Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 38

Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 38
ttigi *— j ~~~ — ;i i;./'. ,r .■t.—t—***, : HANDKNATTLEIKUR Saknar ekki Þjálfarinn skipar fyrir Guðmundur Guðmundsson segir mönnum sínum til á æfingu. Lið Aftureld- ingar hefur ekki tapað leik undir stjórn hans í vetur. Það er Axel Axelsson, sem þjálfar annan flokk hjá Aftureldingu, en hann hefur einnig þjálfað meistara- flokk félagsins og leikið með. Axel verður aðstoðarmaður minn ásamt Davíð að hluta í úrslitakeppninni. Ég er því ekki á flæðiskeri staddur, því að Axel þekkir mjög vel til liðs- ins. Fyrst að ég nefni Axel má ekki gleyma því að Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, þjálfaði Aftur- eldingu í fyrra og þá fengu leikmenn þefinn af því hvernig á að æfa til að ná settu marki. Þetta dæmi sýnir að Afturelding hefur gengið í gegn- um visst tímabil — leikmenn félags- ins hafa gengið í gegnum vissa reynslu, enda gerist það ekki einn, tveir og þrír, að íþróttamenn nái árangri. Menn verða að gefa sér tíma til að þroskast. Við hjá Aftureldingu erum til dæmis með nýtt lið. í viðbót við hópinn sem fyrir var hafa komið margir nýir leikmenn og ég hefunn- ið að því í vetur að púsla liðinu sam- an. Við eigum mikið eftir ólært og þurfum að stilla okkur betur saman þegar í úrslitakeppnina er komið. Út á það gengur allt þegar baráttan hefst fyrir alvöru og við þurfum að sýna hvers við erum megnugir." Þess má geta að þrír Víkingar fóru með Guðmundi til Afturelding- ar; Ingimundur Helgason, Róbert Sighvatsson og Sigurður Jensson, markvörður, og einn var þar fyrir, Siggeir Magnússon. Þá gengu Þor- kell Guðbrandsson úr HK og Eyja- maðurinn Þorsteinn Viktorsson til liðs við Aftureldingu. Hveijir verða erfíðustu andstæð- ingarnir þegar á hólminn er komið? „Það er ljóst að það eru KR, Breiðablik og Grótta. Hins vegar má ekki vanmeta ÍH og HKN, sem eru baráttuglöð lið.“ Meiri ferskleiki á landsbyggðinni Er handknattleikur að færast meira út á landsbyggðina frá Reykjavík? „Það er spuming hvort það sé ekki að gerast í handknattleiknum eins og í körfuknattleiknum. Og þá er spurningin af hveiju? Tveir stórir þættir í þessari þróun er aðstaða og peningar. A litlu stöðunum geta menn lagt meiri rækt við garðinn sinn, ef svo má að orði komast. Það er spuming hvort metnaðurinn til að eignast góð keppnislið sé ekki meiri úti á landi. Eg held að hjá mörgum félögum í Reykjavík standi félagsandinn veikum fótum. Þetta er hlutur sem ég finn fyrir í Mos- fellsbæ, þar sem félagsþroskinn er miklu sterkari en í mörgum félögum í Reykjavík. Það er ekkert sjálfgefíð hjá félögunum á landsbyggðinni. Það era fleiri aðilar sem leggja sitt á vogarskálar á landsbyggðinni, en í Reykjavík er það fámennur hópur sem ber félögin uppi. Aðrir vilja að- eins koma og fleyta ijómann. Þetta er orðið vandamál hjá mörgum félög- um í Reykjavík. Það er klappað á bakið á manni þegar vel gengur, en hina stundina hefur maður á tilfinn- ingunni að maður sé til vandræða. Þetta er stór þáttur í því að lands- byggðin er að ná yfirhöndinni. Það er mikið meiri ferskleiki yfír liðum af landsbyggðinni, eins og til dæmis Selfossi í handknattleik. Hjá Reykja- víkurfélögunum er komin viss þreyta í hinn félagslega þátt, en sá þáttur á að vera kjarninn í hveiju félagi. Þetta er hlutur sem félögin ættu að athuga betur.