Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
29
Jóhanna Jónsdótt
*
ir frá Neðra-Asi
Fædd 6. júlí 1889
Dáin 21. janúar 1993
Jóhanna Jónsdóttir móðursystir
mín lést í sjúkrahúsi Sauðárkróks
fimmtudaginn 21. janúar, 103 ára
að aldri.
Jóhanna fæddist á Bakka í
Svarfaðardal 6. júlí 1889, dóttir
þeirra mætu hjóna Svanhildar
Björnsdóttur frá Syðra-Garðshorni
og Jóns Zophoníassonar frá Bakka.
Jóhanna var næstelst átta systk-
ina, tvö dóu í bemsku en eftirtalin
komust til fullorðinsára: Soffía,
fyrrv. húsfreyja í Neðra-Ási, maki
Steinn Stefánsson bóndi þar;
Björn, lést í Ameríku 25 ára; Frí-
mann, verkamaður í Reykjavík,
maki Guðríður Hreinsdóttir; Jór-
unn, verkakona í Reykjavík; Zop-
hanías, skrifstofumaður í Reykja-
vík, maki Anna Theódórsdóttir;
Frímann er einn á lífi þeirra systk-
ina.
Árið 1904 flyst fjölskyldan á
Bakka vestur yfir Heljardalsheiði
að Neðra-Ási í Hjaltadal. Þá jörð
hafði Jón keypt 1902. Þetta var
fermingarvorið hennar Jóhönnu og
varð hún eftir við fermingarundir-
búning hjá Vilhjálmi og Kristínu
sem þá fluttust á jörðina. Daginn
eftir ferminguna gengur hún frá
Atlastöðum í einum áfanga vestur
yfir Heljardalsheiði að Neðra-Ási
í fylgd Bjöms R. Ámasonar.
Alla tíð var Jóhönnu Svarfaðar-
dalurinn kær og fór hún gjaman
í heimsókn til frænda og vina er
tækifæri gafst. Síðasta ferðin um
dalinn var sú minning sem lýsti
sem bjartur sólargeisli gegnum
ævikvöldið. í þeirri ferð dvaldi hún
nokkra daga hjá hjónum í Syðra-
Garðshorni, Daníel og Onnu,
frændsystkinum sínum. Þær vin-
konur gengu um nágrennið þar
sem bernskusporin lágu. Þá var
margt spjallað og mikið hlegið.
Júlíus, sonur Onnu, keyrði þær um
dalinn og mun hann hafa heillast
af því hvað þessar öldnu konur
voru kátar og hressar. Koman til
frændfólksins í Miðkoti var henni
minnisstæð. Frændrækni og gest-
risni fannst mér vera aðalsmerki
þessarar Syðra-Garðshorns-ættar.
Það var alltaf hátíð í Neðra-Ási
þegar gesti bar að garði norðan
yfir Heljardalsheiði. Þeir þurftu
mörgum spumingum að svara frá
þeim mæðgum frá Bakka. Gjarnan
var tekið fram allt það besta sem
til var í búrinu. Alltaf var nægilegt
rúm fyrir næturgesti og farar-
skjóta þeirra, meðan norðanmenn
fjölmenntu til mannfagnaðar á
Hólastað.
Fjölskyldan frá Bakka undi vel
hag sínum í nýju snjóléttara um-
hverfi í öðrum dal. Mörg voru
störfín sem biðu þessarar stóra og
þróttmiklu íjölskyldu. Tveir hólar
voru það eina sem slétt var af stóra
túni, en fljótt komu sléttur inn á
milli þúfnakollanna. Jóhanna, sem
nú var liðtæk til allra starfa, lét
ekki sitt eftir liggja við bústörfm.
Þarfasti þjónninn gegndi sínu
hlutverki við erfíða fénaðarferð á
víðlendri jörð og einnig til allra
aðdrátta. Allir vora vel hestfærir
og margur fákur góður ásetu.
