Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
■LBB ■ A / /^/ VQ/M(^;AP
ÆMm, m ■■^ÍI^ÍWPa1iL/vJ7l / <J// nL7/\/\
LANDSPÍTALINN
Landspftalinn
Reyklaus vinnustaður
EÐLISFRÆÐI- OG TÆKNIDEILD
Starf Ijósmyndara við eðlisfræði- og tækni-
deild er laust til umsóknar. Um er að ræða
fullt starf til frambúðar (vinnutími frá kl.
08.00- 16.00) við klíníska Ijósmyndun.
Umsækjandi þarf að hafa próf í Ijósmyndun.
Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi próf
eða reynslu í klínískri Ijósmyndun og geti
teiknað fríhendis.
Umsækjandi þarf að vera vanur tölvuvinnslu
og eiga auðvelt með að umgangast fólk.
. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1993.
Frekari upplýsingar veitir Þórður Helgason,
forstöðumaður, í síma 601595.
RÍKISSPÍTALAR
Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi meö starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri
meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með,
09 leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum.
Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum
ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.
Bifreiðastjóri
Óskum eftir að ráða bifreiðastjóra til framtíð-
arstarfa. Þarf að hafa meirapróf.
Upplýsingar veitir stöðvarstjóri Olís í Laugar-
nesi miðvikudaginn 7. júlí nk. kl. 14.00-16.00
í síma 689000.
olis
OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.
tr
Armannsfell
hf.
Húsasmiðir
Óskum eftir að bæta við okkur 3-4 vönum
uppsláttarsmiðum um 2-3ja mánaða skeið.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni,
Funahöfða 19, sími 813599.
Ármannsfell hf.
„Au pair“
Barngóð og áreiðanleg stúlka óskast sem
„au pair" hjá íslenskum námsmönnum í
Bandaríkjunum í eitt ár frá 1. september
1993.
Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en
18 ára og hafi bílpróf.
Bréf með helstu upplýsingum sendist til aug-
lýsingadeildar Mbl., merkt: ,,„Au pair“ - ’93“
fyrir 9. júlí.
Aðstoð
óskast á tannlæknastofu miðsvæðis í Reykja-
vík - hlutastarf - 3-4 dagar í viku.
Stofan er reyklaus vinnustaður.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
14. júlí, merktar: „T - 3852“.
Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands
auglýsir stöðu verkefnisstjóra í Namibíu lausa
til umsóknar. Starfið er fólgið í yfirstjórn og
umsjón með þróunarsamvinnuverkefni íslands
og Namibíu um rannsóknir á fiskstofnum í
landhelgi Namibíu. Aðsetur er í Swakopmund,
Namibíu, og umsækjandi þarf að geta hafið
störf eigi síðar en 1. nóvember nk.
Miðað er við að ráðningartími sé 2 ár.
Umsækjendur skulu hafa fiskifræðilega
menntun og verulega starfsreynslu við
hafrannsóknir og reynslu af stjórn slíkra verk-
efna. Góð enskukunnátta er forsenda og
æskilegt að einhver reynsla af störfum í þró-
unarlöndum sé til staðar.
Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. og skal
umsóknum, ásamt fylgigögnum, skilað til
Þróunarsamvinnustofnunar Islands, Rauðar-
árstíg 25, Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru veittar þar eða
í síma 609780.
RAÐA UGL YSINGAR
Körfuknattleiksdeild KR
óskar eftir að taka á leigu þriggja herbergja
íbúð fyrir reglusama fjölskyldu erlends þjálf-
ara meistaraflokks. Lítið raðhús eða einbýlis-
hús kemur einnig til greina.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt:
„KR-karfa - 3851“, eða til Friðþjófs í síma
624000 á skrifstofutíma og telefax 621878.
54 fm skrifstofuhúsnæði
Til leigu er mjög gott og ágætlega staðsett
skrifstofuhúsnæði.
Upplýsingar í síma 812300 frá kl. 9-16 á
virkum dögum.
íbúð f Amsterdam
Til leigu í fjórar vikur í sumar íbúð í Amster-
dam frá 13. júlí til 12. ágúst.
