Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
13
Um kvótamálið
Veggir: Álgrind með gleri og ál-
hurðum.
Lyfta: 800 kg/10 menn, hraði
0,62 m/sek. Lyftustóll úr ryðfríu
stáli og gleri, hurðir og karmar
málað.
Útveggir: Einangraðir að utan-
verðu og klæddir með Alucobond.
Enginn kjallari eða bílageymsla
er í húsinu, en lóð og bílastæði eru
fullfrágengin.
Samningsverð fyrir framan-
greinda byggingu fullfrágengna er
102.700 krónur fyrir hvern fer-
metra. Innifalið í því verði er:
* Virðisaukaskattur.
* Allur ráðgjafarkostnaður að
byggingareftirliti frádregnu.
* Opinber gjöld (lóðagjöld, tengi-
gjöld stofnlagna, skipulagsgjald
o.s.frv.). ,
* Kostnaður verktaka vegna und-
irbúnings, umsjónar og stjórnunar
á verktíma.
Það má benda á, að í Sam-
keppnislýsingu skv. 7. kafla, bls.
11, næstneðstu málsgrein, segir,
og skal það ítrekað hér:
„Stefnt er að því að þau rými,
er snúi að almenningi (inngangur,
anddyri, aðalstigi og dómsalir) verði
sérstaklega vönduð (ásýnd Hæsta-
réttar). Sama máli gegnir um allt
ytra byrði byggingarinnar (vegg-
klæðningu, glugga'o.fl.). Öll önnur
rými skulu taka mið af hefðbundnu
skrifstofuhúsnæði.
Miðað við framangreint, þá er
sú skoðun útbjóðanda ítrekuð, að
verktakakostnaður, eins og hann
var skilgreindur í samkeppnislýs-
ingu, geti verið innan við 290 millj-
ónir króna, eða um 107.400 krónur
fyrir hvern fermetra.
Sjá þó breytingu 5 á Sam-
keppnislýsingu.“
Vafasamt er talið að reisa þurfi
11.000 rúmmetra byggingu undir
starfsemi Hæstaréttar, t.d. vegna
þess að lítið verður um vélræna
loftræstingu.
69. fyrirspurn: „Skv. grein 7,
Kostnaður nýbyggingar, skal verk-
takakostnaður við nýbyggingu
Hæstaréttar vera lægri en 290
milljónir króna, sem er u.þ.b.
106.000 krónur per fermetra. Mið-
að við gæðakröfur, sbr. 6., Bygg-
ingarleg gerð og gæði, telur fyrir-
spyrjandi að hámarkskostnaður sé
vanáætlaður. Þessu til stuðnings
skal bent á uppgefin fermetraverð
í nýlegum opinberum byggingum,
s.s. Perlu, Ráðhúsi Reykjavíkur og
Þjónustumiðstöð aldraðra á Vestur-
götu 7. Óskað er eftir að dómnefnd
endurskoði kostnaðarhámark þann-
ig að lagt verði af stað með raun-
hæfa kostnaðaráætlun."
Svar: Sjá svar 47 og 55.
En fyrirspurn 47 hljóðar svo:
„I sambandi við kostnaðaráætl-
un. Hve ítarleg þarf kostnaðaráætl-
un að vera og hvernig á sundurliðun
hennar að vera? T.d. eru lagnir e.t.v.
með í þessu dæmi?
Svar: Ekki er beðið um kostnað-
aráætlun, aðeins að tillögur verði
innan fyrirfram ákveðins kostnað-
arramma.
Telji keppandi að tillaga sín fari
út fyrir kostnaðarramma, sbr. kafla
7, ber honum að rökstyðja það sér-
staklega og tilgreina ástæður þess.
Telji dómnefnd rökstuðning nægj-
anlegan til réttlætingar kostnaðar-
auka, mun tillagan koma til álita
til verðlauna og útfærslu.
Meginmarkmiðið er þó áfram að
verktakakostnaður verði lægri en
302 milljónir króna.“
Hvers konar endemis rugl eru
svona svör?
