Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
43~
ARNAÐ HEILLA
Ljósmynd//Ljósmyndastofan Nærmynd
HJÓNABAND. Anna Borg og Arn-
ór Guðjohnsen voru gefin saman í
Bessastaðakirkju á nýársdag.
Prestur var sr. Pálmi Matthíasson.
Ljósmynd/Ljósmyndastofa Reykjavíkur
HJÓNABAND. Ósk Gunnarsdóttir
og Snorri Arnfinnsson Voru- gefín
saman í hjónaband í Dómkirkjunni
9. janúar sl. af séra Jakobi Hjálm-
arssyni. Heimili þeirra er í Þóru-
felli 18, Reykjavík.
Ljósmynd/Ljósmyndastofan Nærmynd
HJÓNABAND. Ágústa Kristjáns-
dóttir og Gylfi Þór Rútsson voru
gefín saman í Neskirkju 23. janúar
sl. Prestur var sr. Halldór Gröndal.
Heimili þeirraer að Spóahólum 12.
Útveggir í umhverfi
stórviðra og veðrunar
Merktu við
dagana
11.-14.
mars 1993
12.30
1 3.00
1 3.10
1 3.35
14.00
14.25
14.50
15.10
15.15
15.40
19.00
12.00
13.00
13.25
13.50
14.15
14.40
15.00
16.00
16.25
16.50
17.15
1 7.30
17.40
- ráðstefna og sýning að Holiday Inn
11. -14. mars 1993
Dagskrá rábstefnunnar
Fyrri dagur ráðstefnu - fímmtudagur
Skráning
Setning Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra
Útveggir í núverandi byggingum, Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur
Staðsteyptir veggir, Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur
Forsteyptir veggir og múrsteinsveggir, Níels lndriðason, verkfræðingur
Léttir útveggir, Ólafur Sigurðsson, arkitekt
Fyrirspumir
Vörukynning og sýning
Vörusýning opnuð, Steindór Guðmundsson, verkfræðingur
Kaffíveitingar
Vörukynning í ráðstefnusal, nokkur fyrirtæki kynna þær vörur
sem þau hafa að bjóða í ráðstefnusal - stendur til 17.00
Vörusýningu lokað
Síðari dagur ráðstefnu-fostudagur
Vörasýning opnuð
Hvað ræður gerð útveggja? Helgi Hjálmarsson, arkitekt
Steinhús þurfa regnkápu, Jónas Kristjánsson, ritstjóri
Viðgerðir á steyptum útveggjum, Ríkarður Kristjánsson, verkfræðingur
Rekstur útveggja, Rögnvaldur Gíslason, verkfræðingur
Fyrirspumir
Kaffiveitingar
Viðhorl' neytenda, Jóhanncs Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Ábyrgð hönnuða, verktaka og efnissala, Othar Örn Petersen hrl
Hver verður þróun útveggja? Vífíll Oddsson, verkfræðingur.
Fyrirspumir
Ráðstefnu slitið, Steindór Guðmundsson, ráðstefnustjóri
Ráðstefnugestum boðið til móttöku og veitinga á sýningarsvæði
Vörusýning verður opin til kl. 19.00 á föstudegi og einnig frá
kl. 12.00 -19.00 bæði laugardaginn 13. mars og sunnudaginn 14. mars.
Á Útveggjum í stórviðram og íslenskri veðrun munu helstu sérfræðingar fíytja erindi og fjöldi
fyrirtækja kynna vöra sýna og þjónustu.
Hefur hönnun útveggja á íslandi á undanfömum árurn verið í samræmi við þær þarfir sem uppfylla
þarf? Hver verður þróun næstu ára? Hvað er til ráða varðandi úrbætur?
Þátttökugjald á ráðstefnunni er kr. 9.500 með ráðstefnugögnum. Skráning þátttakenda er hjá
Þing hf. í síntum 91-628535 og 91-626100 fax 91-626905.
Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins
eftir Eltnu Pálmadóttur
Gott með vondu
Gefðu mér í dag mína dag-
legu skoðun og fyrirgefðu þá
sem ég hafði í gær. Hvernig
myndast daglegar skoðanir? Að
undanfömu höfum við meðtekið
með blaðalestri og tekið inn um
eyru og augu ómælda skammta
af hrollvekjandi lýsingum á
krabbameini, kreppu í efna-
hagsmálum, ofbeldi, nauðgun-
um, eyðni, leyndri geislavirkni,
hungri í Sómalíu, mannfalli 5
Júgóslavíu, baráttu við eiturlyf,
áfengisvanda, bæklanir o.s.frv.
Við lifum við látlaust áreiti af
miklum áföllum sem orðið hafa
og útmálun væntanlegra
óhappa og óáranar í framtíð-
inni. Allt mjög áhugavert og
raunsætt, oft gagnlegt sem víti
til varnaðar. Það vekur súrsæt-
an hroll svo blóðið svellur og
meðaumkun framkallar kökk
og jafnvel tár. En ætli svo stöð-
ugt áreiti leggist ekki á sálina?
Ekki er gott í efni, því sam-
kvæmt kokkabókum er það eitt
fréttnæmt sem er sjaldgæft,
frábrugðið því sem allir upplifa.