Verð kr. 7.000 á viku.
Upplýsingar í síma 90-31-20-6462307 milli
klukkan 16 og 20 (ísl. tími) í dag, þriðjudag.
Bjarnastaðir f Selvogi
Til sölu er jörðin Bjarnastaðir í Selvogi ásamt
fylgijörðum.
Ókkur hefur verið falið að leita tilboða í jarð-
irnar.
Frekari upplýsingar veita undirritaðir í síma
98-22988.
Ólafur Björnsson hdl.,
Sigurður Jónsson hdl.,
Sigurður Sigurjónsson hdl.,
Austurvegi 3 - pósthólf 241,
802 Selfossi - fax 98-22801
Framleiðslufyrirtæki
f tréiðnaði til sölu
Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu á
gæðavöru úr gegnheilu tré. Meðal fram-
leiðsluvara eru útihurðir, bílskúrshurðir og
ýmsir hlutir til innréttinga úr gegnheilu tré.
Framleiðslutæki eru mjög góð.
Fyrirtækið er í hagkvæmu leiguhúsnæði, sem
getur fengist keypt á hagstæðu verði.
Auðvelt getur verið að flytja starfsemina.
Starfsmannaþörf er 6-10 menn.
Húsnæðisþörf er 4-600 fm.
Samningsverð fyrir fyrirtækið í heild er
um 11.000.000 kr.
Til greina kemur að taka íbúð eða fasteign
uppí kaupverð.
Upplýsingar gefur Jón Magnússon.
Iðnvélar hf.,
Smiðshöfða 6,
sími 674800.
Skattskrá Reykjavfkur
1992 vegna álagningar
á árinu 1992
Skrár vegna þeirra gjalda, sem álögð voru
af skattstjóranum í Reykjavík á árinu 1992
(tekjuárið 1991), auk virðisaukaskattskrár
1991, liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur
dagana 6.-19. júlí 1993, að báðum dögum
meðtöldum.
Athygli er vakin á þvf, að enginn kæruréttur
myndast við framlagningu skattskrár vegna
álagningar, sem framkvæmd var á árinu
1992.
Reykjavík, 5. júlí 1993,
Skattstjórinn í Reykjavík.
Uppboð
Eftirtaldar bifreiöir verða boðnar upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi (við
lögreglustöðina), þriðjudaginn 13. júlf 1993 kl. 14.00:
GU924 I0 093 MN426 Þ 4010
Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
Sýslumaðurínn á Selfossi,
5. júlí 1993.
HAFNAMÁLASTOFNUN
RlKISINS
Útboð
Hafnarstjórn Rifshafnar óskar eftir tilboðum
í að steypa landstöpul fyrir flotbryggju og
upptökubraut fyrir smábáta.
Helstu magntölur:
Steinsteypa: 43 m3
Járn: 1.300 kg
Verkinu skal lokið eigi síðar en 20. ágúst
1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Nes-
hrepps, félagsheimilinu Röst, Hellissandi og
á Vita- og hafnarmálaskrifstofunni, Vestur-
vör 2, Kópavogi, gegn 2.000 kr. gjaldi.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn
16. júlí 1993 kl. 14.00 að viðstöddum þeim
bjóðendum, sem þess óska.
m
'I heimili aldraðra
Sfmi 96-61378 - pósthólf 67 - 620 Dalvik
Utboð
Stjórn Dalbæjar á Dalvík óskar eftir tilboðum
í viðbyggingu við Dalbæ.
Byggingin er 428 m2 og 1486 m3 á tveimur
hæðum.
Verkið felst í að steypa upp húsið, ganga frá
þaki og einangrun, setja í hurðir og glugga,
pússa það að utan og mála.
Verkinu skal að fullu lokið ekki síðar en
1. júlí 1994.
Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Dal-
víkurbæjar og arkitektastofunni FORM á
Akureyri 7.-9. júlí.
Tilboðin verða opnuð á tæknideild Dalvíkur-
bæjar mánudaginn 19. júlí kl. 11.00.
Skilatrygging er kr. 10.000.
Stjórn Dalbæjar.