Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 9

Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 9 MÚSÍKLEIKFIMIN hefstfimmtudaginn 23. september Góð alhliða hreyfing fyrir konur á öllum aldri, sem miðar að bættu þoli, styrk- og og liðleika. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 um helgar og virka daga í sama síma eftir kl. 16. REMINGTON Remington rakvélar - Remington skeggsnyrtar. Góð tæki - gott verð. Þú verður snyrtilegri með REMINGTON Fást í nsestu^ raftæKjaverslun I. GUÐMUNDSSON & Co. hf. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN SÍMI 91-24020 FAX 91-623145 QýJl-GACvlfUwi • Þægilegur og jafn hiti • Enginn bruni á ryki sem þurrkar loftið. • Lágur yfirborðshiti Hagstætt verð og greiðsluskilmálar ELFA LVI ofnarnir eru frameiddir í Svíþjóð með sama gæðastaðli og útliti og venjulegir vatnsofnar. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Pólitísk hagsmunagæzla Öllum á að vera Ijós hrikaleg staða ríkissjóðs, ekki sízt þeim, sem hafa afskipti af stjórnmálum. Það er því með ólíkindum, hvernig brugðist er við í hvert skipti, sem fram koma tillögur um breytingar í opinberum rekstri í sparnaðarskyni. Gott dæmi um þetta eru pólitísk viðbrögð við tillögu dómsmálaráðherra um fækkun sýslumannsembætta. tillögur „að ályktun Al- Hallarekstur Aralangur hallarekst- ur ríkissjóðs er mesta efnahagsvandamál Is- lendinga. Hallinn er fjár- magnaður með lántökum innanlands og utan og uppsafnaðar skuldir rik- issjóðs af þeim sökum eru orðnar fjallháar. Af- leiðingin er sú, að fjár- magnskostnaður verður æ þungbærari og kallar á enn aukinn halla eða nýja skattheimtu. Ríkis- sjóðshallinn er ennfrem- ur helzta ástæðan fyrir háu vaxtastigi í landinti. Háir vextir kalla á aukna greiðslubyrði rikissjóðs og þar með meiri halla. Þessu til viðbótar verða fyrirtæki og einstakling- ar að taka á sig þessa miklu vaxtabyrði, sem veikir stöðu atvinnuveg- amia og heimilanna - eykur efnahagssam- dráttinn, og þar með at- vinnuleysi, og minnkar skattstofn ríkissjóðs. Vítahringur Vítahringur ríkisfjár- málanna verður ekki rof- imi nema með verulegum og varanlegum niður- skurði útgjalda eða þá aukinni skatt heimtu i einhverju formi. Hærri skattar eru -hins vegar ekki fýsilegur kostur í efnahagssamdrættinum, sem staðið hefur í nær sex ár. Astæðan er að sjálfsögðu sú, að skatt- greiðendur eiga fullt i fangi með álögur hins opinbera og þá ekki síð- ur, að aukin skattheimta eykur enn á samdráttinn og hefur þar með í för með sér minnkaudi skatt- stofn. Ramakvein Raunhæfasta leiðin er því niðurskurður út- gjalda. Þetta vita allir, eða ættu að vita, sem koma nálægt sljómmál- um. Samt er rekið upp ramakvein í hvert sinn, sem spamaðartillögur koma fram. Astæðan er hugleysi stjómmála- manna, sem þora ekki að ganga gegn hagsmunum hvers konar þrýstihópa af ótta við atkvæðatap í næstu kosningum. Heild- arhagsmunir. þjóðarinn- ar verða þá að víkja fyr- ir ímynduðum hagsmun- um stjórnmálamamianna sjálfra. Þessi hagsmunagæzla gengur svo langt, að þingmenn í öllum flokk- um sameinast stundum tíl að stöðva nauðsynleg- ar sparnaðaraðgerðir ríklsstjóma. Stundum er það líka gert út af póli- tískum kreddum. Gott dæmi um þetta er for- ustugrein í Tímanum fyr- ir helgi, sem skrifaður er í tilefni af tUlögimum um fækkun sýslumanns- embætta. Þar segir m.a.: Landsbyggðin „Þessa dagana berst tU þjóðariimar bergmál af þeim átökum sem em í stjórnarflokkunum og miUi þeirra um gerð tjár- laga fyrir árið 1994. Nýj- ustu tíðindi af þeim vett- vangi em að spurst hefur af deUum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um tiUögur frá dómsmála- ráðuneytinu iun að end- urskipuleggja sýslu- mannsembættin og leggja niður nokkur þeirra í spamaðarskyni. Þetta mál snertir þjón- ustu við landsbyggðina, en þjónusta af þessu tagi er eitt af þvi sem máli skiptir þegar rætt er um kosti og galla hvers byggðarlags. Breytingar á þessari starfsemi og niðurlagning embætta er því viðkvæmt mál sem ekki má flana að. Sýslu- mamisembættin gegna mikilvægum þjónustu- störfum fyrir almenning og spumingin er hvort það hefur verið kannað tíl hlitar að efla þessi embætti með fleiri verk- efnum fremur en að leggja þau niður. Það er nú svo að eitt rekur sig á annars hom í aðgerðum ríkissljómar- innar í byggðamálum. Nýlega hefur stjóm Byggðastofnunar, sem er undir stjóm forsætis- ráðuneytisins, samþykkt þingis um stefnumotandi byggðaáætlun 1994— 1997“. I þeirri tillögu, sem nýlega hefur komið út í skýrslu Byggðastofnun- ar, segir eftirfarandi um opinbera þjónustu: Ný opinber þjónusta, sem almenningur þarf að leita tíl og þjóna skal heUum landshlutum, skal fyrst og fremst vera í stærstu þéttbýlisstöðun- um, eða þar sem hag- kvæmt þykir. — Stefnt skal að þvi að draga ekki úr þeirri opinberu þjónustu á veg- um ríkisins sem nú er veitt á landsbyggðinni." Kreddur Samkvæmt þessum ummælum Tímans virð- ist útilokað að ná fram sparnaði í opinbemm rekstri, ef það gengur gegn kreddum Fram- sóknarflokksins um byggðastefnu. Þvert á móti er vilji til þess að auka útgjöldin með nýj- um stofnunum og auk- inni þjónustu. Spamað- artillögum er svarað með tillögum um aukin ríkis- útgjöld. Nýtt útbob spariskírteina ríkissjóbs fer fram mibvikudaginn 8. september Á morgun kl. 14:00 fer fram nýtt útboö á spariskírteinum ríkissjóðs. Um er aö ræöa hefðbundin verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum: Þessir flokkar eru skráðir á Verðbréfa- þingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra. Spariskírteinin verða seld með tilboðs- fyrirkomulagi. Löggiltum veröbréfa- fyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Lágmarkstilboð er kr. 5.000.000 að nafnverði. Aörir sem óska eftir að gera tilboð í spariskírteinin eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aöila, sem munu annast tilboösgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 8. september. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40. GOTT FÓIK / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.