Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 6. JÚLÍ 1993
41
KVIKMYNDIR
Siðareg'lur fóru úr
böndum við frumsýningu
Siðareglur í Hollywood kveða svo
á, að við frumsýningar skuli
ljósin í sýningarsalnum ekki slökkt
fyrr en aðalleikari myndarinnar
hefur komið sér fyrir í sætinu. Þeg-
ar kvikmyndin „Cliffhanger" var
frumsýnd í Mann’s Chinese Theatre
Janine Turner er nú betur undir-
búin fyrir fjallaferðir eftir að
hafa leikið í kvikmyndinni „Cliff-,
hanger“ ásamt Sylvester Stall-
one.
gengu siðareglurnar þó einum of
langt að mati viðstaddra.
Sýning myndarinnar átti að hefj-
ast kl. 19.30 en aðalleikarinn Sylv-
ester Stallone mætti ekki fýrr en
kl. 19.55 ásamt unnustu sinni,
Jennifer Flavin. Þegar Stallone
hafði sest í sæti sitt bjuggust menn
við að nú yrðu ljósin slökk. Það fór
þó ekki svo og menn biðu — en
vissu ekki eftir hveiju. Um síðir
gekk leikarinn Arnold Schwarzen-
égger í salinn og þegar hann hafði
fengið sér sæti rétt fyrir aftan Stall-
one þá fyrst voru ljósin slökkt og
sýning myndarinnar hófst.
Janine Turner lærði þó eitt af
Stallone og það var ...
Janine Turner sem er mótleikari
Stallones í kvikmyndinni segir að
iíkamlegt erfiði hafí verið mun
meira en hún bjóst við. Leikarar
ásamt fylgdarliði þurftu að klífa
kletta dögum saman, sofa í kulda
og lítil þægindi voru við höndina.
Henni fannst hún hafa verið ákaf-
lega einmana lítil kona við tökurnar
innan um alla stæltu karlmennina.
Hún kvaðst þó hafa lært eitt af
ferðinni og það myndi hún nýta sér
næst ef til kæmi. Það var að hafa
með sér aðstoðarmanneskjur eins
og Stallone gerði. Hann sá til þess,
að stjanað væri við hann eins og
hægt var miðað við aðstæður.
KONGAFOLK
Mæðgur
í inn-
kaupa-
ferð
Mæðgumar Karólína prins-
essa og Charlotte dóttir
hennar voru nýlega á
ferð í París, meðal annars til
að kaupa sér sumarföt nú
þegar skólafríið er hafið. Að
sögn þeirra sem til þekkja
hefur Charlotte gaman af
því að punta sig og fara
með mömmu í búðir. Á
myndinni sem hér birt-
ist hefur hún skreytt
sig með stórum
eyrnalokkum og
slaufu í hárinu. Karólína og Charlotte
COSPER
M.ZV.'g
COSPER
Gerið svo vel að setjast til borðs.
Menn muna e.t.v. eftir Janine í
sjónvarpsþáttunum „Northern Ex-
posure“, en þar lék hún kjaftforan
flugmann. Það munaði þó ekki
miklu að hún fengi ekki hlutverkið
og segir að henni hafí verið tjáð
að hún væri of falleg. Janine, sem
stendur á þrítugu, er fyrrverandi
fyrirsæta og heldur sér enn vel.
Hennar ráðleggingar til að halda
húðinni unglegri og glansandi koma
kannski einhveijum á óvart. „Gott
kynlíf er nauðsynlegt," útskýrir
hún. „Ef þið getið ekki stundað það
er næstbesti kosturinn að fara á
hestbak."
Af hveiju var beðið eftir Schwarzenegger við frumsýningu myndar-
innar „Clifflianger"? spurðu margir.
IÞROTTIR
Díana prinsessa bíður spennt eftir að úrslitaleikur karla
í tennis hefjist.
Ðíana fylgist
með tennisleik
Díana prinsessa mætti brosandi til úr-
slitaleiks karla í Wimbeldonkeppninni
síðastliðinn sunnudag. Fylgdist hún af
áhuga með viðureign þeirra Pete Sampras
og Jim Courier. Ekki vitum við með hvorum
kappanum Díana hélt, en leiknum lyktaði
með sigri Sampras.
FRIMERKI
Rainer ekki ánægð
ur með titilinn
Frímerki til heiðurs
furstynjunni og leik-
konunni Grace Kelly heit-
inni var gefið út í Banda-
ríkjunum og Mónakó nú í
vor. Á frímerkinu sem gef-
ið er út í Mónakó stendur
Grace prinsessa, en á
bandarísku útgáfunni
stendur hins vegar Grace
Kelly. Heyrst hefur að
Rainer fursti sé hreint ekki
ánægður með það og vilji
að á báðum frímerkjunum
standi Grace prinsessa.
Frímerkin hvort með sínu lagi.
6.7. 1993
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543 3700 0007 3075
4548 9000 0042 4962
4548 9018 0002 1040
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4506 43** 4507 46**
4543 17**
4560 09**
4938 06**
4506 21**
4560 08**
4920 07**
4988 31**
kort úr umferð og sendið VISA islandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og visa á vágest.
H5QZH5ZH
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk
Sfmi 91-671700
STJÖRNUR
Skokkar
og borð-
ar holl-
anmat
Hver hefði trúað því að
Robert Redford, sem
leikur í kvikmyndinni Ósiðlegt
tilboð sé orðinn 56 ára? Ung-
legt útlitið kemur þó ekki af
sjálfu sér og segir Robert að
leyndardómurinn sé aðallega
fólginn í því að borða hollan
mat og síðan að skokka öðru
hvoru. Meðfylgjandi mynd var
tekin í Central Park í New
York, þar sem kófsveittur
leikarinn var greinilega búinn
að skokka nokkuð lengi.
Robert Redford á skokki.
VAKORTALISTI
Dags.6.7.1993. NR. 132
5414 8300 2760 9204
5414 8300 1028 3108
5414 8300 0310 5102
5414 8300 1130 4218
5414 8300 1326 6118
5414 8300 2814 8103
5414 8300 3052 9100
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
kreditkorthf..
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499