Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 54

Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 Til þjónustu reiðubúið STARFSFÓLKIÐ á Hótel Bifröst í sumar. Hótel Bifröst hef- ur sumarstarfsemi HÓTEL Bifröst í Norðurárdal í Borgarfirði hóf sumarstarfsemi sína í síðasta mánuði. I Hótelinu eru 26 rúmgóð herbergi og hægt er að fá svefnpokapláss í skólastofum. tækifæri, jafnt fyrir einstaklinga Hótelið verður rekið í sumar líkt og undanfarin ár og er rekstrarað- ili eins og áður Samvinnuferð- ir/Landsýn. Hótelstjóri er Þóra Brynjúlfsdóttir og matreiðslumeist- ari er Eggert Birgisson. Þóra segir að nú verði lögð meiri áhersla en áður á „lausatraffík" og í tilefni af því hefur verð á gistingu verið lækkað. Boðið er upp á matreiðslu við öll sem hópa. Gestir hafa aðgang að gufubaði, ljósabekk og íþróttasal. Skemmti- legar gönguleiðir eru í nágrenninu. Opnuð hefur verið minjagripaverls- un í hótelinu. Hlaðborð verður alla sunnudaga frá kl. 18.00. Kveikt verður upp í arni í setustofu hótels- ins á hveiju kvöldi. Á fimmtudögum verður sérstök kráarstemmning. 300 þátttakendur á norrænu þjóðdansa- móti í Reykjavík ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavíkur heldur dagana 9.-19. júlí nk. norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót í Reykjavík, ísleik ’93. Þetta er í fjórða sinn sem Þjóðdansafélag Reylqavíkur heldur slíkt mót og eru þátttakendur á þriðja hundrað frá Norðurlöndunum auk 30 manna hóps frá Austurríki, sem einnig er boðin þátttaka. AIls taka þátt í mótinu um 300 manns. Á mótinu er fjölbreytt dagskrá t.d. fræðsluerindi, danskennsla, skrúðganga, danssýningar, söng- kvöld, danskvöld, ferðalögo.fl., seg- ir í fréttatilkyningu frá félaginu. Þjóðdansafélag Reykjavíkur er í norrænu samstarfi „Nordleik" en það er samstarf á sviði þjóðdansa, þjóðbúninga og þjóðlagatónlistar. Hápunktur í þessu samstarfí er norræn þjóðdansa- og þjóðlagamót sem haldin eru á þriggja ára fresti og er skipt á milli Norðurlandanna. Þessi mót sækja 7.000 til 10.000 manns. Næsta mót Nordleik ’94 verður haldið í Linköping í Svíþjóð sumarið 1994. Þar sem ekki er hægt að halda mót hér á íslandi fyrir þennan fjölda er boðið upp á norrænt mót, minna í sniðum, Isleik ’93 eins og áður er nefnt. Þátttakendur verða með aðsetur í Breiðholtsskóla og þar fer mestur hluti mótsins fram. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, setur mótið í ráðhúsi Reykjavíkur laugar- daginn 10. júlí. Skrúðganga verður frá félagsheimili Þjóðdansafélags- ins við Álfabakka 14A í Mjódd sunnudaginn 11. júlí kl. 14 oggeng- ið að Árbæjarsafni þar sem dans- sýningar hefjast kl. 15. Sýningar verða síðan á nokkrum vistheimil- um fyrir aldraða. Ferðast um landið Farið verður í ferðalög með móts- gesti og fer hluti hópsins á Snæ- fellsnes og út í Breiðafjarðareyjar en hinn hópurinn fer á Vatnajökul. í Stykkishólmi verður boðið upp á sýningu og dans miðvikudaginn 14. júlí. Þessum ferðalögum lýkur með sameiginlegu borðhaldi, sýningu og dansi í Festi í Grindavík föstudag- inn 16. júlí. Mótinu verður síðan slitið í Perlunni sunnudaginn 18. júlí. Sr. Þórhallur Heimisson frainkvæmdastjón ÆSKR SR. ÞÓRHALLUR Heimisson tók þann 1. júní sl. til starfa sem framkvæmdastjóri Æskulýðs- starfs kirkjunnar i Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra og vestra. