Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 Flutninga- bíll valt í Kerlinga- skarði FLUTNINGABÍLL með tengi- vagni valt í sunnanverðu Kerl- ingaskarði snemma á mánu- dagsmorguninn. Bílstjórinn var einn í bílnum þegar óhappið varð og slapp hann ómeiddur. Samkvæmt upplýsingum frá Iögreglunni á Stykkishómi er veg- urinn þarna mjög þröngur og mun flutningabíllinn hafa mætt fólks- bíl í mestu þrengslunum. Átti bíl- stjóri flutningabílsins ekki ann- arra kosta völ en fara útaf vegin- um eða lenda á bílnum sem kom á móti. Flutningabíllinn var að flytja fisk til Reykjavíkur og er bíllinn töluvert skemmdur eftir veltuna. Alvarlegt slys varð í Þjórsárdal að morgni sunnudags Morgunblaðið/Júlíus Hjólið utan vegar HJÓLIÐ lá utan vegar í Svína- hrauni eftir áreksturinn. Fjórir á slysadeild ALVARLEGT umferðarslys varð á Suðurlandsvegi í Svína- hrauni um klukkan átta á laug- ardagskvöldið er þar rákust saman fólksbíll og vélhjól. Talið er að fólksbílnum hafi verið ekið á röngum veghelming í veg fyr- ir vélhjólið. Tvennt var í bílnum og tvennt á hjólinu og var þrennt flutt á slysadeild en ökumaður bílsins á gjörgæsludeild. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var áreksturinn mjög harður og fór fólksbíllinn þrjár veltur af veginum í kjölfar hans. Ökumaður bílsins og farþegi vélhjólsins slös- uðust alvarlega en voru ekki talin í lífshættu. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Kristinsson Hugað að hinum slasaða BJÖRGUNARFÓLK og lögregla hlúir að hinum slasaða á meðan beðið var eftir þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Piltur varð undir rútu og slasaðist lífshættulega MJÖG alvarlegt slys varð í Þjórs- árdal um helgina er piltur á 18 aldursári varð undir rútubifreið. Atburðurinn átti sér stað snemma á sunnudagsmorguninn og var pilturinn fluttur á slysa- deild Borgarspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann liggur nú á slysadeild spítalans og hann er enn talinn í lífshættu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð slysið rétt fyrir klukkan hálf fímm um morguninn skammt frá hljómsveitarpallinum á útihátíðar- svæðinu og í sjónmáli við aðsetur lögreglu og björgunarfólks sem annaðist gæslu á svæðinu. Verið var að bakka rútunni við hlið bratts sandbakka og mun pilturinn hafa hrasað niður bakkann og undir rútuna þannig að annað afturhjól hennar ók yfír hann. Lögreglan segir að snör handtök björgunarfólks hafi bjargað lífi piltsins og tekist að halda í honum lífi þar til þyrlan kom á vettvang og flutti hann til Reykjavíkur. Þær upplýsingar fengust á gjör- gæsludeild síðdegis í gærdag að pilturinn væri enn í lífshættu en ástand hans komið í nokkurt jafn- vægi þó það væri enn talið alvar- legt. Hann hlaut slæm beinbrot og innvortis blæðingar. í nógu að snúast Þetta slys var hið eina alvarlega sem kom upp á útihátíðinni sem haldin var í Þjórsárdal en lögreglan hafði í mörgu að snúast alla helg- ina sökum ölvunar hátíðargesta. Segir lögreglan að það hafí þó ekki verið meir eða minna en venja er til á útihátíðum af þessu tagi. Þyrla kölluð til ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti hún hinn slasaða á Borgarspítalann. Umferðarslys í Biskupstungum Jeppabifreið með sjö farþegum valt JEPPABIFREIÐ með sjö manns innanborðs valt út af veginum á Biskupstungnabraut skammt frá Fellskoti. Atburð- urinn átti sér stað skömmu eft- ir miðnættið aðfararnótt sunnudagsins og talið að öku- maður jeppans hafi misst vald á honum í lausamöl. Að sögn lögreglu voru sex af farþegum, þar á meðal ökumaður, fluttir á slysadeild og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja einn þeirra sem talinn var alvarlega slasaður og var fluttur á Borgarspítalann. Þrír af þessum sex eru enn á sjúkrahúsi og líðan þeirra eftir atvikum góð. Deilt í borgarstjórn um fjárhagsstöðu Reykjavíkur Borgarstjóri segir eðlilegt að taka lán til að mæta tekjumissi BORGARSTJORI, Markús Örn Antonsson, sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, að eðlilégt væri að Reykjavík- urborg tæki langtímalán þegar erfiðlega áraði, til að mæta tekjutapi og halda uppi atvinnu. Borgarfulltrúar minnihlut- ans gagnrýndu fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins harka- lega og töluðu um hrikalega skuldastöðu, sem nálgaðist hættumörk. Borgarstjóri vísaði slíkum fullyrðingum á bug og benti á að skuldastaða borgarinnar