Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 14
I
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
FRAMTÍÐIN 110 ÁRA
Þjálfimanniðstöð
forystumanna
eftir Gauto B. Eggertsson
Menntaskólinn í Reykjavík er um margft
merkilegur skóli. Húsið á hæðinni hefur
gnæft yfir miðbæinn í hartnær 150 ár og
sett töluverðan svip á bæði útlit hans og
anda. Innan veggja hins gamla skóla hefur
líka margt gerst á þessum langa tíma. Þar
var Alþingi endurreist, hans konunglega
hátign Kristján IX. gerði Hátíðarsal
Menntaskólans að sérlegri einkasvítu í Is-
landsheimsókn sinni og í heimsstyrjöldinni
síðari lagði breska heimsveldið ekki aðeins
undir sig gervallan kvenpening Reykjavík-
ur heldur einnig skólahúsið. Margt breytist
á löngum tíma, jafnvel Menntaskólinn í
Reykjavík. En eitt stendur þó óhaggað.
Framtíðin, félagsskapur nemenda, hefur
starfað samfleytt frá 1883 og fagnar 110
ára afmæli sinu 15. febrúar.
Útivistarferðir
ÚR ÞÓRSMERKURFERÐ Framtíðarinnar síðasta sumar. Um 300 nemendur voru með í för en slíkar ferðir eru einn af
fjölmörgum þáttum í starfi Framtíðarinnar. Sjaldan hafa verið fleiri meðlimir í félaginu en í ár, eða um 98% nemenda.
Arin eru ekki frek-
ar en peningam-
ir nokkurs virði
ef þau em að-
eins látin hrúg-
ast upp. Enda
hafa Framtíðarfélagar sjaldan setið
auðum höndum. Framtíðin hefur ver-
ið einn helsti máttarstólpi félagslífs
nemenda Menntaskólans allt til þessa
dags. í fyrstu lögum Framtíðarinnar
var markmið félagsins sagt vera „að
efla félagsskap og samheldni meðal
félagsmanna, að æfa þá í ritsmíð,
rökfimi og ræðuhaldi og að efla
skemmtan og fróðleik". Þessi klausa
stendur óbreytt enn í dag.
Þau félög eru líklega fá sem stát-
að geta af jafn glæsilegu félagatali
í áranna rás. Framtíðin hefur alið
og stælt marga bestu syni og dætur
þjóðarinnar. Nægir að nefna nokkra
þá sem setið hafa í forsetastól félags-
ins, forsætisráðherrana Bjama Bene-
diktsson, Gunnar Thoroddsen og
Stefán Jóhann Stefánsson, þrettán
alþingismenn, og ekki síst forseta
lýðveldisins Asgeir Ásgeirsson, og
áfram mætti lengi telja. Enda varla
furða. Menntaskólinn hefur löngum
haft á sér það orð að vera embættis-
mannaskóli og nánast sjálfgefið mál
lengi vel að þeir sem þaðan braut-
skráðust yrðu annað hvort prestar,
læknar eða alþingismenn.
Framtíðin
Fyrir stofnun Framtíðarinnar voru
starfandi tvö félög, Bandamannafé-
lagið og Ingólfur. Ákveðin togstreita
og valdabarátta var á milli félag-
anna. Togstreitan rikti aðallega um
eignarhald á harmonikku einni sem
notuð var til dansæfínga. Valdabar-
áttan var hins vegar háð um kosn-
ingu á dans- og glímustjóra. Þessi
ágreiningsmál áttu stóran þátt í því
að loks var stofnað til allsheijar
skólafélags eða „framtíðar“-félags
Reykjavíkurskóla. Hlaut það nafnið
Framtíðin, að því er virðist til bráða-
birgða. Félagið varð strax mjög líf-
vænlegt og barðist raunar af kappi
fyrir því að skólahúsið yrði rifíð,
„það gamla skrifli". Þessu til sönnun-
ar nægir að vitna í kvæðið „Ávarp
til Framtíðarinnar“ sem flutt var á
fyrsta Framtíðarfundinum. Skáldið
er talið hafa verið Þorsteinn Erlings-
son:
Stiórnxnálaskóli
MEÐAL forseta Framtíðarinnar hafa
verið margir helstu sljórnmálamenn
landsins, þeirra á meðal Bjarni
Benediktsson og Einar Olgeirsson
Frelsum skólann úr framtíðar vanda,
foma skriflið vjer rífum á braut;
myndum bygging, sem betur má standa,
búin annars er landinu þraut.
Framtíðarfundur 1944
PÓLITÍSKAR umræður hafa jafnan fylgt Framtíðinni enda hefur félagið lagt þunga
áherslu á málfundahald. Hafa þeir fundir oft á tíðum verið býsna fjörugir.
Húsnæðisbarátta Framtíðar-
manna hefur þannig verið hafín þeg-
ar fyrir 110 árum og augljóslega
jafn lítið orðið við kröfum þeirra þá
sem nú!
