Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
4
Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu og Malaví
Vel hefur tekist til
við þróunarverkefni
í ÍTARLEGRI úttekt, sem gerð hefur verið á verkefnum Þróun-
arsamvinnustofnunar ísiands í Namibíu, kemur fram að í meg-
inatriðum hafi tekist vel til. Rannsóknaskipið Benguela hafi
mikið verið á sjó við rannsóknir til að bregðast við þörfum
Hafrannsóknastofnunar Namibíu og ekki hafi orðið verulegar
tafir vegna bilana þótt skipið sé komið til ára sinna. Vísinda-
leg ráðgjöf íslensku fiskifræðinganna hafi komið að góðum
notum þó nýta hefði mátt þekkingu þeirra enn betur. Ennfrem-
ur hafi stjórn verkefnisins verið góð og árangursrík miðað við
aðstæður.
Hins vegar benda skýrsluhöf-
undar, dr. Anna Marais líffræði-
dósent og Valdimar Halldórsson
mannfræðingur,' á að verkefnið
hafi ekki verið nægilega undirbúið
og það í raun hafist áður en skrif-
að var undir samninga og verklýs-
ingu milli ríkisstjórnanna. Menn
hafi ætlað sér að gera of margt á
of stuttum tíma. Þá hafi namibísk
stjórnvöld vanrækt að kynna ís-
lendingana og hlutverk þeirra fyr-
ir starfsmönnum Hafrannsókna-
stofnunar Namibíu og öðrum sam-
starfsaðilum. Ráðning áhafnar á
skipið hafi ekki verið vönduð nægi-
lega með það fyrir augum að
heimamenn úr áhöfn gætu hlotið
þjálfun og menntun sem yfirmenn.
Hófst 1990
Verkefnið í Namibíu hófst seint
á árinu 1990, en tilmæli þar um
höfðu borist frá forseta landsins
haustið 1989. í stærstu dráttum
voru markmiðin að safna upplýs-
ingum fiskistofna í landhelgi
Namibíu og gefa ráð um veiðiþol
þeirra. Verkefnið skiptist í byrjun
í tvo þætti: Aðstoð við fiskirann-
sóknir og rekstur rannsóknaskips-
ins Benguela.
Þá hefur Valdimar jafnframt
gert úttekt á svokölluðu SADC-
verkefni í Malaví, en það á rætur
að rekja til bréfs frá SADC-ríkja-
bandalagi sunnanverðrar Afríku
þar sem Norðurlöndin voru beðin
að hjálpa fiskimálaskrifstofu
SADC, sem staðsett var í Malaví,
með því að leggja þeim til sérfræð-
ing í fiskimálum og árlegt rekstr-
arfé. Norðurlöndin fólu svo Þróun-
arsamvinnustofnun íslands fram-
kvæmdina. Eftir undirbúning
fyrrihluta árs 1988 var ákveðið
að ráða mann á skrifstofu fiski-
mála fyrir SADC-ríkin í Malaví
og tók hann til starfa í október
1988. Hlutverk hans skyldi vera
þrenns konar: Aðstoða við dagleg-
an rekstur skrifstofunnar, und-
irbúa verkefni og styrkbeiðnir,
koma á fundum og halda sam-
bandi við SADC-ríkin og þróunar-
stofnanir iðnríkjanna, vera sér-
íslendingar í Namibíu
UM TÍU íslendingar starfa í Namibíu á vegxim ÞSSÍ, en með eiginkonum og börnum eru yfir 30
íslendingar nú búsettir í landinu. Hér má sjá hluta hópsins á tröppum Hafrannsóknastofnunar Nam-
ibíu sem staðsett er í Swakopmund.
stakur fulltrúi Norðurlandanna
gagnvart SADC með allt er við-
kæmi fiskimálum, miðla upplýs-
ingum, veita aðstoð við eftirlit með
framkvæmd verkefna og hjálpa til
við fjármögnun fiskimálaverkefna
hjá Norðurlöndunum. Loks átti
hann að annast tvíhliða þróunar-
.. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
A rannsóknarskipinu
SKIPVERJAR á rannsóknaskipinu Benguela við vinnu sína á
bryggjunni í Valvis Bay. Benguela í baksýn.
82,6% vilja að sveit-
arfélög niðurgreiði
strætisvagnaþj ónustu
ALMENNINGSVAGNAR, byggðasamlag sex sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu, lét Gallup kanna viðhorf íbúanna til rekst-
urs fyrirtækisins. Niðurstöður voru um flest mjög jákvæðar
fyrir fyrirtækið; tæplega 80% aðspurðra sögðu sitt viðhorf ják-
vætt gagnvart Almenningsvögnum. 82,6% eru því fylgjandi að
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði strætisvagna-
þjónustuna. Jafnvel þótt tæplega 62% aðspurðra ferðuðust aldr-
ei með vögnunum.
