Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 14. FEBRÚAR 1993 EFNI 2 FRETTIR/IIMNLENT Debetkort Kaupmenn greiða ekki kostnaðinn BJARNI Finnsson, formaður Kaupmannasamtakanna, segir að verzlanir muni ekki taka við debetkortum, sem bankar og greiðslukortafyrirtæki hyggjast taka í notkun með vorinu, fyrr en formlegar viðræður hafa far- ið fram við kaupmenn. Bjarni segir að kaupmenn hafi ástæðu til að ætla að verzlunin eigi að greiða hluta kostnaðar af kort- unum og við það muni þeir ekki sætta sig. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna, sagði að forstjóri Visa ís- lands hefði rætt um að vegna de- betkortanna yrði innheimtur helm- ingurinn af því gjaldi, sem verzlan- ir greiða vegna kreditkorta. Það þýddi '/2% í matvöru og rúmlega 1% í öðrum greinum. „Ef verzlunin er látin greiða kostnaðinn mun það hækka vöruverð og þá greiða þeir, sem ekki nota kortin, fýrir hina, sem nota þau. Því er eðlilegast að notendur greiði kostnaðinn," sagði Magnús. Grundarfjörður Skemman söðulbaka RÚÐUR brotnuðu I um tutt- ugu húsum í Grundarfírði i óveðrinu á föstudagskvöld og járnplötur fuku af hluta þaka á þremur húsum. í sum- um húsanna brotnuðu fleiri en ein rúða og tvö hús varð að yfírgefa vegna rúðubrota. Kona skarst af glerbrotum. Mesta einstaka tjónið í Grundarfirði varð á gamalli bárujárnsskemmu sem stendur austast í bænum. Skemman var að leggjast saman undan vindinum og voru þá fengnir menn á þungavinnuvélum til að ýta að og styðja við hana því óttast var að járnið af henni myndi valda skemmdum á öðr- um húsum og slysum á fólki. Skemman er talin nánast ónýt, hún er sliguð í miðju, er nú eins og söðulbaka hestur, að sögn lögreglumanns. Morgunblaðið/Björn Blöndal Tvær veggplötur losnuðu af flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli TVÆR eins metra breiðar veggplötur losnuðu af veggklæðningu hins nýja flugskýlis Flugleiða í óveðrinu á föstudag. Að sögn Einars Sigurðsson- ar blaðafulltrúa Flugleiða var þetta tjón ekki mikið, efni til viðgerða er til og hófust þær strax í gærmorgun. Sem kunnugt er af fréttum fuku þak- plötur af skýlinu í óveðri fyrr í vetur en Einar segir að viðgerð á því tjóni sé lokið og að þakið hafi alveg sloppið í óveðrinu nú. „Húsið er enn á byggingarstigi og þessi endurteknu tjón á því valda okkur áhyggjum," segir Einar. „Hinsvegar er tíu ára ábyrgð á fráganginum við skýlið þann- ig að við erum vel varðir fyrir þessum tjónurn." A myndinni sjást fjúk- andi plötur við flugskýlið og á þeirri innfelldu sést skemmda hornið. Á milli 70 og 80 manns í leit að ungum manni á Völlum Fannst kaldur við Einarsstaðaskóg SJÖTÍU til áttatíu manns tóku Völlum á Fljótsdalshéraði í fyrri fannst á lífi en nokkuð kaldur Maðurinn sem leitað var að er innan við tvítugt, búsettur á Egils- stöðum. Hann tók þátt í þorra- blóti í samkomuhúsinu Iðavöllum á Völlum, skammt sunnan Egils- staða, aðfaranótt laugardags. Fólk á bæjum og í sumarbústöðum í nágrenninu varð vart við manninn gangandi um nóttina og var farið að óttast um hann. Um klukkan fjögur hófst leit sem björgunar- þátt í ieit að ungum manni á lótt og í gærmorgun. Maðurinn im hádegisbilið í gær. sveitin Gró og Hjálparsveit skáta skipulögðu. Auk björgunarsveitar- manna tók fólk úr nágrenninu þátt í henni og þrír menn frá Norðfirði komu til aðstoðar með sérþjálfaða leitarhunda. í gærmorgun fjölgaði leitar- mönnum og til stóð að hefja leit úr lofti vegna þess hvað aðstæður til leitar á landi voru erfiðar í Hjalla- og Einarsstaðaskógi. Þar var djúpur, jafnfallinn snjór. Leitarhundur fann manninn Leitarhundur fann manninn á lífi ofan við Einarsstaðaskóg um hádegisbilið í gær. Var hann orð- inn nokkuð kaldur og var farið með hann á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum til aðhlynningar. Ekki var búið að taka skýrslu af honum þegar Morgunblaðið hafði síðast spumir af málinu eftir há- degið í gær. Erfitt að afla upplýsinga um laun til bótaþeganna EKKERT reglubundið eftirlit er með því að fólk á atvinnuleysisbótum starfi ekki á svæði annars verkalýðsfélags en það tilþeyrir, eða í annarri starfsgrein. Mikið skortir á að hægt sé að samræma upplýsingar sem gætu hindr- að svik. Nýlega varð einstaklingur uppvís að því að þiggja atvinnuleysisbætur hjá einu stéttarfélagi og stunda fulla vinnu í sama sveitarfélagi. Hér var ekki um „svarta“ vinnu að ræða heldur at- vinnu þar sem greiddir voru skattar og stéttar- félagsgjöld