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir heldur erlendis. Sr. Þórhallur vígðist sóknar- prestur til afleysingar í Langholts- kirkju vorið 1989 eftir margra ára starf þar við barna- og æskulýðs- mál. Eftir framhaldsnám í Dan- mörku hefur sr. Þórhallur starfað sem fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunn- ar í Austfirðingafjórðungi og framkvæmdastjóri Kirkjumið- stöðvar Austurlands. Skrifstofa Æskulýðsstarfs Reykjavíkurprófastsdæmis er í Laugarneskirkju. Þrettándi sigurinn hjá Metró-mönnum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Annar sigurinn í röð FORYSTUMENNIRNIR í flokki óbreyttra bíla, Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson, aka til sigurs á rallmótinu í nágrenni Akraness. Akstursíþróttir Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁSGEIR Sigurðsson og Bragi Guðmundsson unnu sinn 13. rall- sigur á Metró 6R4 rallbílnum á laugardaginn og hafa unnið á öllum mótum sem þeir hafa tek- ið þátt I síðasta árið. Nú um helgina unnu þeir á rallmóti sem haldið var á vegum Aksturs- íþróttafélags Vesturlands og lágu sérleiðir við Akranes og Uxahryggi. f fiokki óbreyttra bíla unnu Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson á Mazda 323, sem er fjórhjóladrifinn. Þeir unnu í annað skiptið í röð og leiða meistarakeppnina í sín- um flokki. „Okkur gekk vel í byijun, meðan helstu andstæðingar okkar urðu fyrir skakkaföllum. Við náðum strax 20 sekúndna forskoti og bættum lítillega við það. Á lokakaf- lanum héldum við fengnum hlut,“ sagði Bragi Guðmundsson í sam- tali við Morgunblaðið um 13. sigur hans og Ásgeirs á sérsmíðuðum Metró rallbílnum. „Við sluppum vandræðalaust í gegn á meðan hin- ir bæði sprengdu og lentu í öðrum ógöngum. Þó við höfum unnið á öllum mótum á árinu, þá er meist- arakeppninni engan veginn lok- ið.Við erum með 60 stig, en það eru 80 stig enn eftir í pottinum. Það reynist oft auðveldra að sækja en veijast, minnstu mistök og ein- beitingarleysi geta verið dýrkeypt," sagði Bragi. Steingrímur Ingason og Páli Kári Pálsson náðu öðru sæti í rall- inu á Nissan, en Birgir Vagnsson og Halldór Gíslason, einnig á Niss- an, urðu þriðju þrátt fyrir vand- ræði með gírkassa á tímabili. Fjórðu urðu síðan Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson og tryggðu sér þar með sigur í flokki óbreyttra bíla. Óskar og Jóhannes hafa 55 stig af 60 mögulegum til meistaratitils í flokki óbreyttra bíla. Bergur Bergsson á Sierra 4X4 varð fimmti, en hann hóf að keppa á þessu ári í flokknum og þótti standa sig vel eftir rólega byijun á árinu. „Það verður enginn óbarinn biskup og óbreytti flokkurinn er góð leið fyr- ir menn til að hefja þátttöku í rall- akstri, en nokkrir nýir bílar eru með í ár. Okkur hefur gengið vel og þökkum það ekki síst miklum undirbúningi. í raun er undirbún- ingurinn engu síður mikilvægur en öruggur akstur," sagði Óskar, sem skildi helstu keppinauta sína vel eftir, þá Ævar Sigdórsson á Lancia og Ólaf Siguijónsson á Renault. Rallbræðurnir meiddir Morgunblaðið/Gunnlaugur Röngvaldsson Bræður í vanda BALDUR Jónsson, bróðir Rúnars, hugar hér að honum, en Rúnar hefur ekið með sérstakan búnað til að draga úr bakkvölunum. Kvennasigur á