Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Fulltrúi Framsóknarflokks í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar Borgarráð markí skýra stefnu varðandi útboð STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt,, að fresta afgreiðslu á tillögn gatnamálastjóra um heim- ild fyrir lokuðu útboði á byggingu dælu- og hreinsistöð fyrir skólp við Ánanaust í Reykjavík. Fulltrúi Framsóknarflokks í stjórninni vill að borgarráð marki skýra stefnu varðandi verk- taka og á meðan verði hafnfirskum verktökuin ekki boðin þátttaka í útboðum á vegum borgarinnar. í tillögu gatnamálastjóra er gert ráð fyrir að fjórum fyrirtækj- um, Alftárósi hf., Ármannsfelli hf., Byggðaverki hf. og ístaki hf., verði gefinn kostur á að bjóða í verkið. Hafnfirskir hagsmunir Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokks í stjórn Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, lagði fram bókun þar sem vakin er athygli borgarráðs á þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að úthluta fyrirtæk- inu Hagvirki-Kletti hf. án útboðs verkefni við holræsagerð, sem samkvæmt áætlun nemur á þriðja hundrað milljónum króna, með þeim rökstuðningi að verið sé að gæta hagsmuna hafnfirskra laun- þega. Sami markaður Þá segir: „Þar sem Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar hefur litið á svonefnt stór-Reykjavíkur- svæði sem sameiginlegan vinnu- markað, tel ég, að þessi vinnu- brögð meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hljóti að vekja borgarráð til umhugsunar um stefnu borgaryfirvalda gagnvart hafnfirskum verktakafyrirtækj- um. Ég tel rétt, að borgarráð marki Innkaupastofnun skýra stefnu vegna þessara breyttu aðstæðna og að á meðan verði frestað að bjóða hafnfirskum verktakafyrir- tækjum aðgang að verkefnum fyrir Reykjavíkurborg.“ McDonald’s innheimtir ekki gjöld til stéttarfélaga Lögsókn og aðrar aðgerðir til umræðu á formannafundi ASÍ LÖGSÓKN og fleiri hugsanlegar aðgerðir gegn Lyst hf., leyfishafa McDonald’s á Islandi, verða til umræðu á fundi formanna landssam- banda Alþýðusambands Islands, sem kallaður hefur verið saman i dag vegna þess að Lyst hf. hyggst ekki gera kjarasamninga við verkalýðsfélög. Fyrirtækið hyggst ekki halda eftir gjöldum til stéttar- félaga af launum starfsmanna sinna og telur Alþýðusambandið það lögbrot. Forsvarsmenn McDonald’s-veitingahússins segja hins vegar að fyrirtækið sé ekki aðili að samtökum vinnuveitenda og þurfi því ekki að sjá um „skrifstofustörf" fyrir verkalýðsfélögin. Fulltrúar Alþýðusambandsins, leiðrétta þau strax. Það er heldur Félags starfsfólks í veitingahúsum og Lystar hf. áttu með sér fund í gær. Að sögn Ingvars Ásgeirsson- ar, ráðningarstjóra Lystar, var fundurinn gagnlegur og afstaða beggja aðila skýrðist. „Við erum að fara yfir skilgreiningar okkar á starfskjörum og ef við finnum ein- hver mistök hjá okkur munum við ekki ætlun okkar að bijóta á okkar fólki,“ sagði hann. „Ef þessi ágrein- ingur verður ósættanlegur, vona ég að hægt verði að leysa hann á frið- samlegan hátt fyrir dómstólum." I 6. grein starfskjaralaga frá 1980 segir: „Öllum atvinnurekend- um er skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfé- Yfirlýsing McDonald’s VEGNA fréttaflutnings undanfarna daga í blaða- og ljósvakamiðlum af málefnum McDonald’s á íslandi vill Lyst hf. taka eftirfarandi fram: Eitt af höfuðeinkennum McDon- ald’s staðanna um allan heim er góður starfsandi. Á hann leggjum við mikla áherslu og gerum okkar ýtrasta til að svo sé. Starfsfólk ger- ir sér einnig ljóst að hjá okkur nýtur viðskiptavinurinn forgangs. Hraði þjónustunnar er viðhafður til þess að svara kröfum viðskiptavinarins um snögga og hnökralausa af- greiðslu og að maturinn sé fyrsta flokks. Hjá okkur er vinnutími