“ svidsljóssins Guðmundur Guðmundsson fór ívíking til Mosfellsbæjar Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur á tali við Axel Axelsson, fyrram landsliðsmann í handknattleik, á æfíngu í vikunni. Axel, sem þjálfar nú 2. flokk Aftureldingar og áður meist- araflokkinn, verður liðsstjóri hjá Guðmundi í úrslitakeppninni. SMÁVAXINN, kvikur í hreyfing- um, skapheitur og með ódrep- andi keppnisskap. Þannig hefur hann komið fyrir sjónir á keppn- isvellinum — með Víkingum og landsliðinu, Guðmundur Guð- mundsson. Að sjálfsögðu er þessi lýsing ekki tæmandi. Maður sem hefur verið einn besti handknattleiksmaður ís- lands hefur meira til brunns að bera en skaphita og ódrepandi keppnisskap, enda er það að- eins hismið. Kjarninn er útsjón- arsemi og skipulagsgáfa í ríku mæli. Guðmundur tók þá ákvörðun að hverfa úr sviðsljós- inu til að þroskast sem þjálfari og hann hélt í víking upp í Mos- fellsbæ, þar sem hann hefur þjálfað Aftureldingu með góð- um árangri — félagið hefur ekki tapað leik í 2. deildarkeppninni og hefur tekið stefnuna á 1. deild. Mvemig var það fyrir Guðmund að yfírgefa 1. deildarkeppnina eftir að hafa leikið með hinu sigur- sæla liði Víkings, landsliðinu og síðast Sigmunduró. sem þjálfari Víkings Síe;narsson _ 0g hreinlega „týn- sknfar ast“ uppi í Mos- fellsbæ? „Það vora mjög mikil við- brigði. Þegar ég tók þessa ákvörðun fór ég til Aftureldingar til að styrkja félagið. Til að mynda hef ég látið lið mitt nær eingöngu leika æfingaleiki við 1. deildarlið. Ég fór strax að undirbúa jarðveginn fyrir það að Afturelding yrði 1. deildarfélag, hvort sem það tekst strax eða á næsta ári. Ég tel mig vera búinn að undirbúa liðið fyrir það að takast á við 1. deildina, þar sem við höfum leikið tólf til fímmtán æfíngaleiki við félög í deildinni. Með því hef ég ver- ið að reyna að gefa leikmönnum mínum smjörþefinn af því að Ieika gegn 1. deildarliðum. Strákamir hafa oft á tíðum veitt liðunum harða keppni og einnig hafa komið leikir sem við höfum staðið okkur ver. Þetta er eitt í undirbúningi mínum, gn annar hlutinn er að ég hef þjálfað leikmenn mína eins og um 1. deildarl- ið væri að ræða — við æfum ekkert sjaldnar en gerist í 1. deild og æf- ingatímar okkar eru jafn langir. Ég hef verið með sambærilegar æfíngar eins og ég kynntist hjá Bogdan, fyrr- um landsliðsþjálfara, og sem ég not- aði þegar ég þjálfaði Víking. Við- brigði í sambandi við æfingar era því ekki mikil, en aftur á móti er umfjöllunin um gang mála í 2. deild ekki mikil í fjölmiðlum, þannig að þau viðbrigði era mikil. Það er ekki eins mikið að gerast í kringum keppnina í 2. deild eins og í 1. deild." Hvað með áhorfendur á leikjum í 2. deild. Era þeir margir? . „Þeir hafa verið frekar fáir á mörgum leikjum, en við höfum haft sérstöðu. Við höfum fengið töluverð- an fjölda á heimaleiki okkar og áhug- inn hefur farið vaxandi á handknatt- leik í Mosfellsbæ eftir gott gengi okkar. Það hefur komið fram í meiri áhuga unga fólksins á að stunda æfíngar og á betri leikjum hafa bæjarbúar fjölmennt á leiki okkar. Ég á von á því að í úrslitakeppninni eigi stuðningsmannahópur okkar eft- ir að stækka verulega." Spennandi verkefni <} Saknarðu ekki að sjá ekki myndir af þér í blöðum svífa innúr hominu í leilqum með Víkingi eða landslið- inu, eða þá að vera í beinum sjón- varpsútsendingum, eftir að hafa ver- ið í sviðsljósinu í öll þessi ár? „Nei, eiginlega ekki. Þegar ég tók þá ákvörðun að yfirgefa 1. deildar- keppnina, gerði ég mér grein fyrir að það yrðu breytingar. Að þjálfa Aftureldingu er mjög spennandi verkefni. Að þjálfa lið í 2. deild er mikil eldskírn fyrir þjálfara og afar þroskandi. Þetta er ákveðin þróun í því að verða betri þjálfari — að kynn- ast öðru en 1. deildarbaráttu. Það er einnig barátta í 2. deild — því að þar er barist um að komast í hóp þeirra bestu. Verkefnið er því mjög spennandi, þannig að ég er mjög sáttur. Mér líður mjög vel hjá Aftur- eldingu. Það er frábær umgjörð í kringum liðið — mun betri en ég hef áður kynnst, og ekki yfir neinu að kvarta. Andinn er góður í félaginu og allar aðstæður frábærar. íþrótta- aðstaðan að Varmá er ein sú besta á landinu. Öryggi leikmanna minna er mikið — það er aldrei neinn vand- ræðagangur í kringum það sem við eram að glíma við. Gott dæmi um frábæra stjórn hjá Aftureldingu er að þegar við komum í heimaleiki okkar eru allir búningar leikmanna hreinir uppi á þeim snögum sem leik- menn nota í búningsklefa. Hjá mörg- um félögum er stöðugur vandræða- gangur með búninga. Þetta finnst mörgum kannski smámunir, en svo er ekki — þannig regla veitir mönn- um öryggi og hefur áhrif á allt heild- ardæmið. Við getum einbeitt okkur að því að leika handknattleik. Það getur verið vegna hins frábæra and- rúmslofts í Mosfellsbæ að ég hef ekki saknað 1. deildarinnar — mér hefur fundist gott að fá hvíld fá henni.