þremur hjólum íslandsmeistarinn í flokki rally eross bíla, Kristín Birna Garð- arsdóttir, á Porsche vann í sinni fyrstu keppni á árinu á sunnudag- inn, í keppni Bireiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Henni hefur geng- ið erfiðlega við titilvörnina, en náði nú að sýna sitt rétta andlit. „Eg hélt að þetta væri allt búið hjá mér eftir aðra umferð af þrem- ur, þegar ekið var inn í hliðina á mér og bíllinn skall á steinvegg. Dekkið og spyrnan öðru megin að framan hrundu undan en ég náði að koma bílnum síðasta spölinn á þremur hjólum, “ sagði Kristín. „Við höfðum enga varahluti en Guðni viðgerðarmaður þeysti frá Hafnarfirði og upp í Grafarvog og náði í nýja spyrnu. Við náðum að laga bílinn fimm mínútum fyrir ræsingu og ég náði þriðja sæti í þriðju umferð, sem nægði mér til að komast í úrslit. Ég náði besta startinu, ók af öryggi og tók enga áhættu, en bíllinn vann mjög vel að þessu sinni. Það hjálpaði mér mikið í keppninni að ég náði besta tíma í tímatöku fyrir keppnina, sem gaf mér sjálfstraust. Núna er bara að verja titilinn af krafti, eftir slæma byrjun." sagði Kristín sem varð á undan Guðmundi Pálssyni á Toyota og Hirti P. Jónssyni á BMW. Teppaflokkur í teppaflokknum börðust að venju feðgarnir Einar Gíslason og Óskar Einarsson á bandarískum bílum, en Brypjar Kristjánsson komst upp á milli þeirra í úrslitariðlinum og náði í silfrið. Ólafur Baldursson ók Lada bíl til sigurs í fjölmennsta flokknum, krónuflokknum, og Magnús G. Helgason á Nissan kom honum næstur, en íslandsmeistarinn, Sigmundur Guðnason, á Lancer varð þriðji. MARGFALDIR meistarar í rallakstri, feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson, hafa átt erfitt uppdráttar í rallmótum síðustu tvö ár. Á þessu ári hafa erfið meiðsli Rúnars eftir veltu í keppni í fyrra sett strik í reikninginn. Með fádæma keppnishörku hefur hann þó látið sig hafa. það að berjast á rallbílnum á erfiðum vegum, þrátt fyrir slæma tognun í baki og sífelld- ar kvalir. „Ég held ég geti þetta ekki miklu lengur, ég hef ekið skakk- ur og skældur með mikla verki sem ég hef deyft með kælingu. Ég kæmist til dæmis aldrei í gegnum þriggja daga langa al- þjóðarallið, sem tekur mikið á ökumann í góðu líkamlegu ástandi, nema þá að ég hafi sjúkraþjálfara í skottinu," sagði Rúnar í samtali við Morgunblað- ið. „Ég hlaut þessi meiðsli í veltu í keppni í fyrra, sem var 'ekkert svakaleg, en hef fengið óheppi- legan slynk á bakið. Eg er búinn að vera í stöðugri meðferð síðan, er nuddaður og sprautaður í bak og fyrir, en allt kemur fyrir ekki. Þrautimar sem fylgja þessu eru talsverðar og draga úr einbeit- ingu í keppni, fyrir utan það að ég hef verið ómögulegur eftir mótin. Ég verð líklega að hvíla mig á rallinu og sjá hvort þetta skánar ekki. Ég ætla þó að reyna í einni stuttri keppni enn, en alþjóðarall- ið er varla í myndinni eins og staðan er í dag,“ sagði Rúnar. Bróðir Rúnars, Baldur Jónsson, sem var kjörin akstursíþrótta- maður ársins í fyrra, hefur ekki getað keppt í rallakstri á árinu vegna brjóskloss í baki, en hann er einnig mjög liðtækur knatt- spyrnumaður með ÍR. Það er því skarð fyrir skildi hjá rall-fjöl- skyldunni, sem hefur unnið á fleiri rallmótum en nokkur hér- lendis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.