Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 10

Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 10
io ' MDRGTJNBEAÐIÐ' STJNKUD‘AGtJR“r4r FEBKÚA'R W' eftir Korl Blöndol í Boston „Góðan dag,“ voru síðustu orð kvæðisins, sem skáldið Maya Angelou orti og flutti þegar Bill Clinton Banda- ríkjaforseti sór embættiseið sinn 20. janúar, og vísuðu til þess að upp væri runninn nýr dagur hérna megin Atl- antsála með fyrirheit um breytta tíma. Ýmislegt bend- ir til þess að bandarískur efnahagur sé nú á uppleið eftir hægagang og aftur- kippi undanfarinna ára og hafa spámenn gengið svo langt að segja að stigin sé fram á sjónarsviðið ný skepna, sem ekkert hagkerfi heimsins fái staðið á sporði. A meðan samdráttur ríkir í Evrópu og Japanar eiga á brattann að sækja eiga Bandaríkjamenn þess kost að hrifsa forystuna í efna- hagsmálum. En málið er ekki svo einfalt. I fyrsta lagi verður að skera úr um það hvort efnahagsbatinn er varanlegur, eða tjaldað er til einnar nætur. Bill Clinton hafði vart verið kosinn þegar greint var frá batamerkjum í efna- hagslífinu. Stuðnings- menn George Bush sögðu súrir á svip að í ljós væri komið að kjósendur hefðu gert glappaskot og vændu §ölmiðla um leið um að liggja á fréttum af batnandi heilsufari sjúklingsins. Víst var að Clinton hafði ekki gert mikið til að koma af stað efnahagsbata því að enn voru tæpir þrír mánuðir þar til hann settist í embætti. Stefnuræðu beðið Clinton hefur nú verið- forseti í 25 daga og enn bólar ekkert á efna- hagsaðgerðum. Stefnuræðu hans á miðvikudag er beðið með eftirvænt- ingu. Þar mun koma í ljós til hvaða aðgerða hann hyggst grípa til að draga úr fjárlagahallanum og auka atvinnu og umsvif fyrirtsgkja. Ýmis atriði eru þegar farin að koma í ljós. Clinton sagði á fundi með 230 forkólfum atvinnulífsins á fimmtudag að hann hygðist Bandarískt efnahags- líf er í uppgangi um pessar mundir án hess að Clínton hafi gert handtak. En er hetta efnahagsundur eða er einungis tjald- að til einnar nætur? leggja til að efsta skattþrep fyrir- tækja verði hækkað úr 34 prósent- um í 36 prósent um leið og hinir hæst launuðu mættu vænta auk- innar skattbyrði. Mega þeir sem þéna meira en 200 þúsund dollara á ári vænta þess að tekjuskattur þeirra hækki úr 31 prósenti í 36 prósent. Á móti fengju fyrirtæki, sem fjárfestu í nýjum búnaði, verk- smiðjum og rannsóknum, auk þeirra, sem Iegðu fé í smærri rekst- ur, skattaívilnanir. „Allir verða að leggja sitt af mörkum,“ sagði Clinton á fundin- um. „En ef þið gerið það munum við öll standa betur að vígi.“ Nú virðist útséð um að Clinton muni standa við það fyrirheit að lækka skatta millistéttarinnar. Allt útlit er fyrir að þeir muni hækka. „Ég myndi segja að allir Banda- ríkjamenn verði beðnir að færa fórnir,“ sagði Robert Reich at- vinnumálaráðherra í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN á fímmtu- dagskvöld og bætti við að hinir auðugustu yrðu að fórna miklu. Helsta ástæðan fyrir því að Clinton hefur nú snúið við blaðinu og hyggst hækka skatta milli- stéttarinnar er sú að nú er búist við meiri fjárlagahalla en áður. Fjárlagahallinn eykst með hverri spá sem gerð hefur verið frá kosn- ingum. Clinton sagði í kosninga- baráttunni að hann hygðist minnka fjárlagahallann um helming á þessu kjörtímabili, en heldur sig nú við töluna 145 milljarða dollara. Fjárlagahallinn vindur upp á síq Fjárlagahallinn margfaldaðist í tíð Ronalds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, og hefur lítið lát verið á. A síðasta fjárlagaári, sem hófst 1. október 1991 og lauk 30. september 1992, var fjárlagahall- inn 290 milljarðar dollara