sveigjan- legri en gengur og gerist á veitinga- húsum. Þess vegna starfar hjá okkur stór hópur skólafólks og húsmæðra, sem getur ekki unnið á venjulegum dagvinnutíma. Fyrirtækið hefur þá stefnu að vera ekki í neinum samtökum at- vinnurekenda og gera ekki kjara- samning við verkalýðsfélög. Við ger- um sérstakan ráðningarsamning við hvern einstakan starfsmann, sem fær afhenta litla bók um starfið, starfsskyldur og vinnureglur. Þar sitja allir við sama borð, yfirmenn og undirmenn. Engu að síður gerir McDonald’s á Islandi alls engar kröf- ur til starfsmanna sinna um að þeir séu utan verkalýðsfélaga. Það er alfarið mál starfsmannanna. Við viljum sérstaklega taka fram, að fyrirtækið virðir auðvitað öll lög og allar reglur íslenskra stjórnvalda. Fyrirtækið greiðir laun sem eru umtalsvert hærri en þau laun sem skilgreind eru samkvæmt lögum. Launin eru einnig fyllilega sam- keppnishæf við laun, sem greidd eru í öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Öll laun eru að sjálfsögðu talin fram til skatts. Kjör hjá okkur eru meira en iaun- in ein. Starfsfólkið sækir á vinnu- tíma ýmis starfsþjálfunar- og fræðslunámskeið, sem eflir það í starfi. Laun hækka eftir afköstum og hæfni. Sú þjálfun og starfsmennt- un sem starfsmenn fá hér mun nýt- ast þeim hvar sem þeir starfa síðar á ævinni. McDonald’s hefur á sér gott orð hvarvetna um heiminn fyrir mjög nútímalega þjálfun og mennt- un starfsfólks. Lögum samkvæmt verða allir starfandi menn að vera félagar í iíf- eyrissjóði viðkomandi starfsstéttar og greiða iðgjöld til þeirra. Atvinnu- rekendum ber að innheimta þessi gjöld og greiða þau til lífeyrissjóðs- ins ásamt mótframlagi sínu. Þetta mun fyrirtækið að sjálfsögðu gera. Við höfum mjög nána samvinnu við starfsfólk okkar og hér verða í hveijum mánuði samskiptafundir undir- og yfírmanna. Öðrum hverj- um fundi er stjórnað af einhveijum starfsmanni eftir vali þeirra, en öðr- um hverjum af einhveijum yfir- manni. Á þessum fundum verða öll ágreiningsmál tekin fyrir og vonandi leyst. Við viljum líka hafa gott samband við fjölskyldur starfsmanna og á miðvikudaginn kemur, 8. september, verður fjölskyldunum boðið hingað í fyrstu McDonald’s hamborgara- veislu á íslandi. laga iðgjöld þau, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hveiju sinni, og skv. þeim reglum, sem kjarasamningar greina. Atvinnu- rekanda er skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags skv. þeim reglúm, sem kjarasamningar greina. Sjá ekki um innheimtu fyrir verkalýðsf élagið Aðspurður sagði Ingvar að Lyst hf. hygðist ekki greiða í sjóði stétt- arfélaga eða innheimta félagsgjöld. „Við ætlum ekki að taka að okkur innheimtu fyrir verkalýðsfélagið. Við teljum okkur ekki skylt að gera það, þar sem við erum ekki aðilar að samtökum atvinnurekenda. Við ítrekuðum við fólkið okkar að þrátt fyrir að við værum ekki aðilar að neinum hagsmunasamtökum at- vinnurekenda, væri því fijálst að vera í verkalýðsfélagi, þar sem á íslandi væri félagafrelsi. Við ætluð- um hins vegar ekki að sjá um greiðslur í verkalýðsfélag, heldur yrði fólkið að sjá um það sjálft. Ég held að það standi mjög í verkalýðs- hreyfíngunni að einhver vilji ekki taka að sér þessi skrifstofustörf þeirra.“ Mjótt á munum Halldór Grönvold, skrifstofustjóri hjá Alþýðusambandinu, sagði að ASÍ hefði ekki beinlínis efni til að vefengja að starfsfólki McDonald’s yrði g^reitt samkvæmt lágmarks- taxta. „Við höfum hins vegar undir höndum afrit af ráðningarsamning- um, sem gefa tilefni til að ætla að þar geti verið gizka mjótt á munum. Það er hins vegar erfítt að henda reiður á því nema að sjá vaktatöfl- ur,“ sagði Halldór. Halldór sagði að formenn lands- sambanda ASÍ hefðu verið kallaðir saman til fundar í dag vegna þessa máls. „Fyrir marga í okkar röðum er þarna verið að takast á um grundvallaratriði varðandi þær samskiptareglur, sem mótaðar hafa verið á íslenzkum vinnumarkaði og verið hefur allvíðtæk sátt um,“ sagði Halldór. Að sögn Halldórs telur ASÍ að um hreinan ásetning um lögbrot sé að ræða hjá McDonald’s. Aðspurður til hvaða aðgerða Alþýðusambandið kynni að grípa, sagði Halldór: „Það gæti orðið málsókn og/eða einhveij- ar fleiri aðgerðir. Það er lagt í vald þess hóps, sem þarna kemur sam- an, að meta það.