Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 48
MORGUNBLADID, AÐALSTRÆT! 6, 101 REYKJAVlK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FOSTUDAGUR 12. FEBRUAR 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Greiðslustöðvun EG í Bolungarvík rennur út í dag
Bæriim vill yfirtaka
rekstur togara EG
Landsbankinn andvígnr slíku og andvígur nauðasamningxun
GREIÐSLUSTÖÐVUN Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík renn-
ur út í dag. Bolungarvíkurbær og EG hafa lagt til við Landsbanka
íslands að bærinn yfirtaki togara EG og stofni um rekstur þeirra
sérstakt útgerðarfélag, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
er Landsbankinn andvígur slíkum hugmyndum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er talið að héraðsdómari
Vestfjarða muni eiga erfitt um vik
að ákveða framlengingu greiðslu-
stöðvunar, þar sem Landsbanki ís-
lands, einn stærri lánardrottna fyr-
irtækisins, hefur bréflega látið þá
skoðun í ljós við tilsjónarmann með
búi EG, Sigmund Hannesson, að
ekkert hafi komið fram í áætlunum
foi-svarsmanna EG um nauðasamn-
inga sem gefi tilefni til þess að ætla
að fyrirtækið verði rekstrarhæf ein-
ing eftir slíka nauðasamninga.
Skulda um 1,5 miHjarða króna
Skuldir EG nema nú um 1,5
milljörðum króna. Tillögur þær sem
kynntar voru af EB og bæjarfulltrú-
um í Landsbankanum í fyrradag
gera ráð fyrir að bærinn yfirtaki
togara EG og stofni um rekstur
þeirra sjálfstætt útgerðarfélag, en
frystihúsið og rækjuverksmiðja EG
verði áfram í eigu EG. Forsvars-
menn EG telja að við framkvæmd
þessara tillagna hefðu skuldir EG
lækkað um 1.200 milljónir króna.
Bærinn hefði yfirtekið togarana á
800 til 850 milljónir króna og aðrar
skuldir hefðu lækkað vegna nauða-
samninga. Eftir hefði staðið rekstr-
arhæf eining að mati þeirra EG
manna, því þeir hefðu haft frysti-
húsið og rækjuverksmiðjuna áfram
í fyrirtækinu og í áformum þeirra
og bæjarins var gert ráð fyrir því
að togaramir myndu leggja upp hjá
frystihúsi EG. Samkvæmt sömu
upplýsingum munu þessar nýju til-
lögur ekki hafa hlotið neinn hljóm-
grunn í Landsbankanum og var í
gær afráðið í bankanum að fallast
ekki á þær. Því mun bankinn ekki
breyta á nokkurn hátt þeirri afstöðu
sem hann hefur þegar lýst bréflega.
Sjá ennfremur Af innlendum
vettvangi á miðopnu.
Mest af síldinni sem veiðst hefur á vertíðinni hefur farið í bræðslu
Fá ekkí sfld upp í samninga
ILLA gengur að fá síld til vinnslu í salt
og frystingu upp í samninga. Um 108 þús-
und tonn hafa borist á land af síld en
mest af henni farið í bræðslu. Gylfí Þór
Magnússon hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna segir að markaðshorfur séu góðar
—#yrir unna síld og sé brýnt að meira af
síld fari í frystingu og söltun á næstu ver-
tíð, því þannig mætti auka framleiðsluverð-
mætið verulega. Búið er að salta í rúmlega
60 þúsund tunnur og rúmlega 8 þúsund
tonn hafa verið fryst.
„Miklu munar að tekist hafi að salta upp í
samninga, það eru um 10 þúsund tunnur sem
-• vj.ntar uppá,“ sagði Gunnar Jóakimsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, í samtali við
Morgunblaðið. Að sögn Indriða Kristinssonar hjá
Fiskistofu eru um 12 þúsund tonn eftir af síldar-
kvótanum en veiðitímabilinu lýkur 1. mars. Að-
eins þrír bátar eru að síldveiðum. Um 90 þúsund
tonn af síldinni á vertíðinni hafa farið í bræðslu.
Saltað hefur verið í 60.500 tunnur á vertíð-
inni, þar af 20 þúsund tunnur af síldarflökum,
að sögn Kristjáns Jóhannessonar, söltunarstjóra
hjá Sfldarútvegsnefnd.
Góður markaður
fyrir frysta síld
„Á okkar vegum er búið að frysta um 6.300
tonn af síld og er það liðlega þúsund tonna aukn-
ing frá í fyrra,“ sagði Gylfí Þór Magnússon, fram-
kvæmdastjóri markaðsmála hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna. „Mikilvægt er að fyrir næstu
síldaivertíð megi takast að tryggja meira hráefni
til vinnsiu í frystingu og söltun og munum við
óska eftir stuðningi sjávarútvegsráðuneytis við
það.
Samningagerðinni núna var hagað eftir því
hvernig vertíðin gekk, fyrirframsamningar að
nokkru leyti en aðrir samningar gerðir eftir því
sem framleiðslan bauð. Ef okkar framleiðendur
hefðu náð meiri sild til frystingar hefðum við
auðveldlega getað unnið fleiri samninga fyrir þá.“
Að sögn Pálmars Ólafssonar hjá íslenskum
sjávarafurðum hf. hefur gengið illa að fá síld til
frystingar. Um 2.100 tonn hefðu fengist en
hægt hefði verið að selja 6.500 tonn af frystri síld.
