Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 44
KJÖRBÓK
Landsbanki
Islands
Banki allra lartdsmanna
MORGVNBLAVW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 166S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Morgunblaðið/ólafur Bragason
Síðasta skoðun í skýli 885
EINN af flugwkjum Flugleiða, Magnús Pálsson, vinnur við hjólabún-
að á Eydísi í síðustu skoðuninni sem fram fer í herskýli 885.
Æydís í aðalskoðun
SKOÐANIR á þotum Flugleiða á Keflavíkurflugvelli verða væntanlega
fluttar á næstunni úr herskýli 885 yfír í hið nýja flugskýli sem félag-
ið hefur byggt. Síðastu aðalskoðun á Flugleiðaþotu í skýli 885 lauk í
vikunni, en það var á Eydísi, einni af hinum nýju Boeing 737-vélum.
Baldur Bragason yfirflugvirki segir að starfsmennirnir kveðji skýli 885
með litlum söknuði því vinnuaðstæður þar hafa oft verið fyrir neðan allar
hellur, snjóað inn á mitt góif og í vetrarhörkunum nú hefur lofthitinn farið
niður i mínus sjö gráður.
Fundur forystumanna EG með starfsmönnum í gær
Starfsemi frystihúss-
ins hætt eftir helgina
FORSVARSMENN Einars Guðfínnssonar hf. í Bolungarvik héldu í
gærmorgun fund með starfsmönnum frystihúss EG þar sem tilkynnt
var að frystihúsið hefur ekki vinnslu á nýjan leik á morgun, mánu-
dag. Einar Jónatansson forstjóri EG sagði í samtali við Morgunblaðið
i gær að fyrirtækið hefði í fyrrakvöld ráðstafað afla, bæði rækju og
öðrum afla annað, því ekki væri kleift undir núverandi kringumstæðum
að hefja vinnslu í fuystihúsinu á ný á morgun.
„Við munum gera það sem í okkar
valdi stendur, til að bæjaryflrvöld fái
þann tíma sem þau þurfa til þess að
ná samningum við Landsbankann og
aðra. Stjóm fyrirtækisins ber auðvit-
að mikla ábyrgð, og hún mun gera
það sem í hennar valdi stendur, til
að aðstoða bæjaryfirvöld við að ná
markmiðum sínum,“ sagði Einar.
Bærinn reynir til þrautar
Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri
Bolungarvíkur sagði við Morgun-
blaðið í gær að Bolungarvíkurbær
viðurkenndi vanmátt sinn til þess að
standa einn og sér að kaupum á
Dagrúnu, Heiðrúnu og jafnvel frysti-
húsi EG. „Við sjáum þó vonandi eina
leið, sem er sú, miðað við þá veiku
atvinnustöðu sem er allt frá Þingeyri
norður til Djúps, að skynsamlegt sé
að stofna útgerðarfélag sem leiti
samstarfs við útgerðaraðila á norð-
anverðum Vestfjörðum, með beinum
eða óbeinum hætti, til þess að tryggja
arðbæran rekstur og styrkja atvinnu-
líf á svæðinu," sagði Ólafur.
Ólafur kvaðst þegar byijaður að
hringja í menn og óska eftir því að
þeir kæmu til viðræðu og ræddu
stofnun útgerðarfyrirtækis á svæð-
inu, sem gengi út frá kaupum á
Dagrúnu og Heiðrúnu, togurum EG.
Aðspurður hvort bæjaryfírvöid
hefðu eitthvert tilefni tl bjartsýni
hvað varðar erindi bæjarins við
Landsbankann, þar sem bankinn
hefði hafnað svipuðu erindi frá bæn-
um og EG í sameiningu, sagði Ólaf-
ur: „Sýn okkar fer eflaust heim og
saman við þá sýn sem Landsbankinn
hefur og einnig Byggðastofnun. Ég
geri mér því vonir um jákvæða niður-
stöðu úr okkar viðræðum, án þess
að ég ætli að segja fyrir um niður-
stöðu þeirra.“
*
Vó salt á 40 m hárri klettabrún á Oshlíðarvegi
„Horfði beint
niður í fjöru“
„BÍLLINN nánast vó salt á brúninni og ég horfði beint
niður I fjöru,“ sagði Halldór Þórisson úr Bolungarvik um
það þegar bíll hans fauk til á veginum um Óshlíð í rokinu
á föstudagskvöld. Þar sem bíllinn stöðvaðist er 40 metra
snarbrött hlíð beint niður að sjó.
Halldór var einn í bfl sínum á leiðinni úr vinnu á ísafirði heim
til sín í Bolungarvík og sagðist hafa ekið hægt vegna veðurs-
ins. „Eg lenti í vindstreng sem liggur niður Seljadal. Bíllinn
byijaði að skríða til hliðar og færðist yfír á hinn vegarhelming-
inn. Ég gat lítið gert, reyndi að bremsa en hann frekar jók
hraðann. Ferðin hægðist þegar bíllinn fór yfir ruðning og stöðv-
aðist loks á brúninni. Þar hékk hann „á lyginni" og ég horfði
beint niður í fjöru. Bíllinn hallaðist svo mikið á brúninni að
hægt var að handsnúa hjólunum á hliðinni sem sneri að vegin-
um,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær.
