Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
flokkurinn yrði vinstri sósíalískur
flokkur en að Kommúnistaflokkur-
inn hefði verið stofnaður.
— Ákvörðun forystumanna
Kommúnistaflokksins að leggja
flokkinn niður var enn frekari stað-
festing á þessari stefnu Einars sem
hafnaði þröngsýni flestra kommún-
istaflokkanna í Norður-Evrópu um
þessar mundir og sagði um leið
skilið við Kómintern. Stofnun Sós-
íalistaflokksins var svar við þörfum
og kröfum íslenskrar alþýðu á sín-
um tíma — og það skref var stigið
tvímælalaust og hiklaust.
— Baráttan fyrir stofnun lýð-
veldis varð strax eitt aðalbaráttu-
mál Sósíalistaflokksins. Þannig
tókst Einari og félögum hans — ég
nefni til sögunnar Brynjólf og Sig-
fús — að vefa saman í eitt í Sósíal-
istaflokknum baráttuna fyrir sjálf-
stæði þjóðarinnar og baráttuna fyr-
ir betri lífskjörum hennar; verka-
lýðsbaráttan og sjálfstæðisbaráttan
voru óaðskiljanlegir þættir.
— Myndun nýsköpunarstjórnar-
innar var enn eitt dæmið sem sýnir
hvílík fjarstæða það er að reyna
að draga upp þá mynd af Einari
sem enn sést og mun enn sjást um
langa hríð, gæti ég best trúað. Þar
hikaði hann ekki við að beita sér
fyrir samstarfi við borgarastéttina
— Sjálfstæðisflokkinn — í beinu
framhaldi af sigrum verkalýðs-
hreyfíngarinnar í skæruhernaði árs-
ins 1942. Og Sjálfstæðisflokkurinn
hefur aldrei beðið þess bætur (!)
fyrr en kannski nú, um 50 árum
síðar.
— Ákvörðunin um stofnun Al-
þýðubandalagsins er enn dæmi sem
sannar að Einar tók hagsmuni
heildarinnar alltaf fram yflr
þrengstu flokkshagsmuni. Þar með
var Sósíalistaflokkurinn, sem Einar
var formaður fyrir, lagður niður
sem framboðsaðili en Alþýðubanda-
lagið tók við og Einar varð formað-
ur þingflokks Alþýðubandalagsins.
★
Sumum félögunum fannst Einar
stundum óraunsær og að hugurinn
bæri hann lengra en hálfa leið. Svo
mikið er víst að hann var agítator
par excellense — afsakið slettuna —
og sá maður sem náði því að kynn-
ast Einari að marki komst aldrei
yfir það. Einar hafði svip hörkunnar
út á við en í kynnum öllum var
hann mildin sjálf og hvers manns
hugljúfi.
Sá maður bíður þess aldrei bætur
sem einu sinni hefur kynnst Einari,
sagði Guðmundur J. og það var
mikið satt eins og Sunnlendingar
hefðu orðað það. Þessir mannlegu,
hlýju, eiginleikar Einars skiluðu
honum líka miklum pólitískum
árangri og þar af leiðandi hreyfing-
unni allri. Enginn annar en Einar
hefði skilað yfir 30% atkvæða á
hinni borgaralegu Akureyri á
kreppuárunum — hinum ægilega
Kommúnistaflokki Islands sem þá
fékk ekki nema örfá atkvæði ann-
ars staðar á landinu. Enda var hann
kallaður til framboðs á vegum
flokksins í Reykjavík þar sem hann
var síðan þingmaður Reykvíkinga
í 30 ár og þar með í hópi þeirra
sem lengst hafa verið þingmenn í
þessu kjördæmi — höfuðborg lands-
ins.
í þessari kveðju minni ætla ég
ekki að rekja persónuleg kynni mín
af Einari; þó hófust þau á unglings-
árum mínum. Hann hafði leshringi
í Tjarnargötu 20 á laugardögum
klukkan hálfsex alla mína mennta-
skólatíð. Hann talaði við okkur eins
og jafningi — unglingsskjátumar.
Ekki síst náði ég að kynnast Einari
á þessum árum vegna Óla — Ólafs
Rafns Einarssonar, sonar Einars
og Siggu. Hann lést fyrir fáum
árum, komungur maður, okkur öll-
um harmdauði. Heimilið var Einari
mikilvægt — það var eins og helgi-
stund þegar hann handfjatlaði bæk-
urnar sínar og talaði og talaði, að
vísu oftast mikið meira en ég og
við strákarnir, svokallaðir viðmæl-
endur. Hann vildi ekki aðeins fræða
okkur, heldur fannst mér að hann
væri stundum nokkuð ráðríkur. Við
Óli vorum nánir vinir og félagar á
unglingsárum og meðan við báðir
lifðum. Hann var góður drengur og
félagi. Sigríður Þorvarðardóttir,
kona Einars, var honum svo kær
að mér fannst Einar oft eins og
ástfanginn unglingur. Hún hafði
líka orðið að lifa með Einari erfiða
tíma: Réttlínustandið — eins og
Einar kallaði ofstækistímann í
Kommúnistaflokknum — að ekki
sé minnst á handtökurnar þegar
Einar, Sigfús Sigurhjartarson og
Sigurður Guðmundsson voru fluttir
fangar til Bretlands frá fjölskyldum
sínum fátækum og í stöðugri óvissu
óttans. Það voru oft heitar tilfínn-
ingar innan flokksins og þær bitn-
uðu iðulega á Einari og fjölskyldu
hans. Eg man þó ekki eftir því að
hann hefði langar ræður um þau
vandamál. Það sem hann varaði
oftast við var „sekterisminn“ (orð
Einars), þröngsýnin og ofstækið.