Minntist húrí oft á það með bros
á vör þegar sprett var úr spori á
sunnudögum í hópi góðra vina, er
farið var til kirkju heim að Hólum
eða í smáútreiðartúr til skemmtun-
Guðmundur Kr. Jóns
son frá Dynjanda
Fæddur 14. febrúar 1916
Dáinn 4. febrúar 1993
Faðir okkar Guðundur Kr. Jóns-
son andaðist aðfaranótt 4. febrúar
sl. og er hér flutt hinsta kveðja til
ástkærs föðurs sem lokið hefur
langri lífsgöngu.
Mikið vatn er til sjávar rannið
frá því að hann fæddist að Dynj-
anda í Arnarfirði og sleit bernsku-
skóm sínum þar í faðmi hárra
fjalla, þar til að hann kvaddi þessa
veröld eftir um 77 ára lífsgöngu.
Faðir okkar ólst upp í stóram
systkinahópi, þar sem lífsbaráttan
var hörð og hver og einn varð að
skila sínu dagsverki. Fjölskyldan
að Dynjanda var stór og varð hver
og einn að standa fyrir sínu og
hjálpa til við búskapinn. Systkinin
voru 10 talsins svo geta má nærri
að þeir, sem eldri vora, urðu um
leið og þeir höfðu getu til að leggja
hönd á plóginn í hinu daglega striti.
Faðir okkar lifði þá tíma gamla
bændasamfélagsins, þegar bú-
skaparhættir vora án vélvæðingar
og búskapurinn snerist um fæðu-
öflun fyrir heimilisfólk. Fjölskyld-
an að Dynjanda var samhent fólk
og þrátt fyrir erfiðar aðstæður
þeirra tíma reis þar myndarheim-
ili, þar sem enginn þurfti að líða
skort og var það frekar að veitt
væri aðstoð til nágranna á þessum
erfíðu tímum. Erfítt er að gera sér
í hugarlund hið daglega amstur
þessa tíma, samgöngur vora því
sem næst engar og á veturna var
einungis um að ræða samgöngur
á sjó. Aðföng hafa því öll verið
afar erfíð og landið erfítt til bú-
skapar, lítið undirlendi en mikið
af háum fjöllum og heiðum. Þarna
lærðist fólki fljótt að treysat á
sjálft sig og vera sjálfu sér nægt.
Ungur að áram fór faðir okkar
til Reykjavíkur til þess að afla
tekna fyrir heimilið að Dynjanda.
Örlögin höguðu því hins vegar svo
að hann átti ekki þangað aftur-
kvæmt með þeim hætti, sem til
var stofnað. Mótaður af umhverfí
sínu, þar sem fossinn Dynjandi var
næsti nábúi, nábúi sem á stundum
var ógnandi en þó ægifagur og oft
jafnvel blíður, lagði hann land und-
ir fót með veganesti, sem dugði
til æviloka. í Reykjavík kynntist
hann móður okkar, Kristínu Kjart-
ansdóttur, gengu þau í hjónaband
og stofnuðu heimili og hófu þar
með sína sameiginlegu lífsgöngu.
Þeim varð níu barna auði, sem öll
lifa föður sinn þegar hann verður
kvaddur hinstu kveðju nk. mánu-
dag 15. febrúar.
Hið stóra heimili, sem stofnað
var til, þurfti á öllum kröftum for-
eldranna að halda. Lengst af starf-
aði hann við skógerð og sem iðn-
verkamaður, lífsbarátta unga
mannsins frá Dynjanda hélt áfram.
Þannig kaus hann að lifa lífínu,
umvafínn stóram bamahópi, þann-
ig leið honum best. Foreldrar okk-
ar slitu samvistum eftir 24 ára
hjónaband. Barnhópurinn var að
Klara Krístjánsdóttír
frá Vestmannaeyjum
Fædd 8. júlí 1917
Dáin 23. janúar 1993
Elskuleg amma okkar er horfin,
laus við þjáningar og kvöl eftir
langan tíma. Við barnabörnin vilj-
um minnást ömmu okkar með
nokkram orðum. Við munum þá
tíma heima hjá henni og afa í Nik-
hól. Alltaf vorum við velkomin
sama hversu mörg við vorum og
oft var það stór hópur.