HALDA útlendingar áfram að
sækja í styttri ferðir hingað, ódýr-
ari gistingu og samgöngutæki?
Sami fjöldi
notaði 900
millj. minna
GJALDEYRISTEKJUR af ferða-
mönnum lækkuðu um rúmar 900
miHjónir króna á síðasta ári mið-
að við 1991, úr um 12,4 miHjörð-
um króna í um 11,5 milljarða
króna. Þó kom sami fjöldi ferða-
manna til landsins bæði árin.
Þetta kemur fram í grein sem
Magnús Oddsson markaðsstjóri
Ferðamálaráðs ritar í Morgunblaðið
í dag. Magnús segir að þetta eigi
sér m.a. skýringar í gengisþróun
Bandaríkjadals. Einnig hafi orðið
aukning í sölu styttri ferða hingað
miðað við fyrra ár og sé þar um
að kenna háu verðlagi.
Magnús segir þetta minna á að
fjöldi ferðamanna sé ekki hinn eini
sanni mælikvarði á árangur í ferða-
þjónustu fremur en tonnafjöldi úr
sjó í sjávarútvegi.
Sjá bls. C1 og C8.
------»•■♦ ♦---
Margeir efstur
MARGEIR Pétursson hefur nú
forystu á afmælismóti Taflfélags
Árósa. Hann hefur hlotið 5 vinn-
inga eftir sex umferðir.
I gær vann Margeir Danann
Kjeldsen. í öðru sæti á mótinu eru
Sax frá Ungveijalandi og Hector
frá Svíþjóð.
SNORRI Petursson, starfsmaður Iðnþróunarsjóðs, segir að Iðn-
þróunarsjóður og Búnaðarbanki eigi von á að Haraldur Þór Óla-
son, eigandi Furu hf., muni gera tilboð í stálverksmiðjuna í Hafn-
arfirði fyrir mánaðarlok.
Haraldur segir að þessi mál séu
öll í athugun og of snemmt sé að
segja til um hvemig staðið verði
að tilboði. Hefur Hafnarfjarðar-
bær og fleiri aðilar sýnt áhuga á
að taka þátt í að koma stálverk-
smiðjunni í gang á ný. Haraldur
hefur keypt brotajámshaug verk-
smiðjunnar og málmtætara og
segist vonast til að geta hafið
vinnslu brotajámsins til útflutn-
ings í kringum næstu mánaðamót.
Morgunblaðið/Sverrir
Lagfæra málmtætara
JÓN Friðrik Kjartansson, verksljóri starfsmanna sem hafa að undan-
förnu verið að yfirfara málmtætara stálverksmiðjunnar í Hafnarfirði.
Tilboð í smíðum
Samdráttur í „helgarpakkaferðum“
Fólk skipulegg'-
ur sjálft ferðir
Landsbyggðarfólk virðist í vaxandi mæli fremur kjósa að skipu-
leggja ferðir sínar til höfuðborgarinnar upp á eigin spýtur en
taka þátt í svokölluðum pakkaferðum. Færri „helgarpakkagestir"
koma á hótelin en 4,5% aukning var á fjölda farþega í innanlands-
flugi milli áranna 1991 og 1992 að sögn Einars Sigurðssonar, blaða-
fulltrúa Flugleiða. Hann segir að útlit sé fyrir ágætis nýtingu í
febrúar og mars.
Færri gista á hótelum
Starfsmenn þriggja hótela sem
blaðamaður Morgunblaðsins hafði
samband við voru sammála um að
samdráttur hefði orðið milli ára í
gistingum svokallaðra „helgar-
pakkagesta" utan af landi. Þannig
benti Guðríður Halldórsdóttir, hót-
elstjóri á Hótel Lind, á að mun
færri hópar, t.d. starfsfólks fyrir-
tækja og stofnana, kæmu í helgar-
ferðir til borgarinnar en áður og
Grétar Erlingsson í bókunardeild
Hótel Sögu sagði að sér virtist sem
samdráttur væri í fjölda helgar-
gesta utan af landi og frá Norður-
löndunum miðað við árið í fyrra.
Jóhann Sigurólason, móttökustjóri
á Holiday Inn, sagðist hins vegar
hafa orðið var við samdrátt milli
áranna 1991 og 1992 og væri
nýtingin nú svipuð og í fyrra.
Fleiri fljúga
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagðist ekki vera með
tölur tiltækar til að bera saman
sölu pakkaferða milli ára en hann
gerði ráð fyrir að einhver sam-
dráttur hefði orðið á sölunni vegna
efnahagsástandsins í þjóðfélaginu.
Hins vegar sagði hann að 4,5%
aukning hefði orðið á farþega-
fjölda í innanlandsflugi milli ár-
anna 1991 og 1992 og væri það
eflaust lægri fargjöldum og nýrri
flugvélum að þakka. Ennfremur
benti hann á að boðið væri upp á
beint flug til útlanda frá fleiri stöð-
um úti á landi en áður.