væri mun betri en hjá fles’tum nágrannasveitarfélögunum. Góð veiði . STEINGRÍMUR Guðjónsson með 12 punda hrygnu sem hann veiddi í Kerfossi í Álftá nýlega. Allur gangnr er á laxveiðiskap þessa dagana, en yfirleitt hefur veiðin tekið nokkurn kipp til hins betra síðustu sólarhringa og þær tölur sem berast frá ánum fara hækkandi og nálgast nú að vera viðunandi. Ef fram heldur sem horfir verður veiðisumarið í góðu lagi þrátt fyrir hina slæmu byrjun sem má rekja til slæms árferðis. Framan af var heldur lítið af tveggja ára laxi I ánum og menn höfðu á orði að það sem væri, væri í ofanálag fremur létt- ur fiskur miðað við það sem gengur og gerist. Nú hefur brugðið svo við að tveggja ára laxinum hefur fjölgað og sums staðar er hann mjög vænn, jafn- vel vænni en síðustu ár. Má í þessum efnum nefna Víðidalsá og Vatnsdalsá, en í báðum ám hefur glæðst að undanförnu eftir skrykkjótta byrjun. Um og yfir 20 punda fiskar hafa veiðst í báðum síðustu daga og í Laxá í Aðaldal, á Staðartorfu, veiddist um helgina stærsti laxinn sem sögur fara af í sumar. Var það 22 punda hængur. Þeir stóru mættir... Sem fýrr segir veiddist 22 punda hængur í Laxá í Aðaldal um helg- ina. Það var Sveinbjöm Jónsson sem dró laxinn við Landhólma í landi Staðartorfu, sem er ofarlega í ánni. Þá sagði Ragnar Gunnlaugs- son formaður Veiðifélags Víðidalsár í gærdag, að tveir stærstu laxarnir í ánni hefðu veiðst á síðustu dögum og vógu þeir 21 og 20 pund. í Vatnsdalsá veiddi Haraldur Johann- essen 20 punda nýgenginn hæng í Gilárkróki á spón. Veiði hafði mjög glæðst í Víðidalsá og voru í gærdag komnir milli 160 og 170 laxar, en Vatnsdalsá var komin í um 55 laxa. Glæðist í Rangánum... Veiði hefur verið að glæðast í Rangánum síðustu daga, þ.e.a.s. í Ytri Rangá. Þar höfðu veiðst 8 lax- ar í gærdag, flestir tvo síðustu sól- arhringana. Laxarnir hafa veiðst á svæði tvö, fjórir, og svæði lv, fjór- ir. Svæði lv er ódýrt tilraunsvæði neðan aðalsvæðisins. Þar var sett sleppitjörn í fyrra og eru komnar fyrstu vísbendingamar um að fískur skili sér þangað. Laxinn til þessa hefur verið 4,5 til 7 punda. Silungs- veiði hefur og verið góð og er at- hyglisvert, að nokkrir urriðar sem veiðst hafa á svæði 3 hafa verið stærri en stærstu laxamir, má nefna 13, 10 og 8 punda fiskar. Um 110 laxar hafa veiðst í Hofsá og milli 50 og 60 í Selá. Veiðiskil- yrði hafa verið til muna lakari í Selánni og kemur það fram í afla- tölunum. I báðum ánum hefur sést talsvert af laxi í göngu og þama eystra lofar byrjunin sannarlega góðu. Stærstu laxarnir úr Hofsá voru 18 pund, en stærst úr Selá var 17,5 pund enn sem komið er. Umræður um fjárhagsstöðu borgarinnar áttu sér stað á borgar- stjórnarfundinum bæði í tilefni af skýrslu borgarritara um skulda- stöðuna og við afgreiðslu borgar- reiknings fyrir árið 1992. Kristín Á. Ólafsdóttir, Nýjum vettvangi, sagði meðal annars, að áætla mætti, að heildargreiðslur borgarinnar vegna skuidasöfnunar yrðu á milli 1.300 og 1.400 milljónir króna árin 1995 og 1996, en það væri um 11% af áætluðum tekjum á þessu ári. Hún sagði þessa skuldastöðu hrika- lega og bætti við, að orsakanna væri að miklu leyti að ræða í óábyrgri fjármálastjóm sjálfstæðis- manna á síðasta áratug. Siguijón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, sagði að fjárhagsstaða borgarinnar færi stöðugt versnandi og nálgaðist nú óðfluga hættumörk. Þeir, sem kjörnir yrðu tii að fara með stjóm borgarinnar á næsta kjörtímabili, þyrftu að horfast í augu við gríðarlegan fortíðarvanda, auk þeirrar efnahagslegu lægðar sem þjóðfélagið væri nú í. Nettóskuldir 25% af skatttekjum Borgarstjóri sagði fullyrðingar um að skuldastaða Reykjavíkur- borgar nálgaðist hættumörk fráleit- ar. Nettóskuldir árið 1992 hefðu numið tæplega 25% af skatttekjum, en samkvæmt mati félagsmála- ráðuneytisins teldist viðunandi, ef þetta hlutfall næmi 50% af tekjum sveitarfélags. Ráðuneytið teldi hæt.tumörkin liggja nálægt 80%. í máli borgarstjóra kom einnig fram, að nettóskuldir borgarinnar á hvern íbúa væm um 26 þúsund krónur. Til samanburðar mætti geta þess, að Hafnarfjarðarbær skuldaði um 48 þúsund krónur á hvern íbúa en Kópavogsbær um 94 þúsund krónur. Ef litið væri til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu kæmi í ljós, að aðeins í Garðabæ væru skuldir á hvern íbúa lítið eitt minni en í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.