Snemma fór að bera á iðkun ritlist-
ar í félaginu og voru allmörg blöð
gefín út á fyrstu árunum. Árið 1898
var loks stofnað allsheijarblað Fram-
tíðarmanna og hlaut það nafnið Skin-
faxi. Fetaði fákurinn götu hins
óbundna máls. Til gamans má geta
að árið 1906 stal Ungmennafélag
Reykjavíkur Skinfaxanafninu. Hóf
útgáfu undir sama nafni. Vitaskuld
sámaði skólapiltum þessi „tvíbrúk-
un“ og kröfðust umsvifalaust að
Ungmennafélagsmenn gæfu blaðinu
annað nafn. Þvert á sanngimi ung-
mennafélagsandans neituðu þeir og
bám því við að Framtíðin gæfí sitt
blað út handskrifað en þeirra væri
hins vegar prentað. Uétu forkólfar
Ungmennafélagsins þess þó getið að
það væri sjáifsögð kurteisi að láta
nafnið niður falla ef Framtíðin hæfí
prentun síns Skinfaxa. Þess má loks
geta að Framtíðin hefur látið prenta
Skinfaxa í nokkra áratugi en Ung-
mennafélagið hefur ekki enn upp-
fyllt loforð sitt - þrátt fyrir áskoranir!
16 skáld í f jórða bekk
Menntskælingar hafa löngum
verið iðnir við yrkingar. Þar sem
Skinfaxi geymdi aðeins hið óbundna
mál fundu Framtíðarmenn að
sjálfsögðu vettvang fyrir ljóð sín.
Kverið sem gegndi því hlutverki hét
lengst af Hulda. Margir telja að
kveðskapur menntaskólanemenda
hafí risið hvað hæst veturinn 1919.
Þá þótti ákaflega móðins að vera
skáld. Slógu skáldin þá mest á hina
viðkvæmu strengi og nefndu kvæði
sín t.d. Ég get ekki sungið og Mig
langar að gráta. Hæst hljómuðu
ástarkvæðin þrungin vonbrigðum og
vonleysi. Þrátt fyrir þetta ömurlega
hlutskipti skáldanna vildu allir vera
skáld og minnist Tómas
Guðmundsson þeirra tíma er hann
orti um hin frægu „sextán skáld í
fjórða bekk“. Þau voru víst „ekki
nema“ fjórtán en sextán átti betur
við stuðlanna vegna. Þá sat á
forsetastóli félagsins Jóhann Jónsson
skáld en auk hans vermdu skólabekki
menn eins og Tómas, Guðmundur
G. Hagalín, Davíð Stefánsson og
Halldór Laxness. Starfsemi
Framtíðarinnar á þessum tíma fólst
að miklu leyti í því að félagar lásu
pródúkt sinn og aðrir dæmdu. Voru
menn jafnvel verðlaunaðir úr sjóðum
félagsins um fáeinar krónur fyrir
bestu verkin. Dómar um ljóðin voru
lesnir upp á fundum og skráðir í þar
til gerðar dómabækur. Var gjarnan
reynt að fá að dæma verk
persónulegra andstæðinga og varð
útkoman stundum allskrautleg. Svo
segir í einum dómnum:
„„Framtíðin“ — Þessi fyrirsögn
stendur efst á fyrstu blaðsíðu á
síðasta tbl. ljóðabókarinnar okkar. —
Höf. hefur víst haldið, að það, sem
& eftir kemur, sé kvæði. En svo
auðtrúa eru nú vonandi fáir aðrir.
Leirburður er alltof gott nafn á þeim
samsetningi. Þar er málvillum,
hortittum og braglýtum hnoðað svo
átakanlega saman, að flestum mundi
hafa þótt ólíklegt, að nokkur væri
sá maður í skólanum, sem gæti „lagt
af sér“ slíkan andlegan sorphaug,
skrifað þetta og lesið eða látið lesa
það fyrir skólasystkini sín! Ég
undrast, að hér skuli fínnast nokkur
svo andlega steinblindur maður, að
hann haldi, að annað eins og þetta
sé hugsun og skáldskapur. Ef hann
hefði haft nokkurn snefil af smekk
eða viti á skáldskap, mundi hann
hafa reynt acf skýla sinni andlegu
nekt með því að láta ekki aðra sjá
þetta. Ég býst nú við, að menn langi
til, að ég sanni mál mitt með dæmum
úr þessu „meistarastykkiEn mér
fínnst allt hortittasafnið svo
aðdáanlega jafnvitlaust og óvíða eða
hvergi heila brú að fínna, að ég ætla
að lesa það allt upp, þótt það sé nú
hálfsóðalegt verk: ... Hefur nokkur
heyrt annaðeins? Ég vil fyrir hönd
skólasystkina minna mælast til þess,
að þessi „garpur“ „yrki“ framvegis •
eingöngu fyrir sjálfan sig, ef hann
heldur áfram í líka átt, og eyði ekki
pappímum í Huldu, nema hann láti
einhveija þá, sem betur vita, ráða
fyrir sér í þeim efnum, því að þetta
„kvæði“ ber þess engan vott, að
hann geti hnoðað saman vísu enn
sem komið er.“
Eins og sjá má gátu menn verið
harðorðir á þessum árum. Þess má
geta að blaðsíðan sem var fómar-
lamb skáldsins hvarf sporlaust „af
óskiljanlegum ástæðum" skömmu
eftir uppkvaðningu dómsins. En
Framtíðarmenn leyfðu ekki aðeins
hveijum öðrum að njóta skrifa sinna.
Félagið stóð í líflegum bréfaskriftum
við önnur skólafélög á
Norðurlöndum. Til marks um stolt
Framtíðarmanna af tungu sinni er
4