Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 Til þjónustu reiðubúið STARFSFÓLKIÐ á Hótel Bifröst í sumar. Hótel Bifröst hef- ur sumarstarfsemi HÓTEL Bifröst í Norðurárdal í Borgarfirði hóf sumarstarfsemi sína í síðasta mánuði. I Hótelinu eru 26 rúmgóð herbergi og hægt er að fá svefnpokapláss í skólastofum. tækifæri, jafnt fyrir einstaklinga Hótelið verður rekið í sumar líkt og undanfarin ár og er rekstrarað- ili eins og áður Samvinnuferð- ir/Landsýn. Hótelstjóri er Þóra Brynjúlfsdóttir og matreiðslumeist- ari er Eggert Birgisson. Þóra segir að nú verði lögð meiri áhersla en áður á „lausatraffík" og í tilefni af því hefur verð á gistingu verið lækkað. Boðið er upp á matreiðslu við öll sem hópa. Gestir hafa aðgang að gufubaði, ljósabekk og íþróttasal. Skemmti- legar gönguleiðir eru í nágrenninu. Opnuð hefur verið minjagripaverls- un í hótelinu. Hlaðborð verður alla sunnudaga frá kl. 18.00. Kveikt verður upp í arni í setustofu hótels- ins á hveiju kvöldi. Á fimmtudögum verður sérstök kráarstemmning. 300 þátttakendur á norrænu þjóðdansa- móti í Reykjavík ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavíkur heldur dagana 9.-19. júlí nk. norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót í Reykjavík, ísleik ’93. Þetta er í fjórða sinn sem Þjóðdansafélag Reylqavíkur heldur slíkt mót og eru þátttakendur á þriðja hundrað frá Norðurlöndunum auk 30 manna hóps frá Austurríki, sem einnig er boðin þátttaka. AIls taka þátt í mótinu um 300 manns. Á mótinu er fjölbreytt dagskrá t.d. fræðsluerindi, danskennsla, skrúðganga, danssýningar, söng- kvöld, danskvöld, ferðalögo.fl., seg- ir í fréttatilkyningu frá félaginu. Þjóðdansafélag Reykjavíkur er í norrænu samstarfi „Nordleik" en það er samstarf á sviði þjóðdansa, þjóðbúninga og þjóðlagatónlistar. Hápunktur í þessu samstarfí er norræn þjóðdansa- og þjóðlagamót sem haldin eru á þriggja ára fresti og er skipt á milli Norðurlandanna. Þessi mót sækja 7.000 til 10.000 manns. Næsta mót Nordleik ’94 verður haldið í Linköping í Svíþjóð sumarið 1994. Þar sem ekki er hægt að halda mót hér á íslandi fyrir þennan fjölda er boðið upp á norrænt mót, minna í sniðum, Isleik ’93 eins og áður er nefnt. Þátttakendur verða með aðsetur í Breiðholtsskóla og þar fer mestur hluti mótsins fram. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, setur mótið í ráðhúsi Reykjavíkur laugar- daginn 10. júlí. Skrúðganga verður frá félagsheimili Þjóðdansafélags- ins við Álfabakka 14A í Mjódd sunnudaginn 11. júlí kl. 14 oggeng- ið að Árbæjarsafni þar sem dans- sýningar hefjast kl. 15. Sýningar verða síðan á nokkrum vistheimil- um fyrir aldraða. Ferðast um landið Farið verður í ferðalög með móts- gesti og fer hluti hópsins á Snæ- fellsnes og út í Breiðafjarðareyjar en hinn hópurinn fer á Vatnajökul. í Stykkishólmi verður boðið upp á sýningu og dans miðvikudaginn 14. júlí. Þessum ferðalögum lýkur með sameiginlegu borðhaldi, sýningu og dansi í Festi í Grindavík föstudag- inn 16. júlí. Mótinu verður síðan slitið í Perlunni sunnudaginn 18. júlí. Sr. Þórhallur Heimisson frainkvæmdastjón ÆSKR SR. ÞÓRHALLUR Heimisson tók þann 1. júní sl. til starfa sem framkvæmdastjóri Æskulýðs- starfs kirkjunnar i Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra og vestra. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir heldur erlendis. Sr. Þórhallur vígðist sóknar- prestur til afleysingar í Langholts- kirkju vorið 1989 eftir margra ára starf þar við barna- og æskulýðs- mál. Eftir framhaldsnám í Dan- mörku hefur sr. Þórhallur starfað sem fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunn- ar í Austfirðingafjórðungi og framkvæmdastjóri Kirkjumið- stöðvar Austurlands. Skrifstofa Æskulýðsstarfs Reykjavíkurprófastsdæmis er í Laugarneskirkju. Þrettándi sigurinn hjá Metró-mönnum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Annar sigurinn í röð FORYSTUMENNIRNIR í flokki óbreyttra bíla, Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson, aka til sigurs á rallmótinu í nágrenni Akraness. Akstursíþróttir Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁSGEIR Sigurðsson og Bragi Guðmundsson unnu sinn 13. rall- sigur á Metró 6R4 rallbílnum á laugardaginn og hafa unnið á öllum mótum sem þeir hafa tek- ið þátt I síðasta árið. Nú um helgina unnu þeir á rallmóti sem haldið var á vegum Aksturs- íþróttafélags Vesturlands og lágu sérleiðir við Akranes og Uxahryggi. f fiokki óbreyttra bíla unnu Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson á Mazda 323, sem er fjórhjóladrifinn. Þeir unnu í annað skiptið í röð og leiða meistarakeppnina í sín- um flokki. „Okkur gekk vel í byijun, meðan helstu andstæðingar okkar urðu fyrir skakkaföllum. Við náðum strax 20 sekúndna forskoti og bættum lítillega við það. Á lokakaf- lanum héldum við fengnum hlut,“ sagði Bragi Guðmundsson í sam- tali við Morgunblaðið um 13. sigur hans og Ásgeirs á sérsmíðuðum Metró rallbílnum. „Við sluppum vandræðalaust í gegn á meðan hin- ir bæði sprengdu og lentu í öðrum ógöngum. Þó við höfum unnið á öllum mótum á árinu, þá er meist- arakeppninni engan veginn lok- ið.Við erum með 60 stig, en það eru 80 stig enn eftir í pottinum. Það reynist oft auðveldra að sækja en veijast, minnstu mistök og ein- beitingarleysi geta verið dýrkeypt," sagði Bragi. Steingrímur Ingason og Páli Kári Pálsson náðu öðru sæti í rall- inu á Nissan, en Birgir Vagnsson og Halldór Gíslason, einnig á Niss- an, urðu þriðju þrátt fyrir vand- ræði með gírkassa á tímabili. Fjórðu urðu síðan Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson og tryggðu sér þar með sigur í flokki óbreyttra bíla. Óskar og Jóhannes hafa 55 stig af 60 mögulegum til meistaratitils í flokki óbreyttra bíla. Bergur Bergsson á Sierra 4X4 varð fimmti, en hann hóf að keppa á þessu ári í flokknum og þótti standa sig vel eftir rólega byijun á árinu. „Það verður enginn óbarinn biskup og óbreytti flokkurinn er góð leið fyr- ir menn til að hefja þátttöku í rall- akstri, en nokkrir nýir bílar eru með í ár. Okkur hefur gengið vel og þökkum það ekki síst miklum undirbúningi. í raun er undirbún- ingurinn engu síður mikilvægur en öruggur akstur," sagði Óskar, sem skildi helstu keppinauta sína vel eftir, þá Ævar Sigdórsson á Lancia og Ólaf Siguijónsson á Renault. Rallbræðurnir meiddir Morgunblaðið/Gunnlaugur Röngvaldsson Bræður í vanda BALDUR Jónsson, bróðir Rúnars, hugar hér að honum, en Rúnar hefur ekið með sérstakan búnað til að draga úr bakkvölunum. Kvennasigur á þremur hjólum