og sá mesti, sem um getur. í stefnuræðu sinni mun Clinton styðjast við tvær spár um það hver fjárlagahallinn verði á næstu árum verði ekkert að gert. Þar er annars vegar miðað við að fjárlagahallinn verði 333 milljarðar dollara á þessu ári og fari upp í 357 milljarða árið 1997. Hins vegar er gengið út frá því að hallinn verði 332 milljarðar á þessu ári og 384 milljarðar árið 1997. Síðasta spá stjórnar Bush fyrir þetta fjárlagaár var 327 milljarða dollara fjárlaga- halli og fjárlagaskrifstofa þingsins spáði því í janúar að hallinn yrði 319 milljarðar árið 1997. Ástæðan-fyrir þessum mun er sú að talnameistarar Clintons ganga út frá því að ekki verði hægt að standa við ákvæði um fjár- veitingaþak, sem kveðið var á um í íjárlögum ársins 1990. Bættur efnahagur ætti að þrýsta á Clinton að ráðast á ijárlagahall- ann. Á hinn bóginn mætti ætla að almenningur sé síður reiðubúinn til að herða beltisólina fyrst ástándið er ekki svo slæmt lengur og letja hann til að glæða efnahagslífið með opinberum framkvæmdum. Ýmsir hafa þó bent á að Clinton virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að efnahagurinn sé á uppleið. „Flestir hagfræðingar segja að misráðið sé að leggja áherslu á hvatann og gera lítið úr niður- skurði fjárlagahallans," skrifar David E. Rosenbaum, blaðamaður The New York Times. „Þeir segja að rétt sé að ráðast til atlögu við hallann þegar vel árar — þegar hægt er að standa af sér skatta- hækkanir og niðurskurð án þess að efnahagurinn hrynji.“ Hann segir stjórnmálamenn líta málið öðrum augum: „Þeir eru þeirrar hyggju að þegar horfur í efnahagsmálum eru slæmar vilji umbjóðendur þeirra allt til vinna til að færa hluti til betri vegar. En þegar fólk hefur komið undir sig fótunum á ný er erfiðara að sann- færa það um nauðsyn þess að leggja á sig óþægindi að nýju.“ Tðlfræði batans En hver er þessi efnahagsbati, sem hagfræðingar segja að eigi að auðvelda Clinton að ráða niðurlög- um fjárlagahallans? Neytendur hafa tekið við sér og pantanir versl- ana á varanlegri framleiðslu — hvers kyns tækjum og iðnaðarvöru, sem að dósamat frátöldum endist — voru níu prósentum hærri í desember en í nóvember og muna menn vart aðra eins aukningu. Hinir svokölluðu „leiðandi hagvís- ar“, sem gefa eiga mynd af efna- hagsástandinu, hækkuðu meira en þeir hafa gert í áratug. Fasteigna- markaðurinn tók ærlega við sér í árslok eftir að hafa verið í lægð um leið og verð á húsnæði hækk- aði víðast hvar í landinu. Bjarstýnin... Markverðasta breytingin er þó, að hyggju Michaels Prowse, sem skrif- ar í breska dagblaðið The Financial Times, framleiðsluaukningin, sem átt hefur sér stað. Framleiðni á klukkstund jókst á síðsta ári um 2,7 prósent eftir að hafa aðeins aukist um hálft prósent að meðal- tali í fimm ár. Þetta er mesta aukn- ing framleiðni í Bandaríkjunum í 28 ár. Þetta segir Prowse að bendi til þess að bandarískum efnahag hafi vaxið fiskur um hrygg og banda- rísk fyrirtæki orðin samkeppnis- hæf. Hann vekur athygli á því að Alan Greenspan seðlabankastjóri sagði þegar hann kom fyrir þing- nefnd fyrir skömmu að ekki væri vitað fyrir víst hvert mætti rekja þessa aukningu, en leiddi að því getum að hún væri að hluta til vegna framfara í tölvuiðnaði, sem ykju afköst á öllum sviðum fram- leiðslu. Einnig vekur athygli Prowse að framleiðni hefur aukist í þjónustu- greinum, sem í Bandaríkjunum nema þremur fjórðu þeirrar upp- hæðar, sem endanlega er krafist fyrir vöru. „Framleiðni jókst al- mennt meira á síðasta fjórðungi síðasta árs en framleiðni í fram- leiðslugreinum, sem gefur til kynna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.