Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 16

Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1993 KVIKMYWDIR/ Laugarásbíó sýnir nú nýjustu mynd Brians De Palmas, Raising Cain, eða Geðklofann. Þetta er 21. kvikmynd De Palmas og í henni tekst hann að nýju á við það sem margir telja hann gera best: sálfræðilega spennusögu Raising Cain, sálfræðitryllir um niargkloíinn persónuleika Fjölskyldan NIX hjónin eru leikin af Lolitu Davidovich og John Lithgow. Amanda Pombo leikur dóttur þeirra, sem verður miðdepillinn í uppgjöri söguhetjanna. LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga nýjustu mynd Brian De Palma, Raising Cain, sem Laugarásbíó kýs að kalla Geðklofann. Þetta er 21. kvik- mynd De Palma og gerð til að endurreisa orðspor hans sem leikstjóra í fremstu röð en það þótti bíða nokkurn hnekki við myndina The Bonf- ire of the Vanities. IRaising Cain snýr De Palma sér aftur að þeim viðfangsefn- um sem tryggðu fyrstu mynd- um hans velgengni; sálfræðileg- um spennutryllum í anda Hitc- hcocks þar sem áhorfandanum er komið á óvart og haldið I óvissu og spennu. Raising Cain þykir þó nokkuð gamansöm og ekki jafnofbeldisfull og sumar fyrri mynda De Palma. Uppeldið verður árátta í aðalhlutverkum eru John Lithgow og Lolita Davidovich. Þau leika bamasálfræðinginn Dr. Carter Nix og konu hans Jenny. Þegar þeim fæðist dóttir tekur Carter sér frí frá störfum og ætlar sér að helga uppeldi bamsins allan tíma sinn í fyrstu. Carter virðist vera góður eigin- maður og faðir og fullkomlega eðlilegur; næstum því of góður og eðlilegur. Eins og í öllum myndum DePalma kemur líka í ljós að ekki allt sem sýnist. Upp- eldi dótturinnar verður fræðileg árátta Carters og smám saman verður það hans eigið uppeldi og æska sem taka völdin og veik- leikar í persónu Carters era af- hjúpaðir. Innrí maðurinn kemur í ljós Jenny stendur ekki á sama um þær breytinga sem orðnar era á þessu hamingjusama hjóna- bandi, sem nú virðist á hraðri leið í vaskinn. Þannig standa málin þegar hún hittir fyrir til- viljun gamlan elskhuga sinn, sem Steve Bauer leikur, og fer að halda við hann. Þegar þetta leyndarmál verður opinbert kem- ur innri maður Carters í ljós. Hann úthugsar djöfullegar hefndaraðgerðir og setur á svið bamsrán til að ná sér niðri á Jenny og láta gruninn falla á elskhuga hennar, sem á sér ekki flekklausa fortíð. Hugmyndina að Raising Cain fékk Brian De Palma - sem er höfundur handrits, auk þess að leikstýra - fyrir nokkram árum. Kveikjan var sú að hann fylgdist með því hvemig vinur hans, sál- fræðingur, fékk upeldi eigin bams á heilann, hætti störfum og tók að gera rannsóknir á baminu og skrifa um það bók. „Þeir heilla mig þessir sál- fræðingar og geðlæknar sem sitja og hlusta á fólk segja frá því hvað það upplifði í æsku. Það sem ég læt gerast hjá mínum manni Carter Nix, er að hann fær hugdettu á borð við þessa: „Væri það ekki sniðugt að láta vaða úr potti með heitu vatni yfir krakkann og kanna hvort hann verði jafntaugaveiklaður eftir það og ég varð þegar svona kom fyrir mig á hans aldri,““ sagði De Palma í viðtali við Fin- ancial Times nýlega. Eiginkonan framleiddi myndina Það orðspor hefur loðað við De Palma að hann geri dýrar myndir þar sem mikill kostnaður éti upp of stóran hluta af hagn- aði. Raising Cain kostaði hins vegar ekki mikið á mælikvarða Holywood stórmyndar, 12 millj- ónir dala eða rúmar 700 millj. íslenskra króna og hélst innan áætlunar. Ef til vill er skýringin sú að nú var það eiginkona De Palma, Gale Anne Hurd, sem hélt utan um verkefnið sem framleiðandi en hún er vön slík- um verkum og vann meðal ann- ars við framleiðslu Terminator- myndanna. De Palma er sagður sérstakur meðal leikstjóra að því leyti - og mun í hópi þekktustu leikstjóra eiga það sameignlegt aðeins með