Viðtekin kenning að enga for-
vitni veki ef hundur bítur mann,
en „góð“ frétt ef maður bítur
hund. Ekki virðist það nú ein-
hlítt. Minningargreinar eru á
íslandi fyrirferðarmikið blaða-
efni. Þar er verið að segja 52
þúsund ókunnum kaupendum
Mbl. að hvaða leyti sá látni
skaraði fram úr. Nú fer þar
sívaxandi að bamabörnin og
þeim nánustu fínnist þeir verða
að koma því til almennings,
stundum í mörgum endurtekn-
ingum, að hún amma hafí verið
góð við þau, alltaf gefíð þeim
gott í munninn þegar þau komu
til hennar. Væru það nú ekki
meiri tíðindin ef hún amma
hefði verið vond við barnabörn-
in sín? Annað dæmi: Nú lesum
við í blöðunum að 80 eða 85%
íslendinga, ef ég man rétt, verði
einhvern tíma á ævinni svo
veikir á sálinni að þeir þurfi
meðferð hjá lækni eða sálfræð-
ingi. Er það þá ekki það nor-
mala sem flestir upplifa? Hin
15-20 prósentin þá afbrigðileg
og nógu sjaldgæf til segja frá
í fjöimiðlum? Hafið þið séð í
fjölmiðlaþætti fjallað um vondu
ömmuna eða andlega heilbrigðu
manneskjuna? Hitt þykir merki-
legra til frásagnar. Svo góða
gamla kenningin eða afsökun
okkar fíölmiðlafólks dugir vart.
Kannski mætti líka skjóta inn
í hrakfallaþættina úr lífsins
ólgusjó einhveiju obbolítið
gleðilegra. En þá yrði maður
sennilega sakaður um samúðar-
leysi, heyrnardeyfu, léttúð, sljó-
leikp. á mannlega eymd og skort
á samstöðu eða innsýn. Hvað
ætli allir meðvituðu félagamir
í þeirri göfgu list blaðamenns-
kunnar hugsi nú um Gáruhöf-
und?
Um þessar mundir er því
haldið á loft að allt sé á niður-
leið og verður vart neitað. En
líka blasir við bjartsýni, ef
gægst er um gáttir. Þama er
fólk sem trúir á framtíðina,
einkum þegar lengra er litið.
Dæmi: Miklu fleiri börn fæðast
á íslandi nú um stundir en áður,
eru bókstaflega að sprengja
fæðingardeildirnar. Hvað sýnir
betur bjartsýni á framtíðina en
að hika ekkert við að setja böm
í þennan heim og taka að sér
að sjá fyrir þeim, gefa þeim
tíma og búa þau undir lífið f
næstu áratugi. Trúa á að þau
eigi sér framtíð í þessu landi?
Nú á tímum vita flestir að böm
detta ekki úr storkanefi í háloft-
unum. Óþarfi að eiga óvelkomin
böm. Bendir ekki þessi stór-
aukni vilji til að eiga böm og
búa þeim líf í þessu landi og ,
þessum heimi til bjartsýni á '
framtíðina? Trúin á að erfitt
árferði í þjóðfélaginu endist
kannski rétt á meðan þau eru
ungböm og komi betri tíð með
blóm í haga fyrir þau og þá sem
bera ábyrgð á þeim?
Önnur tíðindi snertu bjart-
sýnistaugina, ef trúa má full-
yrðingum um að mannauður sé
og verði gæfa þessa lands.
Samkvæmt tölum Hagstofunn-
ar eru miklu fleiri vinnufúsar
hendur í landinu en voru fyrir
ári. Vinnandi íslendingar hafa
aldrei verið fleiri. Þrátt fyrir
skelfílegt atvinnuleysi, sem við
þekkjum öll, þá hefur störfum
fjölgað um 1% úti í þjóðfélaginu
milli áranna 1991-92. Störfum
hefur fjölgað fyllilega í takt við
fjölgun landsmanna síðustu tvö
árin. Maður er nú svo mataður
á hinu að erfítt reynist að melta
þessar upplýsingar. Hagstofu-
stjóri segir athyglisverðast við
þessa könnun hve atvinnuþátt-
takan vex. Fleiri úr heildarfjöld-
anum vilja vinna. Hver sem
skýringin er, þá kemur fram í
síðustu vinnumarkaðskönnun *
að á þrem misserum fíölgaði
kringum 7.900 manns áyinnu-
markaði á sama tíma og íslend-
ingum á vinnualdri fjölgaði að-
eins í kringum 3.800. Konur
juku sitt hlutfall enn meira en
karlarnir á þessu ári, úr 75% í
77%! Ja, hérna! Þarna virðumst
við eiga í pokahorninu afl sem
er enn fúsara til að leggja sitt
af mörkum í þessu landi en
fyrirrennararnir. Kannski of
fúsir? Verður ekki vinna fyrir
alla?
Þarf kannski að fara að deila
vinnunni meira niður — a.m.k.
meðan hart er á dalnum. Að
taka kúfínn af þeim sem hafa
ofgnótt af vinnu og bæta á þá
sem ekkert hafa eða lítið. Mér
heyrist a.m.k. formaður opin-
berra starfsmanna telja jöfnuð
aðalkröfuna á sínum vettvangi
— jöfnuð í launum og þá vænt-
anlega vinnu líka. Á svo stórum
vinnumarkaði, þar sem er ein
púlía sem semur við einn vinnu-
veitanda, er það kannski
viðráðanlegra en annars staðar.
Verður fróðlegt að sjá nú í at-
vinnuleysinu hvernig sú jöfnun m-
tekst til.
Fyrir aðra en vinnusjúka
hlýtur að vera svolítið björt
framtíðarsýn að skipta með sér
vinnunni í styttri vinnutíma á
mann, og fá góðan tíma til að
ala upp og vera með öllum þeim
börnum sem nú eru að fæðast.
Eða hvað?