Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 11 Frá æfingn hluta þeirra 60 tónlistarmanna sem þátt taka í óperunni. Morgunbiaðið/Knstinn Orfeo flutt í Langholtskirkju eftir Gunnstein * Olason Goðsögnin um Orfeus og Evridísi hefur lengi verið skáldum og lista- mönnum yrkisefni. Tónskáldið Claudio Monteverdi gerði sér mat úr henni fyrir tæpum 400 árum í óperunni Orfeo sem flutt verður á tónleikum í Langholtskirkju næsta fimmtudag og laugardag, 9. og 11. september. Flytjendur verða Bac- hsveitin í Skálholti, svissneska blás- arasveitin Cometti con crema, sönghópamir Hljómeyki og Voces Thules og tólf einsöngvarar. Alls taka um sextíu manns þátt í flutn- ingnum. Aðalhlutverkið syngur ungur þýskur tenórsöngvari, Hans Jörg Mammel, en hann kom nýlega fram á Monteverdi-hátíðinni í Utrecht í Hollandi. Þá syngja m.a. Rannveig Sif Sigurðardóttir, Þórunn Guð- mundsdóttir, Tómas Tómasson, Ragnar Davíðsson, Erna Guð- mundsdóttir og Guðlaugur Viktors- son. Stjórnandi tónleikanna verður Gunnsteinn Ólafsson. Á tónleikunum í Langholtskirkju verður aðeins leikið á upprunaleg hljóðfæri, þ.e. hljóðfæri frá 16. og 17. öld. Áuk íslenskra tónlistar- manna koma ellefu erlendir hljóð- færaleikarar til landsins og leika á hljóðfæri sem flest eru ekki til hér á landi. Lútuleikarar koma frá Hol- landi og Þýskalandi, barokkbásúnu- og zinkleikarar frá Sviss og barokk- hörpuleikari kemur frá Italíu. Þá hljómar á tónleikunum í fyrsta skipti hér á landi tunguraddorgel (regal) en slíkt hljóðfæri er ómiss- andi í undirheimaatriðum óperunn- ar. Um þessar mundir eru liðin 350 ár frá andláti tónskáldsins. Af þessu tilefni hafa óperuhús víða um heim tekið óperur hans til sýninga, ekki síst á Italíu. í Bologna var síðasta ópera Montverdis, Krýning Poppeu, sýnd í upphafi þessa árs. Gunn- steinn Ólafsson, stjórnandinn í Orfeo, fylgdist með á æfingum þar og kynntist jafnframt enskum tón- listarmönnum og kennurum sem fræddu hann um tónlist Montverd- is, en hún er mjög frábrugðin þeirri tónlist sem við eigum að venjast. Óperur Montverdis eru yfirleitt að- eins skrifaðar í tveimur línum, önn- ur er laglína söngvarans en hin er bassalínan. Undirleikshljóðfærin eru ákveðin hveiju sinni af stjórn- anda óperunnar en hljóðfæraleikar- _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Tenórsöngvarinn Gunnar Guð- björnsson og Jónas Ingimundarson píanóleikari héldu tónleika í ís- lensku óperunni sl. sunnudag. Á efnisskránni voru söngverk eftir Emil Thoroddsen, Jóhann Strauss, Lehár, Peterson-Berger, Verdi, Bizet, Massenet og Cilea. Tónleikarnir hófust á lögum eft- ir Emil Thoroddsen og þar gat að heyra gama vini eins og I fögrum dal, Smalastúlkan, Litfríð og ljós- hærð, Til skýsins, mikið meistara- verk, sem Gunnar söng afburða vel og tvö lög, Sáuð þið hana systur mína og Kveðja, sem eru minna þekkt. Auðheyrt ér af tveimur síð- ast nefndu lögunum, að Emil reyn- ir að ryðja sér leið út úr rómantík- inni. Þessi lög eru mjög sérkennileg og er Kveðja upphaflega samið við þýskan texta. Öll lög Emils voru arnir sjá um að útfæra undirleikinn samkvæmt bassalínunni. í prentaðri útgáfu Orfeos getur Montverdi þess þó hvaða hljóðfæri hafi verið notuð við flutning óperunnar og farið er eftir þeirri hljóðfæraskipan á tón- leikunum í Langholtskirkju. Óperur Montverdis lágu svo til ósnertar eftir hans dag og fram á þessa öld. Á sjöunda áratugnum kom Orfeo út á hljómplötu með upphaflegúm hljóðfærum og þegar óperan var sett á svið í Zúrich fáum árum síðar hófst sigurganga verka ntverdis í óperuhúsum um allan heim. Höfundur er hljómsveitarstjóri. ágætlega flutt en líklega mætti syngja Sáuð þið hana systur mína nokkuð hægar en þeir gerðu, félag- arnir og fá þannig fram meiri leik- andi glettni. Raddmunurinn, sem kom fram í lögunum Litfríð og ljós- hærð og Til skýsins er athyglisverð- ur og er í raun til vitnis um radd- möguleika Gunnars. Hann er að sækja sér styrk en varðveitir um leið mýktina, fallega, heilbrigða og hreina. Gondólasöngurinn úr Nótt í Fen- eyjum eftir Strauss og þijú lög eftir Lehár, eitt úr Paganini, annað úr Der Zarewitsch og þriðja úr Giuditta voru vel sungin en Volga- ljóðið úr Der Zarewitsch, var ein- staklega vel sungið, þrungið alvöru og sterkri túlkun. Fyrir utan að söngur Gunnars er ,að styrkjast, hefur hann þroskast sem túlkandi