Til að gera sér rökstudda grein
fyrir kostnaði þurfa keppendur að
gera kostnaðaráætlun hvort sem
hún er send með tillögunni eða
ekki. Ef kostnaðaráætlunin fylgir
ekki tillögunni, hvernig ætlar dóm-
nefnd á heiðarlegan og rökstuddan
hátt að meta réttmæti kostnaðar-
áætlunar eða að bera saman tillög-
urnar m.t.t. kostnaðar sem á að
ráða úrslitum um hvort tillaga kem-
ur til greina við verðlaunaveitingu
og útfærslu?
III. Tímasetning samkeppninnar.
Samkeppnin var auglýst 7. maí
1993, þ.e. í lok 18. viku ársins.
Gögn voru tilbúin til afhendingar
11. maí, þ.e. í bytjun 19. viku árs-
ins. Svör við fyrirspurnum eru dags.
12. júní 1993, þ.e. í 23. viku ársins
og skilafrestur 6. júlí 1993, í 27.
viku ársins.
Tími til að gera tillögurnar frá
því að vissa var fengin fyrir hvað
fólst í útboði og skilmálum er fjórar
vikur. Dómnefnd tekur sér þijár
vikur til að kveða upp úrskurð sinn,
eða til 28. júlí.
Fyrir því er löng hefð jafnt hér
á landi og erlendis að til slíkrar
keppni veitist að jafnaði 90 dagar
eða 12-13 vikur.
En mikið virðist liggja á. Ef
menn gefa sér viku til að ganga frá
samningum við verðlaunahöfundinn
þá eru samkvæmt útboðinu ætlaðar
í allt 30 vikur til að ljúka allri hönn-
un. Þetta þýðir að allri hönnun verði
lokið um 6. febrúar 1994.
í hveijum mánuði teljast 160
vinnustundir þegar frá eru dregnar
helgar, frídagar og sumarfrí. Það
þýðir að í árinu teljast vera 1.920
dagvinnustundir. Fyrir hönnunar-
vinnuna áætlast samkvæmt útboð-
inu 1.200 stundir, að viðbættum
samkeppnistímanum, 160 stundum,
eða 1.360 dagvinnustundum, til að
ljúka verki til útboðs framkvæmda.
Hér verður að upplýsa að meðal
grannþjóða okkar hefur verið not-
ast við þumalfingursreglu til að
áætla tíma fyrir úrvinnslu hug-
mynda í vinnuteikningar. Reglan
er um 2 vinnustundir á fermetra í
vönduðum opinberum byggingum.
Samkeppnisútboðið gerir grein
fyrir 2.710 m2 og 465 mz til viðbót-
ar eftir breytinguna á útboðinu,
þ.e. 3.175 mz alls. Miðað við fram-
angreinda reglu áætlast því að fari
3.175x2 stundir, þ.e. 6.350 stundir.
Sé því breytt í ársverk er um að
ræða 3’A ársverk, sem á að ljúka
á 1.360 stundum eða 2/z hlutum árs.
Það er e.t.v. í þessu ljósi, að þess
var í upphafi krafist að gerð væri
grein fyrir stærð teiknistofunnar,
sem fengi verkið.
Fleiri orð skulu ekki höfð um
þennan hugsanagang dómnefndar
eða útbjóðanda samkeppninnar. í
mínum huga endurspeglar hann
dæmalaust virðingarleysi á starfi
arkitektastéttarinnar.
En þetta leiðir hugann að öðru,
sem kemur fram í spurningu eins
keppandans.
13. fyrirspurn: „Með tillögum
skal fylgja vinnu- og mannaflaáætl-
un vegna arkitektahönnunar. Er sú
áætlun bindandi fyrir þann sem
samið verður við? Getur þessi áætl-
un haft áhrif á, við hvern verður
samið? Eiga höfundar tillagna að
skilja þetta sem kostnaðartilboð í
arkitektahönnun hússins?"
Að vísu var fallið frá þessari
kröfu, spurningin gefur þó til kynna
upphaflegan skilning á eðli útboðs-
ins sem verður enn ljósara þegar
málið er skoðað eins og hér var
gert hvað varðar tímasetningarnar.
