Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 2
2 B Sólvogur MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Góó sala í íbúó- um aldraóra NU eru tólf íbúðir eftirtóseldar af 49 íbúðum í nýbyggingu fyrir aldraða í Sólvogi í Fossvogi. Kom þetta fram í viðtali við Jón G. Sandholt, sölumann I fasteigna- sölunni Oðal. — Eg er mjög ánægður með þennan árangur, sem er vafalítið mest að þakka góðri staðsetningu, sagði Jón Það er einkum fólk úr hverfun- um í kring, sem sækist eftir íbúð- um í Sólvogi, það er Fossvogi, Leitunum og nýja miðbænum fyrir ofan Fossvog. Jón kvaðst ekki álíta markaðinn fyrir íbúðir fyrir aldraða vera mettaðan og sagði: — Þegar við hér höfum fengið notaðar íbúðir fyrir aldraða til sölu, hefur verið mikil ásókn í þær. Það sem einkennnir þessar íbúðir er að þær eru yfírieitt mjög nýlegar og byggðar í grónum íbúðarkjörnum. Það eru gjaman staðir, þar sem viðkomandi hefur búið áður í stærri eign og þekkir því vel. Margt af því fólki, sem keypt hefur íbúðir í Sólvogi, á skuldiausar eignir fyrir, þar sem það var búið að búa í áratugi. Jón sagði ennfremur, að smíði Sólvogs hefði gengið mjög vel og samkvæmt áætlun. Nú er verið að innrétta íbúðimar í fyrra húsinu, en áformað er að afhenda allar íbúðim- ar í maí nk. Þetta eru tvær bygging- ar við Sléttuveg 15-17 og eru þær aðskildar nema á jarðhæðinni, en þar er gert ráð fyrir þjónustukjama, gufuböðum og húsvarðaríbúð. Á átt- undu hæð í öðru húsinu er sameigin- legur samkomusalur fyrir íbúana. Aldursmörk 55 ár í Sólvogi em aldursmörk 55 ára. Jón var spurður að því, hvort þetta teldist ekki fremur lágur aldur miðað við aldrað fólk og svaraði hann þá: — Aldursmörkin voru miðuð við 60 ár í fyrstu, en þegar á reyndi var mikil ásókn í þessar íbúðir af nokkm yngra fólki. Margt framsýnt fólki á aldrinum ftá 55 .ára og upp í sex- tugt hefur keypt íbúðir í Sólvogi, þó að enn eldra fólk þekkist þar vissulega einnig. Jón sagði, að vel hefði gengið að selja þær eignir, sem þeir, er keypt hefðu í Sólvogi, ættu fyrir. — Þær eignir em gjaman í góðum hverfum, þar sem yfírleitt er gott að selja. Ástand þessara eigna er misjafiit, allt frá því að vera nýlega endumýj- aðar og niður í þokkalegt ástand. Meiri hluti þessara eigna er samt í mjög góðu ástandi. Ég get nefht sem dæmi íbúð konu rétt um sjötugt. íbúðin var öll nýtek- in í gegn, þegar hún kom í sölu, með flísum í baðhergi og eldhús- gólfí og nýrri eldhúsinnréttingu, þannig að íbúðin var í toppstandi, enda þótt hún hafí verið byggð 1956. Smíði Sólvogs hefði gengið mjög vel og samkvæmt áætlun. Nú er verið að innrétta íbúðimar í fyrra húsinu. Þetta eru tvær byggingar við Sléttuveg 15-17 og eru þær aðskildar nema á jarðhæðinni, en þar er gert ráð fyrir þjónustukjaraa, gufuböðum og húsvarðaríbúð. Á áttundu hæð í öðru húsinu er sameig- inlegur samkomusalur fyrir íbúana. Jón kvað íbúðarmarkaðinn hafa verið mjög rólegan í janúar en febr- úar hefði verið þeim mun betri. — Það er mikið um makaskipti, enda er fólk orðið miklu opnara fyrir þess- um möguleika, sagði hann. — Við hér höfum varla selt eign að undan- fömu nema í