Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 16

Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBBR 1993 h i i i « i i i i i i i i i in 1 Ail I J j| I1 i 1 saiassál , < 1 1 1 PLAN HVÍTT RAÐINNRÉTTING / Gféfóaöfó BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SlMI 651499 STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI GÓÐ GREIÐSLUKJÓR CITIZEN Citizen 120D+ 9 nála nótuprentari Citizen Swift 90 9 nála iitaprentari kr. 39.900- Citizen Swift 240 24 nála litaprentari Tæknival Skeifan 17, síml 681665 Umboösaöíli fyrir Citizen prentara og rekstrarvörur Þ.Þ0RGR(MSS0N&C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 í hlekkjum hug’arfarsins eftir Einar Þorsteinsson Nú eftir að búið er að baldera þjóðina allrækilega og gefa henni tækifæri til þess að fá tilfinningaút- rás fyrir fortíðarvanda, sem skiptir auðvitað engu máli í nútímanum, er kominn tími til þess að huga að þeim hlekkjum hugarfarsins, sem gætu, ef illa færi, dregið allar tenn- urnar úr lýðveldinu Islandí. Eins og svo oft áður var baldering þjóðarinnar „leyfileg" vegna þess að hún snerti ekki stundarhagsmuni neins, en kristallaði einungis gömul átök um valdið, sem smám saman færðist frá bændastéttinni til margra annarra stétta. Sama þróun hefur fyrir löngu átt sér stað í lang- flestum vestrænum ríkjum en öfugt við þau, þar sem hún hefur haft í för með sér fjölbreyttan vaxtarbrodd í mörgum nýjum framleiðsiugreinum og um leið sterka atvinnumenningu, hefur þessi valdatilfærsla ekki haft í för með sér skapandi atvinnustarf- semi hjá okkur. Þetta er umhugsun- arefni. Núverandi ástand Á ytra borðinu sýnist menning okkar vera hin sama og í öðrum vestrænum löndum, þ.e. ef mælt er í tólum og tækjum. Og því er það ekki endilega augljóst öllum að al- varlegir vankantar séu fyrir hendi í afkomukerfi lýðveldisins íslands. Með öðrum orðum, að þjóðin sé í hlekkjum hugarfars, sem virðist á góðri leið með að stöðva efnahags- lega menningu hennar. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að hugsandi fólk í mörgum stéttum, sem er búið að fá nóg af „vitleysunni", hefur beint umræðu sinni og ígrundun að samsetningu mála hér á atvinnusviðinu: Tímabili byltingar í hráefnisöflun, öðru nafni fiskveiðar, sem hófst fyrir u.þ.b. 90 árum, er lokið, án þess að nokkuð annað komi í þess stað. Þess er að vænta að hráefnisöflunin verði áfram ein af stoðum efnahagslífsins, ef skynsamlega er staðið að stjórnun hennar, en sem atvinnuskapandi at- hafnasvið bæði beint og keðjuverk- andi, er henni lokið. Þetta tímabil fljóttekins gróða hefur án eða átt dijúgan þátt í því að loka fyrir þá hugsun, að gera þyrfti ráðstafanir til þess að annað tæki við. Nú er vaknað upp við vondan draum. Viðbrögð seinustu ára, t.d. lausn- ar á vanda þjóðfélagsafkomunnar eru allar eins konar patentlausnir. Gælt hefur verið við álverksmiðjur, fisk- og loðdýraeldi svo fátt eitt sé nefnt og nú síðast rafmagnssölu um sæstreng til markaðarins. Megin- undirstaða þeirrar barnalegu hugs- unar, að nóg sé að redda málunum um stundarsakir, er svo vestræna trúin á sífellt áframhaldandi hag- vöxt, sem eins konar náttúrulögmál. Mannkynssagan segir okkur allt annað og auk þess segja okkur öll mæltitæki hagkerfisins að vaxtar- skeiði eftirstríðsáranna lauk í síðasta lagi fyrir u.