Að lokum:
I inngangi samkeppnisútboðsins
segir:
„Stefnt er að því að byggingunni
verði lokið 1995, en þá verða 75
ár frá því að Hæstiréttur tók til
starfa."
Ef tekið er mið af því að Hæsti-
réttur hóf störf 16. febrúar 1920
og hönnun á að vera lokið 6. febr-
úar 1994 þá er eitt ár til stefnu
fyrir útboð og byggingarfram-
kvæmdir til 16. febrúar 1995.
Hefur byggingarnefndin nú í
hendi sér verktaka til svo skjótra
verkloka?
Svo hefur mér ofboðið framgang-
ur þessa máls, að ég hefi ekki get-
að orða bundist. Því spyr ég forystu
Arkitektafélags íslands, dómnefnd-
arfulltrúa stéttarinnar og arkitekta,
sem fallast á framangreind vinnu-
brögð, hvar er virðing ykkar fyrir
starfssviði stéttar okkar, að fallast
á þessi vinnubrögð? Einnig spyr ég
fulltrúa Hæstaréttar í dómnum hver
sé virðing hans fyrir grundvelli,
þ.e. reglum, undirbúningi og vinnu-
brögðum, til að geta dæmt heiðar-
lega og af réttsýni í svona máli?
Eg þarf ekki að spyija um virð-
ingu fulltrúa ráðuneytis og inn-
kaupastofnunar fyrir starfssviði
arkitekta. Það ætti því engan að
furða að ég að lokum spyr: Hvers
á Hæstiréttur að gjalda?
Höfundur er arkitekt FAÍ.
eftir Matthías
Ingibergsson
Nú verða menn að taka á þessum
kvótamálum, því að færa kvótann
frá almenningi og yfir á örfáar
hendur kemur landsbyggðinni á
vonarvöl. Þegar þessir stórkvóta-
menn fara á hausinn, þá eru fá góð
ráð til bóta. Eins og sést best á
Bíldudal, Suðureyri við Súganda-
fjörð, Bolungarvík, Seyðisfirði,
Stokkseyri og á fleiri stöðum. Ef
þar hefðu verið bátar í stað togara,
þá væru málin auðveldari að eiga
við.
Sú fölsun að selja óveiddan físk
í sjó eins og mönnum sýnist er slíkt
siðleysi að ég veit ekki annað eins.
Svo er kvótinn metinn og bankarn-
ir lána í honum. Sá skepnuskapur
að vilja kvóta á litlu bátana nær
engri átt. Ef það á að taka af króka-
leyfið og setja á kvóta í staðinn,
þá verða menn að standa saman
og láta hart mæta hörðu við þessum
yfirgangi togaraeigenda. Það hefur
alltaf verið róið á þessum bátum
frá örófi alda, en ef togaraeigendur
hafa ekki fengið nóg af þessum
skepnuskap sem nú er við lýði, þá
verða menn að láta í sér heyra og
mæta til átaka, ef þetta á að vera
eins og þessir Þrastar-vinir eru að
gefa út í kvóta- og fiskveiðimálum.
Halda menn að einhver hætta sé
á ofveiði á línuveiðum? Að steinbít-
ur, keila, langa og lúða séu í hættu
vegna krókaveiða? Nei, slíkt er ekki
til. En á sínum tíma var langan og
lönguseiði drepin í spærlingstroll
og fiskifræðingar gerðu ekki neitt
í að stoppa þær veiðar af, þó svo
verið væri að kvarta undan þeim.
Nú fiska togarar 15 til 20 tonn af
löngu í einu togi utan 200 mflna
og innan. Þá verður hægt að segja
að menn hafa fengið það utan land-
helginnar og þar af leiðandi kvóta-
laust. Það er gott því að minnsta
kosti einn í nefndinni sem endur-
skoðar fiskveiðistefnuna, er einn
stærsti eigandinn í Granda hf. og
í öðrum fyrirtækjum, og aðrir í
nefninni eru yfirlýstir andstæðingar
smábátanna.
