Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR FOSTUDAGUR 26. FEBRUAR 1993 — Hverfisskipulagið nær yfir Vesturbæ Kópavogs. Þar er fjallað um flesta þætti skipulags eins og byggð, umferð, umferðaröryggi og umhverfi. Morgunbl./Kristinn — Nú stendur yfir sýning í anddyri Sundlaugar Kópavogs á tillögu að hverfisskipulagi fyrir Vesturbæ Kópavogs NÚ er hafin kynning á tillögu að hverfisskipulagi fyrir Vest- urbæ Kópavogs. Einn megin til- gangur þess er að gefa bæjarbú- um kost á að fylgjast með og taka þátt í að móta nánasta um- hverfi sitt. Hverfaskipulag er nýtt skipulagsstig í Kópavogi, unnið í kjölfar aðalskipulags. Það hefur það umfram aðalskipulag, að í því er gerð nánari grein fyrir skipulagi einstakra bæjar- hluta með áherzlu á, hvar breyt- inga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Hverfisskipulag verður leiðbeinandi fyrir deiliskipulag og framkvæmdaáætlanir. Uppbyggingin í Kópavogi hefur verið mikil og hröð á undan- fömum árum. Bærinn er nú fjöl* mennasti kaupstaður landsins og íbúar þar um 17.000. Undanfarið hefur árleg ibúa- fjölgun þar verið 400-500 manns eða 3-4% og sam- kvæmt núgildandi aðalskipulagi bæj- arins, sem á að ná eftiT Magnús fram 411 ársins Sigurðsson 2008, er gert ráð fyrir, að íbúar verði um 24 þúsund í lok skipulags- tímabilsins. I bænum fullbyggðum er gert ráð fyrir, að geti búið um 32 þúsund manns. Á undanförnum áratug voru fullgerðar um 100 íbúð- ir árlega í Kópavogi.og búizt við, að þær verði jafnvel enn fleiri á þessum áratug eða allt að 150-200 íbúðir á ári fram til aldamóta. Á næstu árum verða byggingasvæðin einkum í Kópavogsdal og eru bygg- ingarframkvæmdir þar þegar vel á veg komnar. Af þessu má sjá, að þróunin hef- ur verið ör í Kópavogi. En þrátt fyrir það að mikil áherzla sé lögð á nýbyggingasvæðin, þá er ekki ætlunin að vanrækja eldri bæjar- hlutana. Hið nýja hverfisskipulag Vesturbæjarins er til marks um það. Þar er fjallað um flesta þætti skipulags eins og byggð, umferð, umferðaröryggi og umhverfi. Mark- miðið er að gera upp við gamla tím- ann og gera áætlanir fyrir framtíð- ina. Greint er frá söga og einkenn- um byggðarinnar, sett fram mark- mið varðandi útfærslu nýrra mann- virkja og úrbætur og breytingur á þeim eldri. Kannað er, hvar þörf er á endurskoðun deiliskipulags í bæj- arhlutanum og nýtt deiliskipulag kynnt. Gerð er grein fyrir íbúaþróun og ýmissi félagslegri þjónustu. Einnig er fjallað um, hvar þörf er á úrbótum í umferðarkerfí og um- hverfí. Að baki iiggur mikil undirbún- ingsvinna, en hverfísskipulagið er unnið á Bæjarskipulagi Kópavogs af Aðalheiði Kristjánsdóttur lands- lagsarkitekt og Málfríði Kristiansen arkitekt í náinni samvinnu við gatnadeild, garðyrkjudeild, félags- málastofnun bæjarins, fræðslu og menningarsvið og þær nefndir og ráð, sem tengjast skipulagsmálum. Strandlengja Kársness að útivistarsvæði Strandlengja Kársness er það svæði, sem helzt markar sérstöðu vesturbæjarins umfram aðra bæjar- hluta. í tengslum við hreinsun strandlengjunnar, sem er eitt stærsta umhverfisátakið á öllu höf- uðborgarsvæðinu og unnið í sam- vinnu við nágrannasveitarfélögin, verður lokið við göngustíg, sem á að ná umhverfis allt Kársnesið og verður vafalaust eitt vinsælasta útvistarsvæði bæjarhlutans. Þessi stígur tengist með undirgöngum við Kópavogsdal og Fossvogsdal. í tengslum við þennan stíg er gert ráð fyrir