Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
37. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 ______PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Kristinn
GEFIÐ t GOGGINN
Samkomulag ríkisstjórnar Suður-Afríku og ANC umdeilt
Buthelezi segist óttast
blóðbað í Suður-Afríku
Jóhannesarborg. Reuter. Daily Telegraph.
Bætir Mossad
magasárið?
FYRRVERANDI njósnari ísraelsku
leyniþjónustunnar Mossad hefur höfðað
mál á hendur fyrrum vinnuveitendum
sínum og krafist skaðabóta fyrir maga-
sár. Hann segir það beina afleiðingu
þeirrar spennu sem starfinu fylgdi er
hann stundaði njósnir fyrir Mossad utan
heimalandsins á árunum 1975-83.
Þvottavél fær
nýtt hlutverk
NÚ FER sá tími í hönd er ferðasalar
bjóða þjónustu sína og kennir margra
grasa þegar valkostirnir eru annars
vegar. í nýjum bæklingi yfir frönsk
sveitasmáhýsi sem gisting er boðin í
segir: „Sainte Barbe. Þvottavél í bíl-
skúrnum, tekur sjö manns.“
Kostnaðarsöm
umferðartöf
REIKNAÐ hefur verið út að það bensín
sem fer forgörðum vegna umferðartafa
í Tókíó kosti jafnvirði 135 miHjarða ís-
lenskra króna. Reiknimeistarar lögregl-
unnar hafa ennfremur fundið út að
samanlagt glatist 2.000 vinnustundir á
dag í umferðinni í borginni.
Hollendingar í
landvinningnm
E.M.H. Hirsch Ballin, dómsmálaráð-
herra Hollands, hefur lagt til að sá vandi
sem Kulborðaeyjar, þijár smáeyjar í
hópi Hollensku Antillaeyja í Vestur-Ind-
íum, hefur skapað Hollendingum verði
leystur með því að innlima þær. Eyjarn-
ar eru ekki taldar geta staðið á eigin
fótum og yrðu 13. hérað Hollands.
Bresk herstöð
boðin til sölu
HERSTÖÐ breska flughersins á Green-
ham Common vestur af London verður
seld. Hún var mikið í fréttum á siðasta
áratug er kjarnavopnum var komið þar
fyrir. Þar var miðstöð baráttu friðar-
samtaka kvenna sem slógu upp tjöldum
meðfram girðingunni sem umlykur
stöðina. Stýriflaugar voru fluttar þaðan
fyrir rúmu ári. Konurnar láta þó ekki
segjast og reka þar enn þrennar tjald-
búðir. íbúum þeirra hefur þó fækkað
en 15 konur búa þar nú.
MANGOSUTHU Buthelezi leiðtogi
Zulumanna í Suður-Afríku sagði í gær
að búast mætti við blóðbaði í landinu
ef stjórn hvíta minnihlutans og Afríska
þjóðarráðið (ANC) reyndu að hrinda í
framkvæmd samkomulagi sem tókst
með þeim í fyrradag um framtíðarsljórn
landsins. Buthelezi sagði að beita þyrfti
hervaldi ef þvinga ætti samkomulagið
upp á íbúa heimalanda Zulumanna,
KwaZulu og Natal.
Cyril Ramaphosa framkvæmdastjóri Af-
ríska þjóðarráðsins skýrði frá sámkomulagi
sem tókst á föstudag milli samningamanna
ríkisstjómarinnar og ANC um stjóm lands-
ins til aldamóta. Samkvæmt því verður
efnt til fijálsra kosninga á næsta ári þar
sem allir kynþættir verða jafn réttháir og
þingið sem þar verður kosið fær það hlut-
verk að ákvarða um skiptingu landsins í
stjórnsýslusvæði og sjálfsforræði þeirra. í
framhaldi af kosningunum tekur þjóðstjórn
svartra og hvítra við völdum til aldamóta.
Samþykki ríkisstjómin og framkvæmda-
stjóm ANC þessa niðurstöðu jafngildir það
því að meirihlutastjóm svartra manna
kemst ekki á í Suður-Afríku fyrr en í byrj-
un næstu aldar.
Með þessu samkomulagi er mtt úr vegi
helstu hindranum sem tafið hafa viðræður
um lýðræðisumbætur í Suður-Afríku sem
á endanum eiga að tryggja öllum þjóðabrot-
um jafnan rétt.
Með samkomulaginu hefur Buthelezi
einangrast enn frekar, en hann hefur viljað
fara aðrar leiðir við að koma á lýðræðisum-
bótum. Hann sagðist mótfallinn því að þing
sem kosið yrði í ólýðræðislegum og óréttlát-
um kosningum, í andrúmslofti ofbeldis og
ógnana, myndi ákveða landamæri og fram-
tíðarstjómskipan landsins. Allar tilraunir
til að virða að vettugi réttmætar óskir íbú-
anna og þvinga upp á þá stjómarfari og
skipulagi sem væri andstætt vilja þeirra
væra dæmdar til að mistakast. Myndu
enda í harmleik og blóðbaði, eins og nýleg
dæmi á alþjóðavettvangi sönnuðu, að hans
sögn, en þar skírskotaði hann til þróunar-
innar í Júgóslavíu.
UNDUR EÐA
UPPSVEIFLA
FRAMTIÐIN
ARA
Þjálfunarmiðstöð
forystumanna
Saknar ekki
sviösljóssins
Guðmundur Guð-
mundsson fór í vík-
ing til Mosfellsbæjar
38