Á sunnudagsmorgnum var fast-
ur liður að koma til ömmu og fá
ijúkandi heitar pönnukökur áður
en farið var í kirkju.
Mörg danssporin tók amma við
okkur og var hún dugleg að kenna
okkur þau. Við verðum líka að
minnast allra jólaboðanna þar sem
öll bömin og barnabörnin komu
saman. Þá var oft glatt á hjalla,
spilað og sungið langt fram á
kvöld. Oft kom það fyrir að amma
passaði stóra barnahópinn. Kom
hún okkur þá fyrir í svefnpokum
og teppum á stofugólfínu og stund-
um var ekki hægt að þverfóta þar
inni fyrir börnum.
Áður en við sofnuðum sagði hún
oft; „Sá sem verður fyrstur að
sofna fær fimm krónur á morg-
un.“ Og auðvitað fengu allir fimm
krónur því aldrei gerði amma upp
á milli bamanna.
Amma var alltaf vel til höfð.
Byijaði á morgnana áður en farið
var í verkin að mála sig og snyrta.
Hún sagði alltaf að hún gæti ekki
verið illa til höfð ef einhver rækist
í kaffí sem gerðist oft, því að
amma var vinamörg.
Margt annað væri hægt að telja
upp en yrði of langt jafnvel í heila
bók því að stundirnar voru margar
sem við áttum heima hjá afa og
ömmu í Nikhól. Við biðjum góðan
guð að styrkja afa okkar í þessari
sorg, en við vitum að amma okkar
er komin á góðan stað.
Elsku amma, við kveðjum þig í
hinsta sinn með þakklæti í hjarta
fyrir þær stundir sem við áttum
með þér. Minning þín lifir.
Barnabörn og barna-
barna börn.
ar. Með gleði minntist hún kaup-
staðaferða vor og haust, „lausríð-
andi“ eins og kallað var.
Jóhanna lærði fatasaum á Akur-
eyri og einnig vann hún um tíma
á saumastofu í Reykjavík. Mörg
karlmannsföt var hún búin að
sauma gegnum árin ásamt öðram
flíkum enda var saumaskapurinn
hennar ævistarf. Það var sami
myndarskapurinn á öllu sem hún
lét frá sér fara. Jóhanna var einn
vetur hjá Jóni Þorlákssyni ráðherra
og taldi að hún hefði mikið lært
hjá því merka fólki.
Jóhanna var kona gjörvuleg og
talin fríðust kvenna. Hún gekk
alltaf snyrtilega til fara. Þegar hún
klæddist sínu betra skarti fór þar
mikil glæsikona.
Minni Jóhönnu var með ágætum
allt fram á síðari ár, hnyttin var
hún í svörum og með kímnigáfu
góða. Frá hennar fundum fóra
menn jafnan léttari í lundu. Jafn-
vel eftir að sjón og heyrn fór að
dvína virtist hún fylgjast furðuvel
með því sem gjörðist hér og þar.
Jóhanna giftist Sigurbimi
Björnssyni bifreiðastjóra. Þau áttu
heima á Freyjugötu 32 á Sauðár-
króki. Þau áttu ekki börn saman.
Jóhanna átti áður eina dóttur,
Birnu Sigurðardóttur. Hennar
maður var Tryggvi Jóakimsson
forstjóri og bjuggu þau á ísafirði.
Hann andaðist árið 1974. Þau
eignuðust fimm börn: Tryggva,
forstjóra á ísafirði; Reyni, stýri-
mann, látinn; Erling, stýrimann,
ísafirði; Svanbjöm, verslunarmann
á ísafirði; og Jóhönnu Margréti,
við nám í Englandi. Sambýlismað-
mestu uppkominn og að hluta til
farinn að stofna eigin heimili.