þ.b. tíu árum. Samdrátt- ur er um allan heim, sem ekki sér fyrir endánn á. Ný og afgerandi tækni, sem vaxtarbroddur nýrrar uppsveiflu, hefur ekki komið fram síðan á fimmta áratugnum (1950-60) sem var þá leisergeisla- efni, gerfitungl og geimrannsóknir. Þetta mun í fyrsta sinn í sögu iðn- byltingarnnar að 40 ár líði án nýs stig tækniframþróunar allar götur síðan 1760, já sautjánhundrað og sextíu. Tölvur, radar, transistor og kjarnorkan er frá árunum 1940-50. Upplýsingu vantar Það eru þessir þættir sem snerta vankanta okkar eigin þjóðfélagsaf- komu og stöðugt meiri samdrátt í efnahag heimsbyggðarinnar, sem þarf að gera þjóðinni ljósa, þannig að hún hafi ráðrúm til þess að bijóta Einar Þorsteinsson „Tímabili byltingar í hráefnisöflun, ööru nafni fiskveiðar, sem hófst fyrir u.þ.b. 90 árum, er lokið, án þess að nokkuð annað komi í þess stað.“ af sér hugarfarshlekkina áður en það er um seinan. Vitaskuld er hér ekki verið að tala um skyndilausnir eða átaksleiðina alíslensku heldur margra ára umþóttunarskeið. En hvert skref í þessa átt mun skila árangri að lokum. Það mætti orða það þannig að öll þjóðin þurfi að fara í meðferð hugarfarsins. Framtíðarmöguleikar En hvert skyldi þá stefna, eftir að við gerðum okkur ljósar þær ranghugmyndir sem hér eru ríkj- andi? Lausnirnar munu örugglega koma sjálfkrafa þegar takmarkanir þess eigin báss, sem við höfum nú markað okkur, era rifnar niður. Skilningur á lögmálum tilvistarinnar og bein notkun á þeim mun örugg- lega ekki skaða að heldur. Heimsmyndarlögmál Það má styðja það með góðum rökum, þegar þróunarsaga jarðlífs- ins er skoðuð, að sterkasta einkenni sérhvers þáttar hennar sé að „fram- leiða“ sífellt háþróaðra svið efnis og anda. Þetta virðist unnt með inn- byggðum óstöðugleika hvers kerfis fyrir sig. Ný þróun verður til eftir að viss óregla kemur fram hjá eldra þróunarskeiðinu. Óreiðan leiðir af sér nýja reglu og síðan koll af kolli. Þessi rökstyðjanlega heimsskoðun á sér vissulega andmælendur í stóra- hvells áhangendum, en lýsum frati á þá samsuðu hér með. Það þarf því engin þjóð að ör- vænta, þó að í visst óefni sé komið, svo fremi sem hún heldur sönsum og leitar markvisst nýrra leiða, sem byggjast á æðsta stigi þróunarkeðj- unnar: Hugviti. Hugvitslausnum til bjargar úr nýjum aðstæðum, sem ógna tilveru hennar. Hlekkir hugarfarsins Þeir sem hér era gerðir að umtals- efni, hafa myndast með þjóðinni af ýmsum orsökum, sern of langt mál er að telja hér upp. í grundvellinum felast þeir í því að hugviti er stöð- ugt afneitað, hvort heldur sem er af akademískum eða svokölluðum bijóstvitstoga. Eins og áður sagði er þetta gert í skjóli þess sjáanlega árangurs hinnar sögulegu iðnbylt- ingar, sem við höfum til afnota ásamt öðrum þjóðum: Hraðskreið farartæki, vélvæðingu, rafvæðingu, fjarskipti, upplýsingamiðlun og tölv- ur. Gleymum því ekki að þessi árang- ur er allur afleiðing hugvits annarra en okkar. Og það er beinlínis hættu- legt að álykta sem svo eða venja okkur við það, að við komumst full- vel af án þess að nota snefil af hug- viti. Á þann hátt vinnur þjóðin á móti þeim lögmálum, sem hafa skap- að nútímamenningu og slíkt mun aðeins leiða af sér staðnað þjóðfé- lag, sem á endanum verður stjórnað utan frá: Mannkynsagan ber vitni um það. Höfundur er hönnuður. Kennsla hefst 20. sept. Byrjendur frá 4ra ára. 4 Jfc Innritun Ballettskóli ik ^ í síma 38360 Eddu frá kl. 15-19. W\ Afhending skírteina cneving \7J 17.ogi8.sept. Skúlatúni 4 tlákl. 1M8. Innritun og upplýsingar í síma 38360. STÓRAR, SMÁAR, ÖFLUGAR, VANDAÐAR, RYÐFRÍAR, ALHLIÐA... DÆLUl # LOWARA = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Þú þarft ekki aðfara annað þegar þig vantar dœlur. i i » I i » 1 » I i » » Í » I-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.