Það er eitthvað undarlegt sem
þarna er á ferðinni. Það er atvinnu-
leysi og með réttu ættu menn að
gera út fleiri báta sem koma að
landi á hveijum degi til að auka
atvinnu í landi en vera ekki að
hreyfa við krókaveiðum. En ef það
verður gert þá verða smábátaeig-
endur að taka á málinu sem slíku
og taka ekki minna á því en Frakk-
ar, Tjallar, Danir og Irar sem tóku
málin í sínar hendur og mótmæltu
kröftulega.
Þröstur Ólafsson hefur komið
fram áður og vildi þá að fiskvinnsl-
an ætti 60% í öllum kvóta. Nú vill
hann að útlendingar og fiskvinnslan
Matthías Ingibergsson
„Til þess þurfum við að
úrelda 70 til 80% af tog-
veiðiflota okkar og
koma okkur upp línu-,
neta- og handfæraflota
í staðinn.“
eignist kvótann. Ég held að þjóðin
ætti að kjósa um kvótann í þjóðarat-
kvæðagreiðslu en læðast ekki eins
og gert var þegar Halldór Ásgríms-
son læddi sínu kvótafrumvarpi inn
og menn áttuðu sig ekki á því út
í hvað verið var að fara.
Talað er um að nú vanti gott
hráefni á land til að auka atvinnu.
Á sama tíma eru menn að tala um
að taka línutvöföldunina af og fá
þannig verra hráefni á land. Nú er
maður orðinn hissa á þessari skin-
helgi sem virðist vera í gangi.
Bankar hafa lánað útgerðum
peninga til að kaupa kvóta og vilja
alls ekki að hann verði tekinn af.
En menn sjá að afli togara fer
minnkandi ár frá ári og hræðsla
er komin fram í herbúðum togara-
eigenda og lánastofnana. Þess
vegna er ráðist á krókaleyfi smábát-
anna, bátanna sem koma með besta
hráefnið, skapa mestu atvinnuna
og eru ódýrastir í rekstri. Ég hélt
að þjóðin hefði útslitavald en ekki
einhveijir peningamenn sem eru að
tröllríða öllu hér á landi.
Það hefur ekki verið horft í það
að úrelda ágætis skip til að ná af
þeim kvótanum og byggja' frysti-
skip sem skapa litla sem enga at-
vinnu í landi í stað góðra báta sém
veiða á línu og net og landa hér
heima.
Minnkandi togaraútgerð
Það er haft eftir erlendum fiski-
fræðingum að til að ná upp fiski-
stofnum þurfi að friða þau svæði
sem fiskurinn leitar á í uppvextinum
fýrir öllum togveiðum. Til þess þurf-
um við að úrelda 70 til 80% af tog-
veiðiflota okkar og koma okkur upp
línu-, neta- og handfæraflota í stað-
inn. Nú veit ég að einhvetjum finnst
þetta mikil úrelding en meiri var
hún hjá þeim sem þurftu að stöðva
allar veiðar í tvö ár til að byija
með, en er það kannski það sem
menn eru að bíða eftir? Þar var
nefnilega togaraflotinn búinn að
hreinsa upp fiskistofnana.
Það má breyta öllum togbátaflota
okkar í línu- og netaskip innanlands
og smíða ný í staðinn frá 20 upp í
100 tonna báta fýrir þá togara sem
úreltir yrðu. Við erum búin að hafa
það gagn og ógagn af togurunum
sem eru búnir að koma fiskistofnun-
um í það ástand sem þeir eru í
núna og fara alltaf minnkandi. Ég
á von á því að togaraútgerðir fari
minnkandi hjá öllum þjóðum sem
hafa kynnst þeim. Geysimiklu er
hennt í hafíð af smáfíski eða var
þau rúmu 20 ár sem ég var á togur-
unum og ég héld að það sé alveg
eins í dag, því að svæðalokanir
vegna smáfísks koma alltaf of seint.
Þá er nefnilega búið að drepa nokk-
ur hundmð tonn eða jafnvel þús-
undir tonna áður en að svæðunum
er lokað.