makaskiptum. Ef fólk á 2ja eða 3ja herb. íbúð og vill stækka við sig upp í sérhæð eða enn stærri eign, þá tekur seljandi stærri eignarinnar þá minni upp. Bezta dæmið, sem ég þekki, er 2ja herb. íbúð í Safamýri, sem skipti þrisvar sinnum um eigendur á einni viku og endar sennilega hjá fjórða eig- andunum á næstunni. Þegar þetta gerist tökum við 1% í sölulaun fyrir minni ibúðina en fullt fyrir þá stærri, nema frá fyrsta eiganda minni íMð- arinnar, en þá em sölulaunin 1,7%, ef um einkasölu er að ræða. Húsbréfakerfið minna notað Jón kvaðst senn vera búinn að starfa við fasteignasölu í tíu ár og á þeim tíma hefði aldrei verið jafn mikið um makaskipti og í fyrra og það sem af væri þessu ári og maka- skiptin væm enn að aukast. — Fyr- ir bragðið er húsbréfakerfíð minna notað en áður og ég held, að það sé ein skýringin á því, að það hefur verið minna um húsbréfaskipti hjá húsbréfadeildinni að undanfömu en var, sagði Jón. Jón Sandholt kvaðst vera mjög bjartsýnn á fasteignamarkaðinn í vor og sagði að lokum. — í fyrra lá við, að maður fylltist sjálfur svart- sýni af að hlusta á bölmóðinn í fast- eignamarkaðinum. Slíkur bölmóður heyrist varla nú. Það er stór hluti af þjóðinni, sem er í sínu fasta starfi og með sín föstu laun og það fólk horfír fram á veginn og heldur sínu striki í lífínu. MARKAÐURINN Húsnæóismál í samhengi UMFJÖLLUN um húsnæðismál hér á landi er oft úr samhengi. Fjallað er um einstaka þætti án þess að tillit sétekið til heildar- innar. Húsnæðislánakerfin tvö, félagslega íbúðakerfíð og hús- bréfakerfið, eru að ýmsu leyti samtvinnuð og hafa mikil áhrif hvort á annað. Aðgerðir sem tengjast öðru þeirra hafa áhrif á hitt. Og bæði hafa þau áhrif á fasteignamarkaðinn. Það sem kannski helst ruglar þessa mynd er hvað húsnæðismálin eru mikið pólitískur málaflokkur. Það á án efa mestan þátt í því að umfjöll- unin er eins og hún er. Vaxtahækkun í félagslega íbúðakerfinu Eins og kunnugt er féllst ríkis- stjómin á tillögu húsnæðis- málastjómar þess efnis, að breyta vöxtum í félagslega íbúðakerfínu frá og með 1. mars næstkomandi. Vextir verða hækkaðir á lánum félagslegra íbúða, annarra en leigu- íbúða, sem veitt hafa verið eftir 1. júlí 1984. Þeir sem hafa Guðmundsson gagnrýnt þessa ákvörðun hafa ein- göngu gert það út frá því sjónar- miði, að greiðslubyrðin hækki hjá þeim sem verða fyrir vaxtahækkun. Verið sé að koma aftan að kaupend- um félagslegra íbúða og kollvarpa áætlunum þeirra. Hér skal ekki gert Iítið úr þessu. Vaxtahækkunin getur komið illa við marga. Að vísu eru áhrif mismikil að teknu tilliti til vaxtabóta. Sumir verða ekki fyr- ir hækkun á greiðslubyrði eftir að fyrsta árið er liðið. En fleira kemur til. Ef vextir yrðu ekki hækkaðir í félagslega íbúðakerfinu, mundi húsnæðismálastjóm úthluta færri framkvæmdalánum á þessu ári til byggingar eða kaupa á félagslegum íbúðum en fyrirhugað er, eða um 300 íbúðum í stað 500. Færri fjöl- skyldur mundu þá komast að í þessu kerfí en ella. Það hefði í för með sér meiri ásókn í húsbréfakerfíð og eða meiri eftirspum eftir leiguíbúð- um en annars verður, þegar fram líða stundir. Hvom tveggja mundi leiða til meiri spennu á hinum al- menna fasteignamarkaði og hækk- andi fasteignaverðs. Annar kostur er mögulegur en að hækka vextina í félagslega íbúðakerfínu. Hann er að auka rík- isframlagið til að mæta halla á Byggingarsjóði verkamanna. Láns- Ijárþörf ríkissjóðs mundi þá aukast, sem mundi leiða til hærri vaxta og þar með auka greiðslubyrði íbúða- kaupenda á hinum almenna fast- eignamarkaði. Vextir í félagslega íbúðakerfínu hafa m.