Sat stjarfur
Halldór sagðist vissulega hafa verið hræddur á meðan bfllinn
fauk til og setið augnablik stjarfur í bílnum þegar hann stöðvað-
ist. Hann hefði vitað af mönnum við sorpbrennslustöðina á
Skarfaskeri og ákveðið að hlaupa til þeirra. Hann fékk síðan
aðstoð við að draga bílinn inn á veginn aftur. Varð að gera það
mjög varlega til þess að bíllinn færi ekki fram af brúninni.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Stóð tæpt
HALLDÓR Þórisson við bfl sinn á ísafirði
í gærmorgun. Litlu mátti muna að hann
færi fram af Óshlíðarvegi í rokinu á föstu-
dagskvöld.
Viðurkenndar kröfur í þrotabú Fórnarlambsins 1.220 milljónir
Krefjast kyrrsetningar í
eignum Hagvirkis-Kletts
VIÐURKENNDAR kröfur í þrotabú Fórnar-
lambsins, áður Hagvirkis, nema tæpum 1.220
milljónum króna, auk þess sem bústjóri hefur
hafnað kröfum fyrir umtalsverðar upphæðir.
Eignir búsins, sem var tekið til skipta í ágúst
sl., eru nær engar. Ragnar H. Hall hrl., bú-
stjóri þrotabúsins, krafðist á föstudag kyrr-
^setningar i eignum Hagvirkis-Kletts fyrir
“uröfum sem nema rúmum 373 milljónum
króna. Þær kröfur byggjast á samningum sem
Hagvirki gerði við Hagvirki-Klett, sem þá hét
Hagtala, og eru að sögn bústjórans dagsettir
í desember 1990. Samkvæmt þeim voru nær
allar eignir sem Hagvirki átti færðar yfir til
Hagvirkis-Kletts gegn yfirtöku á skuldum.
Krafan var gerð á föstudag en fulltrúi sýslu-
manns tók hana fyrir síðdegis í gær, laugardag.
Nái kyrrsetningin fram að ganga þarf að höfða
staðfestingarmál vegna hennar fyrir dómstólum.
Kyrrsetning felur í sér að veðbönd eru lögð á
fjármuni til bráðabirgða þar til aðfararheimild
fæst, með dómi í staðfestingarmáli, til að tryggja
kröfu um peningagreiðslu. Samkvæmt handbók
dómsmálaráðuneytis setja lög það sem skilyrði
þess að kyrrsetning fáist sett að sá sem hennar
krefst sanni að verulega dragi úr líkindum á því
að kröfu verði fullnægt fari kyrrsetning ekki fram.
Nefnd er sem dæmi sú aðstaða að skuldari taki
upp á að selja eignir eða grunur leiki á undan-
skoti þeirra með einhveijum hætti.
Veð kröfuhafa í eignum
sem búið á ekki
Meðal stærstu kröfuhafa í þrotabú Fórnar-
lambsins eru að sögn bústjórans ýmsir innheimtu-
menn ríkissjóðs, þar á meðal sýslumaður í Hafnar-
fírði, einnig íslandsbanki, Framkvæmdasjóður og
Iðnlánasjóður. íslandsbanki og sjóðirnir hafa m.a.
veð í fjölmörgum þeirra eigna sem samningarnir
sem kyrrsetningarkrafan byggist á tóku til og
eru í dag skráðar eignir Hagvirkis-Kletts, að sögn
Ragnars H. Hall.
Viðurkenndar forgangskröfur í þrotabúið eru
13 milljónir króna, vegna orlofsgreiðslna og lífeyr-
isiðgjalda. Veðkröfur eru flokkaðar sem almennar
vegna þess að þær beinast yfirleitt að því að fá
viðurkennd veð í eignum sem þeir samningar
tóku til sem kyrrsetningarkrafan tók til.
Ragnar H. Hall sagði að þrotabúið hefði engar
íjárkröfur gert persónulega á Jóhann Bergþórsson
aðaleiganda Fórnarlambsins og Hagvirkis en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins er hann í
umtalsverðum ábyrgðum vegna fyrirtækjanna.
Nota sím-
boða tíl
landasölu
HINIR umsvifamiklu landa-
bruggarar sem lögreglan hef-
ur verið að kljást við undan-
farna mánuði nota símboða
mikið í viðskiptum sínum,
samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Algengast er að viðskiptavinir
hringi í símboða bruggarans og
stimpla þeir fyrst inn talnaboð
með eigin símanúmeri.
Talnaboðunum er svo lokið
með tölu sem ætlað er að tákna
hvað marga lítra viðkomandi
ætlar að kaupa. Síðan hittast
kaupandi og seljandi á fyrirfram
ákveðnum stað og skiptast á
landa og peningum.
Aðferð þessi er að sögn lög-
reglunnar keimlík þeim sem
fíkniefnasalar víða um heim
nota.