Það gengur ekki lengur að loka
augunum fyrir þessum kvótamálum
hjá togurunum. Hjá þeim er 14 til
16% minnkun á ári og fer sífellt
minnkandi. Ef'menn ætla ekki að
stefna í gjaldþrot eins og Færeyjar
og Nýfundnaland þá verður að
stoppa þetta af og það strax áður
en í óefni er komið. Ég veit að
margir sjálfstæðismenn vilja kvót-
ann í burtu í þeirri mynd sem hann
er í dag og hætta öllu braski með
sölu á honum. Menn geta skipt út
á rækju, þorsk, karfa, ufsa og
hveiju sem er þó það sé ekki verið
að selja kvótann.
Hjá tvíhöfðanefndinni líst mér
illa á málin. Nú em allir trillukarlar
á suðupunkti vegna tillagna sem
komu frá nefninni og vonandi láta
þeir ekki sitja við orðin tóm þvi
þeir hafa stuðning flestra lands-
manna. Hvaða réttlæti er í því að
stóru útgerðirnar eigi svo mikinn
kvóta (sem þær hafa keypt) og láti
bátana físka fyrir sig um allt land
og skammta mönnum svo fyrir fisk-
inn eins og þeim sýnist? Er það
þetta sem þeir í LÍÚ ætla sér ásamt
hinum stóru í útgerðinni? Það er
vá fyrir dymm þegar þeir fara á
hausinn og lítið hægt að gera.
Ef þeir ætla að keyra þessi lög
í gegn þá er rétt að menn fari að
athuga sín mál og athuga hvort
þeir vilji taka upp þá stefnu að
menn verði hér þrælar án vonar um
að eignast skip eins og hefur verið,
eða láta einhveija eiga og ráða öllu
hér á landi.
Höfundur er skipstjóri.
Stjórn Hins íslenska lestrafélags
Þungar áhyggjur vegna
skattlagningar á lestrarefni
STJÓRN íslenska lestrarfélagins lýsir þungum áhyggjum vegna virð-
isaukaskatts á lestrarefni og verðhækkana í kjölfar hans. Hversu
mjög sem aðhalds er þörf í ríkisfjármálum verður að gæta þessa
að líta fram á veg og velja ekki leiðir til skattlagningar sem valdið
geta langvinnum vandræðum og fjárhagstjóni þegar fram líða stund-
ir, segir í tilkynningu frá stjórn Hins íslenska lestrarfélags.
„Það er ljóst að þær þjóðir, sem og aðgangur að fjölbreyttu lestrar-
af einhveijum sökum hafa farið á
mis við að læra að lesa, eiga við
miklar þrengingar að stríða, efna-
hagur þeirra er í rúst og þær eru
ofurseldar ágangi annarra þjóða
sem nýta auðlindir þeirra og vinnu-
afl í sína þágu. Læsi og þjóðarauð-
ur haldast þétt í liendur. í nútíma-
samfélagi.
Stjórn íslenska lestrarfélagsins
bendir á að tvennt virðist skipta
sköpum um læsi þjóða, góð kennsla
efni á viðráðanlegu verði.
Það er því afar mikilvægt að
ekkert sé gert sem skerði aðgang
almennings að fjölbreyttu lestrar-
efni. Það getur leitt til aukins
treglæsis og að fleiri og fleiri fari
á mis við þá lestrarleikni sem nauð-
synleg er í nútímasamfélagi, er
krefst þess af þegnum sínum að
þeir geti lesið margs konar texta
og eflt þekkingu sína og þroska
alla ævi með áðstoð bóka.
Það veldur áhyggjum að heim-
sóknum íslenskra ungmenna á al-
menningsbókasöfn virðist fara
fækkandi. Vonandi eiga stækkandi
skólabókasöfn einhvern hlut að
máli en ástæt^n getur eins verið
minnkandi almennur lestraráhugi.
Heimilisbókasöfn hafa hingað til
gegnt mjög mikilvægu lílutverki til
að efla læsi þjóðarinnar, þökk sé
því að almenningur hefur haft efni
á að kaupa bækur.
Enginn veit hvaða afleiðingar
skattur á lestrarefni getur haft á
læsi íslenskrar þjóðar. Grunur um
að illa geti farið er nægilegur til
þess að ekki megi hætta á neitt í
þeim efnum.“