Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 12

Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 Áhrif uppsveiflunnar á íslenskt efnahagslíf BID VERDUR Á BÚBÓT FRÁ BANÐARÍKJUNUM eftir Karl Blöndal ÝMISLEGT bendir nú til þess að bandarískur efnahagur sé að taka við sér, þótt áhöld séu um það hvort hér er á ferðinni varanlegur bati, eða tímabundin uppsveifla í hringferli viðskiptalifsins. Vegna þessa er í auknum mæli horft til Bandaríkjanna í viðskiptum, enda vænlegra að selja til lands, sem hefur öflugan gjaldmiðil og kraftmik- ið viðskiptalíf, en ríki í klóm kreppu. Um leið verður bandarísk vara dýrari á Islandi vegna þess að dollarinn hefur hækkað. Aukin hagsæld I Bandaríkjunum gefur Islendingum von um aukin við- skipti, en á hitt ber að líta að á þeim tveimur sviðum, sem okkur varða mestu, er á brattann að sækja. Bölsýni gætir um horfur i álvið- skiptum út árið og minni hlutdeild íslenskra fyrirtækja á fiskmörkuð- um kemur í veg fyrir að uppgangur Bandaríkjadollara nýtist sem skyldi. að er ekkert vafamál að hafinn er efnahagsbati," sagði Jón Sigurðsson, viðskiptafulltrúi í sendiráði íslands í New York. „Það mun í fyrsta lagi skila sér í styrk- ari stöðu Bandaríkjadollara og í öðru lagi í auknum kaupum á is- lenskri vöru.“ Jón kvað erfitt að benda á ákveðnar vörutegundir, en það yrði auðveldara að koma ís- lenskum vörum á framfæri hér. Nefndi hann í því sambandi útflutn- ing á vatni: „Þetta er dýr vara hér og efnahagsbatinn mun fyrst skila sér í sölu á munaðarvarningi," sagði Jón og bætti við að sama ætti við um íslenskan vodka. „Aukin sala á vélum og tækjum er ekki eins bein afleiðing efna- hagsbata, en þróist efnahagslíf með jákvæðum hætti verður auðveldara að selja slíkt hingað,“ sagði Jón. Hann var ekki jafn viss um að efnahagsbatinn myndi leiða til auk- inna fiskiviðskipta við Bandaríkin. Að auki væri samkeppni hörð, bæði við Norðmenn og útgerðar- menn í Alaska. Lýst eftir orkufrekum iðnaði Að sögn Jóns hefur hann verið fenginn til að vinna markaðsverk- efni fyrir markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytis og Landsvirkjunar, sem fólgið er í að „finna möguleg smærri orkufrek fyrirtæki í al- mennum iðnaði“ og bætti við að álviðskipti væru ekki arðbær um þessar mundir. Þó mætti „ekki slaka á“ i þeim málum því að „ál- markaðurinn mun rétta úr kútnum þótt hann sé í lægð núna“. Nú er þess vænst að Bill Clinton Bandaríkjaforseti muni tilkynna álagningu orkuskatts til þess að vinna á fjárlagahallanum í stefnu- ræðu sinni á miðvikudag. Slíkur skattur gæti vakið fyrirtæki í orku- frekum iðnaði til umhugsunar. Sagði Jón að íslendingar yrðu að vera vakandi fyrir þessum kosti og því væri mikilsvert að reka kynningarstarfsemi á íslenskum aðstæðum. Erfiðleikar á fiskmörkuðum „Við erum alltaf í startholun- um,“ sagði háttsettur starfsmaður Coldwater Seafood þegar spurt var um viðbúnað fyrirtækisins við bættum efnahag. Sagði starfsmað- urinn, sem ekki vildi láta nafns getið, að eftirspurn eftir fiski hefði enn ekki aukist og verð hefði lækk- að, en þrátt fyrir það væri nú eftir- sótt að selja á Bandaríkjamarkað og væri það vegna þess að Banda- ríkjadollar hefði styrkst. Islenskir fiskframleiðendur hafa misst markaðshlutdeild á undan- förnum árum og er það einkum vegna þess að í stað þess að leggja rækt við Bandaríkjamarkað á með- an illa áraði var fiskur seldur þang- að, sem hærra verð fékkst fyrir hann. Kaupendur leituðu því ann- að, keyptu kjúkling ef ekki fékkst fiskur og einnig voru mikil brögð að því að þeir skiptu yfir í ufsa frá Alaska. Þrír stærstu þorskkaup- endurnir eru nánast horfnir. Frá árinu 1988 hefur skyndibitakeðjan McDonald’s horfið frá því að nota aðeins þorsk í það að nota hann til helminga við ufsa auk þess sem fisksala hennar hefur dregist sam- an. Keðjan Burger King er hætt að kaupa fisk og sömuleiðis Long John Silver. Nú ber því svo við að bijótast þarf inn á markaðinn að nýju. „Þetta er það sem við höfum verið að segja í nokkur ár, að við myndum tapa þessu því að menn væru ekki tilbúnir að taka áhættu og halda í Bandaríkjamarkað,“ sagði umræddur starfsmaður Coldwater og spáði því að erfitt yrði að hasla sér völl á ný og sýna fram á að nú væri íslendingum alvara með því að bjóða vöru sýna á Bandaríkjamarkaði, en hygðu ekki á flótta um leið og eitthvað bjátaði á. Uppgangur og ál Sú spurning vaknar þegar rætt er um uppgang bandarísks efna- hagslífs hvort vænta