íslandsmeistarinn í flokki rally eross bíla, Kristín Birna Garð- arsdóttir, á Porsche vann í sinni fyrstu keppni á árinu á sunnudag- inn, í keppni Bireiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Henni hefur geng- ið erfiðlega við titilvörnina, en náði nú að sýna sitt rétta andlit. „Eg hélt að þetta væri allt búið hjá mér eftir aðra umferð af þrem- ur, þegar ekið var inn í hliðina á mér og bíllinn skall á steinvegg. Dekkið og spyrnan öðru megin að framan hrundu undan en ég náði að koma bílnum síðasta spölinn á þremur hjólum, “ sagði Kristín. „Við höfðum enga varahluti en Guðni viðgerðarmaður þeysti frá Hafnarfirði og upp í Grafarvog og náði í nýja spyrnu. Við náðum að laga bílinn fimm mínútum fyrir ræsingu og ég náði þriðja sæti í þriðju umferð, sem nægði mér til að komast í úrslit. Ég náði besta startinu, ók af öryggi og tók enga áhættu, en bíllinn vann mjög vel að þessu sinni. Það hjálpaði mér mikið í keppninni að ég náði besta tíma í tímatöku fyrir keppnina, sem gaf mér sjálfstraust. Núna er bara að verja titilinn af krafti, eftir slæma byrjun." sagði Kristín sem varð á undan Guðmundi Pálssyni á Toyota og Hirti P. Jónssyni á BMW. Teppaflokkur í teppaflokknum börðust að venju feðgarnir Einar Gíslason og Óskar Einarsson á bandarískum bílum, en Brypjar Kristjánsson komst upp á milli þeirra í úrslitariðlinum og náði í silfrið. Ólafur Baldursson ók Lada bíl til sigurs í fjölmennsta flokknum, krónuflokknum, og Magnús G. Helgason á Nissan kom honum næstur, en íslandsmeistarinn, Sigmundur Guðnason, á Lancer varð þriðji. MARGFALDIR meistarar í rallakstri, feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson, hafa átt erfitt uppdráttar í rallmótum síðustu tvö ár. Á þessu ári hafa erfið meiðsli Rúnars eftir veltu í keppni í fyrra sett strik í reikninginn. Með fádæma keppnishörku hefur hann þó látið sig hafa. það að berjast á rallbílnum á erfiðum vegum, þrátt fyrir slæma tognun í baki og sífelld- ar kvalir. „Ég held ég geti þetta ekki miklu lengur, ég hef ekið skakk- ur og skældur með mikla verki sem ég hef deyft með kælingu. Ég kæmist til dæmis aldrei í gegnum þriggja daga langa al- þjóðarallið, sem tekur mikið á ökumann í góðu líkamlegu ástandi, nema þá að ég hafi sjúkraþjálfara í skottinu," sagði Rúnar í samtali við Morgunblað- ið. „Ég hlaut þessi meiðsli í veltu í keppni í fyrra, sem var 'ekkert svakaleg, en hef fengið óheppi- legan slynk á bakið. Eg er búinn að vera í stöðugri meðferð síðan, er nuddaður og sprautaður í bak og fyrir, en allt kemur fyrir ekki. Þrautimar sem fylgja þessu eru talsverðar og draga úr einbeit- ingu í keppni, fyrir utan það að ég hef verið ómögulegur eftir mótin. Ég verð líklega að hvíla mig á rallinu og sjá hvort þetta skánar ekki. Ég ætla þó að reyna í einni stuttri keppni enn, en alþjóðarall- ið er varla í myndinni eins og staðan er í dag,“ sagði Rúnar. Bróðir Rúnars, Baldur Jónsson, sem var kjörin akstursíþrótta- maður ársins í fyrra, hefur ekki getað keppt í rallakstri á árinu vegna brjóskloss í baki, en hann er einnig mjög liðtækur knatt- spyrnumaður með ÍR. Það er því skarð fyrir skildi hjá rall-fjöl- skyldunni, sem hefur unnið á fleiri rallmótum en nokkur hér- lendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.