áningastöðum og leik- svæðum, þeirra á meðal má nefna opið svæði norðan Huldubrautar og áningastað við Þinghól, en á því svæði eru merkar náttúru- og sögu- minjar, auk þess sem fjölskrúðugt fuglalíf er á leirunum í Kópavogi. Að auki er lögð áherzla á að bæta gönguleiðir bæði innan svæðisins og á milli bæjarhluta en í undirbún- ingsvinnunni voru m. a. kannaðar helztu gönguleiðir skólabarna. Þegar leitað var til bæjarbúa eft- ir athugasemdum og ábendingum, kom í Ijós, að umferðarmál voru mörgum ofarlega í huga. Gerð var könnun á, hvar umferðarslys og óhöpp væru tíðust í bæjarhlutanum og í framhaldi af því kannaðar mögulegar úrbætur á gatnakerfínu. Bent er á ýmsar lausnir svo sem hraðahindrandi aðgerðir, aðgrein- ingu bflastæða og akbrauta, lag- færingu á gatnamótum og aukinni tijárækt meðfram götum. Hér má benda á, að verið er að endurskoða deiliskipulag miðbæjar Kópavogs vestan Gjár, bæði að því er varðar byggð og gatnakerfí m. a. í tengslum við skiptistöð almenn- ingsvagna, en svæðið hefur verið ófrágengið til þessa. Á næsta ári er ráðgert að taka í notkun lista- safn Gerðar Helgadóttur og einnig hafa komið fram hugmyndir um byggingu alhliða menningarmið- stöðvar á svæðinu. Sýning á tillögu að hverfísskipu- lagi Vesturbæjar Kópavogs ásamt vinnugögnum stendur nú yfír í and- dyri Sundlaugar Kópavogs og á hún að standa fram á sunnudag. Kynn- ingarfundur fyrir bæjarbúa og hagsmunaaðila var haldinn í Þing- hólskóla í gærkvöldi, en áformað er að gefa hverfíssskipulagið út á afmælisdegi bæjarins 11. maí nk. og dreifa því inn á hvert heimili í bæjarhlutanum. í kjölfar þess verð- ur farið að vinna að gerð hverfís- skipulags fyrir austurbæinn. Vestmannaeyjar l\ý álma \íú Hamars- skóla tckin í notkun Vestmannaeyjum. NÝ álma við Hamarsskólann í Eyjum, svokölluð C-álma, var tekin formlega í notkun fyrir skömmu. í álmunni er aðstaða fyrir kennslu í handavinnu, matreiðslu og vinnu- aðstaða fyrir kennara og sljórn- endur skólans. Guðrún Jóhannsdóttir, formaður skólanefndar, flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Rakti hún byggingarsögu skólans og þakkaði öllum sem að verkinu hefðu komið. Sagði Guðrún að með C-álmunni gjör- breyttist öll aðstaða nemenda og kennara til hins betra. Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri, tók í sama strengs og sagði vígslu nýju álmunn- ar marka tímamót í sögu skólans. Bygging C-álmunnar hefur staðið lengi. Framkvæmdir við hana hófust árið 1986 en lauk nú 6 árum seinna. Heildarkostnaður við lokafrágang ál- munnar var um 61 milljón króna. Skólahúsnæðið er allt hið glæsileg- asta. Fullkomin aðstaða er til teikni-, smíða- og saumakennslu og einnig til smeltis og leirbrennslu. Þá er í álmunni fullkomið eldhús til kennslu í heimilsfræðum. Grímur SALA: Pélur LOGM: Asgeir Pétursson, Opið á laugardögum kl. 10-14 2ja herb. Arahólar. 54 fm íb. á 6. hæö í mjög góöu lyftuhúsi, sem hefur allt ver- iö tekiö í gegn að utan, m.a. byggt yfir svalir o.fl. Verö 5,5 millj. Laugavegur. Falleg, nýendurn. 40 fm íb. á 2. hæð í uppgerðu bak- húsi. Áhv. byggingarsjóður 1,5 millj. Verö 4 millj. Þingholtin. Mjög áhugaverö 63 fm „8túdíó“-íb. Ein glæsilegasta pipar- sveinaíb. af þessari stærð. Hún er sór- staklega hönnuö til útleigu til útlendinga sem „lúxus“-íb. Selst með öllum hús- gögnum og tækjum. Vallarás. 