Almenningsvagnar, AV, er
byggðasamlag sex sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu um sameigin-
lega og samræmda þjónustu stræt-
isvagna. Stofnaðilar eru: Bessa-
staðahreppur, Garðabær, Hafnar-
Qörður, Kjalameshreppur, Kópa-
vogur og Mosfellsbær. Fyrirtækið
tók til starfa 15. ágúst í fyrra. Eft-
ir að vagnarnir höfðu verið í rekstri
í nokkur misseri töldu forráðamenn
Almenningsvagna nauðsynlegt að
kynna sér reynslu og viðhorf íbú-
anna til reksturs fyrirtækisins.
Einnig vildu þeir fá upplýst hversu
margir nýttu sér þjónustu fyrirtæk-
isins. Og ennfremur afstöðu fólks
til þess að sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu greiddu niður stræt-
isvagnaþjónustu. Gallup - íslenskar
markaðsrannsóknir var fengið til
að afla þessara upplýsinga.
Könnun Gallup var símaviðtals-
könnun og framkvæmd dagana 5-7.
maí 1993. Úrtakið var valið tilvilj-
unarkennt úr þjóðskrá. Það saman-
stóð af 1.000 einstaklingum úr
Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ,
Mosfellsbæ og Bessastaðahreppi á
aldrinum 15 til 75 ára. Viðmælend-
ur voru beðnir að svara alls 19
spurningum. Nettósvörun varð
76,4%.
Niðurstöðurnar gleðiefni
Niðurstöður könnunarinnar voru
Ingimundi Sigurpálssyni stjórnar-
formanni Almenningsvagna og bæj-
arstjóra í Garðabæ að flestu leyti
gleðiefni. Viðhorf fólks í sveitarfé-
lögunum til Almenningsvagna var
almennt mjög jákvætt. Eða nánar
tiltekið 62,4%, og frekar jákvæðir
voru 27,2%; samanlagt 79,6%. Nei-
kvæðir voru hins vegar einungis
3,3%. 83,1% töldu vagnanna vera
mjög stundvísa eða frekar stund-
vísa. Og 74,9% vom mjög ánægð
eða frekar ánægð með viðmót vagn-
stjóranna. Flestum þótti strætis-
vagnaþjónustan hafa batnað eftir
að Almenningsvagnar tóku við
henni.
Morgunblaðið/Kristinn
Könnun kynnt
SÍMAVIÐTALSKÖNNUN sýndi jákvætt viðhorf til Almennings-
vagna. F.v. fulltrúi Gallup, Hafsteinn Már Einarsson; og talsmenn
Almenningsvagna Örn Karlsson fráfarandi framkvæmdasljóri, Pétur
U. Fenger framkvæmdastjóri og Ingimundur Sigurpálsson sljórnar-
formaður.
Gagnrýnisefni
Talsmenn Almenningsvagna
vildu þó ekki leyna því að í svörum
við nokkrum spumingum hefði
komið fram gagnrýnisefni eða
óánægja. Þeir tilgreindu nokkur
Notkun græna kortsins
er hlutfalislega
meiri meðal 29,4%
fólks með háar
fjölskyldutekjur
en lágar
29,3%
hlynnt(ur)
14,8%
11,1%
200- H Hærri en
299 þús. ■ 300 þús.
FJOLSKYLDUTEKJUR
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)
því að sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæððinu niðurgreiði
strætisvagnaþjónustuna?
Frekar
hlynnt(ur)
5,7% Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)
- 8,2% Frekar andvíg(ur)
3,4% Mjög andvíg(ur)
Skoðanakönnun Gaiiup
atriði. 25% aðspurðra í Kópavogi
fannst þjónustan hafa versnað eftir
að Almenningsvagnar tóku við en
42% fannst hún hafa batnað. í hin-
um sveitarfélögunum var hlutfall
þeirra sem töldu þjónustuna hafa
batnað mun hærra; yfir 90%. Ingi-
mundur Sigurpálsson stjórnarfor-
maður Almenningsvagna benti á
að áður en Almenningsvagnar tóku
við hefði strætisvagnaþjónusta ver-
ið mun betri í Kópavogi heldur en
í hinum sveitarfélögunum, svo það
væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt að
ánægja Kópavogsbúa með breyt-
inguna væri minni.
Græna kortið
í könnuninni var spurt um notk-
un á fjölnota afsláttarkorti, svo-
nefndu grænu korti, sem kostar
2.900 kr. fyrir 30 daga. Tæplega
20% viðmælenda sögðu græna kort-
ið notað á þeirra heimili. í tæplega
80% tilvika var aðeins einn aðili um
kortið, en í 17% tilvika tveir, og
-j