listamaður og lék auk þess oft með margvísleg og falleg blæbrigði á einstaklega smekklegan máta. Glæsilegnr söngnr Japanskur kammerkór ________Tónlist Ragnar Björnsson Forvitnilegt var að kynnast þrettán japönskum söngvurum í Norræna húsinu sl. föstudagskvöld og fróðlegt að kynnast meðferð þeirra á norrænum alþýðulögum. Þjóðtunga, hverrar þjóðar hún er, skapar vissast söngstíl og beitingu raddarinnar í söng. Samkvæmt vestrænum skilningi á söngröddum er tæplega hægt að tala um að hér hafi verið um þjálfað söngfólk að ræða, raddirnar hljómlitlar, tónn- inn oft ekki hreinn né stöðugur. Það sem einnig gerði kórnum erfitt fyrir að mynda hreinan hljóm var að einungis þrír karlar skiptu með sér tenór og bassa, en til þess að slíkt gangi upp þarf til þrautþjálfað og gott söngfólk. Svo furðulegt sem það er, þá hefur þessi jap- anski hópur einbeitt sér að nor- rænni kórtónlist og er nú á tón- leikaferð um Norðurlönd með nor- ræna efnisskrá í farteskinu. Þrátt fyrir „raddleysi" og þrátt fyrir oft óhreina hljóma og þrátt fyrir stund- um skakkar nótur var forvitnilegt að heyra hvem skilning þessar nær því andfætlingar okkur lögðu í Ár vas alda, Heyr himnasmiður, Vaar- en, ísland farsælda frón, Brude- færden i Hardanger, Faar jag lámna nasgra boomor, Den första gaang og Einki er sum summar- kveld við strendur, sungið á viðeig- andi tungum, sem áheyrendum hefði eins getað heyrst japanska, á stundum. Án þess, því miður, að maður hafí nokkurn tíma fengið tækifæri til að heimsækja Japan, fékk maður á tilfínninguna að vera staddur í japönsku tehúsi, þar sem skórnir eru skildir eftir fyrir utan, áður en gengið er inn og jafnvel að hvíslið getur orðið of hávært. Stjómandi kórsins heitir Shozo Ohtsuka, stjórnaði með vinstri hendinni og brá sér inn í raðir kórs- ins á stundum og söng bassann, en það var í þeim tilvikum þegar hópnum var fækkað niður í 8 manns, en þannig var söngleg frammistaða kórsins einna best. Þessi söngglaði og sympatíski hóp- ur lauk söngskemmtuninni með nokkrum aukalögum. Gjarnan hefði maður kosið að heyra gamla þjóðlega japanska kórtónlist, kannske verður það næst? Gunnar - Jónas Fjögur sænsk söngverk, tvö eftir Peterson-Berger og tvö þjóðlög voru fallega sungin en þó sérstak- lega Allt under himlens fáste. Síðustu fimm söngverkin á efnis- skránni voru óperuaríur; De’miei bollenti spiriti (La Traviata) eftir Verdi, Rómansa (Perlukafararnir) eftir Bizet, Le Réve (Manon) eftir Massenet, Recondita armonica (Tosca) eftir Puccini og É la solita storia (Stúlkan frá Arles) eftir Cilea. I þeim sýndi Gunnar þá miklu breidd er hann ræður þegar yfir í raddtækni. Hann söng rómönsuna eftir Bizet og Drauminn eftir Massenet mjög veikt en í Recond- ita, eftir Puccini, lék hann sér að sterkri dramatískri túlkun og sömuleiðis í síðustu aríunni, É la solita storia, eftir Cilea en þar var söngur hans sérlega tilþrifamikill og glæsilegur. Raddleikni og túlkunartækni Gunnars er þegar mikil en það er til merkis um það hversu mikill hæfileikamaður er hér á ferðinni, að á leikur ekki vafi, að Gunnar á enn eftir að vaxa sem listamaður og þá... Hlut að þessum frábæru tónleik- um átti Jónas Ingimundarson píanóleikari en hann á það til, þeg- ar hann leikur undir söng, að leika sig inn í sönginn og í rauninni syngja með, eins t.d. í Vögguvís- unni og Til skýsins, eftir Emil og í Verdi aríunni. Þá var leikur Jónas- ar aldeilis vel útfærður í tveimur lögum af lögum Emils, nefnilega í Sáuð þið hana systur mína og her- mannakveðjunni. í rauninni er óþarfi að tilgreina nokkuð sérstakt því söngur Gunnars og leikur Jón- asar var listviðburður, sem vert er að geyma sér vel í minni. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, MunaÖarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavfk, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf„ Aðalstræti 9. • Biönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Torgið hf„ Aðalgötu 32. • Akureyri: Ljósgjafinn, Ráðhústorgi 7a. Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. Reyöarfjöröur: Rafnet, BúÖareyri 31. Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. Höfn í Hornafirðh Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. Hvolsvöllur: KaHpfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. Keflavik: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.