átrúnaðargoði sínu Alfred Hitc- hcock - að hann teiknar upp fyrirfram hvert einasta skot áður en kvikmyndatökur hefjast. Við undirbúning Raising Cain færði hann sér í nyt tölvutæknina með nýjum hætti. Ásamt leikmynda- hönnuði sínum notaði hann hug- búnað arkitekta til að teikna hveija einustu sviðsmynd og hvert einasta atriði í þrívídd inn á tölvu þannig að búið var að fínna einfaldar lausnir á flóknum vandamálum með góðum fyrir- vara. Þú ert aldrei öruggur í bíó Sjónræn framsemtning og leikur að mörkum draums og veraleika þykja sérgreinar Brian De Palma og sérkenni mynda hans og fáum hefur verið betur lagið að trylla áhorfendur með atriðum af því tagi sem sitja jafn- vel dögum saman í fólki. Fyrri myndir hans hafa að geyma mörg eftirminnileg dæmi um slíkar senur. Mörgum er til dæm- is minnistæð lokasenan úr hroll- vekjunni Carrie. í Raising Cain tekst enn á blekkingar af þessu tagi. í fyrrgreindu viðtali við Financial Times segir hann með- al annars: “Þegar einhvern dreymir í bíó þá virðist það raun- veralegt og þegar hann vaknar og heldur að allt sé búin þá er hann kannski enn að dreyma. Þú ert aldrei öraggur í bíó. Það er það dásamlega við kvikmynd- irnar. í því liggur máttur kvik- myndanna og aðdráttarafl." Hitchcock er nálægur í þessu atriði úr Raising Cain segist De Palma vera að vitna til eftir- minnilegs atr- iðis í Psycho, sögunni af Nor- man Bates. Umdeildur sporgöngumaður Hitchcocks Sá umdeildi MÖNNUM stendur yfirleitt ekki á sama um myndir Brians De Palma. BRLAN De Palma, sem er fæddur árið 1940, var á árum áður oft settur í bás með leikstjórunum Martin Scorsese, Francis Ford Coppola, George Lucas og Steven Spielberg. Hann varð þó fljótt að eins konar svörtum sauði í hópi þessara manna sem ungir að árum náðu miklum áhrifum í Hollywood. Það lét lengi á sér standa að De Palma hlyti þá miklu og ein- róma viðurkenningu gagnrýnenda sem Scorsese og Coppola hlutu né hefur hann notið hann sömu fjárhagslegu velgengni og Lucas og Spielberg. ótt hann hafi gert nokkrar ádeilukenndar gamanmyndir, - þar á meðal The Bonf- ire of the Vanities, sem þótti svo misheppnuð að De Palma var lengi að sleikja sárin - er ekki er vafi á að í hugum flestra bíógesta er nafn Brian De Palma tengt háspennumynd- um, oft ofbeldisfullum sálfræðitryllum. Margar mynda hans hafa þótt bera merki þess að De Palma væri undir miklum áhrifum frá meistara spennumyndanna, Alfred Hitc- hcock, og sjálfur synjar hann ekki fyrir það heldur gengst við hrifningu sinni af Hitc- hcock. Hann bendir til dæmis á af fyrra bragði í nýlegu viðtali að í Raising Cain noti hann í einu atriði það sem hann kallar tilvísun í Psycho eina kunnustu mynd Hitchcocks og samanlagðrar kvikmyndasögunnar. Ein myndanna hér á síðunni er úr því atriðis í Raising Cain þar sem De Palma segist vitna í eða vísa til eftirminnilegs atriðis í Psycho. Hann harðneitar þó ásökunum sem stund- um hafa verið settar fram um að hann steli atriðum frá Hitchcock en játar að hafa byggt handritshugmyndir á atriðum úr Vertigo og Psycho eftir þann mikla meistara. Meðal helstu mynda Brians De Palma eru: The Phantom of Paradise, Obsession,þar sem Hitchcoek áhrif þóttu augljós; Carrie, myndin sem skaut Sissy Spacek á stjörnuhimininn og áhorfendum skelk í bringu; The Fury, Blow out, Scarface, þar sem A! Pacino lék kúbanskan dópsala og ofbeldissegg með eftir- minnilegum hætti; Dressed to Kill og Body Double, en þar töldu kvennahreyfingar De Palma gera sig sekan um kvenfyrirlitningu ,með því að upphefja ofbeldi gegn konum; The Untouchables, þar sem Kevin Costner og Sean Connery léku Elliott Ness og félaga hans í baráttu við A1 Capone, leikinn af Rob- ert De Niro. Þá má nefna Casualties of War og loks The Bonfire of the Vanities.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.