til annars stéttarfélags en einstakl- ingurinn þáði bæturnar hjá. Þetta mál upplýstist fyrir tilviljun eftir margra mánaða svindl. Annar einstaklingur mætti reglulega til atvinnuleysis- skráningar og sótti sínar vikulegu bætur allt þar til birtist viðtal og mynd í dagblaði af hinum „atvinnulausa" vegna starfs hans. Þessi tilfelli eru ekki einsdæmi. Erfitt að afla upplýsinga Margrét Tómasdóttur, framkvæmdastjóri At- vinnuleysistryggingasjóðs, segir erfitt að afla upplýsinga um launagreiðslur til bótaþega. Tölvu- upplýsingar um félagsgjöld til verkalýðsfélag- anna eru ekki samtengdar. Allar færslur Atvinnu- leysistryggingasjóðs eru unnar með handvirkum hætti og því ekki tök á að samkeyra upplýsingar um bótaþega og upplýsingar úr tölvukerfum. Eftir að sjóðurinn hefur verið tölvuvæddur kem- ur til greina að óska eftir aðgangi að upplýsing- um um staðgreiðslu skatta, að sögn Margrétar. Þannig fengjust upplýsingar um hveijir væru á launaskrám fyrirtækja í Iandinu. Viðurlög við bótasvikum eru tafarlaus bóta- missir. Ef sá sem sveik út bætur verður raunveru- lega atvinnulaus fær hann engar bætur fyrstu tvo mánuðina. Ef um ítrekað brot er að ræða gildir missir bóta allt að einu ári. Reyndin hefur orðið sú að fólk missir bætur jafn marga mán- uði og það sveik út bætur, auk fyrstu tveggja refsimánaðanna. Svik af þessu tagi fyrnast ekki þannig að ef maðurinn fær atvinnu áður en refsi- tíminn er liðinn, missir hann af bótum ef hann verður seinna atvinnulaus. í undirbúningi eru ný lög um Atvinnuleysistryggingasjóð og má vænta þess að viðurlög við svikum verði hert verulega. Of lítil félagssvæði Óskar Hallgrímsson hjá Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, sagði eina aðhaldið gegn svikum í atvinnuleysisbótakerfinu felast í vikulegri atvinnuleysisskráningu og forgangsrétti félagsmanna verkalýðsfélaga að atvinnu á sínu félagssvæði. Hann telur svik af þessu tagi mjög erfið í minni sveitarfélögum, þar sem allir þekkja alla. Hann segir menn lengi hafa haft grun um að einstaka menn á atvinnuleysisbótum hafi unn- ið „gráa“ eða „svarta“ vinnu. „Menn gera það hvort sem er atvinnuleysi eða ekki,“ sagði Ósk- ar. Hann telur hluta vandans felast í of litlum félagssvæðum verkalýðsfélaganna þannig að menn komist upp með svik í skjóli þess að upplýs- ingar berist ekki á milli félagssvæða. Undur eða uppsveif la? ►Bandarískt efnahagslíf er í upp- gangi um þessar mundir án þess að Clinton hafi gert handtak. En er þetta efnahagsundur eða er ein- ungis tjaldað til einnar nætur?/10 Þjálfunarmiðstöð for- ystumanna ►Framtíðin, félag nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík verð- ur 110 ára á morgun en margir helstu forystumenn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu spor í ræðu- stól Framtíðarinnar./ 14 Sálfræðitryllir ►Laugarásbíó sýnir ný nýjustu mynd Brian De Palma, Raising Cain, eða Geðklofann. Þetta er 21. kvikmynd De Palma og í henni tekst hann að nýju við það sem margir telja hann gera best: sál- fræðilega spennusögu./16 Forystumaður fallinn frá ►í minningú Einars Olgeirsson- ar./18 B w ms SUNNUDAGUR PROFESSORINN MEÐ PENSILINN ► l-28 Prófessorinn með pensilinn ►Hafliði Pétursson eðlisverkfræð- ingur er einnaf yngstu prófessor- um Háskóla íslands. Hann leggur stund á málaralistina í frístundum en hefur meiri trú á Háskólanum sem vísindastofnum en á sjálfum sérílistinni./l Á siglingu með sér- vitringi ►Óttarr Hrafnkelsson er nýlega kominn heim úr siglingu um Karíbahafið sem hann fór í með milljónamæringi frá Hawaii og sérvitringi. Sú för reyndist ekki ánægjan ein./4 í dag ►Markverðir atburðir, sem gerst hafa á þessum degi, 14. febrúar, rifjaðir upp./8 Að finna hjartslátt landsins ►Hafdís Rósa Sæmundsdóttir er skiptinemi í landi kúrekanna./lO Andlitslyfting á Arnar- hóli ►Nú stendur fyrir dyrum breytt skipulag Amarhóls./14 Geymir ómetanleg menningarverðmæti ►Vilhjálmur Knudsen kvik- myndagerðarmaður ræðir um heimildarmyndir þær sem hann og faðir hans, Ösvaldur Knudsen, hafa unnið í 46 ár./16 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 13b Leiðari 22 Fólk i fréttum 18b Helgispjall 22 Myndasögur 20b Reykjavikurbréf 22 Brids 20b Minningar 24 Stjömuspá 20b íþróttir 38 Skák 20b Útvarp/sjónvarp 40 Bíó/dans 21b Gárur 43 Bréf til blaðsins 24b Mannlífsstr. 6b Velvakandi 24b Kvikmyndir 12b Samsafnið 26b INNLENDAR Fí ÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.