53 fm vönduö íb. á 5. hæð í mjög góðu lyftuhúsi. Glæsil. út- sýni. Suöursv. Fullgerö og mjög góö sameign. Áhv. byggingarsjlán 3,2 millj. Verö 5,8 millj. Vogatunga H. Björnsson Róbert Arni Hreiðarsson Miklabraut. Hæð og ris, samt. 180 fm. Bílsk. 4 svefnherb. Verð 10,8 millj. Hafnarfjörður. 90 fm á 2. (efstu) hæö í þríbýli. Sérlega mikiö og fallegt útsýni. Áhv. veödeild og húsbréf 4 millj. Verö 6,8 millj. Bræðraborgarstígur. 3ja- 4ra herb. íb. á 1. hæö, 106 fm auk mikils rými í kj. Áhv. húsbr. og lífeyrissj- lán 5 millj. Digranesvegur. Neöri sérhæö um 131 fm ásamt bílsk. Arinn í stofu. Mjög vel skipulögö íb. fyrir stóra fjöl- skyldu. Verð 10,7 millj. Garóhús 150 fm íb. á tveimur hæöum ásamt bílsk. Mikið útsýni. Fullgerö eign. MikiÖ útsýni. Suð-vestursv. Hagst. verð. Nýlega innróttuö 62 fm 2ja-3ja herb. íb. á jaröhæð meö sórgarði. Marmara- flísar á baöi, mjög vönduð viðarinnarétt- ing í eUhúsi. Áhv. byggingarsjlán og húsbróf 3 millj. Hverfisgata. Nýuppgerö 50 fm íb. í steinhúsi nærri Hlemmi. Allar innr. og tæki nýtt. Parket á öllu. Verö 5,2 millj. Hamraborg. 44 fm íb. á 3. hæö. Stæöi í bílskýli fylgir. 3ja herb. Goðatún — Gb. 57 fm íb. á jarð- hæð í parhúsi ásamt bílsk. Þarfnast lagfæringar. Varð: Tilboð. Fossvogur. 80 fm íb. á 1. hæð. Stofa, borðst. og stórt svefnherb. Auð- velt að breyta I 2-3 svefnherb. Mjög skjólgóðar, sólríkar svalir. Stutt I alla þjónustu. Sérlega góð staðsetn. fyrir eldri borgara. Áhv. 2,2 míllj. Frostafold. 90 fm íb. á 3. hæð i lyftuhúsi. Mjög vandaðar innr. og tæki. Góðar svalir. Mikið útsýni. Þvhús og búr innaf eldhúsi. Áhv. byggingarsjlán 3,3 millj. Verð 8,5 millj. 4ra herb. og stærri Einbýlis- og raðhús Tjarnargata 1 f2 fm sérhæð á 1. hæð ásamt góðum bílskúr á þessum eftirsótta staö. Verð 10,4 millj. Hvassaleiti. 4ra-5 herb. 94 fm ib. ásamt bílsk. Mikið útsýni. Mikll sam- elgn. Áhv. 2,3 millj. Ljósheimar. I10fm 4ra herb. íb. á 8. hæð í lyftuhúsi. Glæsil. útsýni. Vönduð íb. og mikiö endurn. Sérinng. af svölum. Verð 8,2 millj. Áhv. 2 millj. Klrkjuteigur. Mjög sórstök og falleg 4ra-5 herb. 140 fm íb. Sórinng. Allar innr., gólfefni og tæki nýtt. Mikil lofthæö. Verö 9,8 míllj. Vandaö steinhús á þessum eftirsótta staö. Heildarstærö um 250 fm auk bílsk og garöhúss. GóÖ lóö. Mögul. á sóríb. í kj. Áhv. húsbréf 8 millj. Verö: Tilboð. Vesturberg. 145 fm vandaö ein- lyft raöhús ásamt bílsk. Stutt íalla þjón- ustu. Áhv. 2,5 millj. Verö 13 millj. Hafnarfjöróur — Norður- bœr. Skemmtilegt einlyft raöhús um 140 fm ásamt 32 fm innb. bílsk. 4 svefn- herb. Gufubað Innaf baöherb. Fallegur, skjólgóöur suöurgaröur. MikiÖ áhv. Verö 13 millj. BústaÓahverfi. Canofmeinb- hús auk ca 30 fm í risi. Góður bílsk. Húsiö er klætt aÖ utan. VerÖ 12,2 millj. Vantar fyrir ákveðna kaupendur: 3ja herb. íbúó meö byggingar- sjóÖ8lánum í Folda- eöa Hamrahverfi. Má vera tilb. undir tróv. Raó- eóa parhús. 110-130 fm á 1. hæð auk bílsk. Má vera ó bygging- arstigi. Verö m.v. tilbúiö hús 12-13 millj. 2ja íbúóa hús. Æskileg stærð aöalíbúöar 100-130 fm ásamt 50-80 fm íb. Má vera hvar sem er á Stór- Reykjavíkursvæöinu. 2ja—3ja herb. íb. í Mela- og Hagahverfi í skiptum fyrir 4ra herb. góöa neöri sérhæö ósamt bílsk. á Mel- unum. 3ja her b. fb. miösvæöis í Reykja- vík í skiptum fyrir 2ja herb. nýupp- geröa, fallega íb. í miðbænum. Fjöldi eigna í sýningarglugganum Austurstræti 17 Hverfisskipulag fýi’ii’ Vestnrbæ ■ Hópavo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.