ö.o. bein áhrif á almenna fasteignamarkaðinn, þegar hlutim- ir em skoðaðir í samhengi. Skuldasöfnun heimilanna Árlega gefur Seðlabanki íslands út greinargerð um þróun og horfur í peningamálum. Þar er m.a. tíund- að hveijar heildarskuldir heimil- anna í landinu eru, og hvemig þær hafa aukist milli ára. Þessi greinar- gerð hefur stundum leitt til þess að upp hefur komið krafa um að dregið verði úr útgáfu húsbréfa. Það hefur dregið úr húsnæðislán- um bankakerfísins og lífeyrissjóð- anna, en tilgangurinn með hús- bréfakerfínu var m.a. að beina sem mestu af lánafyrirgreiðslu vegna fasteignaviðskipta í einn farveg. Svo virðist sem það svigrúm, sem vaxandi hlutir opinbera húsnæðis- lánakerfísins hefur skapað banka- kerfinu og lílfeyrissjóðunum, hafí ekki nýst til aukinna lánveitinga til annarra aðila í þjóðfélaginu en heimilanna. Líklega stafar það af því ástandi sem verið hefur í at- vinnulífínu. Eftirspumin þaðan eftir lánsfé hefur líklega verið minni en hið aukna svigrúm lánastofnana segir til um. Það er hins vegar rangt að skrifa alla aukna skuldasöfnun heimilanna á húsbréfakerfið, eins og stundum hefur verið gert. Meðalverð fasteigna sem keyptar eru í gegnum húsbréfakerfíð er rétt rúmar 7 milljónir króna, Það er staðfesting á því að húsbréfalán fara að stærstum hluta til fjár- mögnunar á ódýrum og meðaldýr- um fasteignum. Eina leiðin til að draga úr útgáfu húsbréfa er að skerða rétt íbúða- kaupenda og húsbyggjenda til hús- bréfalána. Það myndi leiða til færri fasteignaviðskipta og meiri eftir- spumar eftir félagslegum íbúðum. Áfleiðingamar yrðu verstar fyrir þær íjölskyldur sem eru á mörkum félagslega íbúðakerfisins en eiga nú möguleika á fasteignaviðskipt- um í húsbréfakerfinu. Gallinn við þá umijöllun um hús- næðismál sem greinargerð Seðla- .bankans hefur orðið kveikjan að er, eins og með umijöllun um félags- Iega íbúðakerfíð, að hlutimir eru teknir úr samhengi. Húsnæðislánakerfin eru samtvinnuð Markmiðið með húsnæðisslög- gjöfinni hér á landi er að stuðia að öryggi og jafnrétti í húsnæðismál- um. Eins og hér hefur verið bent á em húsnæðislánakerfin tvö, félags- lega íbúðakerfið og húsbréfakerfið, margvíslega samtvinnuð. Ákvarð- anir sem tengjast öðru þeirra geta haft mikil áhrif á hitt. I umfjöllun um þennan málaflokk er nauðsyn- legt að skoða málið í heild, en ekki slíta hlutina úr samhengi. EKKI SELJA HÚSBRÉFIN ÞÍN! FyRR EN ÞÚ HEFUR KYNNT ÞER HVAR VERÐIÐ ER BEST. Við leitumst ávailt við að bjóða hagstæðasta verðið fyrir húsbréfin þín. Gerðu verðsamanburð. KAUPÞING HF Kringlunni 5, sími 689080. /trg* BúaoiaHtúnka ísUinds og spansjéianma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.