“ En nú hefur stefnan verið tekin á 1. deild á ný, þannig að ef það tekst þá verður þú aftur kominn í gamla góða slaginn? „Já, ef það tekst, þá mætir maður á fullum krafti í slaginn. Við verðum að bíða og sjá hvort að það tekst.“ Hver er styrkur 2. deildarinnar? Það verður að segjast eins og er að það er orðinn það mikill slagur um leikmenn hjá 1. deildarliðunum á vorin og sumrin, að liðin eltast við þá leikmenn sem era bestir í 2. deildarkeppninni. Afturelding á því láni að fagna og einnig KR og Breiðablik að félögin hafa haldið stórum hluta leikmanna sinna. En það er aðallega breiddin sem háir 2. deildarliðunum. Það er stór hópur leikmanna í deildinni sem myndi standa sig í 1. deildarkeppninni. En breiddin er ekki mikil hjá liðunum — of fáir sterkir leikmenn í hverju liði. Ég tel að hvert lið sem er í 2. deild- inni í dag og kæmist upp — það er sama hvort það er Afturelding, KR, Breiðablik eða Grótta, þyrfti að styrkja sig veralega — minnst um þrjá góða leikmenn. Þetta er munur- inn á 2. deildarliðunum og þeim sem era í 1. deild.“ Er munurinn mikill á liðunum í 2. deild? „Það er töluverður mikill munur á þeim sex liðum sem koma til með að leika í úrslitakeppninni; Aftureld- ingu, KR, Gróttu, Breiðablik, ÍH og HKN og þeim fjórum liðum sem era í neðstu sætunum, Ármanni, Fylki, Fjölni og Ögra.“ Ekki tapað leik Aftureldingu hefur gengið afar vel í vetur — félagið hefur ekki tapað leik, þegar aðeins einn er eftir í deild- inni. Hefur lokið sautján leikjum, unnið þrettán og gert fjögur jafn- tefli. Það nægir ekki Aftureldingu að vera tapiaust í deildarkeppninni, því að sex efstu liðin í deildinni fara í úrslitakeppni til að beijast um tvö sæti í 1. deild. Fyrirkomulagið er þannig að efsta liðið (Afturelding) fer í úrslitakeppnina með fjögur stig með sér, lið sem verður númer tvö tekur tvö stig með sér og félag núm- er þijú eitt sig. Guðmundur var spurður hvort hann og félagar hefðu ekki aðeins gengið í gegnum hluta af leiðinni í 1. deild? „Það er rétt. Ég hef tilkynnt mín- um mönnum að það byiji nýtt mót þegar úrslitakeppnin hefst. Þó að við höfum leikið vel í vetur og staðið okkur vel, þá hjálpar það okkur ekk- ert í því sem framundan er — jú, nema það að við höfum æft mjög vel í vetur. En svo leikum við tíu leiki á fímm Vikum í úrslitakeppninni og þá má ekkert koma uppá. Ef lið missir tvo leikmenn í meiðsli er allt búið. Þetta er hætta sem fylgir íþróttum. Það er aldrei hægt að bóka neitt fýrirfram." Ykkur hefur gengið vel í vetur. Er ekki komin spenna í leikmanna- og stuðningsmannahópinn, þegar lokamarkmiðið nálgast? „Jú, maður fínnur það. Það er mikil spenna og eftirvænting í Mos- fellsbæ. Ég vona að við stöndum undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Það er langt síðan að félagið okkar, Afturelding, hefur leikið í 1. deild, eða þrjátíu og þijú ár. Það myndi gjörbreyta miklu fyrir Mosfellsbæ ef við næðum 1. deild- arsæti. Það yrði bylting í bæjarfélag- inu. Leikmenn og þeir sem leggja mesta vinnu í það að ná árangri, eru meðvitaðir um að 1. deildarsæti er í sjónmáli. Það er þó engin pressa á leikmönnum — það er enginn sem kemur og segir: Þið verðið, annars er allt búið. Það finnst mér sem þjálf- ara strákanna vera mjög jákvætt og mættu mörg félög læra af því.“ Aðalbaráttan eftir Breytist umgjörðin eitthvað þegar í úrslitakeppnina er komið? „Jú, hún gerir það. Úrslitakeppnin stendur yfir á samá tíma og heims- meistarakeppnin í Svíþjóð fer fram. Davíð Sigurðsson, sem hefur verið liðsstjóri minn, er liðsstjóri hjá lands- liðinu. Ég hef því kallað á gamal- kunnan landsliðsref til liðs við mig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.