason, Pétur Kr. Haf- stein og Ólöf Pétursdóttir dómstjóri og Stefán Már Stefánsson prófessor auk Hjartar Torfasonar hæstaréttar- dómara sem skilaði sératkvæði og taldi hæfílega refsingu 4 ára fangelsi. Vegurinn um Hólsfjöll og Möðrudalsöræfí mok- aður einu sinni í viku HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra tók í gær ákvörðun um að vegur- inn milli Mývatnssveitar og Jökuldals um Hólsfjöll og Möðrudalsöræfi verði mokaður einu sinni í viku, en mokstrinum þó hagað á þann hátt að flutningabílum gefist svigrúm til að fara fram og til baka. Að sögn Halldórs er þessi ákvörðun tekin með þeim fyrirvara að ekki verði því- líkt fannfergi að þetta reynist óframkvæmanlegt og sé þetta því til reynslu, en ásetningur hans sé sá að halda Ieiðinni opinni. „Fyrir þessari ákvörðun eru þau rök að áætlunarferðir hafa fallið nið- ur sjóleiðina á milli Norður- og Austurlands, en löngum hafa verið þar á milli mikil viðskipti sem verða fyrir veruiegri röskun og rofna jafn- vel alveg ef ekki er haldið uppi viðun- andi samgöngum milli þessara landsfjóðrunga," sagði Halldór. Landleiðinni milli Norðurlands og Austurlands hefur ekki verið haldið opinni aS vetrarlagi hingað til og sagði Halldór að næsta skref yrði að byggja upp veginn á þeim stöðum sem erfiðastir væru. Þar lægi fyrst fyrir að byggja upp veginn frá Búr- fellshrauni á nýja leið sem svo ér kölluð á Mývatnsöræfum, en það er um 11 kílómetra langur kafli. „Síð- an verður að taka ákvörðun um hvar vegurinn muni liggja þegar kemur austur fyrir gömlu Grímsstaði og þá hvort hann verður áfram yfír fjall- garðana eða farið yfir Jökuldals- heiði,“ sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.