megi fram- kvæmda hjá bandarískum álfyrir- tækjum. Flest bendir til þess að svo sé ekki. í fyrsta lagi hefur því verið haldið fram að efnahagsbati muni lítið auka eftirspurn eftir áli. Forstjóri eins álfyrirtækis sagði í ræðu á síðasta ári að aukning eftir- spurnar á áli væri að jafnaði minni en aukning vergrar þjóðarfram- leiðslu „þannig að efnahagsbati mun ekki bjarga okkur úr vandan- um þegar til skamms tíma er lit- ið“. I öðru lagi byggjast álvið- skipti á heimsmarkaði og því erfitt að einangra einn markað og meta áhrif atburða innan hans. „Ég fæ ekki séð að nokkur vilji leggja peninga í álver um þessar mundir,“ sagði Bob Regan, blaða- maður dagblaðsins American Met- al Market. Regan hefur fylgst með viðræðum Atlantsáls-hópsins og íslenskra stjórnvalda í tvö ár: „Eft- að þjónustufyrirtæki hafi aukið skilvirkni sína hraðar en framleið- endur,“ skrifar Prowse og bætir við að þetta auki mjög líkur á áframhaldandi hagvexti ásamt lít- illi verðbólgu, takmörkuðum kaup- hækkunum og aðeins 2,5 til þriggja prósenta hækkunar neytendavöru næstu tvö ár. „Aukin framleiðni hefur haft í för með sér að fyrirtæki hafa hagn- ast svo um munar, bandarísk verð- bréf hafa aldrei verið hærri í verði og dollarinn er farinn að hækka gagnvart helstu gjaldmiðlum," seg- ir fjármálapenni The Financial Tim- es. „Bandaríkin verða ákjósanlegur markaður fyrir þá, sem fjárfesta um heim allan, ekki síst vegna þess að alls staðar annars staðar er ástandið verra en búist var við.“ ... og bölsýnín „í ríku hagkerfi er bati óhjá- kvæmilegur eftir samdrátt, sér- staklega þegar hann hefur verið langvinnur," sagði William Laz- onic, hagfræðiprófessor við Har- vard-háskóla, í samtali við Morgun- blaðið á föstudag. Hann er hins vegar er ekki þeirrar hyggju að bandarískur efnahagur sé albata og bandarísk fyrirtæki geti staðist erlendum keppinautum snúning. „Það eru ef til vill nokkur fyrir- tæki, sem eru samkeppnishæf, en bandarískur efnahagur í heild er ekki í góðu ásigkomulagi," sagði Lazonic og bendir máli sínu til stuðnings á vandræði tölvurisans IBM, sem nú síðast greindi frá því **BANDARÍKIN** Framleiðnin leiðir uppsveifluna Clinton hefur nú veriú foi- seti f 25 dami og enn bólai ekkeitá efnabagsaú- gerðum. Stefnuræúu hans á mlövlkudag ei beúiú meö eftirvæntingu Bættui efnahagur ætti að biýsta á Clinton að láðast á fjárlagahallann Fiamlefðni á klnkkstnnd Inkst á siðsta áii nm 2,7 niósent eftii að hala aðeins aukist om háltt piósent að meðaltali í fimm ár. Þetta ei mesta ankning fiamleiðni í Bandaiikjunum i 28 ái ————BBBBBBBWBB—^MBMB— að reka ætti 40 þúsund starfsmenn. Lazonic kvaðst þeirrar hyggju að til þess að tryggja öflugt efna- hagslíf yrði að leggja rækt við vinnuaflið, sjá fyrir menntun og láta vinnandi fólk njóta góðs af hagnaðinum: „Þetta var gert í Bandaríkjunum til langs tíma, en sú er ekki raunin lengur. Laun hafa lækkað frá því á áttunda ára- tugnum og ójöfnuður hefur aukist í tekjudreifingu. Þeir hagnast mest, ■sem taka mikið út úr efnahagslífínu án þess að leggja mikið inn. Fyrir- tækin eru hins vegar ekki rekin fyrir starfsmenn eða bæjarfélög, sem þau eru í, heldur hlutabréfa- eigendur, sem tengjast þeim minnst. Vald hlutabréfaeigenda hefur aukist svo á undanförnum áratug- um að greiddur er út hár arður á kostnað eftirlaunasjóða og rann- sókna,“ sagði Lazonic. „Á áttunda áratugnum voru greidd út 45 pró- sent arðs, 60 prósent á níunda ára- tugnum og 70 prósent í upphafi þess tíunda. Þetta er ein ástæðan fyrir því uppgangi á verðbréfa- mörkuðum þrátt fyrir samdráttinn og er að minni hyggju einn-helsti vandi Bandaríkjamanna." Lazonic vildi ekki gera mikið úr talnaleikjum og kvað vangaveltur um framleiðni villandi. „I fyrsta lagi eykst framleiðni oft í kreppu vegna þess að fyrirtæki, sem ekki eru skilvirk, hverfa, og afkasta- meiri fyrirtæki standa eftir,“ sagði Lazonic. „Þau, sem hafa verið lög- uð að aðstæðum og skorin niður, þurfa ekki endilega að standa betur að vígi til langframa. Oft virðast fyrirtæki skera niður á þeim stöð- um, sem skipta máli þegar til lengri tíma er litið og skortir styrk þegar á hólminn er komið. Þegar fyrir- tæki verja til dæmis fé Lil rann- sókna virðist framleiðni minni en þegar allt fer beint í framleiðsluna. Raunin er hins vegar sú að þessar framleiðnitölur gefa ekki til kynna hvort fyrirtæki búa einnig í haginn fyrir framtíðina." ——«n—iw—i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.