“ ^p Morgunblaðið/Þorkell Dauðir ur mengun ÞESSIR tveir voru meðal hinna stærstu úr hópi tuga silunga sem drápust í bæjarlæknum að Laxnesi. Silungur drapst FJÖLMARGIR silungar drápust þegar veggur að hlandþró í haughús- inu að Laxnesi í Mosfellssdal var brotinn af vangá þannig að hland og keyta flæddi í bæjarlækinn á sunnudag. Að sögn Þórarins Jónasson- ar bónda í Laxnesi drápust þeir fiskar sem voru í læknum næst bæn- um en þeir flutu síðan fyrir straumi niður í Köldukvísl, sem lækurinn rennur í um kílómetra neðan við bæinn að Laxnesi. Þórarinn sagðist hafa verið að lagfæra og hagræða í haughúsinu hjá sér og bijóta gat til að geta notað litla vinnuvél við að hreinsa út úr haughúsinu. Hann og aðrir sem að þessu unnu hefðu hins vegar ekki verið undir það búnir að bak við einn millivegginn leyndist gömul hlandþró en þegar flóðgáttin opnað- ist rann hlandið út og I lækinn. Þórarinn, sem fengið hefur heim- sóknir frá lögreglu og heilbrigðisfull- trúa eftir atvikið, sagði að of mikið hefði verið gert úr málinu og ekki væri tiltökumál þótt atvik af þessu tagi kæmu upp til sveita. Meðal sil- unganna sem drápust var a.m.k. einn urriði sem virtist rúmt pund að stærð og sagði Þórarinn að sá fiskur væri sá allra stærsti sem hann hefði séð í læknum þau 27 ár sem hann hefur búið á Laxnesi. Þórarinn sagði að engin varanleg mengun hefði hlotist af en hins vegar hefði verið lítið vatn í læknum og því hefði lækurinn ekki getað hreinsað sig af hlandinu fyrr en það hafði runnið um 400-800 metra frá bænum með fyrrgreindum afleiðingum. Sigmjón Markússon Jónasson bóndi látinn LÁTINN er Sigurjón Markússon Jónasson bóndi að Syðra-Skörðu- gili í Skagafirði. Sigurjón var fæddur 27. ágúst 1915 að Garði í Hegranesi. Foreldrar hans voru Jónas Gunnarsson bóndi og Stein- unn Siguijónsdóttir húsfreyja, og ólst Sigurjón upp í föðurhúsum i Hátúni i Seyluhreppi. Siguijón varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum 1939. Hann flutti að Syðra-Skörðugili 1940 og bjó þar til dauðadags. Siguijón var þekktur hestamaður og meðal stofnenda Hestamannafélagsins Stíganda. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum, bæði með Ungmenna- félaginu Fram og samvinnuhreyfing- unni. Siguijón var formaður sóknar- nefndar Glaumbæjarsóknar og söng með Karlakórnum Heimi í fjölda ára. Eftirlifandi eiginkona Siguijóns er Sigrún Júlíusdóttir, eignuðust þau fjögur börn sem öll lifa föður sinn. Hallgrímur Pétursson fv. form. Hlífarlátinn HALLGRÍMUR Pétursson, fyrr- verandi formaður Verkamanna- félagsins Hlífar í Hafnarfirði, er látinn, á sjötugasta aldursári. Hallgrímur fæddist 16. október 1923 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðrún Þorbjarnardóttir og Pétur Pétursson. Hallgrímur stund- aði verslunarstörf framan af og sið- an almenna verkamannavinnu. Síð- astliðin 30 ár var hann starfsmaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, þar af formaður félags- ins í tíu ár frá árinu 1978 til ársins 1988. Hallgrímur vann mikið að félags- málum innan verkalýðshreyfingar- innar og að auki ýmis trúnaðarstörf í þágu Hafnarfjarðarbæjar. Eftirlifandi kona Hallgríms er Hulda Björgvinsdóttir og eignuðust þau tvö börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.