Og í samræmi við það var hans
stefna; víðsýn, óeigingjöm, heiðar-
leg stefna hugsjónamanns sem
hafði eld í bijósti og sterka réttlæt-
iskennd.
Sigríður og Einar áttu tvö börn:
Sólveigu sem býr í Ástralíu, á tvö
börn sem bæði búa á íslandi, og
svo Ólaf Rafn sagnfræðing sem
áður var minnst á og er látinn fyr-
ir fáeinum árum. Olafur átti tvö
börn þannig að alls voru barnabörn
Einars og Siggu fjögur.
Sigríður, sem lifir mann sinn, á
í dag alla okkar samúð, einnig Sól-
veig, böm hennar, synir Ólafs og
allir aðrir nánir aðstandendur þeirra
og vinir. Úr hópi félaganna nefni
ég Öddu Báru og Inga R. Helgason
fyrir ræktarsemi þeirra og hlýjan
hug. *
Það em í rauninni sérkennileg
örlög að þurfa að birta minningar-
grein um Einar Olgeirsson í Morg-
unblaðinu. Það væri hins vegar í
engu samræmi við það hvernig Ein-
ar gekk að verki að hika við svo
búið; hann nýtti það sem stóð til
boða í þágu hugsjóna sinna, starfs
og markmiða. Hann leit til dæmis
yfirleitt á minningargreinar sem
tækifæri til að koma á framfæri
pólitískum erindum. Þetta viðhorf
Einars Olgeirssonar virðist hafa
verið honum í blóð borið og kemur
afar skemmtilega fram í einkabréf-
um Einars, sem vitnað er til í 2.
bindi ævisögu Jónasar frá Hriflu
eftir Guðjón Friðriksson: Jónas
stuðlaði að því að Einar varð korn-
ungur — 26 ára próflaus stúdent í
málvísindum — forstjóri Síldar-
einkasölu ríkisins. Tilgangur Jónas-
ar var sá að gera Einar sér hand-
genginn, en Jónas stundaði á þeim
ámm næsta skipulegar og vel
heppnaðar pólitískar mannaveiðar.
Það mistókst með Einar, því Éinar
var jafnstaðráðinn í að hagnýta
stöðu forstjórans til þess að koma
á framfæri hugsjónum og tillögum
hinnar róttæku jafnaðarstefnu, en
Einar var þá virkur forystumaður
í jafnaðarmannafélagi Akureyrar
og í alþýðusamtökum Norðurlands.
★
Nú þegar öld Einars Olgeirssonar
er öll tekur við ný öld. Hvað hún
ber í sér veit enginn. Við vitum þó
að einmitt nú, þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn virðist hafa gleymt lex-
íunni frá kreppuárunum og reynslu
nýsköpunarstjómarinnar, þarf að
safna liði í þágu róttækrar jafnaðar-
stefnu. Við vitum líka að einmitt
SJÁ NÆSTU SÍÐU
d
g
skrautfjöður
t a
í hattinn okkar!
Velkomin í öflugri Örtölvutækni!
Örtölvutækni hefur fengið sterkan liðsauka í
samkeppninni á íslenska tölvumarkaðinum.
Digital, eitt af öflugustu tölvufyrirtækjum
heims, hefur tekið upp samstarf við Örtölvu-
tækni og aukið starfssvið og starfsemi fyrir-
tækisins til muna.
Tökum ofan fyrir kröfu-
hörðum viðskiptavinum
Með því að bjóða heildarlausnir með á-
herslu á net- og samskiptabúnað, ásamt kap-
aikerfum, hefur Örtölvutækni eignast kröfu-
harða viðskiptavini.
Við tökum sérstakiega ofan fyrir þeim af þessu
tilefni og hvetjum alla þá sem sækjast eftir
vandaðri tölvuþjónustu að kynna sér öflugri
Örtölvutækni.
Hjá okkur er loforð um heildariausnir í tölvu-
málum einstaklinga og fyrirtækja byggt á
15 ára reynslu!
DIGITAL Á ISLANDI
1ÖRTÖLVUTÆKNI jj
Skeifunni 17 sími 687220
Sterkari í harðri samkeppni!