Árið 1975 gerðist sá hörmulegi
atburður að faðir okkar varð fyrir
vinnuslysi, sem dæmdi hann úr
leik á lífsgöngunni. Hann komst
aldrei til fullrar meðvitundar um
veruleikann í kringum sig og varð
þess því ekki aðnjótandi að sjá
afkomendur sína í því ljósi, sem
hann hefði kosið. Á hinni löngu
sjúkragöngu, sem taldi 18 ár, var
hugurinn stöðugt á æskustöðvun-
um, svo djúpt vora uppeldisárin
mörkuð í undirmeðvitundinni. Fyr-
ir hugskotssjónum rannu upp at-
burðir liðins tíma, sveipaðir nátt-
úrafegurð Vestfjarða, þar sem
perla íslenskra fossa, Dynjandi,
gnæfði yfír. Ungi maðurinn úr
Dynjandisvogi var kominn heim.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
F.h. okkar systkina,
Ólafur Arnfjörð
Guðmundsson
ur Bimu er Halldór Pálsson og búa
þau í Furabergi 15 í Hafnarfírði.
Jóhanna var frændrækin og oft
var gestkvæmt hjá þeim á Freyju-
götunni. Eftir að hún kom á sjúkra-
húsið vora margir sem litu inn,
einkum á sumrin þegar frændfólk
og vinir vora á ferðinni. Mikil var
gleðin þegar dótturbörnin komu í
heimsókn með langömmubömin.
Hún fylgdist vel með þeim öllum,
þó að fyarlægðin væri mikil. Oft
talaði hún um Jóhönnu nöfnu sína
og var mjög glöð þegar bréf komu
frá henni.
Alltaf var talað um Jóhönnu frá
Ási þó að hún ætti heima á Sauðár-
króki, enda hélt hún tryggð við
það heimili og bar hag þeirra sem
þar bjuggu mjög fyrir brjósti.
Hvergi vildi hún annars staðar
hvíla en í Hólakirkjugarði heima í
dalnum sínum. Henni fannst eitt-
hvað sérstakt öryggi í að vita að
búið var að ganga frá fyrir mörg-
um áram að þar fengi hún legstað.
Nú er hin langþráða stund upp
rannin. Hún er lögst til hvíldar við
hlið foreldra sinna í Hólakirkju-
garði. Jóhanna frænka, þakkir era
þér færðar frá bömum Soffíu syst-
ur þinnar, einnig frá mínum böm-
um, fyrir allan þinn hlýhug í gegn-
um árin. Dalirnir þínir drúpa höfði
fagnandi því að nú hefur dóttir
þeirra hlotið sína langþráðu hvíld.
Far þú í í friði, friður guðs þig
blessi.
Svanhildur Steinsdóttir,
Neðra-Ási.
FASTEIGNA- 0G FIRNIASALA
AUSTURSTRÆTI 18. 101 REYKJAVÍK
Hverafold -
bílskýli
56 fm íbúð á jaröhæö. Sérgaröur. Þvhús
og geymsla innan íb. Verð aöeins 5,9
millj. Áhv. 3,2 millj. íb. er laus.
Hrísrimi
• 2ja herb. 48,4 fm íb. tilb. u. tróv.
Verð 4,2 millj.
• 2ja herb. 63,3 fm íb. tilb. u. trév.
Verð 5,1 millj.
• 3ja herb. 90,6 fm íb. tilb. u. tróv.
Verð 6.350 þús.
Meö stæöi í bílgeymslu 6.950 þús.
Sameign skilast fullfrág., bílastæöi
malbikuð. Allar stéttar frág. og lóö tyrfö.
Traustur byggingaraðili.
Sölum: Guðmundur Valdimarsson
og óli Antonsson.
Lögm.: Gunnar Jóhann Birgisson, hdl.
og Sigurbjöm Magnússon, hdl.
FÉLAG ITfASTEIGNASALA
Sætún - Kjalarnesi.
ÝMSIR MÖGULEIKAR
Einbýlis- og atvinnuhúsnæði
- 7 hektara land
Einbýlishús: 5-6 herb. 158,7 fm auk 63,4 fm bílskúrs.
Atvinnuhúsnæði: samtals u.þ.b. 788 fm.
Tilboð óskast. Æ